Morgunblaðið - 16.01.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.01.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /Ul n^i. USrrY 'U II Orðið „snælda“ getur ekki átt við um segulbandsspólu Til Velvakanda. ____ Nú á tímum er mikið slegið um sig, í tilefni málvemdunarherferðar, af ýmsum sem telja sig þar framar- lega í flokki og vilja láta taka eftir sér. Á sama tíma rekur maður sig á hortittina í hveijum fjölmiðlinum á fætur öðrum, þar sem eftiröpun á hugsunarvillum ber höfundi sínum ófagurt vitni. Ég hef ósjaldan rekist Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfdng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. á í blöðum (á íslenskt útvarp hef ég ekki tækifæri til að hlusta) frásagn- ir um „snældur" með ýmsu efni svo sem söng, hljóðfæraleik, ræður o.fl. nú síðast í Morgunblaðinu frá 5. desember sl. „Snældur með íslensk- um jólamessum komnar út. Á báð- um snældunum er prestur séra Sigurður H. Guðjónsson. Forsöngv- ari í hátíðasöngvum Bjama Þor- steinssonar er Garðar Cortes og kór Langholtskirkju annast almennan söng. Á aðfangadagskvöld söng Ólöf Harðardóttir einsöng." Ollu þessu á að fóma í þágu ís- lendinga sem búa erlendis, segir í fregninni. Sjálfsagt til þess að þessir glötuðu sauðir missi ekki af móðurmálinu. Ja, aumingja fólkið að leggja allt þetta á sig. Hvað er snælda? Snælda er ekkert nýyrði í íslensku máli, heldur hefur verið þar allt frá landnámi. Hins vegar er hún í þessu tilfelli mistúlkuð, vegna þess að viðkom- andi virðist ekki vita hvers konar fyrirbæri snælda var og er. Snælda var notuð til að mynda snúð, svo sem í rokk og spann ull til klæða þjóðarinnar um aldaraðir. Einnig var til halasnælda, með langan hala og snúð í öðmm enda. Báðir þessir hlutir vom notaðir á íslandi allt fram á síðustu áratugi og em máske til enn í notkun. Báðar þessar snældur mynduðu snúð á band, sem síðan var undið upp á spólu eða hesputré. Snælda Snældur með ís- lenskum jólamess- 1 um komhar út ’ SNÆLDUR með íslenskum jóla- messum cru nú komnar út, en um síöustu jól lét Kór Langholtskirkju taka upp messur á aófangadags- kvöld og jóladag meó þaó fyrir aug- um aö bjóóa íslendingum sem búa erlendis þær til kaups. Á báðum snældunum er prestur séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Forsöngvari i hátíðasöngvum Bjarna Þorsteinssonar er Garðar Cortes og Kór Langholtskirkju annast almennan söng. Á aðfanga- dagskvöld söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir einsöng. Hægt er að panta eintak af snældunum í síma 77288 fyrir há- degi virka daga og kostar hvor þeirra 400 krónur. . getur því aldrei átt við tæki það, sem notað er til að geyma band það sem haft er til hljómflutnings. Á því bandi er enginn snúður. Hið rétta nafn á því er spóla (eða hespa) ef einhver vill vera frumlegur. Mikið get ég vorkennt vesalings prestin- um og fólkinu í kirkjukór Lang- holtskirkju að hafa lent í því að vera spunnin uppá snældu. Þess er vænst að nýyrðasmiðir spari sér í framtíðinni álfka hugsanavillu sem í þessu tilfelli felst í misnotkun á heitinu snælda. Þórður E. Halldórsson, Lúxemborg. Hugleiðingar um íslensk efnahagsmál J.Ó.G. skrifar: Er núverandi ríkisstjóm var mynduð með samstarfi Sjálfstæðis- flokks og framsóknar, voru margir sem spáðu að illa færi, því að þessir flokkar gætu aldrei unnið saman til velfamaðar landslýð, og víst er að stormasamt hefur verið í þeim herbúðum. Fram á skjáinn birtist forsætis- ráðherra með boðskap til þjóðarinn- ar. Nú skyldi stjómað, enda mál til komið, og nú skyldi sparað. Landið nærri gjaldþrota og verðbólga í algjöm hámarki. Allt var þetta satt og rétt og virðulegur ráðherra svo sannfærandi, að mönnum datt ósjálfrátt í hug: Skyldi þjóðin nú loksins hafa borið gæfu til að kjósa þá menn sem vildu og þorðu að taka rétt á málum? Nú skyldi spar- að, kaupið bundið og sultarólin spennt í síðasta gat. Þá kom það eins og köld snjógusa framan í alþjóð, er sjálfur forsætisráðherr- ann nældi sér í úr ríkissjóði til bíla- kaupa liðlega tveggja ára laun verkamanns; löglegt en siðlaust. Það er svo mál út af fyrir sig, hvaða réttlæti felst í því að hæstlaunuðu menn þjóðarinnar eigi að hafa fríð- indi á borð við þetta. Fyrir ca. 65 ámm var Barónsstíg- ur innsta gatan í bænum. Gas- og kolavélar notaðar til eldunar, olíu- lampar og kerti til lýsingar, kola- ofnar til upphitunar. Hugsið ykkur hversu gífurleg ijárfesting til upp- byggingar hefur komið í hlut þeirr- ar kynslóðar, er nú lýkur störfum að ógleymdri allri uppbyggingu í öðmm landshlutum til sjós og lands. Jafnframt skal haft í huga að skuld- ir þjóðarinnar við erlend ríki er að mestu leyti síðari ára fyrirbæri. Nú er allt að komast í óefni eins og forsætisráðherra réttilega benti á og mál til komið að gera sér grein fyrir hlutunum. Er landsmönnum virkilega ekki ljóst hvað að er eða vilja menn ekki vita það. Hvergi hefi ég heyrt orð um það. Ríkisgeirinn er einfaldlega of stór. Það lifa of margir á framlagi of fárra. Hættum því að haga okkur eins og stórveldi. Stöðvum þetta gegndarlausa sukk og óráðsíu. Hvað eiga 250.000 hræður að gera með 10 ráðherra plús aðstoðar- menn, 60 þingmenn og allt annað hálaunalið? Vemm raunsæ. Fækk- um að minnsta kosti um % og tökum af öll fríðindi. Þetta lið er allt á góðum launum og þarf enga viðbót frekar en verkamaðurinn. Stöðvum allan óþarfa innflutning. Lifum hvað við getum á eigin fram- leiðslu. Kjósum þá menn sem treysta sér til að mynda ríkisstjóm með niðurskurð að stefnumörkun. Þeir hljóta að vera til. Við getum ekki haldið áfram svona. Það er algjört ábyrgðarleysi við það fólk sem býr við lökust kjör. Þessir hringdu . . , Skemmtilegt kvöld á Hótel Borg Kristbergur Guðjónsson hringdi: „Við hjónin fómm í kvöldverð á Hótel Borg um daginn og vomm við alveg sérstaklega ánægð með kvöldið. Það er alltaf jafn skemmtilegt að fara á Borg- ina en þangað fór ég oft sem ungur maður — fyrir tæpum fjór- um áratugum. Maturinn var alveg sérstaklega góður og öll þjónusta fyrsta flokks. Þama spilaði Ingi- mar Eydal og var það góð skemmtun. Um hálf ellefu var svo opnað á milli og þá hófst ball, með músík sem miðaldra fólki þykir líklega skemmtilegri en poppið. Ég vil þakka fyrir þetta skemmtilega kvöld á Borginni, bæði þjónustufólki og öðmm sem að því stóðu." Sýnið myndbönd með Wham Davíð hringdi og óskaði eftir því við sjónvarpið að sýnd yrðu myndbönd með hljómsveitinni Wham. Sagði hann að sjónvarpið hefði gert vel í því að sýna mynd- bönd með Duran Duran en þar sem Wham væri ekki síðri hljóm- sveit, ætti einnig að sýna mynd- bönd með henni í sjónvarpinu. Þá vildi Davíð taka undir með SI, og það sem stóð í bréfinu „Skrúfum niður í þeim sem vilja skrúfa niður í Duran Duran og Wham". Hvers vegna ekki hitastigið kl. 12 eðakl. 15? R. hringdi: „Mig langar til að koma fyrirspum á framfæri til þeirra sem sjá um veðurfregnimar í sjónvarpinu. Hvers vegna er aðeins sýnt hitastig kl. 18 á veður- kortunum — víðast annars staðar er venja að sýna bæði hámarks og lágmarks hitastig. Varla gefur kvöldhitinn einn rétta mjmd af veðurfarinu. Nú er kannski ekki skynsamlegt að vera með of margar tölur á sjónvarpsskjánum — en hvers vegna er hitastigið kl. 12 eða kl. 15 ekki notað?" XST OG / ET Við eigum margar gerðir af massívum furuveggsam- stæðum bæði í Ijósri og litaðri furu. Við tökum að sjálfsögðu greiðslukortin bæði sem útborgun á kaupsamningi og sem staðgreiðslu með hæsta afslætti. Ifeno L 263 H 173 D 26/43 Ljós fura 33.250.- Lútuö f ura 36.990.- Dreja L265H 175 D 26/43 Lútuð fura 42.390.- HDS6AGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.