Morgunblaðið - 16.01.1986, Qupperneq 48
Qft
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANtJAR 1986
t Mágur minn, ROBERT F. HARVEY ofursti, lést á heimili sínu Boca-Raton, Florida, miövikudaginn 15. janúar. Fyrir hönd aöstandenda, Einar Frederiksen.
t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR, Meltungu, veröur jarðsett frá Fossvogskapeliu fimmtudaginn 16. janúar kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t Faöir okkar og tengdafaðir, ERLENDURÞÓRÐARSON, áðurtil heimilis aö Langholtsvegi 29, lést þriöjudaginn 14. janúar að Hrafnistu í Reykjavík. Börn og tengdabörn.
t Sonur minn, faöir okkar, bróðir og mágur, KJARTAN Ó. BJARNASON, húsasmiðameistari, Fálkagötu 14, Reykjavfk, andaöist af slysförum 14. janúar sl. Jarðarförin veröur auglýst síöar. Fyrir hönd aöstandenda, Skúlfna Friðbjörnsdóttir.
t Bróðir okkar, GUÐJÓN SKÚLASON fv. bóndi Hornstöðum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 11. janúar, veröur jarðsunginn frá Hjaröarholtskirkju í Dölum laugardaginn 18. janúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferöamiðstöðinni kl. 08.30. Aðalsteinn Skúlason, Sigrfður Skúladóttir, María Skúiadóttir.
t Konan mín, GUÐLEIF KRISTÍN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Hverfisgötu 117, verður jarðsett föstudaginn 17. janúar kl. 13.30 frá litlu kapellunni í Fossvogi. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Marteinn Andersen.
t Minningarathöfn um fósturbróðir minn, MAGNÚS KARLANTONSSON, fer fram fimmtudaginn 16. janúar i Fossvogskirkju kl. 10.30. Jarðsett verður frá Ólafsvíkurkirkju. Halldór S. Guðjónsson.
t Útför föður míns, INGILEIFS JÓNSSONAR Svínavatni, fer fram laugardaginn 18. þ.m. kl. 14.00 frá Skálholtskirkju. Jón Ingileifsson.
t
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát föður
okkar, tengdaföður og afa,
STEINGRÍMS SVEINSSONAR.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki B-deildar Hrafnistu í Reykjavík
fyrir góða umönnun og hjúkrun. Jarðarförin hefur farið fram.
Guðmundur Einarsson,
Sigurjóna Steingrimsdóttir,
Guðný Steingrfmsdóttir,
Hildur Steingrímsdóttir,
Guðrún Steingrimsdóttir,
Lilly Steingri'msdóttir,
Sveinn Steingrímsson
og barnabörn.
Viktor Jacobsen,
Magnús Gíslason,
Jón Isleifsson,
Hrafn Marinósson
varðstjóri- Kveðja
Fæddur 2. október 1938
Dáinn 3. janúar 1986
Það var fagurt veður 15. október
1968 þegar hópur ungra manna
mætti í Lögregluskóla ríkisins. Mig
minnir að við höfum verið 14 sam-
an, sem valdir höfðum verið úr stór-
um hópi umsækjenda til lögreglu-
starfa í Reykjavík. Þetta voru glað-
beittir og hraustlegir piltar, sem
komu frá hinum ýmsu störfum í
þjóðfélaginu og höfðu ólíkt sjónar-
mið og skoðanir. — Eitt áttu ungu
mennimir allir sameiginlegt, þeir
horfðu með nokkrum kvíða og eftir-
væntingu til þess starfs sem þeirra
beið að lögregluskóla loknum.
Við þessar aðstæður k}mntist ég
vini mínum Hrafni Marinóssyni. Við
t
Útför sonar míns og föður okkar,
SKÚLA BENEDIKTSSONAR
kennara frá Efra-Núpi,
til heimilis að Garðavegi 18,
Hvammstanga,
sem lést aðfararnótt 12. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Bergljót Skúladóttir,
Benedikt Skúlason,
Einar Skúlason,
Laufey Skúladóttir,
Ingibjörg Skúladóttir,
Þorbjörg Skúladóttir,
Sigríður Skúladóttir,
Skúli Ragnar Skúlason.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HANNESAR EÐVARÐS ÍVARSSONAR,
frá Neskaupsstað,
Háaleitisbraut 115, Reykjavfk.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildar Hrafnistu
í Hafnarfirði.
I'var Hannesson,
Ólöf Hannesdóttir,
Þórey Hannesdóttir,
Svanhvít Hannesdóttir,
barnabörn
Jóna Gisladóttir,
Jósafat Hinriksson,
Gunnar Pétursson,
Helgi Valmundsson,
og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður,
BJÖRGVINS SAMÚELSSONAR,
Brekkuseli 29.
Þórhildur Guðmundsdóttir,
Hlynur Örn Björgvinsson,
Helga Magnúsdóttir,
Hermann Samúelsson,
Jón Samúelsson,
Jónína Samúelsdóttir.
Linda Hrönn Björgvinsdóttir,
Sóiveig Jóhannesdóttir,
Ásdfs Hallet Samúelsdóttir,
Úlfar Samúelsson,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför sambýlismanns míns, föður okkar og bróður,
SIGGEIRS EIRÍKSSONAR,
frá Gestsstöðum, Fáskrúðsfirði,
Álftamýri 44.
Guðrún Stewart,
Rúnar Siggeirsson, Valgerður Sigurðardóttir,
Olga Siggeirsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson,
Sævar Siggeirsson, Sigriður Arnþórsdóttir,
Sigurjón Siggeirsson,
Sigurbjörn Eiríksson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
GUÐMUNDAR S. EINARSSONAR
kennara,
Kópavogsbraut 77.
Guðrún Jónsdóttir,
Jón Ármann Guðmundsson, Ármann Kojic Jónsson,
Halldór Jóhann Guðmundsson.
t
Hjartanlega þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför móður okkar,
SIGURBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Steintúni,
Bakkafirði.
Dætur hinnar látnu.
áttum mörg skrefín saman innan
lögreglunnar, bæði í starfí og leik.
Það var mikið frost í desembermán-
uði 1968 þegar þessi hópur lög-
reglunema gekk út á stræti Reykja-
víkurborgar, íklæddir lögreglubún-
ingi. Mér fannst einnig frysta að,
þegar sá fyrsti úr hópnum féll frá
við skyldustörf sín þann 3. janúar
sl.
Það gekk mikið á í þjóðfélaginu
fyrstu starfsmánuði ungu lögreglu-
liðanna, óeirðir og uppþot. Það var
mikil eldskím og vonandi að engir
nýliðar lögreglunnar fái slíkt í fang-
ið í byijun starfsins.
Hrafn vakti athygli mína fyrir
festu, en þó meðfædda varúð og
íhygli, þegar vanda bar að höndum
í lögreglustarfínu. Ég minnist þess
sérstaklega hve laginn hann var að
jafna deilur fólks í heimahúsum,
sem er nú oft með viðkvæmustu
verkefnum sem lögreglumenn kljást
við. Fólk virtist bera mikið traust
til þessa manns, þó það þekkti
ekkert til hans og undir erfíðum
kringumstæðum.
Leiðir okkar Hrafns lágu saman
inn í félagsmál lögreglumanna, alla
leið inn í stjóm félags þeirra. Það
gekk oft ýmislegt á í þeim efnum,
en með okkur Hrafni tókst góð
samvinna um markmið og var hann
þar sem annarstaðar sami trausti
kletturinn. Samstarf okkar varð
með eindæmum gott, traustið var
gagnkvæmt. Við gengum fram
saman með oddi og egg í félagsmál-
unum ásamt öðrum góðum mönn-
um. Sumir lögreglumenn minnast
kannske enn „þrýstihópsins" svo-
kallaða. Ymsir slíkir hópar eru í
þjóðfélaginu í dag og misjafnlega á
þá hlustað. Á rök okkar hóps var
hlustað án þess að til kæmu afskipti
ijölmiðla eða rask á starfsemi lög-
reglunnar.
Hrafn lét sig miklu skipta að-
búnað lögreglumanna, búnað lög-
reglubifreiða og yfírleitt allt, sem
gat gert lögregluna hæfari við
skyldustörf sín við almenning. Hann
gekk hiklaust fram í því, að ullar-
teppi og annar sjálfsagður búnaður
fylgdi hverri lögreglubifreið, en þar
var á misbrestur.
Um haustið 1977 skildu leiðir
okkar er ég hvarf til lögreglustarfa
á öðrum vettvangi. Hrafn hélt uppi
merkinu okkar, sem við höfðum
reist. Við söknuðum báðir sam-
starfsins, sem aldrei kom aftur. Við
höfðum þó oft samband okkar á
milli, sérstaklega ef einhver lög-
reglumál átti að bera á góma, ljóst
eðaleynt.
Árið 1982 kvaddi Landssamband
lögreglumanna hann til starfa, sem
formann samtakanna. Hann gekk
að því verkefni með þeim áhuga
að krafti sem honum var lagið, en
síðan dró úr þreki þessa manns er
heilsan gaf sig.
Ég hitti Hrafn í síðasta sinn á
50 ára afmælishátíð Lögreglufélags
Reykjavíkur á Hótel JLoftleiðum
þann 16. desember sl. Það var vel
við hæfí að hann lifði þann atburð.
Hann hafði helgað krafta sína þessu
félagi alla starfsævi sína innan
lögreglunnar. Það voru mikil tíma-
mót lögreglunnar í Reyjavík þann
tíma sem Hrafn Marinósson var þar
við störf, frá árinu 1968 til 1986.
Meðal annars var lögreglan færð
frá Reykjavíkurborg til ríkisins,
lögreglumenn komu upp sínu eigin
félagsheimili og lögreglan hefur
fært sig til nútímalegri hátta frá
vanþróun, hvað varðar búnað og
þjálfun.
Það má með sanni segja, að
gustað hafí af Hrafni í félagsmálun-
um er þau stóðu sem hæst. Hitt
skal haft hugfast að spor hans
Leiðrétting
í minningarorðum um Ás-
gerði Efemíu Guðmundsdóttur í
Morgunblaðinu á þriðjudag
misritaðist föðurnafn. Þar segir
að seinni kona Guðmundar Ein-
arssonar, föður hennar, hafi
heitið Soffía Guðmundsdóttir.
Hún hét Soffía og var Þorsteins-
dóttir. Þetta leiðréttist hér með
og beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.