Morgunblaðið - 23.01.1986, Page 2

Morgunblaðið - 23.01.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANtJAR 1986 Stéttarsam- bandið vill banna kjötinn- flutninginn STJÓRN Stéttarsambands bænda samþykkti á fundi sínum nýlega að skora á landbúnaöar- ráðherra að beita sér fyrir því að Alþingi setji lög með ótvíræð- um ákvæðum um bann við inn- flutningi til Varnarliðsins á hráu kjöti og öðrum vörum sem borið geta með sér búfjársjúkdóma. Stjómin fjallaði um nýbirta nið- urstöðu lögfræðinga um lögmæti innflutnings á kjöti til Vamarliðsins og samþykkti ofangreinda ályktun af því tilefni. Rafmagnstruflanir og ófærð á Austurlandi: Á þríðja tug rafmagnsstaura brotnuðu á Suðausturlandi SLÆMT veður hefur verið á austanverðu landinu undanfarna daga. Flestir vegir á austan- og norðanverðu landinu eru ófærir og víða rafmagnstruflanir. Veðrið gekk að mestu niður í gær, en éljagangi er spáð á þessu svæði í dag. Daglegt líf fólks fór nokkuð úr skorðum í sumum bæjum á þessu svæði vegna rafmagns- og vatnsleysis og samgönguörðugleika. Á þriðja tug rafmagnsstaura brotnuðu í fyrradag og staurasam- stæða í Suðurlínu brotnaði við Almannaskarð austan við Höfn, að sögn Erlings Garðars Jónassonar rafveitustjóra Austurlands. Raf- magn komst á Höfn eftir miðnættið með díselvélum en sveitimar eru að mestu rafmagnslausar. í gær- kvöldi var enn rafmagnslaust í stór- um hluta Homaflarðar, Lóni, Nesj- um, Suðursveit og Öræfum. Einnig varð rafmagnslaust um tíma á Djúpavogi og rafmagn skammtað eftir að díselvélamar vom settar í gang. Erling sagði að stauramir hefðu brotnað vegna mikillar ísing- ar sem hlóðst á línumar. Rafveitu- menn frá Höfn unnu að viðgerð og viðgerðarflokkar frá Egilsstöðum og Hvolsvelli vom á leiðinni, en gekk illa að komast vegna ófærðar. Erling Garðar sagði að varla væri vinnuveður en sagði að gert yrði við línumar strax og mögulegt væri. Haukur I>. Sveinbjömsson frétta- ritari Morgunblaðsins á Höfn sagði að þar hefði gert bijálað veður á þriðjudagsmorgun og daglegt líf fólks farið úr skorðum. Rafmagn og vatn fór á bænum en komst aftur á um miðnættið, síminn datt að mestu út og skólahald féll niður. Þá urðu götur bæjarins ófærar. Albert Kemp fréttaritari á Fá- skrúðsfírði sagði að snjórinn þar væri með því mesta sem komið hefði undanfarin ár. Hann sagði að veðrið hefði verið verst á þriðjudag en siotað í gær. Götur bæjarins væm ófærar nema hvað aðalleiðum væri haldið opnum til að fólk kæmist til og frá vinnu. Rafmagnið fór aðeins af Fáskrúðsfírði á þriðju- dag og sagði Albert að mikið hefði verið um rafmagnstruflanir þar undanfamar vikur. Ólafur Guðmundsson fréttaritari á Egilsstöðum sagði að þar hefði gengið í hvassa austanátt í fyrrinótt með nokkurri ofankomu og þegar menn hefðu verið að tygja sig til vinnu hefði gengið á með dimmum éljum og götur orðið ófærar. Flestir nemendur hefðu þó komist í skól- ann. Nokkrar rafmagnstmflanir hefðu orðið en veðrinu farið að slota um hádegið. Hann sagði að ijallveg- ir í grennd væm ófærir og ekki hefði verið flogið til Egilsstaða, frekar en annarra staða á Austur- landi, undanfama daga. Tilboð Samherja í Helga S. hagstæðast Munum skýra málið nánar fyrir stjórnendum Særúnar á Blönduósi, segir Svavar Ár- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hitt leikhúsið breytti leikmyndinni HITT leikhúsið hefur nú breytt leikmyndinni í Rauðhóla af sviðinu og er nú gólf fjölbragðaglímupallsins blátt með Rannsý, eftir að þvi bárust skrifleg tilmæli frá dómsmálaráðu- rauðum krossi. Leikritið Rauðhóla Rannsý verður frumsýnt á neytinu þess efnis. Nú hefur íslenski fáninn verið fjarlægður morgun í Gamla bíói. íjarstæðu- frétt Þjóð- viljans ÞJÓÐVILJINN skýrir frá þvi á forsiðu i gær, að Geir Hallgrimsson hafi sótt „um ritarastöðu i höfuðstöðvum NATO“. Þegar Morgunblaðið bar þetta undir utanríkisráð- herra sagði hann hér um hreina fjarstæðu hjá Þjóðvilj- anum að ræða. í Þjóðviljanum er dylgjað með það, að Geir Hallgrímssyni hafí verið hafnað sem „ritara" hjá Atlantshafsbandalaginu „vegna þess að ftjálslyndar ríkisstjómir í NATO lögðust gegn ráðningu hans“. Geir sagði, að enginn fótur væri fyrir neinu af því, sem Þjóðviljinn segði um þetta mál. í fyrsta lagi virtust blaða- menn Þjóðviljans ekki gera sér sjálfír grein fyrir því hvaða staða þetta væri. Almennt væri ekki talað um neina „ritara- stöðu" hjá bandalaginu, sem ráðið væri í af ríkisstjómum. í öðm lagi hefði hann ekki sótt um eitt eða annað starf hjá Atlantshafsbandalaginu. í þriðja lagi væri ástæða að geta þess, ef Þjóðviljamenn ættu við stöðu framkvæmda- stjóra bandalagsins, þá hefði Carrington lávarður sest í embættið fyrir einu og hálfu ári eftir þrettán ára setu Josephs Luns í því. Með Carrington væri staðan ágætlega skipuð og ekki væru neinir að velta fyrir sér eftirmanni hans. Mikil fundahöld meðal félaga í Kennarasambandi íslands: Kennarar tilneyddir að grípa til aðgerða — fáist ekki leiðréttur launamunur við HÍK, segir formaður KÍ „STJÓRNVÖLD eru enn, því miður, að skapa gífurlega óánægju meðal kennara. Ef ekki verður leiðrétt misræmi á launum okkar og kennara í HÍK, sem vinna sömu störf, og hafa sömu menntun og reynslu, þá verður einfaldlega sprenging í skólum landsins. Hvaða aðgerða kann að verða gripið til vU ég ekkert um segja að svo stöddu - en við erum ekki með neinar hópuppsagnir í undirbúningi í augnablikinu," sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands, i samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Sambandið sendi þá frá sér rétt, laun þeirra eru óviðunandi og fréttatilkynningu, þar sem segir m.a. að kennarar muni „sjá sig til- neydda að grípa til aðgerða ef leið- rétting fæst ekki nú þegar." Þessa dagana standa yfír funda- höld með kennurum um allt land við bætist að munur á launum þeirra og HÍK-félaga er um 5%. Fyrir liggur þó vilyrði fjármálaráð- herra um að hraðað verði ákvörðun stjómvalda um samningsrétt Kenn- arasambands íslands, sagði Val- þar sem rædd eru þau mál er hæst ber í félagsstarfí þeirra eftir úr- sögnina úr BSRB um áramótin, svo sem samningsréttarmál, stöðu í launamálum og jöfnunarmálið. Margt veldur ólgu meðal kennara, að sögn Valgeirs Gestssonar: þeir hafa hvorki samnings- né verkfalls- geir. Á veggspjaldi, sem KÍ hefur látið búa til og dreift hefur verið í alla grunnskóla landsins undir yfír- skriftinni „Orð skulu standa - ráð- herra neitar launajöftiun", er vitnað til ummæla forsætisráðherra og Qármálaráðherra í Morgunblaðinu 11. október sl., þar sem báðir sögð- ust vera þeirrar skoðunar að kenn- arar, sem þá voru í BSRB, ættu að njóta sömu kjara og félagar í BHM. Einnig er vitnað í fréttatil- kynningu sama efnis frá fjármála- ráðuneytinu 24. júlí á síðasta ári. „Fyrst öllum í ríkisstjóminni var þetta ljóst," segir á veggspjaldinu, „eftir hveiju er þá beðið?“ Kennarafélög á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, sem í em um 1400 manns, hafa boðað til fundar á Hótel Sögu á miðvikudaginn í næstu viku. Þar munu kennarar ræða hugsanlegar aðgerðir og ráða ráðum sínum að öðm leyti, að sögn Valgeirs Gestssonar. Sverri Her- mannssyni menntamálaráðherra og Þorsteini Pálssyni Qármálaráðherra hefur verið boðið að flytja stutt ávörp á fundinum. mannsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs „STAÐREYND þessa máls er augljós frá okkar hálfu. Við mat tilboða i Helga S. reyndist tilboð Samheija í skipið vera hagstæð- ast miðað við greiðslutilhögun. Stjóm sjóðsins fól okkur for- stjórum hans að ganga til samn- inga á grundvelli þess. Það tókst og skipið var selt Samheija. Við gerðum öðmm bjóðendum grein fyrir niðurstöðu málsins bréf- lega þann 31. desember, en vegna blaðaskrifa að undanfömu verður stjómendum Særúnar á Blönduósi gerð nánari grein fyrir niðurstöðu matsins á tilboðunum," sagði Svav- ar Armannsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs, í samtali við Morg- unblaðið. í Morgunblaðinu á miðvikudag er haft eftir Kára Snorrasyni, fram- kvæmdastjóra Særúnar á Blöndu- ósi, að Fiskveiðasjóður hafí alls ekki tekið hæsta tilboðinu í skipið eins og fullyrt hafí verið af hálfu sjóðsins. Tilboð Særúnar hafí verið upp á 70,6 milljónir, en tilboð Samheija upp á 68. Hann segir þetta skrýtin vinnubrögð og greini- legt að salan á Helga S. hafi verið ákveðin fyrirfram. Hann segir ennfremur, að þrátt fyrir að sjóðn- um hafí verið send tvö bréf, þar sem skýringa á þessu hafí verið óskað, hafí ekkert heyrzt frá sjóðnum. Svavar Ármannsson segir ekkert hæft í þessum fullyrðingum og Særúnarmönnum verði gerð nánari grein fyrir málinu. Noregur: Enn innf lutnings- bann á seiðum Osló, 22. j&núar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. ENN ER í gildi bann við innflutn- ingi laxaseiða til Noregs. Á vegum norskra yfirvalda er nú verið að setja reglur um hvaða erlendar stöðvar megi senda seiði til Nor- egs í ár. Verða gerðar miklar kröfur til hreinlætis og heilbrigð- iseftirlits í seiðastöðvunum. „Við höfum stöðvað allan innflutning seiða en reiknum með að reglur um innflutning verði tilbúnar í maí. Ekki er tímabært að segja til um hugsanlegan innflutning fyrr en þá“, sagði Paul Midtlyng dýralæknir í norska landbúnaðarráðuneytinu. Áður en innflutningur verður heimil- aður munu eftirlitsmenn norskra yfírvalda skoða hinar erlendu stöðv- ar og samþykkja þær og getur verið að þeir fari fljótlega til íslands til að skoða þær stöðvar sem vilja selja seiði til Noregs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.