Morgunblaðið - 23.01.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 23.01.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1986 13 Trú og ættjörð Bókmenntir Erlendur Jónsson Jakob Jónsson frá Hrauni: Heið- ríkjan blá. 80 bls. Fjölvaútgáfan. Reykjavík, 1985. Sú var tíð að skáld spreyttu sig á einu tilteknu kjörefni sem öðru fremur skyldi verða mælikvarði á getu þeirra og andríki. Þetta megin- viðfangsefni í skáldskapnum var að yrkja að minnsta kosti eitt ljóð undir heitinu »ísland«. Venja þessi hófst fyrir alvöru á nítjándu öld en hélt síðan áfram eftir að hætt var að kenna skáld við ættjarðarljóð og rómantík. Jakob Jónsson frá Hrauni fer að dæmi þessara skálda. Fyrsta ljóð bókarinnar ber þetta heiti og er aðskilið frá öðrum köflum bókar- innar. Með því er minnt á hveija áherslu skáldið leggur á kvæði þetta. ísland Jakobs Jónssonar frá Hrauni er gott kvæði. Ekki mun það þó gnæfa yfír eldri kveðskap með sama nafni, enda þyrfti nokkuð til. Þetta er lofgerð og landlýsing í senn. En einnig í því efni fylgir Jakob Jónsson annarra fordæmi. Jakob Jónsson frá Hrauni var lengi þjónandi prestur í höfuðstaðn- um — séra Jakob — og þjóðkunnur sem slíkur. Grannt var hlustað eftir því sem hann sagði af stólnum fyrr á tíð. Sú kann að hafa verið orsök þess að skáldverkum hans var gef- inn minni gaumur en skyldi: hann var ekki rithöfundur heldur prestur sem samdi leikrit. En leikrit samdi hann mörg á árum áður sem sett voru á svið víða um land og var ágætlega tekið. Eftir að séra Jakob lét af prest- skap tók hann til við ljóðlistina og jafnframt að kenna sig við Hraun. Það merkir þó engan veginn að hann afneiti fyrri prestskap í ljóðum sínum, þvert á móti. Trúarefnin eru honum enn sem fyrr áleitið efni. Einkunnarorð úr Biblíunni standa fyrir mörgum ljóðanna. Einnig minna ljóð þessi á mælsku þá sem mörgum þótti fyrrum einkenna ræður prestsins. Örstutt ljóð fínnast að vísu í bókinni. En þau eru fá. Þó er hin bestu að fínna þeirra á Búendatala • • Olfushrepps Bókmenntir Sigurjón Björnsson Ölfusingar. Búendatal Ölfus- hrepps 1703-1980. Eiríkur Einarsson tók saman. íslenskt ættfræðisafn. Búendatal I. Ritstjórn: Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn bókaforlag 1985. 373 bls. Höfundur þessa rits, Eiríkur Einarsson frá Þóroddsstöðum f Ölfusi, kennari og síðar verslunar- maður í Reykjavík, er fæddur árið 1898 og er því 87 ára gamall þegar Eirikur Einarsson þessi bók kemur út. Áður (1958) hafði hann tekið saman Niðjatal Eiríks Ólafssonar bónda á Litlalandi í Ölfusi, afa síns. Ekki er mér kunnugt um önnur ritstörf frá hans hendi. Efnissöfnun til þessa rits hófst árið 1966, að því er segir í formála höfundar. Byggði hann þar á vinnu er séra Helgi Sveinsson hafði hafið, en lést frá. Síðan hefur höfundur notað tómstundir sínar í þessa sýsl- staði hið innra sem hið ytra. Þeir eru varla margir sem hátt á níræðis- aldri skila slíku verki. Ölfushreppur er stór hreppur og teljast þar (eða töldust, því að ekki eru allar jarðir í byggð nú) 98 jarð- ir. Sumar eru raunar bæjarþyrping (hverfí). „Vestasti bær hreppsins er Hlíðarendi og sá austasti Alviðra. Yst til suðurs er Þorlákshöfn og lengst til norðurs Hveradalir og Kolviðarhóll." í Ölfushreppi eru þtjár kirkjusóknir: Hjallasókn, Reykjasókn og Arnarbælissókn. Gerð er grein fyrir ábúendum hverrar jarðar frá 1703 og til 1980 hafí jörðin verið svo lengi í ábúð. Hver ábúandi er tilgreindur ásamt fæðingar- og dánarári, þar sem heimildir fengust og það átti við, og sama er að segja um maka. Yfírleitt eru foreldrar ábúenda og maka þeirra nefndir og jafnvel er rakið lengra í einstöku tilvikum. Böm eru tilfærð, fæðingarár og dánarár þeirra svo og makar þeirra. Mynd er af flestum jarðanna, sumar þeirra gamlar og mjög skemmtileg- ar. Þá er allmikið af mannamyndum í bókinni. Henni lýkur á vandaðri nafnaskrá. Engin hefð virðist vera komin á um skráningu búendatala. Þau sem ég hef séð eru hvert með sínu sniði. Þetta sker sig þó líklega úr að því leyti að það er töluvert matarmeiri ættfræðiheimild, að ég hygg. Er ekki nema gott eitt um það að segja. Eins sakna ég þó, sem telja hefði mátt til hagræðis og glöggv- unar. Vel hefði farið á því að hefja búendatal hverrar jarðar með stuttri lýsingu (t.a.m. með smærra letri) jarðarinnar og ágripi af ábúð- arsögu hennar. Annað hef ég naum- ast við þessa bók að athuga fyrir utan nokkrar smávillur, sem óþarft er að tíunda. Bók þessi er í sama broti og sams konar að allri ytri gerð og hin glæsilegu Niðjatöl sem Sögusteinn hefur hafíð útgáfu á. Þar sem þetta rit er skráð Búendatal I virðist mega ætla að hér sé ný ritröð í uppsiglingu undir forystu Þorsteins Jónssonar. Er þar vel af stað farið sem fyrr. Hinum aldna höfundi óska ég til hamingju með þetta afrek. Hann hefur fært sveit sinni fagra vinar- f, sem vonandi verður metin að um. an og birtist hér loks árangurinn, - tæplega 400 bls. bók fremur í stóru^v. broti, myndarleg og vel gerð.í, Jakob Jónsson meðal. Nefni ég sem dæmi ljóðið Páskar: Móðirjörð liggurálíkbörum með brostnum augum ogsáriíhjartastað. I storknuðum dreyra speglast auga Guðs. Þaðljósbrot ermorgunroði upprisudagsins. Hér er trúnni og ættjörðinni steypt saman í einu og sama ljóðinu. En það kemur vissulega fyrir í fleiri ljóðum Jakobs Jónssonar, getur ef til vill skoðast sem meginkjarni þeirra. Um hina fyrstu kristnu ís- lendinga yrkir Jakob til að mynda alllangt ljóð sem hann nefnir Pap- anna paradís. Það endar á þessum línum: Þeir sigla um sævardjúpin. A seglin er markaður kross. Þarsemþráinervon ogvonintrú ogtrúinkærleikur, —, þar er papanna paradís. Meðal annarra trúarlegra ljóða nefni ég líka: Aðventa, Konungur- inn, Frelsarinn kom og Þjónn Guðs er konungur. Ljóð, þar sem trúarinnar gætir að engu leyti, kemur varla fyrir í bókinni. Síðasta ljóðið nefnist Jólaþula ömmu og afa, nokkuð langt. Þar er lofsungin hins bamslega, einlæga trú sem fyrri tíðar fólk rækti árið um kring, en aldrei þó af dýpri þörf og meiri innlifun en á jólunum. Með hliðsjón af fyrri bókum Jakobs Jónssonar frá Hrauni — svo og ævistarfí hans öllu — má með sanni segja að hér sé bæði skáld og prestur á ferð. Rey ðarfj örður: Verksmiðju- sljóraskipti hjá Síldar- verksmiðjunni Reyðarfirði, 20. janúar. Verksmiðjustjóraskipti urðu um áramótin hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Ás- mundur Magnússon lét af starfi verksmiðjustjóra eftir dygrga þjónustu í 40 ár. Við tók Gunnar Guðbrandsson frá Siglufirði. Ásmundur mun starfa í hálfu starfí eitthvað áfram hjá verk- smiðjunum. Búið er að taka á móti 8.000 tonnum af loðnu frá áramótum og er lokið við að bræða helm- inginn af því. Heildarloðnuafli sem kominn er á land hér frá því í haust er 20.000 tonn. Bræðsla hefur gengið vel. Gréta. Minni bensín- eyðsla Meiri ending Betra gríp í bleytu og hálku Örugg rásfesta í snjó OOTTGHP GÓDENDING DÐlMBffl (Hffl? • $ Öruggari hemlun $ Hljóölátari akstur * imeiri ending — Öll hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og sendibíla — GOODÉYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ ■ LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 28080 OG 21 ihmmbsmbhn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.