Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Fjármögnun námslána námsársins á undan hvað varðar Qölgun og dreifingu náms- manna, þar sem úthlutun haustsins 1985 var ekki komin í gang og rauntölur um fjölda og upphæðir ekki orðnar kunn- ar. Um fjárhagsáætlanir Lánasjóðs íslenskra námsmanna eftir Guðmund Sæmundsson Umræða síðustu daga gefur til- efni til þess að gerð sé nokkur grein fyrir fjármálum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, §árhagsáætlanagerð og þeim atriðum sem áhrif geta haft á ijárþörf hans. Undirritaður hefur starfað hjá Lánasjóði sl. eitt og hálft ár, m.a. við fjárlagsáætl- anagerð, og telur sig því þekkja betur til þeirra mála en ýmsir sem hafa haft um þau stór orð að undan- fömu. Ábyrgð stjórnar í upphafi skal það aðeins áréttað hér sem komið hefur fram í fjölmiðl- um að starfsmenn sjóðsins verða ekki dregnir til ábyrgðar fyrir gerð Qárhagsáætlana, hvorki fram- kvæmdastjóri né aðrir sem hjá sjoðnum starfa. Það er afdráttar- laust í lögum og reglugerð um sjóð- inn (5. g r. laga nr. 72/1982, og 8. gr., 11. gr. og 12. gr. reglugerðar nr. 578/1982) að öll slík vinna er á ábyrgð stjómar sjóðsins og skal unnin undir eftirliti og umsjón hennar. Formenn sjóðsstjómar hafa líka staðið við sinn hlut í því máli með því að taka fullan þátt í áætl- anagerðinni. Það vekur hins vegar athygli í umræðum síðustu daga að meirihluti núverandi sjóðsstjóm- ar veigrar sér við að taka á sínar herðar þá ábyrgð sem hún ber á fjárhagsáætlunum vegna ársins 1985. Tók þó núverandi formaður fullan þátt í þeirri áætlanagerð sfð- ari hluta ársins. Fulltrúar fjármála- ráðherra hafa þó lýst yfír ábyrgð sjóðstjómar á áaetlunum. Helstu þættir fjármálanna Fjárþörf sjóðsins er ofín úr tveim meginþáttum: A) Úthlutun námsaðstoðar skv. lögum um námslán og náms- styrki (sem Alþingi setti síðast árið 1982), reglugerð (sem menntamálaráðherra setur og breytir) og úthlutunarreglum (sem stjóm sjóðsins gerir tillögu um og menntamálaráðherra staðfestir árlega), — B) Afborgunum og vöxtum af lán- um (aðallega erlendum) sem sjóðurinn hefur verið látinn taka síðustu 7 árin fremur en að veita til hans nægu fé á fjárlög- um. Þessu til viðbótar má nefna launa- og rekstrarkostnað sjóðsins, sem talsvert hefur verið ræddur að undanfömu. En þar sem sá þáttur nemur ekki nema litlu broti heild- áify'árþarfarinnar (innan við 2%) verður honum sleppt í þessari umQöllun, einnig innheimtu náms- lána, sem er helsta tekjulind sjóðs- ins, að ríkisframlagi slepptu. Námslánin Aðalútgjöld sjóðsins eru að sjálf- sögðu fólgin í veitingu námslána. Við áætlanagerð um fjárþörf vegna námslána verður að byggja á fyrri reynslu og reyna að spá í líklega þróun, t.d. varðandi verðlag, gengi, tekjur námsmanna, félagslega skiptingu, fjölda námsmanna, dreif- ingu á námslönd, námslengd o.fl. Hins vegar má alltaf búast við því að þessar forsendur breytist, ein þeirra, tvær eða jafnvel allar. Þegar slíkt gerist er auðvitað við engan að sakast, heldur verður að taka staðreyndunum eins og þær eru. Og staðreyndimar eru að sjóðnum er skylt að úthluta lánum skv. þeim reglum sem æðra sett stjómvöld hafa ákveðið. Þegar sjóðurinn hefur sent frá sér áætlanir hefur þess alltaf verið gætt að taka skýrt fram áhættuna af því að taka tölur hennar of bókstaflega. Þéss ber þó að geta sem vel er gert. Fyrir til- stilli nýja tölvukerfísins hjá sjóðnum hefur á árinu 1985 verið unnt að fylgjast miklu nánar með öllum hreyfíngum útlána en áður. Þar með hefur verið lagður grunnur að enn betri áætlanagerð en áður hjá sjóðnum. Auk þess stendur til að sameina þau forrit sem annars vegar reikna út lánin og hins vegar gefa út skuldabréf fyrir þeim. Þegar sú skipan verður komin á, verður öll áætlanagerð miklu auðveldari en áður. Skuldir sjóðsins Frá árinu 1979 hefur sú vonda venja verið tekin upp að láta sjóðinn taka stórar fúlgur að láni. í upphafí var þetta gert vegna þess að fjár- framlög nægðu ekki, og var þá fyllt upp í skarðið með lántökuheimild. Síðar varð þetta að venju, þ.e. að gera frá upphafí ráð fyrir að veitt yrði of lítið fé til sjóðsins á fjárlög- um, en bæta svo við með lántökum. Ljóst er að þetta er slæm ráðstöfun og ákaflega óhagkvæm, bæði fyrir sjóðinn og ekki síður fyrir stjómvöld og þjóðina alla, því að auðvitað þarf að greiða öll þessi lán. Féð til að greiða af þessum lánum er ekki tekið af öðru en því fé sem veitt er til sjóðsins og gætu annars gengið til útlána. Þar sem svo skammt er um liðið frá því að lán frá sjóðnum voru gerð verðtryggð er þess engin von að sjóðurinn geti næstu árin haft nægar eigin tekjur til að greiða af þessum lánum. Þetta er unnt að staðhæfa þótt. mikið starf hafí verið unnið í innheimtumálum sjóðsins, þau séu nú með fullum skilum og innheimtan skili sjóðnum nú þegar margföldu því sem hún gerði fyrir 3—4 árum. Auk þess býður manni í grun að verðtrygging námslánanna hafí ekki verið hugsuð til að standa undir erlendum lánum, heldur til að koma fjárhagslegum fótum undir sjoðinn, þannig að hann yrði minni byrði á skattborgurun- um. Bókhald sjóðsins er ekki fært af starfsmönnum hans sjálfs, heldur er það verkefni Veðdeildar Lands- banka íslands. Þær tölur sem sjóð- urinn hefur sett fram í áætlunum sínum um afborganir lána, eru því byggðar á upplýsingum frá Veð- deildinni. Því miður hafa þessar upplýsingar ekki reynst nægilega traustar. Þá hefur bæst við að Rík- isábyrgðarsjóður (sem hefur milli- göngu um allar lántökur sjóðsins) hefur látið sjóðinn greiða vexti af sumum lánum sínum strax á því ári sem þau eru tekin. Þessu hefur sjóðurinn ávallt mótmælt, því að slíkar greiðslur hljóta að minnka raungildi lántökuheimilda ársins. Ákveðið var að bæta yfírlit sjóðs- ins yfír skuldir, vexti og afborganir á árinu 1985. I febrúar var skrifað bréf til Ríkisábyrgðarsjóðs og óskað eftir nákvæmum skuldalista frá þeim og áætlun um greiðslur ársins. Þeirri beiðni var ekki sinnt. Á grundvelli upplýsinga Veðdeildar- innar var þá settur upp skuldalisti með áætlun um afborganir alls árs- ins. Þetta tókst þó ekki betur en svo að í nóvember kom í ljós að upplýsingar Veðdeildarinnar voru svo ónákvæmar að munaði talsvert miklu. Þá var ákveðið að taka málið frá rótum. Skuldabréfín voru þá sótt til Veðdeildar og farið nákvæm- lega yfír þau hvert og eitt, ásamt öllum kvittunum ársins (sem einnig voru sóttar til Veðdeildar). Þetta verk skilaði þeim árangri að nú hefur sjóðurinn góða yfírsýn yfír skuldir sínar. Hins vegar verður að spá um þróun verðlags og gengis til að áætla afborganir og vexti á næstaári, og slfkar spár eru víst í ótryggara lagi. Fjármálaskrifstofa menntamálaráðu- neytisins Allar áætlanir sjóðsins fara um fjármálaskrifstofu Menntamála- ráðuneytisins og þaðan til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Endurskoðun Fjárlaga- o g hagsýslustofnunar Allar beiðnir sjóðsins um fjár- framlög og aukafjárveitingar eru endurskoðaðar í Fjárlaga- og hag- sýslustofnun. Það skal viðurkennt að stjóm sjóðsins og starfsmenn hafa ekki alltaf verið hrifnir af aðferðum þessarar stofnunar, t.d. þegar hún leyfír sér að breyta for- sendum áætlana sjóðsins stórlega og á óraunsæjan hátt í þeim tilgangi að Qárveitingar fjárlaga skuli nægja. Tiimælum um að starf sjóðsins skuli miða við íjárveitingar hefur Fjárlaga- og hagsýslustofnun kom- ið á framfæri við menntamálaráðu- neytið. Sjóðstjómin hefur alltaf litið svo á að hún verði að fylgja lögum, reglugerð og gildandi úthlutunar- reglum og hefur talið að aukafjár- þörf vegna breyttra forsendna yrði mætt með aukafjárveitingum. Hef- ur um nokkurt skeið verið togast á um þetta atriði án endanlegrar lausnar. Við höfum treyst endurmati Fjár- laga- og hagsýslustofnunar, hvað varðar vaxtagjöld og afborganir sjóðsins, enda hefur sá skilningur ríkt milli sjóðsins og Fjárlaga- og hagsýslustofnunar að ef afborganir skulda færu fram úr áætlunum, yrði því mætt með viðeigandi ráð- stöfunum. Gangur fjármálanna vegna ársins 1985 Við skulum nú líta á hvemig áætlanagerð sjóðsins gekk fyrir sig vegna fjárhagsársins 1985. Allar upphæðir í töflunni hér að neðan era í milljónum króna. Þess verður sérstaklega að geta að hér er aðeins gerð grein fyrir þrem þáttum fjár- málanna, þ.e. þeim veigamestu. Liðir sem ég hef kosið að láta liggja milli hluta í þessari stuttu grein era gjaldliðir eins og ferðastyrkir, flár- festingar og rekstur og tekjuliðir eins og innheimtur námslána og vaxtatekjur. Loks ber þess að geta að áætlun sjóðsins í ágúst 1984 var upphaflega miðuð við verðlag 1984, en hefur hér verið hækkuð til verð- lags á miðju ári 1985 til samræmis. LÍN: Fjárbeiðni f. 1985 Alþingi: Fjárl.frumvarp LÍN: Endursk. í nóv. 1984 Alþingi: Fjárlög LÍN: 27. ágúst 1985 LÍN: 5. des. 1985 Það sem hlýtur að vekja einna mesta athygli við þessa töflu er að áætlanir Alþingis virðast lengst frá veraleikanum, en áætlanir sjóðsins era furðu líkar, a.m.k. hvað varðar ríkisframlag og útlán. Mismunur fyrstu og síðustu áætlunar sjóðsins er t.d. ekki nema 52. m. kr. hvað framlagið varðar, eða 4,2% heildar- þarfar. Mismunur áætlananna í sept. og des. 1985 er ekki nema 45 m.kr. eða 3,6% heildarþarfar. Þetta verður að teljast vel að verki staðið, sé haft í huga hvers konar starfsemi hér er um að ræða, nefni- lega lögbundna aðstoð sem daglegir stjómendur sjóðsins hafa engin áhrif á. Við skulum nú líta á aðstæður þegar hver áætlun um sig er gerð: 1) Fjárlagabeiðni vegna ársins 1985. Sumarið 1984 lagði sjóð- urinn fram fyrstu ijárlaga tillög- ur sínar fyrir árið 1985. Þær vora hreinar spár, byggðar á árinu 1983 og því sem vitað var um vormisserið 1984. 2) Fjárlagafrumvarpið vegna 1985. Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun endurskoðaði þessar til- Guðmundur Sæmundsson „Áætlanagerð sjóðsins hefur tekið miklum framförum undanfarin misseri. Við lauslega athugun á gangi fjár- málanna síðustu árin kemur í ljós að munur- inn er minni nú á áætl- unum sjóðsins og end- anlegri niðurstöðu árs- ins en áður.“ lögur sjóðsins og birtust niður- stöður hennar í flárlagafrum- varpinu fyrir árið 1985, sem lagt var fyrir Alþingi haustið 1984. 3) Endurskoðuð fjárlagabeiðni i nóv. 1984. Upphæð fjárlaga- framvarpsins var alltof lág. Hinn 14. nóv. 1984 sendi sjóður- inn því endurskoðaða fjárlagatil- lögu til Qárveitinganefndar Al- þingis. Þessi endurskoðaða til- laga byggðist á sömu forsendum og maítillögumar, nema hvað nú vora forsendur vorsins 1984 komnar inn og haustsins 1984 að nokkra leyti. 4) Fjárlög fyrir 1985. Fjárlög fyrir árið 1985 vora svo afgreidd skömmu síðar. 5) Fjárhagsspá í maí 1985. Strax í upphafí ársins 1985 var farið að vinna að því að gera nákvæm- Framlög fráríki Afborganir ogvextir Veitt námalán 1.288 110 1.156 781 95 679 1.178 104 1.059 1.009 106 895 1.191 138 1.069 1.236 159 1.098 ari fjárhagsáætlanir en áður höfðu tíðkast. Hinn 21. maí var menntamálaráðherra svo sent bréf, þar sem varað var við því að ljárveiting fjárlaga mundi ekki duga nema rétt fram á haustið. Áætlun þessi byggðist aðallega á forsendum ársins 1984 og þeim tölum sem kunnar vora orðnar um námsárið 1984-85. 6) Fjárhagsáætlun 27. ágúst. Menntamálaráðuneytið fór ekki að takast á við þann vanda sem fyrirsjáanlegur var vegna haustlánanna fyrr en í ágúst, þegar nýr stjómarfonnaður var tekinn við í sjóðnum, Árdís Þórð- ardóttir. í nánu samstarfí við Árdísi var nú gerð ný áætlun, þar sem reiknað var með að útgjöld sjóðsins ykjust um 200 m. kr., en á móti kæmi u.þ.b. 18 m. kr. hækkun tekna af innheimtu eða aukinni fjárþörf um 182 m. kr. frá fjárlögum. Var áætlunin send ráðherra menntamála í byrjun september 1985. Varðandi námslánin var þessi áætlun byggð á tölum 7) Aukafjárveitingabeiðni í des- ember 1985. Þótt tækist að koma út september-lánum, var ljóst að nóvember-greiðslur var ekki hægt að inna af hendi, nema til kæmi aukafjárveiting. Nýr menntamálaráðherra var nú tekinn við. Hann brást snar- lega við og vora nú útvegaðar kr. 176.500.000, þ.e. 5,3 m. kr. minna en farið hafði verið fram á. Var þar fylgt tillögum Fjár- laga- og hagsýslustofnunar, sem endurreiknaði okkar útreikn- inga. Þetta nægði til að koma nóvember-greiðslum á áfanga- staði. Við endurmat á stöðu námslána í lok nóvember kom í ljós að þau höfðu hækkað um 30 m. kr. frá þeirri áætlun sem gerð hafði verið áður en haust- misseri hófst. Einnig vora nýjar upplýsingar komnar frá Veð- deild, sem sýndu að mismunur annarra liða, svo sem afborgana og vaxtagjalda mánaðanna ágúst—desember var um 15 m. kr. Niðurstaðan varð sú að enn vantaði 45 millj. kr. eða 3,6% af heildarveltu sjóðsins árið 1985, auk þess sem ekki hafði fengist öll sú íjárveiting sem beðið hafði verið um í septemb- er-byijun. 8. Árið 1985 í höfn. Menntamála- ráðherra brást mjög ókvæða við þessum upplýsingum sem til hans komu fyrst símleiðis frá stjómarformanni en síðan í bréfi dags. 5.12. 1985. Vissulega er það skiljanlegt, þegar þess er gætt að hann var þá nýkominn í embætti og alls ekki búinn að átta sig á gangi mála hjá sjoðn- um, né við hvaða erfíðleika hann ætti að etja í áætlanagerð sinni. Og vafalaust hafa samráðherrar hans ekki verið neitt hressir með þessa nýju fjárþörf. En féð barst frá fjármálaráðherra eftir við- ræður hans við tvo stjómar- menn, Auðun Svavar Sigurðsson og Ólaf Amarson. Gáfu þeir þar fjármálaráðherra loforð um að gera ráðstafanir til að minnka fjárþörf sjóðsins á árinu 1986 um sömu upphæð. Staðan í áætlanagerð sjóðsins nú Viðbótarfjárþörf í lok ársins hefur verið nokkuð föst regla síð- ustu árin, og stafar hún m.a. af því að Fjárlaga- og hagsýslustofnun telur sig geta minnkað ijárþörfína með því að veita til okkar minna fé en við teljum þörf á. Árið 1984 vantaði t.d. í desember um 45 m. kr., en það var um 6,4% af heildar- þörfþessárs. Áætlanagerð sjóðsins hefur tekið miklum framföram undanfarin misseri. Við lauslega athugun á gangi fjármálanna síðustu árin kemur í ljós að munurinn er minni nú á áætlunum sjóðsins og endan- legri niðurstöðu ársins en áður. Áætlun 1986 Áætlun sjóðsins fyrir árið 1986 hefur nú verið- söxuð í smátt við afgreiðslu Qárlaga. Ýmsar tilraunir era nú uppi varðandi minnkun fjár- þarfar vegna námslána á árinu 1986. Fjárveitingar til annarra liða era ekki í samræmi við áætlanir sjóðsins. Vantar þar nokkuð á. Hér er um sama vandamáiið að ræða eins og síðustu ár og verður sjóður- inn enn á ný að vona að úr rætist. Mjög nákvæmt módel með áætl- unum um gengis- og verðlagsþróun og sundurliðun allra þátta í starfí sjóðsins er fyrirliggjandi hjá sjóðn- um vegna fjárþarfar 1986. Það er því engin ástæða til að örvænta um áætlanagerð sjóðsins. Hins vegar er flármögnunarvandamálið óleyst nú í ársbyijun. — Hvað sem síðar verður. Höfundur starfar itjá L&naajóði ísl. nimsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.