Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Þriðja sljórnstigið vald- dreifing eða ofstjórnun eftirJúlíus Sólnes Undanfarið hafa miklar umræður farið fram um aukna sjálfstjóm landshlutanna, þannig að dregið verði úr því miðstjómarvaldi, sem einkennir núverandi stjómarform íslendinga. Einkum hefur fólk í hinum dreifðu byggðum landsins bent á það sem staðreynd, að mestallt fjármagn og þau verðmæti, sem skapast vegna frumvinnslu í sjávarútvegi og öðrum undirstöðu- greinum atvinnulífsins, virðist sog- ast til höfuðborgarinnar, þar sem því er síðan ráðstafað af miðstjóm- arvaldinu. Einkum sveitarstjóma- mönnum hefur því orðið tíðrætt um svokallað 3. stjómsýslustig, en hugmyndir manna um það byggja á erlendum fyrirmyndum, til dæmis frá Noregi. Samkvæmt þessum hugmyndum yrði landinu skipt niður í fylki, með víðtækri sjálfstjóm. Fylkisþing með fulltrúum Iqomum í beinum kosn- ingum ásamt fylkisstjóm færi þá með stjóm í viðkomandi fylki. Hún myndi annast mál sem heilbrigðis- mál, fræðslu- og skólamál, sam- göngumál og önnur sameiginleg verkefni fyrir landshlutann, en nú er öllu þessu stjómað af alþingi og ráðuneytunum í Reykjavflc. Með fylkjaskipulagi myndi alþingi setja flárlög fyrir landið í heild og skipta fjármununum eftir hinum ýmsu málaflokkum á milli fyllqanna. Þar með lyki afskiptum alþingis og ráðuneytanna í Reykjavík, en fylk- isstjómin og þing tæki við. I frumvarpi til nýrra sveitar- stjómalaga, sem nú er til umræðu á Alþingi, er gert ráð fyrir að stíga þetta skref til hálfs, þ.e. setja á stofn héraðsnefndir, sem annist sameiginleg verkefni sveitarfélag- anna í ákveðnu skilgreindu héraði, en þau yrðu ?? talsins. Þetta hefur mætt mikilli andstöðu margra sveit- arstjómamanna, einkum þó í stærstu sveitarfélögunum, til að mynda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er eðlilegt, þar sem stærri sveitarfélögin hafa hvert fyrir sig jafnmarga íbúa og verða í héruðun- um úti á landi. Eins eru flestir sammála um, að það sé vart bæt- andi á það yfirhlaðna stjómkerfi, sem íslendingar hafa búið sér til. Það er með ólíkindum hvað þessi fámenna þjóð þarf að hafa af stofn- unum og alls kyns stjómkerfum. Stundum virðist mér sem gengið sé út frá því að íslendingar séu 2,5 milljónir en ekki 240 þúsund þegar verið er að ráðskast með mál þjóðar- Það er því ekki nema von að flestum blöskri og þeir sjái ekkert jákvætt við það að þenja út stjóm- kerfið með þeim hætti sem 3. stjóm- sýslustigið kallar á, svo ekki sé talað um kostnaðaraukann því samfara. Væri nær að koma með lagafrumvarp, sem gerði ráð fyrir verulegri einföldun á stjómkerfinu með fækkun þingmanna, samein- ingu sveitarfélaga og afnámi óþarfa ríkisstofnana. Hin nýja Byggðastofnun er gott dæmi um algerlega óþarfa ríkis- stofnun, sem er hrein tímaskekkja. í stað þess að draga úr miðstjómar- valdinu og efla stjálfstjóm lands- byggðarinnar hafa þingmenn, dreif- býlisþingmenn fyrst og fremst, beitt sér fyrir stofnun hennar. Þessari stofnun er ætlað að taka við hlut- verki byggðadeildar hinnar sálugu FVamkvæmdastofnunar ríkisins. Margefld af starfsliði og með stór- auknum kostnaði á hún að halda áfram þeirri skýrslu- og áætlana- gerð, sem sumir halda að ein sér muni koma í veg fyrir að byggðir landsins utan höfuðborgarsvæðisins leggist í eyði. Fyrir 15—20 ámm var ef til vill þörf fyrir stofnun, sem gat aðstoðað landsbyggðina við að gera áætlanir um atvinnuþróun og eflingu byggð- ar. Nú á tölvuöld er ástandið allt annað. Hægt er að sækja allar upplýsingar hvert sem er með teng- ingu við tölvu- og upplýsingabanka og út um allt land er að fínna vel- menntað fólk, sem getur tekið að sér og leyst hvers kyns þróunar- og áætlunarverkefni. Sveitarfélögin í hinum ýmsu landshlutum hafa myndað með sér landshlutasamtök sem einmitt er ætlað að vinna að þeim skipulags- og þróunarverkefnum sem Byggða- stofnun á að fást við. Em sjö lands- hlutasamtök starfandi f jafnmörg- um landshlutum. Þau halda uppi svæðisskrifstofum með starfsliði, sem sveitarfélögin kosta að mestu leyti. Þótt þær hafi skilað misjöfn- um árangri, allt eftir vilja og sam- stöðu sveitarfélaganna sem að þeim standa, hefur þó oftast orðið mikill og góður árangur af starfi þeirra. Þannig hafa landshlutasamtökin víða komið á fót iðnþróunarfélögum og beitt sér fyrir margs konar nýj- ungum í atvinnulífinu. Til þess að fá fram raunhæfa valddreifingu, sem kæmi að gagni, hefði verið nær að styrkja og efla starfsemi landshlutasamtakanna og setja þeim einhvem lagalegan ramma, þótt ekki megi víkja frá því megin sjónarmiði að þetta samstarf sveitarfélaga skuli vera frjálst. Byggðastofnun ríkisstjóm- arinnar sem nú situr er með öllu óþörf. Hefði verið nær að veija þeim fjármunum, sem henni eru ætlaðir, til raunverulegra nota I landshlutunum sjálfum. Þá er aftur komið að þeirri stað- hæfingu landsbyggðarmanna, að öll völd og ijármunir sogist til höf- uðborgarsvæðisins. Byggðastofnun er vissulega dæmi um slíka þróun. En við hverja er að sakast? Ekki ráða íbúar höfuðborgarsvæðisins neinu hér um. Þeir em ekki hafðir með í ráðum né spurðir. Ekki ráða sveitarstjómarmenn höfuðborgar- Júlíus Sólnes „Nei, það eru sjálfir þingmenn landsbyggð- arinnar sem hafa ráðið þessu. Það voru þeir sem ákváðu að Byggða- stofnun skyldi vera í Reykjavík. Mörg önnur dæmi mætti týna til, sem benda til þess hins sama. Landsbyggðar- þingmennirnir búa nefnilega allir í Reykja- vík, þótt þeir hafi lög- heimili til málamynda í kjördæmi sínu.“ svæðisins þessari þróun. Enginn hefur spurt þá álits. Meira að segja þingmenn höfuðborgarsvæðisins ráða hér litlu og virðast forðast að skipta sér af málefnum landsbyggð- arinnar þegar þau eru til umræðu á þingi, sennilega af ótta við það að verða ásakaðir fyrir að stuðla að þeirri þróun, sem hér hefur verið lýst. Nei, það eru sjálfir þingmenn landsbyggðarinnar sem hafa ráðið þessu. Það voru þeir sem ákváðu að Byggðastofnun skyldi vera í Reykjavík. Mörg önnur dæmi mætti týna til, sem benda til þess hins sama. Landsbyggðárþingmennimir búa nefnilega allir í Reykjavík, þótt þeir hafi lögheimili til málamynda í kjördæmi sínu. Þeir vilja hafa völdin og fjármagnið hjá sér, nefni- lega í Reykjavík. Ef til vill er eina leiðin til þess að færa einhver völd til lands- byggðarinnar sú, að taka upp 3. stjómsýslustigið. Og ef til vill yrði það ekki eins dýrt fyrir þjóðfélagið og margir telja. Bruðlið og óráðsían, sem einkennir núverandi stjórsýslu- kerfi, myndi áreiðanlega snar- minnka. Að minnsta kosti myndi það þá ekki lengur viðgangast, að fullkomnar heilsugæslustöðvar væru nánast byggðar hlið við hlið, nokkrir kólómetrar séu milli stórra og fullkominna íþróttahúsa í fá- mennum sveitarfélögum. Fram- haldsskólar byggðir á hveiju krummaskuði og annað í þessum dúr. Heimamenn myndu áreiðan- lega fara betur með það fé, sem þeir fengju til ráðstöfunar, en nú er dreift frá Reykjavík. Kjördæma- pot einstakra sveitarstjóma og atkvæðaveiðar þingmanna hafa sannarlega kostað þjóðina mikið. Höfundur er formaður Sambands aveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um rúmt eitt prósent HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi i fyrri hluta jamúar 1986. Reyndist hún vera 252,19 stig, eða 1,01% hærri en i fyrri hluta desem- ber, segir i frétt frá Hagstofu ís- lands. Síðastliðna tólf mánuði hefur visitala byggingarkostnaðar hækk- að um 30,4%. Hækkun vísitölunnar Þvottavélin Bára er komin oPtur og verðið er ótrúlegt: 23.900.- kr og janúarkjörin: 5000.- kr. útborgun og eftirstöðvarnar á ollt oð 6 mánuðum. Vörumarkaðurinnhf. um 1,01% á einum mánuði frá desember 1985 til janúar 1986 svarar til 12,8% árshækkunar. Undanfama þijá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 5,9% ogjafngildir sú hækkun 26,0% verðbólgu á heilu ári. Af þessari 1,01% hækkun vísi- tölunnar stafa 0,2% af hækkun rafmagns- og hitaveitutaxta, 0,2% af hækkun á verði málningarefnis, 0,2% af hækkun á verði stofuteppa og 0,4% af verðhækkun ýmiss byggingarefnis, jafnt innflutts sem innlends efnis. Tekið skal fram, að við uppgjöf verðbóta á fjárskuldbindingar sam- kvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu byggjngarkostnaðar, gplda hinar lögformlegu vfsitölur, sem reiknað- ar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, september og desember, og taka gjldi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísitölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikn- ingsmánuði gilda hins vegar ekki nema sérstaklega sé kveðið á um það í samningum. Samtök kvenna á vinnumarkaði funda 30.000 króna lágmarkslaun í komandi samningaviðræðum Á FUNDI Samtaka kvenna á vinnumarkaði, sem haldin var II. janúar sl., var harðlega mótmælt nýlegum uppsögnum fiskverkunar- fólks hjá Granda hf., auk þess sem aðför menntamálaráðherra að Lánasjóði íslenskra námsmanna var fordæmd og lögð var áhersla á að lágmarkslaun skulu eigi vera undir 30.000 krónum í komandi samningum BSRB og ASÍ við atvinnurekendur og ríkisvald. Fundurinn taldi uppsagnir hjá Granda hf. enn eitt dæmi þess hvemig svokallaðir forstjórar og framkvæmdastjórar geta ráðskast með verkafólk að vild þótt fyrirtæk- in séu að hluta í almenningseign og því í raun eign vinnandi fólks. Þá ályktaði fundurinn að í þann samræmda viðræðugrundvöll, sem rætt væri um á meðal BSRB og ASÍ í komandi samningum við atvinnurekendur og ríkisvald, vanti allar kröfur um beinar launahækk- anir og ekki væri heldur rætt um lágmarkslaun né kröfuna um sex mánaða fæðingarorlof. Þá sagði ( ályktun fundarins að vinnubrögð menntamálaráðherra viðvíkjandi LÍN væri ógnun við jafnrétti til náms, þar sem sjóðurinn hefði verið forsenda þess að böm efnaminna fólks gætu stundað framhaldsnám. Ekki væri við náms- menn að sakast þótt lán til þeirra hefðu á sl. ári náð 100% fram- færslukostnaðar, heldur bæri að víta ríkisvald, verkalýðsforystu og atvinnurekendur sem láta það við- gangast að samið hefði verið um laun, sem væru langt undir viður- kenndum framfærslukostnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.