Morgunblaðið - 23.01.1986, Side 20

Morgunblaðið - 23.01.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Opið bréf til Alberts Guð- mundssonar iðnaðarráðherra íslensk framleiðsla. Dýrfirski dúkkuvagninn Dú-dú, Dúi P-6 og Dúi P-10. — eftir Hallgrím Sveinsson Sæll og blessaður Albert. Undanfarin misseri hefur mikið verið talað um nýiðnað og fjölgun atvinnutækifæra hjá okkar litlu þjóð. Þessi umræða hefur að sjálf- sögðu verið í gangi hér vestra sem annarsstaðar og hefur efling smá- iðnaðar mjög verið á dagskrá. Því er nú ver að oftast kemst þetta ekki af umræðustigi, einfaldlega vegna þess, að afl þeirra hltua sem gera skal, vantar. Þess eru þó dæmi að góðar hugmyndir sem fæðast hjá mönnum komast í framkvæmd og það þrátt fyrir stefnu stjómvalda í þessum málum. Undirritaður veit um glæ- nýtt dæmi þessa og langar að segja þér lítilsháttar frá því og hvemig hið opinbera kerfi getur beinlínis virkað niðurdrepandi á einstaklinga sem þykjast hafa kjark og þor til að benda á nýjar leiðir og vilja sjálf- ir fylgja sínum hugmyndum fram, en vantar fjármagn. Upphaf þess máls er það, að um þetta leyti fyrir ári síðan komu nokkrir „djúpt" hugsandi menn frá Þingeyri og nágrenni saman og stofnuðu með sér Félaga áhuga- manna um atvinnumál. Þetta var hálfgerður saumaklúbbur sem ekki hafði nein lög eða neitt slíkt. Menn komu aðeins saman til að ræða málin óformlega. Svo var einn maður settur í það að pæla í gegn- um símaskrána og setja niður á blað nöfn á fyrirtækjum og atvinnu- greinum sem kæmi til álita að reka hér um slóðir. Notuð var útilokunar- aðferðin og staðnæmst við leik- fangagerð úr tré. Engin slík var starfandi í landinu að því er best var vitað. Hér var um að ræða gjaldeyrissparandi smáiðnað, sem hugsanlega gæti veitt 5 til 6 mönnnum atvinnu miðað við fram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað. Síðan var hafist handa. Nýtt fyrirtæki, Leikfangasmiðjan Alda hf. stofnsett með pomp og prakt. Að sjálfsögðu var eigið fé fyrirtæk- isins í lágmarki svona í byrjun. Það sem bjargaði var að fyrirgreiðsla fékkst í litla sparisjóðnum okkar úti á landi, eigenda Öldu hf. Auk þess tókst að fá lítilsháttar fyrir- greiðslu í Byggðasjóði sem kom sér ákaflega vel. Og svo lánuðu sumir fé úr eigin vasa þegar á þurfti að halda, en það var oft. Til að byrja með var ráðinn einn maður í vinnu við að koma hugmynd að leiktæki sem við höfðum fengið, niður á jörðina. Þama fæddist svo dýrfirski vörubíllinn Dúi, sem þú hefur e.t.v. heyrt talað um. Auðvit- að var hlegið að okkur heima í héraði eins og títt er í stijálbýli þegar menn vilja reyna eitthvað „Iðntæknistofnun er sjálfsagt ágætis fyrir- tæki á margan hátt. En það gengur ekki, Al- bert, að ætlast til að þeir sem leita á náðir hennar með hugmyndir sínar leggi peningana á borðið með sér.“ nýtt. En þeir eru að vísu hættir að hlæja núna. Næsta skref var að hafa sam- band við Iðntæknistofnun íslands með því nafni, til að freista þess að fá þar leiðbeiningar og aðstoð við vöruþróun auk hjálpar við upp- bygginghu fyrirtækisins almennt. Horfðum við með bjartsýni til samskipta við þá stofnun, en urðum því miður fyrir vonbrigðum nokkr- um. Sendimaður var gerður út af örkinni með nesti og nýja skó. Hafði hann í farteski sínu líkan af dýr- firska Dúa áðumefndum. Var sendimanni mjög vel tekið af starfs- mönnum Iðntæknistofnunar og sá hann þar margt vaskra manna á skrifstofum og stigagöngum. Á bæ þessum leist mönnum vel á hug- myndir okkar, en leiktækið alls ekki talið markaðshæft í því formi sem það var þá. Kom það ekki á óvart. Okkar maður spurði þá hvort hægt væri að fá hjálp hjá stofnun- inni við að gera bflinn markaðs- hæfan. Jú, jú, það var hægt ef við legðum peninga á borðið. En auðvit- að vom þeir ekki til. Það var því ákveðið að sækja um lán úr Iðnlána- sjóði til þess að hægt væri að greiða Iðntæknistofnun fyrir væntanlega vinnu. Undirritaði sendimaður skjöl þar að lútandi og var ákveðið að Iðntæknistofnun margnefnd tæki að sér útfyllingu þeirra að öðm leyti og sækti um Iánið. Nú heldur nú náttúrlega, Albert „Softver“ Sigurðar G. Tómassonar — eftirPál Pétursson Þriðjudaginn 14. janúar sl. flutti Sigurðar G. Tómasson þáttinn Daglegt mál í ríkisútvarpinu. Meg- inefni þáttarins fjallaði um bréf sem kunningi hans hafði fengið honum. Bréfið var sent frá fyrirtækinu „Softver sf. forritunarþjónusta", og fór orðið Soft fyrir bijóst Sigurðar sem einhverra hluta vegna vildi tengja nafnið Softver við enska orðið „soft“, sem þýðir m.a. mjúkur eða linur. Taldi hann að fólk gæti haldið að starfsemi fyrirtækisins tengdist enskum sængurvemm eða koddaverum. Þetta er auðvitað al- rangt, eins og öllum má vera ljóst, utan venjulegra innkaupa starfs- manna fyrirtækisins fyrir heimili sín í helgarferðum til London. Þykir mér enskt mál vera ofarlega f huga Sigurðar fyrst hann hefur ekki meira hugmyndaflug um uppmna nafnsins. Þætti mér eðlilegra að draga þá ályktun að það væri skammstöfun á íslenska karl- mannsnafninu Sofus T. Vern- harðsson, samanber Byko fyrir Byggingavöruverslun Kópavogs og ÍSAL fyrir íslenska álfélagið, sem auðvitað ætti að skammstafast IS- ÁL. Annars undrar mig að Sigurður G. Tómasson skuli tengja heiti fyrirtækisins við starfsemi þess. Hvað álítur hann þá starfsemina vera hjá þeim fyrirtækum sem skírð em eftir eigendum sínum eins og ofter? Ef Sigurður ætlast til þess að menn áttuðu sig á starfsemi fyrir- tækja út frá heiti þeirra þá gætu menn álitið sem svo að starfsemi Fannbergs sf. gæti verið tengd bergvinnu og gæti það einnig átt við um Standberg hf., en hvomgt þessara fyrirtækja hafa slíka starf- semi með höndum, heldur bókhalds- þjónustu og heildverslun. Sigurður sagði ennfremur í erindi sínu eitthvað á þá leið að ekki gæti „hugvitið" verið mikið fyrst slíkt nafn væri valið á íslenskt fyrirtæki. Út frá áðumefndri skýr- ingu á heiti fyrirtækisins verð ég að vísa þessu til föðurhúsanna. Ég hef þá skoðun að menn ættu að líta í eigin barm samanber nafnabætur þessara fræðinga eins og lektor, cand.mag. og hvað allt þetta nú heitir sem þeir kalla sig. Þó var mér sagt að Sigurður sjálfur hefði enga slíka nafnbót, enda mikill baráttumaður fyrir góðu íslensku málfari og mun hann ömgglega beita sér fyrir breytingum á þessum nafnbótum innan tíðar. Sýnist mér sem Sigurður setji samasemmerki á milli hugvits manna og notkunar þeirra á ís- lensku máli, og ef svo er þá tel ég að víða sé pottur brotinn hvað varðar hugvit manna. Ef Sigurður G. Tómasson vill taka upp gagnrýni á þann hóp, þá kem ég með þá Páll Pétursson uppástungu að hann byiji á nóbels- skáldinu Halldóri Laxness. Höfundur er framkvæmdastjóri Softvers sf. forrítunarþjónustu. MÐ ERVITI BÚÐARKÖSSUNUM FRÁ SHARPJ HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999 minn, að þetta hafi bara tekið nokkra daga. En það var nú öðm nær. Þetta tók nákvæmlega fimm mánuði. Trúlega hefðum við sjálfír getað gert þetta á einum degi. En auðvitað trúðum við á sérfræðing- ana eins og fyrri daginn. Hefðum við nú beðið með hendur í skauti eftir því að þessar stofnanir veltu þessu á milli sín, kannski í nokkur ár, þá hefði trúlega lítið orðið úr framkvæmdum. Nei, við spenntum okkur megingjörðum og tókst að gera margumræddan Dúa mark- aðshæfan að okkar dómi á skömm- um tíma. Iðntæknistofnun var sent eitt eintak, en þau svör bámst að þetta væri langt frá því að vera markaðshæft. Nú. Við fómm fram á að stofnun- in sendi mann vestur til skrafs og ráðgeðra. Jú, jú, alveg sjálfsagt. Við yrðum bara sjálfír að greiða ferðakostnað hans og uppihald. Góðir menn hlupu undir bagga og greiddu þennan kostnað. Fengum við ágætan mann í heimsókn sem dvaldi hjá okkur í rúmar 20 klukku- stundir. Upp úr þessu fóm hjólin að snú- ast hjá okkur fyrir alvöru. Þrátt fyrir eltingaleikinn við Iðntækni- stofnun vom komnir átta manns í vinnu hjá okkur áður en við vissum af og var það auðvitað alls ekki þeim að kenna. En svo kom bréf, ekki bara eitt bréf heldur tvö bréf, frá Iðnlánasjóði. Þar var okkur tjáð að sjóðurinn sæi sér ekki fært að verða við lánsbeiðni okkar. Þetta var í micjum nóv. sl. Þessari tvö- földu afneitun Iðnlánasjóðs svömð- um við á þann veg að hún hleypti okkur kapp í kinn og myndum við halda áfram ótrauðir á markaðri braut. Svona gekk þetta nú til, iðnaðar- ráðherra góður. Dýrfirski vömbíll- inn Dúi er nú kominn í öll hémð landsins, meira að segja til Gríms- eyjar og hefur hvarvetna verið mjög vel tekið. En það er svolítið eftir af þessari frásögn. Við fómm fljótlega að ganga með útflutningsgrillur í kollinum. Sett var stefnan á Færeyjar til að byija með. Vildum við nú tala milli- liðalast við manninn á staðnum. Verslunarfulltrúa íslands þar var skrifað bréf með upplýsingum um okkur og beiðni um athugun á því hvort Dúi gæti hugsanlega spjarað sig í Færeyjum. Þrír til §órir mán- uðir liðu. Þá fengum við þær upplýs- ingar í gegnum Útflutningsmiðstöð iðnaðarins að okkar plögg hefðu týnst hjá fulltrúanum. Síðan var þessum góða fulltrúa sendur einn bfll. Fór fulltrúinn á stúfana og kynnti þessa íslensku vöm í stórri verslun í Þórshöfn og vakti hún þar all mikla athygli að sögn. En nú kom allt í einu upp úr dúmum að það er 77% innflutningstollur á leik- föngum í Færeyjum, þar sem við emm ekki í neinu tollabandalagi við frændur okkar þar. Er það í raun og vem eðlilegt að taka þurfi 3 til 4 mánuði að fá svona einfaldar upplýsingar fram, Albert? Hér er hvorki staður né stund til að rekja þessa sögu lengra. Þetta fyrirtæki í smáiðnaði sem hér hefur verið gert lítillega að umtalsefni lifir vonandi og dafnar í framtíðinni, þó litlu hafi kannski munað í upphafi. Fyrsta hjálp veldur oft úrslitum. Ef skriffinnskan og stofnanavaldið er of fyrirferðarmikið getur svo farið að sá sem á að rétta hjálpar- hönd sé löngu dauður áður en komið er á staðinn. Béin og vafningalaus hjálp við þá sem þykjast vera upp- finninga- og hugvitsmenn, og eru það stundum, er lykilatriði ef við eigum að láta okkur dreyma um árangur. Iðntæknistofnun er sjálf- sagt ágætis fyrirtæki á margan hátt. En það gengur ekki, Albert, að ætlast til að þeir sem leita á náðir hennar með hugmyndir sfnar leggi peninga á borðið með sér. Það verður að búa svo um hnútana að til sé laust fjármagn sem hægt er að nota í slíkum tilfellum. Það mun skila sér margfaldlega aftur í ríkis- kassann. Höfundurerskólastjóriá Hrafns- eyrí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.