Morgunblaðið - 23.01.1986, Side 21

Morgunblaðið - 23.01.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 21 Sagan af Shevchenko, grein IX: Leiðtogafundur risa- veldanna í Moskvu 1972 — eftir Árna Sigurðsson Á fyrstu árum áttunda áratugarins fóru samskipti risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, batnandi. Forseta Bandaríkjanna, Richard Nixon, var það nokkuð kappsmál að þýða þann fima frera er einkennt hafði samskipti þjóð- anna allt frá upphafí kalda stríðsins og hófst upp úr lokum heimsstyij- aldarinnar síðari. Leiðtogar ríkj- anna tveggja hittust í maímánuði 1972 er Nixon fór í opinbera heim- sókn til Moskvu. árabil verið þjakaðir af minnimátt- arkennd gagnvart alhliða áhrifa- mætti Bandaríkjanna. Shevchenko segir að hann hafí eitt sinn strítt Anatoly Dobrynin sendiherra Sovétríkjanna í Was- hington, hversu létt starf hans hlyti að vera með Kissinger sem hægri hönd Nixons í utanríkis- og öryggis- málum. Dobrynin tók þessari at- hugasemd Shevchenkos með alvöru og fleipraði því út úr sér að Kissin- ger væri allt annað er auðveldur viðfangs í viðræðum og að hann yrði sífellt að vera á varðbergi. „Áður en þú opnar munninn, er hann búinn að fínna út hluti er hann getur notað gegn þér síðar," sagði Dobrynin. Gromyko skaut inní: „.... og hann er háll sem áll — hann gefur engum færi á að sjá hvað honum býr í bijósti." Shevch- enko segir að þetta hafí utanríkis- ráðherrann mælt án nokkurs fland- skapar. Jafnvel þótt andstæðingur ætti í hlut var það alvarleiki hans er skipti máli í augum Gromykos og Kissinger var alvarlegur maður í augum utanríkisráðherrans. Gromyko tók út nokkurt kvalræði vegna viðræðna sinna við Kissinger því hann undirbjó sig óhemju vel fyrir hvem fund er hann átti með honum, auk þess að búa yfír nánast bamslegri ákefð um að þær fæm fram vel og örugglega. Henry Kissinger í næstu grein er jafnframt verður hin næst sfðasta í þessum greina- flokki, verður sögu Shevchenkos haldið áfram eftir að hann er orðinn aðstoðar-aðalritari Sameinuðu þjóðanna og fer að velta vöngum yfír hvort tímabært sé orðið að slíta tengsl sín við stjómarherrana í Kremi og biðja um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Andrei Gromyko Helstu heimildir Breaking from Moscow, eftir A.N. Shevchenko. A.F. Knopf. USA, 1985. Time Magazine, febr. 12. og 18.1985. Höfundur á sæti í utanríkismála- nefnd Sambands ungra sjálfstæö- ismanna. Nixon og „realpolitik“ Töluverð vinna og ábyrgð hvíldi á herðum Shevchenkos vegna komu forsetans enda var hann þá einn aðalráðgjafí Gromykos, þáverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Shevchenko segir svo frá í æviminn- ingum sínum, Breaking from Moscow, að á undirbúningsfundi fyrir fund þjóðarleiðtoganna hefði Gromyko beðið viðstadda um hug- myndir um hvað mætti gefa Nixon við komuna til Moskvu. „Nær allir Bandaríkjamenn eiga sér eitthvað tómstundagaman," sagði hann: „Veit einhver hvert Nixons er?“ Eftir nokkra þögn var ljóst að enginn vissi hvað það væri og sagði Gromyko þá þurrlega: „Ég held að það sem hann helst vildi væri trygg- ing fyrir ævarandi dvöl í Hvíta húsinu." Það er álit Shevchenkos sem þátttakanda í sjónarspili sov- éskrar stjómsýslu að leiðtogum Sovétríkjanna þótti sem þeir ættu ýmislegt sameiginlegt með Nixon er gerði þeim kleift að semja við hann í heimi „realpolitik" (snýst um völd og raunveruleg áhrif fremur en hugsjónir). Þríhliða samninga- viðræður Henry Kissinger, þáverandi ör- yggismálaráðgjafí Nixons og hans helsti samningamaður, var með í förinni til Moskvu, en fyrir honum báru Sovétmenn nánast ótakmark- aða virðingu. Er þeir komust að því að Bandaríkjamenn höfðu staðið í samningaviðræðum við Kínveija er Kissinger leiddi fyrir hönd Bandaríkjastjómar, var það stjóm- völdum í Moskvu nokkurt áfall. Á sama tíma gátu Bandaríkjamenn freistað þeirra með því loforði að Bandaríkjamenn myndu fyrir sitt leyti vera tilbúnir að viðurkenna að jafnræði ríkti meðal risaveldanna. Þetta er Sovétmönnum álitsauki í eigin augum enda höfðu þeir um '' Vinsamlegasendiðmérnýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Heimili; Staður Sendisttil FREEMANS of London c/o BALCO h Reykjavíkurvegi 66,220 Hafnarfirði, sími 53900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.