Morgunblaðið - 23.01.1986, Page 29

Morgunblaðið - 23.01.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1986 29 >OR - MINNING Jón Helgason * I vorþeynum Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd, þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein, er illa rætt og undarlega sett hjá aldintré með þunga og ftjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum fínnst sig vanta vaxtarmegn þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. I djúpum míns hjarta í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst, og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum af þér. Ég sá þig í morgun, og mjög varst þú orðin breytt, svo myndin gat tæplega heitið að líktist þér neitt, og áður en varði var hugur minn fullur af hryggð við hverfulleik blómsins og aldursins viðurstyggð. En aftur er myndin mér auðsýnd jafn-björt og jafn-skýr, og aldrei hefur hún fyrr verið mér svona dýr, því æskan þín horfna og ást mín sem forðum var er í henni varðveitt, og hvergi til nema þar. Það var eitt kvöld Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. er eins konar ráðherrabústaður þeirra þar í borg. En við urðum að flýta nokkuð ferð okkar heim vegna verkfalls á farskipum. K.B. Ander- sen brá nú skjótt við og bauð til veizlunnar síðasta fimmtudags- kvöldið okkar í Höfh. Þá áttum við von á Jóni, en þegar K.B. Andersen frétti það, vildi hann ólmur fá Jón með í veizluna. Jón þáði það. Um kvöldið vorum við með ýms- um helztu forystumönnum danskra jafnaðarmanna í góðum fagnaði. En ekki var langt liðið á kvöldið áður en Jón Helgason var orðinn miðdepill samkvæmisins. Hann var í bezta skapi og hafði — á frábærri dönsku sinni — frá svo mörgu skemmtilegu að segja, að allir þurftu að hlusta. Síðla kvöids spurði Jens Otto Krag mig, hvemig í ósköpunum okkur íslendingum hefði tekizt að leynaþessum manni í Kaupmannahöfn. Eg svaraði, að á íslandi mæti hann hvert manns- bam sem eitt af mestu skáldum þjóðarinnar — það yrði aldrei gefíð út svo stutt úrval íslenzkra ljóða, að hann ætti þar ekki að minnsta kosti eitt. Hann væri aftur á móti embættismaður danska ríkisins og kunnasti vísindamaður Dana á sínu sviði, en þeir hefðu ekki rænu á að uppgötva hann! - O - Þótt Jón Helgason hafi unnið ómetanleg brautryðjendastörf í fræðum sínum, kann að fymast jrfír afrek hans á því sviði. En skáld- skapur hans mun aldrei fymast. Hann er samofinn fegurðinni, sem er eilíf, og íslenzkri tungu, sem er helgust skylda íslendinga að varð- veita og efla. Það kvæði Jóns Helgasonar, sem mér hefur þótt vænzt um, er ljóðið Lestin bmnar. Hann sagði mér einu sinni, hvemig þetta stórkostlega ástarkvæði hefði orðið til. Tilefnið var hversdagslegt og óperusónulegt og svo víðs fjarri slíkum atvikum og manneskjum, sem í sjálfum sér er ekki óeðlilegt, að menn freistist til að tengja jafn- dýrlegan skáldskap. En er það ekki einmitt aðalsmerki hinna mestu skálda að hefja hversdagslega at- burði upp í æðsta veldi og vekja í brjósti annarra nýjar og fagrar til- finningar? í næst síðasta erindi kvæðisins í Amasafni segir Jón Helgason: Senn er þess von að úr sessinum mlnum ég vfld, senn skal mér stefnt inn i skugganna fjölmenna ríki, spyiji þá einhver hvar athafna minna sér staði er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði. Þannig orti Jón Helgason fyrir um það bil hálfri öld. Sem betur fer var þess langt að bíða, að hann viki úr sessi sínum. En verk hans lifa ekki á fáeinum gulnuðum blöð- um. Þau em skráð gullnu letri á spjöld, sem heyra til eilífðinni. Gylfi Þ. Gíslason Nú er síðasti Hafnar-íslending- urinn látinn í hárri elli, hefur lagt frá sér penna sinn, bækur og biöð og horfíð á vit forfeðranna. Það em raunar merkileg þátta- skil í sögu vorri þegar Jón Helgason prófessor kveður. Lengi var Kaup- mannhöfn eins konar höfuðstaður íslendinga og spratt það af sam- bandi og samskiptum landanna í aldaraðir. Þar sat sjálfur konungur íslands og æðstu stjómvöld, og síð- ast en ekki síst ungir íslendingar stunduðu þar nám til embættisprófs og annan háskólalærdóm. Þessi bönd hafa verið að losna smám saman á löngum tíma og síðast þau tengsl er snertu einkanlega háskól- ann í Kaupmannahöfn. Það var alla tíð vandi og vegsemd að vera Hafn- ar-Islendingur, og til þeirra var litið héðan að heiman og hlustað grannt eftir orðum þeirra og fylgst með athöfnum. Jón Helgason prófessor hélt manna lengst á lofti merki þessarar lærðra manna stéttar og bar það jafnan hátt. Honum var ungum falin forsjá þjóðardýrgripa íslands í Kaupmannahöfn, handritanna í safni Ama Magnússonar, sem em nú við lát hans reyndar flest komin úr langri útlegð á heimaslóðir. Það mun almannarómur að Jón hafí gegnt þessu gæsluhlutverki sínu með miklum ágætum og hafí átt fáa ef nokkum sinn líka að eljusemi, gjörhygli og glöggskyggni í fræði- störfum. Vandvirkni hans og ná- kvæmni við lestur og könnun hand- rita er viðbrugðið, og geysilega stór og tímafrek verk sem hann vann að og gaf út lofa meistarann. Hann var sífellt að glíma við myrka staði handritanna og lét ekki stafkrók sleppa undan rýni sinni. Jón Helgason fæddist á Rauðsgili í Hálsasveit í Borgarfirði 30. júní 1899. Foreldrar hans vom Helgi Sigurðsson bóndi og Valgerður Jónsdóttir. Helgi faðir Jóns var af Deildartunguætt, en móðir hans sonardóttir Guðmundar Brynjólfs- sonar á Keldum á Rangárvöllum . sem ætt er við kennd. Jón var ungur settur til bókar og reyndist námsgjam og minnug- ur. Lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík tæpra sautján ára að aldri og sigldi þá til Kaupmannahafnar til frekara náms og átti síðan ekki afturkvæmt til dvalar á íslandi. Þar ytra lá fyrir honum námsframi skjótur og mikill. Er þar skemmst af að segja að hann varð forstöðumaður safns Áma Magnússonar í Kaupmanna- höfn 1927 og prófessor í íslenskri tungu og bókmenntum við Hafnar- háskóla 1929. Tók hann sæti Finns Jónssonar og fyrrum Konráðs Gíslasonar og annarra brautiyðj- enda í íslenskum fræðaiðkunum í Kaupmannahöfn, og var það sæti vel skipað þó að þessir þremenning- ar væm að mörgu ólíkir. Persónuleg kynni okkar Jóns Helgasonar vom orðin býsna löng, og góð vom þau alltaf frá því við hittumst fyrst hér heima að stríðs- lokum og til hins síðasta þó að þau væm of slitrótt á köflum. Mönnum hefur oft orðið tíðrætt um skapgerð Jóns Helgasonar og ekki að ófyrirsynju. Hún var í engu hversdagsleg, og ekki var öllum gefíð að skilja hann. Ég átti því láni að fagna að dveljast árlangt í ná- grenni hans í Kaupmannahöfn fyrir nær því ljórðungi aldar. Kom eg þá oft daglega á vinnustað hans og naut auk þess gestrisni Jóns og fyrri konu hans Þómnnar á fögm og rammíslensku heimili þeirra. Frá þessu ári á eg margar ljúfar minningar og langflestar um Jón Helgason. Vart get eg hugsað mér viðræðubetri mann en Jón. Eg sé hann fyrir mér þar sem hann hvíld- ist með pípu sína á bekknum í anddyri Ámasafns, ævinlega með blöð í höndunum eða prófarkir sem hann leit í milli þess sem hann gaf viðmælanda sínum góð ráð og bendingar. Mjög var Jón varkár í tali og umtalsgóður um afheyrandi menn, og oft tók hann málstað þeirra sem á var deilt. Annað var það í fari Jóns Helgasonar sem eg veitti sérstaka athygli en það var þakklátssemi hans við hvem þann sem gerði honum greiða hversu smár sem hann var. Þá var sem hann hefði himin höndum tekið og þegið gull og gersemar, og um slíkt gat hann sett á langar ræður og jafnvel endurtekið þær óþarflega oft að mér fannst. Hitt er svo rétt að Jóni vom ekki allir viðhlæjendur vinir. Oflátungsháttur var honum lítt að skapi og þó einkum ef honum þótti menn illa mæltir á íslenska tungu eða spyija mjög fávíslegra spuminga. Fátt særði hann meira. Sjálfur gjörþekkti hann völundar- hús tungunnar og galdur hennar flestum eða öllum betur. Til þess hafði hann fómað starfsþreki sínu og gáfum, og ef honum þótti móður- málið niðurlægt gat hann orðið meinyrtur og beiskur þess vegna eða hlegið kuldahlátri með blóðugu hjarta. Annars var Jón glaðlyndur maður að eðlisfari og var mjög eftir honum sóst á mannamótum eða þar sem menn komu saman til skemmt- unar. Hann var afburða snjall ræðumaður hvort heldur um var að ræða gamanmál sem ósjaldan snertu hann sjálfan eða fræðileg efni. Handritarannsóknir Jóns Helga- sonar mundu sjálfsagt einar sér nægja til að halda nafni hans á lofti. Það eljuverk er í sjálfu sér veglegur minnisvarði. Jóni nægði það þó ekki. Um það lauk var hann kominn í tölu öndvegisskálda ís- lenskra. Þekking hans og leikni í meðferð íslensks máls lagði auðvit- að til þess dijúgan skerf, og á það ekki síst við um þýðingamar, en hann átti líka skáldskapameistann, þá guðlegu gjöf, heitar og hreinar tilfínningar sem gefa bestu ljóðum hans varaniegt gildi. Hann var í rauninni einnar bókar skáld eins og þeir Bjami og Jónas á fyrri öld. íslendingar höfðu fyrr og síðar ort margt í Danmörku, og vakinn í bestu kvæðum Jóns er oft og einatt sú meinsemdarreynsla að dveljast svo fjarri ættjörð sinni og bera þó landslagið, þjóðlíf og tungu hennar í huga hvar sem leiðir lágu. Kvæði Jóns Helgasonar munu reynast líf- seig með seiði sínum og galdri ef forsjónin vill á annað borð unna þjóð vorri og menningu einhverrar framtíðar. Jón Helgason bjó í Kaupmanna- höfn um tæpra sjötíu ára skeið við sæmileg kjör og góða heilsu lengst af. Honum féll þar vel í námunda við fomritin og var sáttur við umhverfi sitt. Átti hann marga góðkunningja danska sem kunnu vel að meta gáfur hans og lærdóm, þó að margt væri þeim sjálfsagt lítt kunnugt um fræðimanninn og afrek hans, hvað þá hið rammíslenska skáld. Jón Helgason missti fyrri konu sína, Þómnni Ástríði Bjömsdóttur frá Grafarholti, árið 1966, frábæra konu að gáfum og mannkostum sem ótrauð hafði staðið honum við hlið og stutt hann um fjörutíu ára skeið. Varð Jón þá einbúi hniginn að aldri sjálfur, en þijú böm þeirra hjóna, Bjöm, Helgi og Solveig öll uppkomin og tvö þeirra flutt til ís- lands. Jón gekk síðar að eiga Agnete Loth mag. art. lektor í fomíslensku við Hafnarháskóla. Hefur hún nú fylgt honum og stutt hann yfir síðasta hjallann. í kvæðinu Til höfundar Hungur- vöku segir Jón svo: Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undirtrúnaðimínum. Þeir vom orðnir margir gömlu mennimir í jörðu sem áttu arfinn sinn, hið máða letur handritanna, undir trúnaði Jóns Helgasonar. Hann líktist mörgum ættmennum sínum í þvi að fara vel með verð- mæti og vera reiðumaður. Ég leyfi mér að vona að hann hafí nú hitt vin sinn og skjólstæðing, sjálfan höfund Hungurvöku og farið vel á með þeim, þótt Jón teldi slíkt fremur ólíklegt í kvæði sínu. Kannski hafa þeir nú sameiginlega leyst til fulln- ustu þær gátur og flækjur sem Jón barðist við sem best hann kunni. Trúnaður hans við hlutverk sitt verður ekki vefengdur. Hvíli hann í friði. Andrés Björnsson Nemandi í íslenzkum fræðum við háskólann í Reykjavík um 1960 vissi að sjálfsögðu eitthvað um Jón prófessor Helgason í Kaupmanna- höfn, kannaðist við talsvert af fræðilegum ritum hans og útgáfum texta bæði frá miðöldum og síðar, og einhveijar fræðilegar tímarita- greinar. Nokkurt slangur af slíkum ritum hlaut þessi nemandi að hafa lesið eða kynnt sér til að auka 1986 1899

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.