Morgunblaðið - 23.01.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.01.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1986 31 Jón Helgason ídyrum Árnasafns. heimagangur hjá þeim, er ég hef átt leið um Kaupmannahöfn undan- farin ár. A samskipti mín við þau hjón hefur engan skugga borið og ég minnist dvalar þar í húsi með mikilli ánægju og harma, að nú skuli húsbóndinn vera horfinn af heimi. Fyrir allar samverustundimar, sem ég og mitt fólk hefur orðið að njótandi á heimili Jóns Helgasonar, verð ég ævinlega þakklátur. Þótt elli væri að nokkru farin að sækja að Jóni Helgasyni, var hann enn hinn emasti andlega, þegar ég átti nokkra dvöl á heimili hans á Kjærstmpvej fyrir ríflega ári. Eins og alltaf áður var Jón mér mildur og hlýr í viðmóti og spjallað var sem fyrr um margvísleg efni. Enn lifði með honum frásagnarlistin og sú gamla gráglettni, sem ég hafði svo oft notið um dagana. Eg innti hann m.a. eftir gömlum gamankvæðum frá fyrri ámm, sem hann gerði þó lítið úr og vildi lítt hafa í hámælum, kvaðst hafa gleymt þeim, enda átt við á sérstakri stundu og stað. Ég minnti hann á, að hann mundi lík- lega hafa verið fyrsti íslendingur- inn, sem ort hafði um bolsann Lenin á sinni tíð, þ.e. um 1920, af því tilefni er Henrik Ottósson (Siemsen) kom til Hafnar eftir ferð til Rúss- lands. Sfðan langaði mig að gamni að heyra braginn af vömm Jóns sjálfs. Er ég hafði rifjað upp upp- hafið, tók Jón hægt og sígandi við, og flutti fram kvæðið með sinni sérstæðu rödd, sem mér verður æ í minni: „Um Lenin, sem ríkir í rauðustum heim og refsar með blóðugu straffí; ég yrki mitt kvæði af ástæðum þeim að öðlingur sá gaf mér kaffí; og með því var framreitt hið fínasta brauð eins og framast var kostur að torga. Það var lagsmaður Siemsen, sem lostætið brauð, en Lenin mun þurft hafa að borga. í austrinu hervæðist harðsnúið lið og hanamir blóðrauðu gala, því líta menn víða í löndunum við, um Lenin er verið að tala. Mig furðar ekki á þó að frægð þessa manns sé flogin um gjörvallar álfur, fyrst svona er aumasti húskarlinn hans, hvílíkur mun hann þá sjálfur." Þetta var sannarlega ógleyman- leg stund, og ég hafði óljósan grun um, að brugðið gæti til beggja vona, að fleiri yrðu slíkar. Það var mér mikið ánægjuefni að geta endurgoldið góðvild og gestrisni Jóns Helgasonar að nokkru í minn garð og minna, með því að taka á móti honum og Agnete, þegar hann átti leið til ís- lands. Þá átti ég þess kost að fara með honum út á landsbyggðina. Er mér sérstaklega minnisstætt er við eitt sumarið ókum með honum og Agnete austur til Þingvalla og víðar um Amessýslu og komumst að Haukadal í Biskupstungum, hinu foma fræðasetri, en þangað hafði Jón aldrei komið áður. Ég veit, að það var eftirminnileg stund fyrir hann að standa þar í spomm Ara fróða í fyrsta sinn á langri ævi og fá litið það landslag, sem sagnarit- arinn hafði fyrir augum átta öldum fyrr. Kannski hefur hann þá minnzt upphafs ljóðsins sem hann orti til höfundar Hungurvöku: „Hér stíg ég enn mínum fæti á fold og fylli lungun í blænum, en þú ert örlitil ögn af mold undir sverðinum grænum." Á síðasta ári varð Jón Helgason fyrir áfalli á heilsu sinni, sem á tiltölulega skömmum tíma lagði hann að velli. Skáldið Jón Helgason hafði heyrt „bjöllunnarhreim áhurðinniminni til marks um gestinn, sem hljóður sækir mig heim í hinzta sinni“, svo sem hann hafði ort í ljóð sínu „Elli“. Við fráfall Jóns Helgasonar vil ég og fjölskylda mín senda konu hans Agnete og bömum Jóns, Solveigu, Helga og Bimi og þeirra fyölskyld- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Á kveðjustund þakka ég Jóni Helgasyni áratuga vinskap og kynni, sem aldrei mun fyrnast yfír í huga mínum. Fyrir fræðin og ljóð- in hlýtur öll þjóðin að þakka. Einar Laxness Nú er Jón Helgason fallinn frá, sá maður sem mér þótti jafnan öðmm betur á verði, þegar rang- færslur vom annars vegar eða hæpnar tilgátur. Fáum hef ég kynnst sem höfðu jafn ríkt í huga að leiða ekki aðra á villigötur með fræðum sínum og skrifum. Starf Jóns þau ár sem ég þekkti best til var framar öðm að skorða undir- stöðuna, kanna handrit og gera efni þeirra aðgengilegt í traustum útgáfum. Að þessu vann hann sleitulaust. Um afraksturinn þarf ekki að spyrja. Bækur Jóns fmm- samdar, útgáfur sem hann gerði úr garði og ritgerðir hans em margar kunnar þeim sem láta sig nokkm varða íslenska menningu. Ritverk Jóns og þá ekki síst margar og vandaðar útgáfur frá hans hendi munu halda á loft minningunni um óvenjulega gáfaðan og fjölhæfan vísindamann. Jón lifír áfram í verk- um sínum, en margir sakna vinar í stað, þar sem var maðurinn sjálfur. Þeim sem þetta skrifar er minnis- stæður haustdagur fyrir mörgum ámm, ungur maður í ókunnri borg nýkominn frá prófborði og hugðist feta í fótspor fjölmargra landa fyrr og síðar og setjast inn á Ámasafn við lestur íslenskra handrita. Leiðin var ekki auðrakin, aðeins lítið spjald hjá látlausri dyrabjöllu sem sýndi hver staðurinn var. Þar opnuðust dyr og mér var hleypt inn. Persónu- leg kynni af Jóni Helgasyni vom engin. Ég hafði heyrt hann flytja eigin kvæði og kvæði nokkurra skálda frá síðari öldum og hlýtt á fyrirlestur sem hann hélt heima um íslensku handritin í British Museum í London. Það var mér ofarlega í huga þegar inn kom og ég stóð skyndilega andspænis skáldinu og fræðimanninum sem hér réði ríkj- um. Jón heilsaði kumpánlega, eins og við væmm sveitungar og hefðum þekkst lengi. Mér var vísað til sætis við borð sem átti að vera vinnustað- ur minn um veturinn. Þeir urðu átta talsins. Þegar ég rifja upp kynnin við Jón Helgason þessi ár í Kaupmanna- höfn er margt sem kemur upp í hugann. Ekki treysti ég mér til að draga upp mynd af honum í fáum orðum, og ekki þótt í lengra máli væri. Jón var áreiðanlega geðríkur maður, og það varð mér fljótlega ljóst að fas og yfírbragð var iðulega ekki annað en gríma dulinna tilfínn- inga. Jón gat verið hrókur alls fagnaðar og sagði sögur flestum öðmm betur. Það er alkunna. En það sem mér er hugstæðara er hlýj- an í viðmóti og alúðin sem var svo snar þáttur í skapgerð Jóns. Ég minnist aldrei annars í okkar við- kynningu. Varla barst svo bréfmiði frá Jóni að ekki mætti fínna ylinn bak við línumar. Það bar oft gesti að garði í Ámasafni, námsfólk kom hvaðanæva að og fræðimenn með rannsóknarverkefni sem vörðuðu íslenskar bókmenntir fyrri alda. Öllu þessu fólki var Jón innan handar, stöðugt tilbúinn að ræða fræðileg vandamál sem upp komu og miðla öðmm af þekkingu sinni og kunnáttu. Jón Helgason hafði flesta kosti fræðimannsins. Hann var óþreyt- andi eljumaður, skarpskyggn með afbrigðum og kunni vel til verka. Hann var agaður í vinnubrögðum og bjó yfír víðtækri þekkingu á rannsóknarsviði sínu, sem var í raun og vem bókmenntir og tunga ís- lensku þjóðarinnar frá upphafí. Yfírsýnin var næsta ótrúleg. Ög þó virtist Jón aldrei sjá í tímann sem fór í að greiða úr smávægilegustu vandamálum. Hroðvirkni átti ekki upp á pallborðið hjá honum. Jóni var einkar lagið að setja fræðilegt og stundum flókið efni fram á skýr- ari og skipulegan hátt. Þar naut fræðimaðurinn skáldsins. Annað sem mér þótti einkenna Jón var djúpstæð þjóðemiskennd. Hún kom fram í orðum og gerðum og mótaði viðhorf hans til flestra hluta. Jóni var hlýtt til allra íslend- inga, sama á hvaða öld þeir vom uppi. Þótt margt fólk sæti tíðum í Ámasafni og fengist við verk af ólíkum toga, hygg ég að Jón hafí fylgst gjörla með öilu sem þama var unnið. Þar kom til fræðilegur áhugi hans og forvitni, sem ekki átti neitt skylt við hnýsni. Okkar kynni urðu nánust þar sem við sát- um frammi á gangi í Ámasafni og reyktum saman pípu. Oftast var setið þegjandi yfír blöðum og bók- um, en skotið inn orðum á milli. Þá sætti ég lagi, ef ég þurfti að ræða við Jón um rithönd eða nafn á spássíu í handriti, og aldrei stóð á honum að leggja frá sér verkefnið um stund og taka upp vandamál mitt í staðinn. Jón Helgason stjómaði og skipu- lagði útgáfustarfsemi Ámastofnun- ar í Kaupmannahöfn frá því að henni var komið á fót 1956 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Starfsemin var gróskumikil, og kom sér vel að Jóni var sýnt um að vekja áhuga á fræðum sínum og kunni einnig að telja kjark í fólk þegar reyna tók á þolrifín. Fræða- störfin virtust eiga hug Jóns allan á þessum árum. Um kvæði sín ræddi hann fátt, og var sem komið væri við opna kviku ef að þeim var vikið. Þau vom skriftamál fræði- mannsins við samtíð sína og óður hans til þjóðarinnar og landsins, sem hann fékk ekki gleymt og vildi ekki gleyma nokkra stund, þótt atvikin höguðu því þannig að hann hefði búsetu í erlendu landi. Þar bjó hann sér íslenskt umhverfi heima jafnt sem heiman og starfaði langa ævi í návist íslenskra bóka og í þágu íslenskra bókmennta og íslenskrar tungu. Umhyggjan fyrir öllu íslensku kom líklega gleggst í ljós í viðhorfi Jóns til íslenskunnar. Málspjöll þoldi hann hvorki sjálfum sér né öðrum. Öllum aðstandendum Jóns votta ég einlæga samúð við fráfall hans. Jón Samsonarson Með Jóni Helgasyni prófessor er hniginn að foldu einn mesti fræði- manna-öldungur og eitt mesta ljóð- skáld íslands á þessari öld, á 87da aldursári sínu. Hann var fæddur 30. júní 1899 á Rauðsgili í Borgarfirði, sonur Helga Sigurðssonar og Valgerðar Jónsdóttur. Hann var bráðþroska og námgjam, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík á sautjánda ári, sigldi samsumars til náms í Kaupmannahöfn og átti þar heima alla stund síðan. Hann varð doktor frá Háskóla fslands 1926 fyrir bók sína um Jón Ólafsson frá Grunnavík, forstöðumaður Áma- safns í Kaupmannahöfn árið eftir, og prófessor í íslenskri tungu og bókmenntum við Kaupmannahafn- ar-háskóla þrítugur að aldri, 1929. Þegar hin nýja Ámastofnun í Kaupmannahöfn var sett á laggir árið 1956 var Jón sjálfkjörinn fyrsti forstöðumaður hennar, og gegndi hann þessum embættum uns hann hlaut að láta af þeim fyrir aldurs sakir. Þegar á námsámm sínum tók Jón að fást við rannsóknir og útgáfu handrita. Upphafíð var það að hann var ráðinn aðstoðarmaður norsks fræðimanns við að búa til prentunar Ólafs sögu helga hina miklu, sem svo er nefnd. í reynd sá Jón aiger- lega um þetta verk. Það tók hann rúma tvo áratugi, og mættu ýmsir æðikollar nútímans gera sér ljóst að slík verk em ekki hrist út úr erminni, ef vel á að vinna. En um útgáfu Ólafssögunnar hefur og verið sagt að hún hefði verið gott ævistarf eins manns. Og jafnframt vann Jón margt annað á þessum ámm. Hann tók öll sín próf á ungum aldri og hlaut háan embættisframa, eins og ég gat um. Hann bjó til prentunar Heiðrekssögu (1924), Ljóðmæli Bjama Thorarensen í tveimur bindum (1935) og tvö bindi Islenskra miðaldakvæða (1936). Hann ritaði sígilt verk um Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar (1929) og norræna bók- menntasögu sem hann vann á þess- um ámm, og fjöldi verka stórra og smárra sem hann innti af höndum síðar á ævinni, allt til þess er kraft- ana þraut á síðast liðnu árí. Jón var brautryðjandi nýrra að- ferða við útgáfu íslenskra handrita. Hann gerði þá kröfu að hveija út- gáfu skyldi vanda svo vel að þar þyrfti helst ekki framar um að bæta, þar kæmi fram öll nauðsynleg vitneskja sem í handritunum og um þau væri að fínna. Allir starfsmenn Ámastofnana í Kaupmannahöfn og Reykjavík em lærisveinar Jóns, flestir beinlínis, aðrir óbeint. Auk þeirra útgáfuverka sem hann hefur unnið sjálfur hefur hann annast ritstjóm eða yfímmsjón mikilla safna af fræðiritum, íslenskum textum og ljósprentunum sem út hafa komið í Kaupmannahöfn um margra áratuga skeið, og skipta þessar bækur mörgum tugum binda. Sjálfur á ritstjórinn furðu- lega mikinn þátt í öllum þessum verkum. Utgefendur sem unnið hafa undir handleiðslu Jóns hafa komið frá mörgum löndum, og hafa áhrif hans og aðferðir við útgáfur þannig borist út um allan heim þar sem stunduð eru fslensk og norræn fraeði. Árið 1939 kom út kvæðabók Jóns, Úr landsuðri, og með þeirri bók hlaut hann þegar sess með höfuðskáldum íslands. Ljóðin voru aftur gefín út með viðaukum og nokkrum úrfellingum 1948. Síðar birti Jón söfti þýðinga sfgildra er- lendra kvæða (1962 og 1976). Margir hafa harmað að hann skyldi ekki leggja meiri stund á skáldskap- inn síðar á ævinni, svo glæsilega sem hann hleypti úr hlaði. En þetta er skiljanlegt, svo hlaðinn sem hann var af embættis- og útgáfustörfum. Og það er víst að kvæði hans hin bestu munu lifa meðan fslensk tunga er töluð. Hann var einnig meistari í meðferð óbundins máls og vandaði málfar sitt, bæði mælt og ritað, að hætti 19du aldar manna, svo sem Sveinbjamar Egils- sonar og Konráðs Gíslasonar. Hann þoldi illa að heyra bögumæli og erlendar slettur og brást þá stund- um við af mikilli þykkju. Hygg ég að í ritum hans sé fáar setningar að finna sem ekki hefðu getað staðið í einhveiju fomritanna. í þessu efni var hann öðrum rit- höfundum til fyrirmyndar og hafði mikil áhrif á aðra höfunda, allt frá Halldóri Laxness til minni bóga. Jón Helgason var tvíkvæntur. Ifyrri kona hans var Þómnn Bjöms- dóttir frá Grafarholti í Mosfells- sveit, og eignuðust þau þijú böm sem ÖU lifa föður sinn. Síðari kona hans, sem lifír eiginmanninn, var Agnete Loth, magister og lektor við Ámastofnun í Kaupmannahöfn. Jónas Kristjánsson Mér barst til eyma og augna í sjónvarpinu á sunnudaginn, að vin- urinn minn Jón Helgason væri fall- inn. Ekki kom það mér alveg að óvömm, því að Solveig dóttir hans sagði mér fyrir nokkmm mánuðum, 1899-1986

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.