Morgunblaðið - 23.01.1986, Side 41

Morgunblaðið - 23.01.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 41 Axel Ölafsson verkstjóri - minning Fæddur 26. október 1903 Dáinn 17. janúar 1986 Það er til mikils mælst _af okkar hálfu, sem þekktum Axel Ólafsson, að ætlast til þess að fá að hafa hann alltaf við hendina, traustan og óbreyttan, eins og hann var í svo mörg ár. Til mikils mælst, ekki síst vegna þess að fáir menn hafa gefíð jafn mikið af sjálfum sér, með því einfaldlega að vera til, og Axel. Svo sterkur og jákvæður persónu- leiki var hann. Hann er því kvaddur með gleði yfír að hafa fengið að kynnast honum og sorg yfír að ævi hans skuli ekki hafa orðið lengri. Þó náði Axel háum aidri, án þess nokkum tíma að verða gamall. Þá þijá áratugi sem ég hef þekkt hann var hann alltaf á besta aldri og yfír honum mikil reisn. Hann skilur eftir, fyrir okkur sem söknum hans, sterka og góða minningu. Axel Olafsson fæddist í Reykja- vík þann 25. október 1903. Foreldr- ar hans voru Ólafur Ólafsson og Vilborg Jónsdóttir. Þó hann missti komungur tengslin við þau tvö, er sjórinn hremmdi föður hans og móður hans beið nýtt líf í öðrum landsfjórðungi, fékk hann með þeim veganesti ættemisins. Að honum stóðu tvær nafnkunnar ættir, foður- ættin oft kennd við Kotvog og móðurættin við Skarð á Skarðs- strönd. í báðum ættum má fínna sterka einstaklinga sem hafa þolað ýmsilegt og það hefur áreiðanlega verið Axel góð vöggugjöf. Á drjúgum æviferli kynntist hann ýmsum störfum til lands og sjávar, störfum sem ekki buðu upp á að hann hlífði sér, og þrátt fýrir að hann hafí ýmsilegt reynt á ævi sinni, bæði í lífsbaráttunni og einka- lífínu, bar hann það með sér að vera hamingjumaður, sem kunni að njóta þess góða sem hann kynntist og lét hið erfíða hvorki buga sig, né skilja eftir sig merki biturðar. Hann var heilsteyptur maður sem kunni að snúa flestu á betri veg. Hann átti létt með að miðla öðrum þeirri hlýju og hamingju sem ég kynntist á heimili hans á Hlíðar- veginum í Kópavogi. Mér þótti alltaf vænt um að heyra það á tali rót- gróinna Kópavogsbúa, að hann hafði náð að veita þeim sömu mynd af sálfum sér og okkur sem þekkt- um hann gegnum ættartengsl. Sanna mynd af mildum höfíngja. Það hlýtur að vera óvenjulegt að kveðja mann sem einungis hefur skilið eftir sig bjartar minningar. Þannig er það þó með Axel, ekki bara í minni minningu heldur ljöl- margra annarra. Það var skemmti- legt að koma til hans sem lítil stelpa, til þessa stórskoma manns sem var bæði voldugur og skemmti- legur, og þó alltaf hlýr eins og fjölskyldan hans öll. Og hann hætti aldrei að vera voldugur og skemmti- legur í mínum augum. Seinna var svo röðin komin að mínum bömum að koma á heimili Axels og kynnast því sama og ég þekkti svo vel og hann tók þeim með sama þrótti og gleði, svo þau gátu skríkt af ánægju. Röddin, fasið og hvítt og þykkt hárið vakti hjá þeim sömu óttablöndnu hrifningu og mér forð- um. Ég gat þess hér að framan að mér fyndist Axel hafa borið með sér ám hamingjumanns, en ef til vill hafa seinustu æviárin orðið honum þau allra bestu. Hann var ekki maður sem týndist þegar langri starfsævi hans var lokið, heldur var hann óumbreytanlegur og hafði kannski meiri tíma fyrir sig og fjölskylduna þá en áður. Við erum mörg sem söknum Axels, en sárastur er missirinn þó efalaust hjá fólkinu, sem átti hann að, í daglegu lífí, fram á síðasta dag. Eiginkonan Sigrún og dóttursonur- inn óttar sem ólst mikið til upp á Hlíðarveginum hjá Axel og Sig- rúnu. Axel var stoltur af Óttari og það sannarlega ekki að ástæðu- lausu. Það er ekki lítið fengið fyrir mann eins og Axel að hafa fylgst með greindum og skemmtilegum strák fullorðnast án þess að fjar- lægjast heimiii sitt. Hjá Óttari og Sigrúnu breytist nú margt, þeim og öllum öðrum úr nánustu fjöl- skyldunni votta ég samúð mína á þessum degi, en eftir lifír lifandi minning um einstæðan sómamann. Anna Ólafsdóttir Björnsson Látinn er móðurbróðir minn og vinur Axel ólafsson, Hlíðarvegi 1, Kópavogi. Hann fæddist í Reykja- vík þann 25. október 1903, sonur Ólafs Ólafssonar og konu hans Vilborgar Jónsdóttur. Dóttir þeirra hjóna og alsystir Axels er móðir mín Katrín Ólafsdóttir. — Þann 26. til 28. apríl 1906 gekk yfír landið mikið mannskaðaveður. Fórst þá Ólafur, ungur maður, ásamt með Guðmundi Einarssyni í Nesi, en þeir voru á vélbát sem týndist skammt fíá Vatnsleysu. Vilborg var þá ein eftir með bömin tvö. Varð hún að láta þau bæði frá sér. Þau voru samt einstaklega heppin þar sem þau komust á afbragðs heimili, móðir mín í Reykjavík en Axel komst til Eyjólfs bónda í Saurbæ á Kjalamesi þar sem hann ólst upp. í Saurbæ var þá búið rausnarbúi. Eyjólfur gaf Axel jörðina Hjarðar- nes, næstu jörð við Saurbæ. Axel minntist þessa fóstra síns ætíð með hlýju og virðingu. Axel kvæntist sinni ágætu konu Sigrúnu Valdi- marsdóttur, en hún er ættuð úr Svarfaðardal og lifír hún mann sinn. Mæður Sigrúnar og Snorra Hall- grímssonar prófessors vora systur og ólst Sigrún upp með Snorra. Þau Sigrún og Axel bjuggu um skeið í Hjarðamesi. Ég var svo heppinn að mega dvelja þar hjá þeim um sumartíma ásamt með Þóranni systur minni. Þau Axel og Sigrún vora einstaklega bamgóð og mun ég minnast þessa tíma með þakk- læti. Þar kynntist ég einnig þeim ágæta dreng Úlfari Helgasyni, nú tannlækni, syni Sigrúnar. Mér fínnst eins og ætíð sé mikil birta og sólskin yfír þessari sveit þótt oft geti hann reyndar verið ansi hvass. En iífíð er ekki tómur dans á rósum. Það vora krepputímar og þar kom að Axel treysti sér ekki að búa þama lengur og fluttu þau hjónin þá til Reykjavíkur þar sem Sigrún rak matsölu á Hverfísgötu 50, en Axel vann alla þá vinnu er til féll. Síðar bjuggu þau um tíma í Mý- vatnssveit þar sem Axel starfaði við brennisteinsverksmiðju er Jon Vestdal verkfræðingur og fleiri áttu. Á stríðsáranum fluttu þau aftur suður og byijaði Axel þá bú- skap á lítilli jörð, Presthúsum, ná- lægt Brautarholti á Kjalamesi. Faðir minn og fleiri fengu að reisa sér sumarbústaði á landi Presthúsa. Ef til vill mætti líta á sumarbú- staðabyggð á þessum tíma sem visst öryggi á stríðsáranum, eins konar „flóttastaðir" ef gerð yrði árás á Reykjavík, en af því varð ekki, sem betur fór. Rétt er að minnast góðs nágranna Axels, Ól- afs bónda Bjamasonar í Brautar- holti, en þau hjónin reyndust þeim Axel og Sigrúnu mjög vel er þau bjuggu í Presthúsum. Á þessum áram tóku þau Axel og Sigrún að sér unga telpu, Áslaugu, og gerðu hana að kjördóttur sinni. Mikill hermannabyggð var þá á Kjalar- nesi, einkum nálægt Brautarholti. Sér hennar nú varla nokkur merki. Einkennilegt var að þurfa að fram- vlsa einum eða tveim „pössum" ef við áttum að komast út í sumar- bústaðinn, en þetta vandist nú samt. Hermennimir gættu hinnar mikilvægu herskipahafnar í Hval- firði. En stríðið fékk sinn enda árið 1945 og skyndilega vora allir þessir braggar í Brautarholti og Amar- holti auðir og tómir og hermennimir á bak og burt. Mikil umbreyting hafði orðið í Reykjavík á stríðsáran- um og hún vaxið hröðum skrefum. Ennfremur tók að myndast byggða- kjami í Kópavogi. Ósköp var þetta allt saman þó frumstætt í byijun. Ekkert vatn og varla nokkrir vegir sem væra því nafni nefnandi. Þá er það að Axel selur jörð sína og flyst til Kópavogs með fjölskyldu sinni. Fremur var þetta þó sveit en bær f þann tíma. Áxel kynntist þar Finnboga Rút Valdimarssyni, bróð- ur Hannibals. Ég held að Axel og Finnbogi og kona hans Hulda, síðar bæjarstjóri, hafí átt vel skap saman. Þetta var hreinskilið dugnaðarfólk, allt saman, sem unnu nótt sem nýtan dag að uppbyggingu Kópa- vogskaupstaðar, sem ég held, er nú næst stærsti bær landsins. Axel gerðist verkstjóri bæjarins og á hans herðum og manna hans hvíldu bæði vatnsveitu- og vega- lagnir. Það sagði Axel mér, að ekki hefði skriffinnskunni verið mikið fyrir að fara þessi fyrstu ár bæjar- ins. Þeir Finnbogi Rútur töluðu bara sín á milli hvemig hitt og þetta verkið skyldi framkvæmt og sfðan vora verkin látin tala. En bærinn stækaði og stækkaði og yfírstjóm hans smám saman líka. Áslaug giftist og eignaðist son, Óttar Bjamason. Er Áslaug dó tóku þau Áxel og Sigrún Óttar upp á sína arma, komungan, og reyndust honum sem bestu foreldrar. Hann er nú ungur og mjög mannvænlegur maður, afburða námsmaður og sannkallaður sólskinsgeisli í lífí Axels og Sigrúnar. Axel hætti starfí sínu hjá Kópa- vogsbæ fyrir aldurs sakir, virtur og vel þokkaður. Hann gekk ekki heill til skógar seinustu árin, en lét það lítið á sig fá og fór allra sinna ferða. Axel var vel meðalmaður á vöxt og dökkhærður á yngri áram. Ungur var hann rammur að afli, stilltur vel og góðgjam og vildi greiða úr vandræðum þeirra, sem til hans leituðu, væri þess kostur. Hann var maður hreinskilinn og traustur í hvívetna og mátti ekki vamm sitt vita. Við hjónin biðjum honum og ijölskyldu hans alls góðs. Jón R. Áraason Aðeins örfá kveðjuorð um vin okkar og nágranna Axel Ólafsson. Vinátta okkar við hann hafði staðið í langan tíma en hún hófst árið 1963 er okkur var úthlutað bygg- ingarlóð við Hlíðarveg í Kópavogi. Lóð okkar var á milli tveggja eldri húsa og tekin úr þeirra landi. Vora Axel og kona hans Sigrún Valdi- marsdóttir á aðra hliðina. En fyrstu kynni okkar af honum vora þannig að við voram að vinna við bygging- una að okkar húsi er hann kom yfír til okkar og sagði: „Heyrðu karl minn, ert þúNað stela lóðinni minni." Þetta var dæmigert fyrir hann því hann var alltaf hress og með spaug á vöram. Allt frá þessari stundu skapaðist góð og löng vin- átta milli okkar og þeirra hjóna sem aldrei bar skugga á. Eftir að við fluttum inn í hús okkar árið 1964 leið varla sú vika að Axel rölti ekki yfír til okkar. Alltaf fylgdi honum léttur andblær, þó stundum gæti hann verið orð- hvatur eins og ofangreind ummæli gefa til kynna. Hann hafði hins vegar lag á því að segja hlutina á þann hátt að enginn fyrtist við. Það vora mörg fimmtudagskvöldin sem við sátum saman og ræddum um liðna tíð. Axel var einn af fram- byggjum Kópavogs og fyrsti verk- stjóri bæjarins. Var hann því vel heima í sögu bæjarfélagsins og hafði fylgst með frá því það breytt- ist úr hreppsfélagi, sem samanstóð einungis af nokkram húsum, í einn af stærstu kaupstöðum landsins. Hafði hann frá ýmsu að segja af reynslu sinni sem . verkstjóri er bærinn var að byggjast upp. Margt var það spaugilegt enda hafði hann auga fyrir honum broslegu hliðum mannlífsins. En það er einnig aug- ljóst að oft hefur það verið erfiðleik- um bundið að byggja upp í bæjarfé- lagi þar sem alít fjármag^n vantaði, starfsmenn vora fáir og verkefnin óþijótandí. Þá naut Axel sín áreið- anlega vel sem verkstjóri því hann var bæði traustur og ábyggilegur og átti auk þess auðvelt með að umgangast fólk. Hann bar um- hyggju fyrir undirmönnum sínum, sérstaklega þeim sem yngri vora, en hann gerði jafnframt kröfur til þeirra um að þeir væra stundvísir og góðir verkmenn. Starfsferill Axels hjá Kópavogs- kaupstað var langur því hann starf- aði þar allt til sjötugsaidurs. Þegar hann hætti störfum hjá bænum vora næg verkefni heima fyrir. Hann þurfti m.a. að annast afa- bamið sitt, Óttar, og konu sína er smátt og smátt missti heilsuna en lifir samt mann sinn nú. Þau hjón eignuðust ekki böm saman en tóku kjördóttur auk þess sem Sigrún átti einn son, Úlfar Helgason, sem nú er tannlæknir. Er þau voru komin á sjötugsaldur misstu þau einka- dóttur sína og tengdason með stuttu millibili en þau létu eftir sig einn son á fyrsta ári. Ekkert þótti Axeli og Sigrúnu þá sjálfsagðara en að taka drenginn að sér þó þau væra komin á þennan aldur. Mörgum þótti það bera vott um mikinn dugnað og bjartsýni af svo fullorðnu fólki að ætla sér að ala upp bam. En það má segja að þetta hafí orðið þeirra gæfa því drengurinn var augasteinn ömmu sinnar og afa og ólst hann upp við umhyggju og ástúð gömlu hjónanna. Meðan drengurinn var að alast upp var maður þakklátur fyrir hvert árið sem þau fengu að halda sæmilegri heilsu og sjá drenginn þroskast. Nú er hann nærri tvítugu og mun ljúka stúdentsprófí frá Menntaskól- anum í Kópavogi í vor. Hann hefur alla tíð verið ömmu sinni og afa til sóma, bæði duglegur og umhyggju- samur við þau. Axel sagði oft er hann kom yfír til okkar að líf þeirra hefði orðið dauflegra ef þau hefðu ekki tekið Óttar því hann hefði verið þeim mikill styrkuroggleðigjafí. Við eigum áreiðanlega eftir að sakna heimsókna Axels og nota- legra samverastunda með honum. En við viljum hér þakka honum fyrir liðna tíð og þann hlýhug sem hann og þau hjón bæði hafa sýnt okkur, bömum okkar og bamaböm- um. Að endingu sendum við Sig- rúnu, Óttari og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur og megi guð styrkja þau á erfíðri stundu. Blessuð sé minning Axels Ólafs- sonar. Ólöf og Guðmundur t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN PÁLL FRIÐMUNDSSON, málarameistari, Suðurgötu 5, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. janúar kl. 14.00. Sigurbjörg Pálsdóttir, Þorbergur Friðriksson, Þorbjörg Pálsdóttir, Eyjólfur Eystelnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR, Digranesvegi 92, Kópavogi. Jón Agnarsson, Agnar Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Guðmundur Sighvatsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför INGILEIFS JÓNSSONAR, Svfnavatnl. Einnig faerum við starfsfólki Ljósheima, Selfossi sórstakar þakkir. Jón Ingileifsson og fjölskylda. t Ég þakka innilega öllum vinum mínum og vandamönnum, er sendu mór og börnum mínum samúðarskeyti við andlát og jarðarför eiginkonu minar, SIGRÍÐAR TÓM ASDÓTTU R, Hverfisgötu 70, þann 15. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. Þorkell Hjaltason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.