Morgunblaðið - 23.01.1986, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 23.01.1986, Qupperneq 56
E EURQCARD TIL DAGLEGRA NOTA ómissandi FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1986 VERÐILAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/Skapti HallgrÍmsson Kolbeinsey „ endurfædd“ Akureyri 22. janúar. Ákveðið hefur veríð að Kolbeinsey farí aftur til Húsavíkur og ber hún því sama nafn og áður. Jón Helgason, starfsmaður Slippstöðvarinnar, er hér með pensilinn á lofti i dag — nýbúinn að mála nafnið á nýjan leik á skipið — en Kol- beinseyjarnaf nið var hulið með sama lit og skipið er málað í eftir að Fiskveiðasjóður eignaðist það. Jón átti enn eftir að mála „Húsavík" aftur á skipið er blaðamaður Morgunblaðsins kom að — en það stóð allt til bóta. Hvita málningin var ekki langt undan. Keflavík: Víkurbær sleginn á 10 millj. króna Kröfur í þrotabúið námu 60 millj. ÁRNI Samúelsson, fyrrum eig- andi Víkurbæjar i Keflavík, átti hæsta tilboð í verslunina - hús- eignirnar við Hafnargötu 21 og 23 - á nauðungaruppboði á þríðju- dag. Árni seldi Víkurbæ þegar hann hóf kvikmyndahússrekstur í Reykjavík og samþykkti kaup- andi skuldabréf með fyrsta veð- rétti i versluninni. Ámi kejrpti verslunina á 10 millj- ón krónur á uppboðinu, en kröfur í þrotabú Víkurbæjar námu tæpum 60 milljónum króna. Athygli vakti að annar stærsti kröfuhafinn, Sparisjóður Keflavíkur, bauð ekki í verslunina og er ljóst, að hann tapar stórfé, liklega um 10 milljón krónum. Sparisjóður Kefla- víkur setti þann 2. september í fyrra fram kröfur upp á tæpar 15 milljón krónur í búið. Ami Samúeisson átti 14,5 milljón króna kröfur í Víkurbæ og vom það eftirstöðvar frá því hann seldi verslunina árið 1981. Þar sem Ámi átti fyrsta veðrétt í versluninni hefði sparisjóðurinn þurft að bjóða yfir 14,5 milljónir í eignimar. Bmnabótamat verslunarinnar hljóðar upp á 29 milljón krónur. Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri; Auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi hækka um 10% MARKÚS Örn Antonsson, út- varpsstjóri, segir, að hækka verði auglýsingaverð í hljóðvarpi og sjónvarpi um 10% vegna ákvæða um menningarsj óðsgjald útvarpsstöðva í útvarpslögunum, sem tóku gildi um áramótin. Dómur í Eyrarfossmálinu: Smyglararnir hlutu tveggja til fjögurra ára fangelsi ^þRÍTUGUR maður hefur veríð dæmdur í fjögurra ára fangelsi - sem er þyngsti dómur sem upp hefur veríð kveðinn hér á landi Raufarhöfn: Sofandi maður brenndist illa í rúmi sínu FULLORDINN maður á Raufar- höfn brenndist illa í gærkvöldi, þegar kviknaði f rúmi hans þar sem hann lá sofandi. Maðurinn, sem er einbúi, hafði —-’siofnað út frá sígarettu og vaknaði upp við það eldur logaði í dívani hans. Honum tókst að komast úr svefnherberginu og hringja eftir hjálp. Hjúkrunarkona á staðnum gerði að sárum mannsins til bráða- birgða, en hann var síðan sendur í bíl til Húsavíkur til frekari með- ferðar. Hann mun hafa brennst illa á hægri hliðinni. fyrir fíkniefnamisferli - og þrír í tveggja ára fangelsi í sakadómi í ávana- og fikniefnamálum vegna Eyrarfossmálsins svokall- aða - mesta fikniefnamáls, sem upp hefur komið hér á landi. Tveir menn hlutu skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild að smyglinu. Veijendur töldu lögreglu hafa beitt ólöglegum aðferðum við rannsókn málsins, en niðurstaða dómstólsins var að svo hefði ekki veríð. Þetta mun í fyrsta sinn, sem dómstóll hér á landi sker úr um slikt mál - þegar lögregla notar „tálbeitu" við rannsókn. í maí 1984 varð uppvíst um stór- fellt ffkniefnasmygl, þegar ffkni- efnadeild lögreglunnar stöðvaði smyglarana á leið upp í Breiðholt með 740 grömm af amfetamíni og um 400 grömm af hassolíu. Þeir höfðu sótt fíkniefnin um borð í Eyrarfoss. Fíkniefnin keyptu þeir í Hollandi og á Spáni og komu fyrir í skipinu án vitundar skipveija. Einnig varð uppvíst um smygl á 240 grömmum af amfetamíni, hálfu kílói af hassi auk kókaíns. Þeim efnum höfðu smyglamir náð að dreifa hér á landi, en þá komst lögregla á slóð þeirra. Lögregla fékk þá mann til þess að setja sig í samband við einn smyglaranna og falast eftir am- fetamíni til kaups og fékk hann afhent sýnishom. Upplýsingar sem fengust áttu veigamikinn þátt í að upplýsa málið. Veijendur hinna dæmdu töldu þetta ólögmæta að- ferð. Einnig kröfðust veijendur þess, að fá uppgefið nafn mannsins, sem gekk erinda lögreglunnar. Þeirri málaleitan var hafnað og féll úr- skurður lögreglu í vil og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Sá er hlaut þyngsta dóminn er Ámi Frímann Jónsson. Þeir sem hlutu tveggja ára fangelsisdóma eru Sigurður Sigurðsson, 34 ára, Sigurður Jón Daníelsson, 25 ára og Ólafur Donald Helgason, 35 ára. Guðjón Marteinsson, fulltrúi í sakadómi í ávana- og fíkniefnamál- um kvað dóminn upp. í lögunum segir, að stofna skuli menningarsjóð útvarpsstöðva (hljóðvarps og sjónvarps) í því skyni að veita framlög til innlendrar dagskrárgerðar þeirra. Tekjur sjóðsins eru sérstakt gjald, menn- ingarsjóðsgjald, sem á að vera 10% og leggst á allar auglýsingar í þessum flölmiðlum. Gjald þetta á einnig að nota til að greiða hlut Ríkisútvarpsins í rekstri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Markús Öm Antonsson sagði, að eftir að lögin tóku gildi hefði hann snúið sér til ráðuneytisstjórans í menntamálaráðuneytinu til að afla upplýsinga um það hvemig standa ætti að innheimtu gjaldsins og til- greina það í reikningum Ríkisút- varpsins. „Ég fékk þau svör, að þetta lægi ekki enn fyrir af hálfu ráðuneytisins og þar af leiðandi hefur gjaldið ekki verið innheimt. Það verður hins vegar gert um leið og fyrirmæli eða erindi um það berst frá ráðuneytinu," sagði út- varpsstjóri. Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttamefndar, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins, að hann liti svo á að Ríkisútvarpið hefði átt að hefja innheimtu menn- ingarsjóðsgjaldsins þegar um ára- mótin, er nýju útvarpslögin tóku gildi, enda þótt reglugerð um menningarsjóðinn hafi enn ekki verið sett. Geir Hallgrímsson verður seðlabankastj óri 1. sept. Matthías Á. Mathiesen verður utanríkisráðherra á f östudag Maður drukkn- aði í Bláa lóninu RÚMLEGA þrítugur maður frá Keflavík drukknaði í Bláa lón- inu á Reykjanesi síðdegis i gær. Maðurinn fór ásamt félaga sfn- um í leigubfl frá Keflavík til að lauga sig í lóninu skömmu eftir hádegið. Þeir urðu viðskila í vatn- inu, og þegar maðurinn svaraði ekki kalli fór félagi hans í gistihú- sið og tilkynnti að maðurinn finn- ist ekki. Var lögreglan í Grinda- vík kvödd á staðinn klukkan 15.45. Lögreglumaður fann svo manninn á floti í lóninu skömmu síðar. Hann var þá látinn. GEIR Hallgríinsson, utanrfkisráðherra, tekur við embætti banka- stjóra Seðlabanka íslands 1. september, farí viðskiptaráðherra að samhljóða tillögu seðlabankaráðs um það. Á ríkisráðsfundi að Bessa- stöðum á föstudag lætur hann af ráðherraembætti og verður Matt- hías Á. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þá skipaður utanríkisráðherra. Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, sem verður sjötugur í aprfl, hefur beðist lausnar frá og með 1. sept- ember. Bréf um það efni frá Matth- íasi Bjarnasyni, viðskiptaráðherra, lá fyrir fundi bankaráðs Seðlabank- ans í gær. Jónas Rafnar, banka- ráðsformaður, lagði þar til, að Geir Hallgrímsson yrði tilnefndur eftir- maður Davíðs. Var samþykkt sam- hljóða að gera tillögu um það til viðskiptaráðherra. Einn bankaráðs- manna Þröstur Ólafsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, greiddi ekki atkvæði en lét bóka óánægju sfna yfir því að „pólitískir oddvitar" væru ráðnir bankastjórar. Hinn 7. október síðastliðinn lagði Geir Hallgrímsson það til við þing- flokk sjálfstæðismanna, að Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, tæki þegar í stað sæti í ríkisstjóminni. Jafnframt óskaði Geir eftir því, að hann yrði leystur frá ráðherrastörfum nú um áramót- in. Þegar þessar ákvarðanir voru teknar sagði Geir í samtali við Morgunblaðið: „Ég er þeirrar skoð- unar, og hef verið, að formaður flokksins eigi að vera í ríkisstjóm, og ég vil vera sjálfum mér sam- kvæmur og sýna það í verki með því að lýma mitt sæti svo að úr því geti orðið." Hinn 16. október varð Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra en Matt- hías Á. Mathiesen vék úr sæti við- skiptaráðherra og aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna en Geir Hall- grímsson fluttust milli ráðuneyta. Var þá ákveðið, að Matthías tæki við utanríkismálunum af Geir nú um áramótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.