Morgunblaðið - 31.01.1986, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
Borgarstjóri um menntamálaráðherra
og lánasjóðinn:
Hvorki spurn-
ing um kjark
né kokhreysti
— heldur verjanleg vinnubrögð
og málefnalega stöðu
„ÉG ræddi þetta mál efnislega
og án allrar áreitni í garð
menntamálaráðherra. Það er í
Hnífsstungan
á Hverfisgötu:
Konan dæmd
í 18 mánaða
fangelsi
UNG KONA var dæmd í 18 mán-
aða fangelsi i Sakadómi Reykja-
víkur í gær fyrir að stinga þrí-
tugan mann, Malagafangann
svokallaða, í kviðarholið í októ-
ber sl.
Konan, sem er 25 ára gömul,
lagði til mannsins eftir að deilur
spruttu þeirra í milli í veislu á heim-
ili hennar á Hverfísgötu 86 og
fannst hann liggjandi í blóði sínu
fyrir utan húsið skömmu síðar.
Hnífurinn gekk undir rifjabarð
mannsins og stakkst í lifur og olli
miklum blæðingum í kviðarholi.
Konan var ákærð fyrir tilraun til
manndráps, en til vara stórfellda
likamsárás. Það þóttu mildandi
ástæður, að blóðrennsli í kviðarholi
mannsins hætti af sjálfu sér þannig
að hann var ekki í bráðri hættu.
Auk þess neitaði hann að yfírgefa
heimili hennar þegar hún óskaði
þess auk þess að hann tók hana
kverkataki og átti þannig upptök
að átökunum. Konan var þvf ekki
dæmd fyrir tilraun til manndráps,
heldur stórfellda líkamsárás.
þágu málefnisins að halda um-
ræðum á þeim grunni áfram,“
sagði Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, vegna viðbragða Sverris
Hermannssonar, menntamála-
ráðherra, við gagnrýni borgar-
stjóra á meðferð Sverris á mál-
efnum Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
Haft er eftir Sverri í Morgun-
blaðinu í gær, að hann „hafí ekki
leitað ráða hjá borgarstjóranum og
óski eftir að hann hinkri við þar til
þar að kemur". Sverrir segir einnig
að hann hafí haldið borgarstjóra
meiri kjarkmann en þama komi
fram, en geti hins vegar ekki skipt
sér af því „þó kosningaskjálfti grípi
menn". Um þessi ummæli sagði
Davíð Oddsson: „Þetta er hvorki
spurning um kjark né kokhreysti.
Spumingin er um veijanleg vinnu-
brögð og málefnalega stöðu. Stúd-
entar verða að axla sömu byrðar
og aðrir, en það er óhjákvæmilegt
að veita þeim umþóttunar- og að-
lögunartíma og gera breytingar
eingöngu í samráði við þá.“
Sjá ræðu borgarstjóra á
aðalfundi Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
á þriðjudagskvöld i heild á
miðopnu blaðsins í dag.
INNLENT
Alþýðuleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi á Kjar- konu hans, Vivienne. Myndin var tekin í lok
valsstöðum leikritið Tom og Viv eftir Michael leiksins er leikurum var fagnað innilega af
Hastings við góðar undirtektir leikhúsgesta. áhorfendum.
Leikritið fjallar um skáldið T.S. Eliot og fyrri
Frumsýning á Kjarvalsstöðum
Morgunblaðið/Bjami
E g er afskaplega ánægð-
ur með þessi málalok
— segir Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra um lyktir handritamálsins
„Ég er afskaplega ánægður með þessi málalok handritamálsins.
Staðan var nokkuð vandasöm, en við hittumst ég og menntamálaráð-
herra Dana nú síðast um miðjan mánuðinn. Þá kom okkur saman
um að skipa tvo menn af hálfu beggja aðila ásamt ráðgjafa til þess
að gera lokatilraun að samkomulagi um skiptin" sagði Sverrir
Hermannsson menntamaálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Ég fékk Jakob Benediktsson
með Jónasi Kristjánssyni forstöðu-
manni Ámastofnunar til þess_ að
fara út af minni hálfu og Ólaf
Halldórsson sem þeirra ráðgjafa.
Eftir voru tæp tvö hundruð númer,
sem kallað er, sem ekki hafði náðst
samkomulag um. Þeir sátu yfír
þessu í rúma viku og leystu málið.
Það er geysilega mikill léttir og
fagnaðarefni að þetta skyldi hafa
tekist í friði. Við menntamálaráð-
herrar landanna munum ganga
endanlega frá lyktum handrita-
málsins í Kaupmannahöfn í lok
febrúar."
Sverrir Hermannsson sagði að
einnig hefði tekist að semja um að
íslendingar fái ljósmyndir af öllum
skjölum sem eftir verða í Kaup-
mannahöfn.
„Þetta voru alveg einstaklega
ánægjuleg tíðindi sem þeir félagar
komu með heim í gær. Ég er þeim
afskaplega þakklátur. Við eigum
þolinmæði þeirra og lagni að þakka
að engir samningaörðugleikar voru
milii landanna í lok þessa máls.
Enda hefði það verið slæmt fyrir
okkur íslendinga eftir þann ein-
staka velvilja og göfuglyndi sem
Danir hafa sýnt okkur í þessu máli,“
sagði menntamálaráðherra.
Landlæknir kannar hvers vegna
hjartatækið var ekki í bílnum
Harðar deilur hjúkrunarfræðinga og
sjúkraflutningamanna á liðnum mánuðum
EMBÆTTI landlæknis kannar nú hvers vegna hjartastuðtæki úr
neyðarbíl Rauða kross íslands var ekki til staðar þegar farið var
í neyðarútkall snemraa á miðvikudag. Hjartveikur maður var flutt-
ur í sjúkrahús og skömmu eftir komuna þangað fékk hann hjarta-
áfall. Ljóst þykir að maðurinn hefði allt eins getað fengið áfallið
í neyðarbílnum og nauðsynleg tæki þá ekki verið til staðar vegna
deilna á Borgarspítalanum, en hjúkrunarfræðingar á slysadeildinni
tóku tækið úr bifreiðinni upp á eigið eindæmi að lokinni kvöldvakt
á þriðjudag og gleymdist að setja það í bílinn morguninn eftir.
Ólafur Ólafsson landlæknir vildi ekkert tjá sig að svo stöddu.
Lilja Harðardóttir, hjúkrunarstjóri á slysadeild Borgarspítalans,
vildi ekki tjá sig um málið. „Ég er ekki reiðubúin til að gera það
án þess að ræða fyrst við starfsfólk á neyðarbílnum. Það gafst
ekki tækifæri til þess í dag,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi.
Úr neyðarbílnum — hjartastuðtækið er til hægri á myndinni.
Deila hjúkrunarfræðinga og
sjúkraflutningamanna á neyðar-
bílnum um verkaskiptingu hafa á
stundum verið mjög harðar. í
meginatriðum má segja að hún
hafi snúist um meðferð þriggja
tækja í neyðarbílnum; lyfjatösku,
neyðartösku með súrefni og önd-
unartæki og hjartastuðtækið.
Hjúkrunarfræðingar telja sig þurfa
vera til staðar þegar þessi tæki
eru notuð og fjarlægðu því tækin
að lokinni kvöldvaktinni. Sjúkra-
flutningamenn, sem hafa sótt
svokölluð „framhaldsmenntunar-
námskeið" telja að hægt sé að
treysta þeim til að fara ekki út
fyrir verksvið sitt, enda hafí slíkt
ekki gerst frá því tækin voru sett
í bílinn í september. Þeir telja ekki
nógu markvisst unnið að því, að
veita þeim þjálfun og menntun til
að takast á við neyðartilfelli og
benda á að hvorki læknir né hjúkr-
unarfræðingur sé með í förum að
næturlagi.
„Það er rétt, frá því neyðarbíll-
inn var tekinn í notkun hefur verið
deilt um verkaskiptingu,“ sagði
Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs-
stjóri í samtali við Morgunblaðið.
„Það er skoðun okkur, að að
hluta beri að líta á starf sjúkra-
flutningamanna á neyðarbílnum
sem þjálfun eða æfíngu. Sjúkra-
flutningamenn hafa sótt fram-
haldsmenntunamámskeið á neyð-
arbílnum. Þeim hefur verið kennt
að bregðast við á örlagastundu og
gengist undir hæfnispróf þar að
lútandi. Hvorki hjúkrunarfræðing-
ur eða læknir fylgir neyðarbílnum
að næturlagi og neyðartilvik fara
ekki eftir tímatöflu þeirra. Sjúkra-
flutningamenn hafa um árabil flutt
fólk án nærveru sérmenntaðs fólks
og staðið sig með sóma. Það er
því ábyrgðarhluti að veita þeim
ekki frekari menntun og þjálfun
þegar fullur vilji er til þess af
þeirra hálfu og þeir þannig gerðir
hæfari til þess að takast á við
neyðartilvik. Ekki er eingöngu við
starfsfólk Borgarspítalans að sak-
ast því brýn nauðsyn er á því að
gengið verði sem fyrst frá mennt-
unar- og réttindamálum sjúkra-
flutningamanna," sagði Hrólfur
Jónsson.
Þess má geta að tveir læknar
Borgarspítalans gerðu að loknu
námskeiði sjúkraflutningamanna í
september síðastliðnum tillögur
um verksvið þeirra. Þeir iögðu til,
að á neyðarbíl verði ávallt sjúkra-
flutningamaður, sem lokið hafí
námskeiðinu. Og ennfremur „Við
flutning þeirra er hiotið hafa alvar-
leg sár ellegar bráð veikindi skulu
brunaverðir halda skrá yfír lífs-
mörkum hinna sjúku og særðu. í
upphafí ferðar skal þannig skráð
meðvitundarástand, blóðþrýsting-
ur og púls svo eitthvað sé nefnt
og jafnframt allar breytingar til-
teknar á ástandi þess sem fluttur
er. Við komu á sjúkrahús skal
viðkomandi hjúkrunarfræðingum
ellegar læknum gefín skýrsla.
Forsenda slíkrar skráningar er að
læknar fari yfír skrárnar. Við
flutning sjúkra og særðra skulu
brunaverðir tengja þá við hjarta-
rafsjá (EKG-monitor) þannig að
betur verði unnt að meta ástand
þess sem fluttur er og breytingar
er kunna að verða. Hjartarafsjár
er æskilegt að hafa til taks í öllum
sjúkrabílum er slíka flutninga
stunda. Brunaverðir er hafa lokið
framhaldsmenntunamámskeiði
beri ábyrgð á lyfjatöskum, er í
framtíðinni kunna að verða í
sjúkrabílum, er flytja alvarlega
sjúka og særða, til taks fyrir lækna
er kunna að vera viðstaddir. Skulu
þeir skrá notkun lyfja ef innsigli
tösku er rofið og tilgreina hvaða
læknir notaði lyfin. Lyíjagjöfin er
ávallt á ábyrgð læknis." Þessar
tillögur voru lagðar fram á fundi
með landlækni en hafa ekki náð
fram að ganga.