Morgunblaðið - 31.01.1986, Qupperneq 19
Krafa um lögbann á vatnstöku Raufarhafnarhrepps:
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
19
Hæstiréttur stað-
festir úrskurð
fyrrv. sýslumanns
— og nýr sýslumaður fær því lögbannskröfuna til meðferðar
ENN MUN væntanlega líða nokk-
ur tími þar til úrskurðað verður
um þá kröfu ábúenda og eigenda
Hólsjarða í Presthólahreppi í
S-Þingeyjarsýslu að lögbann
verði sett á vatnstöku Raufar-
hafnarhrepps í landi Hólsjarða.
Þegar Sigurður Gizurarson fyrr-
um sýslumaður ætlaði að úr-
skurða um lögbannskröfuna 28.
nóvember sl., gerði lögmaður
hreppsfélagsins kröfu um að
hann viki sæti, þar sem sýslumað-
ur hefði veitt bóndanum á Hóli
aðstoð við að semja stefnu í
dómsmáli um sama efni, sem
„Okurmálið“:
Nöfn
ekki birt
EMBÆTTI ríkissaksóknara mun
ekki opinbera nöfn þeirra 128
manna, sem kærðir hafa verið fyrir
meint okur í tengslum við „okur-
málið“ svokallaða, rannsókn á
okurstarfsemi Hermanns Björg-
vinssonar. Rannsóknarlögregla rík-
isins hefur lokið rannsókn málsins
og voru gögn send ríkissaksóknara
á þriðjudag.
rekið er á Akureyri. Sýslumaður
úrskurðaði sig hæfan til að fjalla
um lögbannskröfuna og var þeim
úrskurði áfrýjað til Hæstaréttar.
í fyrri viku staðfesti Hæstiréttur
úrskurð sýslumanns. Hann ætti
því að geta úrskurðað um lög-
bannskröfuna — en sá hængur er
á, að Sigurður Gizurarson er ekki
lengur sýslumaður Þingeyinga. Nýr
sýslumaður, Halldór Kristinsson,
bæjarfógeti i Bolungarvfk, tekur við
embætti á Húsavík um helgina og
má gera ráð fyrir að nokkur tími
líði þar til hann hefur sett sig inn
í helstu mál þar. Einnig má gera
ráð fyrir að ófærð og vetrarríki
það, sem nú er á Norðurlandi, tefji
nokkuð fyrir málum, að sögn Sig-
urðar Briem, sem nú er settur sýslu-
maður á Húsavík.
Eins og fram kom í frétt í blaðinu
29. nóvember sl. hefur Þorsteinn
Steingrímsson, bóndi á Hóli, krafíst
þess að lögbann verði sett við vatns-
töku Raufarhafnarhrepps úr svo-
nefndri Síkistjöm í landi Hólsjarða.
Þar hefur hreppurinn fengið allt
sitt vatn undanfarin ár — en samn-
ingar um greiðslu fyrir vatnið hafa
ekki tekist. Fyrir rúmum fjómm
ámm höfðaði Þorsteinn mál til rift-
unar samningnum um vatnstökuna
og var skipaður í það setudómari —
en málið hefur enn ekki verið tekið
fyrir. Þess mun þó að vænta, að
það gerist fljótlega.
Kæstur hákarl þykir mörgum ómissandi matur á þorra en miklu
máli skiptir hvernig hann er verkaður. Hér áður fyrr þótti hann
þvi betri sem hann var eldri og kunn er sagan af karlinum, sem
vann sér það til lífs að fara út á Siglunes eftir hákarli fyrir
skessuna. Hann var 12 ára gamall og 13 ára þó. Þessi mynd var
tekin í gær i fiskbúðinni Sæbjörgu þegar einn kaupandinn var
að kynna sér það með nefinu hvernig verkunin hefði tekist.
Óslax á Ólafsfirði:
1400 seiði
drápust
Akureyri, 29. janúar.
1.400 LAXASEIÐI drápust á
mánudag hjá fyrirtækinu Óslax
á Ólafsfirði og nemur tjónið eitt-
hvað á annað hundrað þúsund
króna.
„Við geymdum seiðin í litlum
skúr inni í bænum, í honum voru
12—14 þúsund seiði af þeirri stærð
sem drápust — 50—60 grömm.
Astæða þess að þau drápust var
sú að vatnsmagnið í kerinu minnk-
aði í um hálfa klukkustund," sagði
Ólafur Bjömsson, framkvæmda-
stjóri Óslax, í'samtali við Morgun-
blaðið í dag.
Ólafur sagði alls 300 þúsund .
kviðpokaseiði í eldistöðinni. „Þau
em nýbúin að klekjast úr hrognun-
um. Við ætluðum að vera búnir að
flytja þau úr skúmum upp í nýtt
hús sem reist hefur verið hér
skammt frá en ekki getað það
vegna snjóþyngsla.
Vatnið í skúmum hefur verið í
lágmarki og sagði Ólafur að þegar
vatnsnotkun væri mikil í frystihús-
inu og bræðslunni minnkaði vatnið
í skúrinn — og því hefði óhappið
gerst.
Lokaprédikun
í Háskólanum
í DAG, föstudaginn 31. janúar,
flytja tveir guðfræðistúdentar loka-
prédikun sina í Kapellu Háskólans,
þeir Gunnar E. Hauksson og Sig-
hvatur Karlsson. Athöfnin hefst kl.
15 og er hún öllum opin.
I TOYOTA TERCEL 4WD fer ótroðnar slóðir.
Hann er stórskemmtilegur bœjarbíll með mikið flutningsrými
auk óvenjulegrar fjölhœfni, enda með drifi ó öllum hjólum. .
Þegar fœrð og veður gera akstur erfiðan, ekur þú
leiðarþinnar þœgilega og óhyggjulaust.
Tœkni TOYOTAvið smíði bílvéla sérTERCEL 4WD
fyrir nœgu afli en lógmarks eldsneytiseyðslu. /
TERCEL4WD SPECIAL SERIES
ersérbúinn bfll, þar sem saman fara __
aukin þœgindi og útlit sem ....(l^i'
vekur athygli. "
Renndu við
í reynsluakstur og þú
^ sannfœrist um að'TERCEL 4WD
SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði
*