Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Áhöfnin skipti þrisvar um feriu ^ KaJiaveralhöföa, 29. janúar. AP. ÁHÖFN Challengers var valin til ferðarinnar í janúar í fyrra. Francis Scobee var þá valinn leiðangnrsstjóri. Geimskot átti upphaflega að vera í desember í feijunni Atlantis. Síðar var ákveðið að förin yrði farin í Kólumbíu, en I nóvember var ákveð- ið að Challenger skyldi notaður til ferðarinnar. í haust var geimskot fært aftur geimfeijunum. Hann lætur eftir til 20. janúar, en þar sem desem- berferð Kólumbíu frestaðist fram í janúar var geimskoti Challengers seinkað til 24. janúar, sl. föstu- dag. Sökum veðurs var geimskoti frestað þrisvar um helgina og á mánudag var alit reiðubúið er tæknimenn skemmdu handfang á hurð feijunnar eftir að geimfar- amir voru komnir um borð. Þegar viðgerð lauk var orðið of hvasst og geimskoti frestað til gærdags- ins. Francis S. Scobee, leiðangurs- stjóri, var 46 ára og var í sinni annarri ferð með geimfeiju. Hann var orrustuflugmaður í Víetnam- stríðinu og síðar reynsluflug- maður flughersins. Hann varð geimfari 1979. Hann lætur eftir sig konu og tvö böm. Mike Smith, flugmaður, var 40 ára. Hann var sjóliðsforingi og þjónaði m.a. sem slíkur í Víetnam. Hann varð geimfari 1980 og var í sinni fyrstu geimferð. Hann lætur eftir konu og þijú böm. Ronald E. McNair var 36 ára og sérfræðingur í leysigeisla- tækni, með doktorsgráðu í þeim fræðum frá Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Hann fór sína fyrstu geimferð 1984. McNair lætur eftir sig konu og- tvö böm. Ellison S. Onizuka var 39 ára og þjálfunarflugmaður við skóla, sem útskrifar reynsluflugmenn bandaríska flughersins. Hann var í áhöfn geimfeiju í ferð, sem farin var fyrir vamarmálaráðuneytið í fyrra og mikil leynd hvfldi yfir. Þetta var önnur ferð hans með sig konu og tvö böm. Judy Resnik var 36 ára píanó- leikari, sem varð sér úti um dokt- orsgráðu í rafeindaverkfræði og var valin geimfari 1978. Hún er annar kvengeimfari Bandaríkj- anna og var nú í annarri geimferð sinni. Hún var einhleyp. Gregory Jarvis var 41 árs verk- fræðingur hjá Hughes. Hann átti að gera tilraunir er miða áttu að því að finna nýjar leiðir til hönnun- ar og smíði eldflauga. Upphaflega átti hann að fara í ferð Kólumbíu á dögunum en var látinn víkja svo fulltrúadeildarmaðurinn Bill Nel- son kæmist í þá ferð. í júlí sl. var kennslukonunni Christu McAuliffe bætt við áhöfn Scobee og hún dvaldist í þjálfun- armiðstöðinni í Houston frá í septemberbyijun. Sjömenningarnir sem fórust með Challenger á þriðjudag. Munu viðskiptin við ESA aukast? Skólakrakkar fá bréf frá McAuliffe Somers, Connecticut, Bandaríkjunum, SKÓLABEKKUR í Somers í Connecticut fékk í gær bréf frá Christa McAuIiffe, kennar- anum, sem fórst með Chall- enger, í bréfinu hvetur hún nemenduma til að „reyna að ná til stjarnanna" og þakkar þeim fyrir bréfið, sem þeir sendu henni. „Guð minn góður, það er frá henni," varð kennara beklq'arins, Ellen Quagliaroli, að orði þegar hún opnaði bréfið, sem kom með morgunpóstinum. McAuliffe sendi bréfið 20. janúar sl. og var það svar við bréfi frá krökkunum, sem eru á 14. ári. í bréfínu sínu báðu bömin McAuliffe að fara með skólamerkið með sér út í geiminn en McAuliffe kvaðst ekki geta orðið við því vegna reglna NASA. „Það er svo undarlegt að hugsa til þess, að hún skyldi fá bréfið frá okkur, svara því og nú er hún ekki lengur meðal okkar," sgði Michelle Ashmore, einn nemend- 30. janúar. AP. anna. Með bréfinu sendi McAu- liffe af sér áritaða mynd þar sem hún er í geimfarabúningnum. Houston, 30. janúar. AP. Bandaríkjamenn óttast, að afleiðingar Challenger- slyssins geti m.a. orðið þær að viðskiptin við ESA, Evrópsku geimferðastofn- unina, muni stóraukast og að sama skapi minnka við NASA. Art Dula, lögfræðingur með Óbætanlegft áfall segir ESA París, 29. janúar. AP. Stjómmálaleiðtogar og for- ystumenn á sviði geimvisinda i mörgum löndum hafa lýst hryggð sinni vegna Chall- enger-slyssins og sent Banda- ríkjastjóm og aðstandendum geimfaranna sem fórust sam- úðarkveðjur sínar. Þannig lýstu yfirmenn Geim- ferðostofnunar Evrópu (ESA) yfir hryggð og samúð og sögðu, að það sem gerzt hefði, væri óbætanlegt áfall fyrir geim- ferðir Evrópumanna jafnt sem Bandaríkjamanna. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, sendi í dag símskeyti til Reagans forseta, þar sem hann vottaði „djúpa hluttekningu" sína vegna slyssins og sendi fjölskyld- um geimfaranna sínar innilegustu samúðarkveðjur. Hans Engell, vamarmálaráð- herra Danmerkur, sem varð for- maður Evrópudeildar NATO 1. janúar sl., sendi í dag Caspar Weinberger, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, samúðarkveðjur bandalagsríkja Bandarílqanna í Evrópu. geimferðalög að sérgrein, segir, að Arianespace, ein deild innan EG, sjái nú um að senda á ioft 55% allra gervihnatta, þeirra, sem skotið er upp með ómönnuð- um eldflaugum, en NASA, Bandaríska geimferðastofnunin, sér um afganginn, 45%. „Ég efast ekki um, að Evr- ópumenn muni auka markaðs- hlutdeild sína ef við sláum okkar geimskotum á frest. Það er hins vegar ekki hægt að fresta fram- tíðinni og það viturlegasta, sem forsetinn gæti gert, er að ákveða, að næsta geimfeijuferð verði á áætluðum tírna," sagði Dula. Þijú af 15 geimflaugarskot- um Árianespace hafa misheppn- ast. f fyrra var eldflaug sprengd af ásettu ráði þegar hún fór af réttri braut en með henni voru tveir fjarskiptahnettir og var hvor þeirra metinn á 150 milljón- ir dollara. Geimfeijumar banda- rísku eru miklu öflugri og geta flutt meiri farm en Evrópska geimferðastofnunin er miklu ódýrari og greiðir auk þess fyrir því, að farmurinn sé tryggður. V estur-Þýskaland: Bók um kjör Tyrkja slær öll sölumet Gíinter Wallraff dulbjó si g sem farandverkamann Frankfurt, 27. janúar. AP. BÖK blaðamannsins GUnters Wallraffs um þá meðferð, sem tyrkn- eskir verkamenn mega sæta í Vestur-Þýskalandi, hefur vakið marga Vestur-Þjóðveija til umhugsunar. Bókin heitir „Ganz unten“ („ botn- inum“ eða „í neðstu stigum þjóðfélagsins") og hefur slegið öll sölu- met. Wallraff dulbjó sig sem tyrknesk- an innflytjenda og í tvö ár kannaði hann lífslqör tyrkneskra verka- manna í Vestur-Þýskalandi. í bók- inni lýsir Wallraff daglegri lítil- Iækkun og fyrirlitningu, sem Tyrkir verða fyrir. Þar kemur einnig fram hvað erlendir verkamenn vinna við ömurleg skilyrði í landinu. Hálfur sannleikur? Mörg fyrirtæki halda fram að Wallraff segi oft ekki nema hálfan sannleikann og máli skrattann á vegginn. Og nú er verið að rannsaka hvort eitthvað sé hæft í þeim ásök- unum Wallraffs að fyrirtæki bijóti skattalög og vinnulöggjöf í skiptum við erlenda verkamenn. Um þessar mundir búa um 4,2 milljónir útlendinga í Vestur-Þýska- landi og þar af eru um 1,2 milljónir Tyrkir. Þýskaland telur um 40 milljónir íbúa. Vestur-Þjóðveijar hvöttu útlend- inga til að koma til landsins þegar skortur var á vinnuafli 1955 til ’65. En þegar þrengjast tók um efna- haginn á áttunda áratugnum og atvinnuleysi hækkaði upp í átta prósent varð hið erlenda vinnuafl að hitamáli og ríkisstjómin mæltist til þess að hinir erlendu farand- verkamenn snéru aftur til síns heima. Greinargerð Wallraffs á því mót- læti, sem útlendingar verða fyrir, og ólöglegum starfsaðferðum ýmissa vestur-þýskra fyrirtækja snerti viðkvæman blett á Vestur- Þjóðveijum og hefur bókin hlotið mikla umíjöllun. „Nú þegar hafa 1,8 milljónir eintaka verið prentaðar. 1,7 milljón- ir hafa verið seldar eða liggja í hillum bóksala," segir Friederike Dunkle hjá útgefandanum Kiepen- heuer und Witsch Verlag. „Það má segja með 100 prósent vissu að engin bók hefur selst í svo stóru upplagi í Evrópu á þetta skömmum tíma. Vissulega hafa aðrar bækur selst í stærri upplög- um, en á lengri tíma. „Ganz unten“ kom aftur á móti út fyrir aðeins þremur mánuðum," segir Dunkle. Bókin kom í bókabúðir 21. sept- ember. 11. nóvember varð hún sölu- hæsta bók í Vestur-Þýskalandi og hefur verið það síðan. „Bókin hefur hneykslað hinn löghlýðna Vestur-Þjóðveija og opnað augu hans fyrir því að virt fyrirtæki bijóta lög,“ segir Georg Elvert, félagsfræðiprófessor við Freie Universitát Berlin. I bókinni segir að fyrirtæki bijóti oft og tíðum reglugerðir um vinnu- aðstæður og lög um öryggi í iðnaði þegar þau ráða Tyrkja til starfa. Elvert hefur rannsakað vanda- mál erlendra verkamanna. Hann segir: „Menn af öllum stigum þjóð- félagsins hugsa nú sem svo að fyrst þetta getur gerst í okkar þjóðfélagi, þá getur allt gerst." Lutz Hoffman, félagsfræðipró- fessor við háskólann í Bielefeld, segir um bókina: „Ég hygg að hún hafi komið út á réttum tíma. Margir Þjóðveijar eru um þessar mundir að gera sér grein fyrir ýmsum for- dómum, landlægum í Vestur- Þýskalandi, sem þeir vilja - ekki viðgangast." Fordómar gegn Tyrkjum bijótast stundum út í ofbeldi: í desember réðust hægri sinnaðir krúnurakaðir öfgamenn á tyrkneskan verkamann og börðu til dauða. Hinn öfgasinn- aði hægri flokkur þjóðemissinna, NDP, hefur á stefnuskrá sinni að reka Tyrkja og aðra útlendinga úr landi. Samtökin eru bönnuð en þau eru síður en svo aflögð. Dulbjó sig sem Tyrkja Til þess að viða að sér gögnum til bókarinnar dulbjó hinn 43 ára gamli blaðamaður sig sem Tyrkja. Wallraff setti upp dökka hárkollu og litaðar augnlinsur, tók sér nafnið Ali Levent Sinirlioglu og talaði bjagaða þýsku. Wallraff segist hafa unnið við að hreinsa salemi, í byggingarvinnu og stálverksmiðjum um tveggja ára skeið. Hann skrifar að sem Tyrki hafi hann verið svívirtur, móðgaður, honum hótað og _ hann settur í þrælkunarvinnu. „Ég rakst á kyn- legan kvist á meiði aðskilnaðar- stefnunnar" í Vestur-Þýskalandi, segir Wallraff. Eins dauði, annars brauð Einhveiju sinni þegar Wallraff var að vinna byggingarvinnu horfð- ist hann í augu við dauðann. Þunn frauðplastplata brast undan þunga hans í lóðréttum stokki fyrir raf- lagnir og hann var næstum fallinn átta metra niður til botns í göngun- um. Einn samverkamaður hans, Þjóðveiji, sagði þá: „Þama varstu heppinn. En hugsaðu þér! Hefðir þú dottið hefði losnað starf handa öðrum.“ Wallraff sakar fyrirtæki á borð við Thyssen-stálverksmiðjumar um að hafa reynt að koma sökinni yfir á undirverktaka þegar illa var farið með Tyrkja í starfi, frekar en að axla ábyrgðina sjálf. Wallraff sagði í viðtali að fram- kvæmdastjórar Thyssen væm litlar útgáfur af Adolf Eichmann, stríðs- glæpamanninum, sem ísraelar tóku af lífi. Thyssen brást hart við, stefndi Wallraff og fór fram á að honum væri bannað að taka sér þessa samlikingu í munn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.