Morgunblaðið - 31.01.1986, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
r JHtrgiui Útgefandi nM&bið* Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö.
# Ureltir olíu-
viðskiptahættir
Göngnm baráttugl
borgarstj órnarkos
Ræða Davíðs Oddssonar, borgarstjóra á aðalfundi
Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Enn einu sinni er nauðsynlegt
að ítreka harða gagnrýni á
það, hvemig staðið er að olíuinn:
kaupum okkar íslendinga. í
Morgunblaðinu í gær er skýrt
frá því, að með því að tefja brott-
for olíuskips um þijá daga gátu
Sovétmenn hækkað verð á
16.000 lesta gasolíufarmi um
11,5 milljónir króna. Samningar
okkar við Sovétmenn gera þeim
kleift að haga lestun olíunnar
nokkuð eftir því, hvemig verðlag
er á Rotterdammarkaði. Að þessu
sinni ákváðu þeir að bíða í nokkra
sólarhringa, á meðan verðið þar
hækkaði. Þegar olíuverð lækkar
alls staðar í heiminum er okkur
íslendingum skýrt frá því, að
kaup íslensku olíufélaganna á
síðasta gasolíufarmi frá Sovét-
ríkjunum leiði til þess, að útsölu-
verð hvers gasolíulítra þurfí að
hækka um 5 aura!
Hinn 17. desember sl. var ritað
undir samning við Sovétmenn
þess efnis, að í ár myndum við
kaupa af þeim 60% af gasolíuþörf
landsmanna, 70% af bensínþörf
og alla svartolíu. Viðskiptaráðu-
neytið er formlegur samningsað-
ili fyrir íslands hönd en olíufélög-
in þrjú annast framkvæmd samn-
ingsins. Talsmenn olíuviðskipt-
anna við Sovétríkin halda því
fram, að þau séu grundvöllurinn
fyrir útflutningi okkar þangað.
„Þessi olíuviðskipti eru því mikið
hagsmunamál fyrir sjávarútveg-
inn og iðnaðinn sem hafa fengið
öruggan og góðan markað fyrir
sínar afurðir og framleiðsluvörur
í Sovétríkjunum," segir Þórhallur
Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í
viðskiptaráðuneytinu, í 1. tölu-
blaði áróðursblaðs sovéska sendi-
ráðsins, Frétta frá Sovétríkjun-
um, á þessu ári.
Það er með rökum af þessu
tagi, sem reynt hefur verið að
kæfa allar hugmyndir um breytta
viðskiptahætti með olíu hér á
landi. Þessum sovésku rökum
eigum við ekki að kyngja lengur.
Það á að láta á það reyna, hvort
Sovétmenn þurfa aðeins íslensk-
an físk og iðnaðarvörur, af því
að yið kaupum af þeim olíu. Ríkis-
einokunin á innnutningi á olíu
er sama marki brennd og einok-
unarverslun fyrr og síðar; það er
ekkert tillit tekið til neytendanna.
Seljandinn og milliliðimir eru svo
öruggir með sig í skjóli einokun-
arinnar, að þeir þurfa ekkert að
hugsa um útsöluverðið, hækka
það og lækka eftir því, sem þeim
kemur best. Leyfí einhver sér að
hreyfa andmælum við þessum
úreltu viðskiptaháttum er hann
útmálaður sem andstæðingur
þess, að íslenskar vörur séu seld-
ar til Sovétríkjanna. Útgerðar-
menn og stjómendur fískvinnslu-
fyrirtækja, helstu fómarlömd
einokunarinnar, eru látnir kyssa
á vöndinn í krafti hótana í þessum
dúr.
Vaxandi skilnings sýnist gæta
hjá sumum, sem starfa við olíu-
verslun, að nauðsynlegt sé að
taka upp nýja viðskiptahætti.
Dropinn holar steininn hér eins
og annars staðar. Eins og öðrum,
sem starfa í skjóli ráðuneyta og
verðlagsyfírvalda, ógnar olíufé-
lögunum þó að þurfa að standa
berskjölduð í sviptibyljum sam-
keppninnar — þau sætta sig
bærilega við að laða viðskiptavini
til sín með Dallas-spólum eða
öðru siíku. Og þau láta sér það
lynda, að Sovétmenn sendi skip
sín af stað úr olíuhöfnunum,
þegar það hentar þeim best með
hliðsjón af verðlagi á Rotterdam-
markaði.
Stjómmálamennimir verða að
hafa frumkvæði að því að breyta
þessu kerfí. Þeir verða að afnema
einokunina á olíuinnflutningi.
Hér er fyrst og síðast um verk-
efni viðskiptaráðherra að ræða.
Hann kemur nú úr röðum sjálf-
stæðismanna, sem hafa meðal
annars varað við sovésku einok-
uninni á olíumarkaðnum á lands-
fundum sínum. Þá reynir einnig
á utanríkisráðherra í þessu efni,
þegar Sovétmenn byija með hefð-
bundna kveinstafí sína, sem
breytast jafnan fljótt í hótanir.
Nýi utanríkisráðherrann hefur
kynnst framkvæmd þessara mála
af eigin raun sem viðskiptaráð-
herra.
Aðstæður eru nú ákjósanlegar
til að taka á þessum málum af
djörfung í því skyni að afnema
úrelta olíu-viðskiptahætti þjóðar-
innar. Frumvarp til laga um aðild
Islands að Alþjóðaorkumála-
stofnuninni hefur legið f skúffu
viðskiptaráðherra um nokkurt
árabil. Með því að leggja það
fram og berjast fyrir framgangi
þess myndi ráðherrann stíga
verðugt og nauðsynlegt skref frá
hinni sovésku einokun á íslenskri
olíusölu, sem kommúnistar hér á
landi hafa kallað „líftaugina" í
samskiptum okkar við Sovétríkin.
Rökstuddri gagnrýni á olíuvið-
skiptin við Sovétríkin hefur verið
svarað svo oft með hótuninni um,
að þeir hætti að kaupa af okkur
físk og iðnvaming ef við förum
ekki að þeirra vilja, að svör af
því tagi eru orðin marklaus. Sjálf-
stæðismenn ættu að beita sér
fyrir þvi í ríkisstjóm og á Alþingi,
að markaðsöflin fái að njóta sín
á þessu mikilvæga sviði. Við
eigum ekki að þurfa að sætta
okkur við það, að á verðlækkun-
artímum skuli gasolía hækka hér
á landi af því að Sovétmenn haga
skipaferðum eftir því, hvað er
hagstæðast fyrir þá á olíumark-
aðnum í Rotterdam.
Segja má, að enn sé formleg
kosningabarátta vegna borgar-
stjómarkosninga eða sveitarstjóm-
arkosninga f landinu almennt ekki
hafin. Flokkamir eru þó hver af
öðmm að fara í startstöðumar.
Undirbúningur að listum þeirra er
nú í fullum gangi, og emm við Sjálf-
stæðismenn þar lengst komnir allra.
í prófkjöri okkar var þátttaka
ágæt, og prófkjörið fór fram, án
þess að til slíkra persónulega ýfínga
drægi með mönnum, að líklegt sé
til að setja mark á samstarf þeirra
í framtíðinni. Menn hafa séð, hvem-
ig baráttan hefur gengið fyrir sig
hjá sumum andstæðingum okkar í
borgarstjóminni, og tel ég hvorki
stað né stund til þess að rekja þær
framboðsraunir hér. Læt mér nægja
að segja, að umrótið og illindi þar
á bæ er eðlileg afleiðing og í réttu
hlutfalli við árangurinn af síðustu
vinstristjóm í borginni og málatil-
búnaði þeirra sfðan.
Við Sjálfstæðismenn höfum valið
þá leið og notast við þá aðferð nú
um nokkurt skeið að láta almennt
prófkjör meðal hinna fjölmörgu
flokksbundnu sjálfstæðismanna eða
stuðningsmanna þeirra skera úr um
skipan nokkurra efstu sæta á fram-
boðslistanum. Nokkuð er á reiki,
hversu mörg sæti verða bundin
hveiju sinni, en í bindingu felst, að
kjömefnd er óheimilt, án samþykkis
viðkomandi frambjóðanda, að
hreyfa hann til úr því sæti, sem
hann hlaut í prófkjöri. Slíka breyt-
ingu getur fulltrúaráðsfundur einn
gert, en fá dæmi em þess, að full-
trúaráðsfundur hafí reynt að breyta
niðurstöðum prófkjörs og kjör-
nefndar, enda vart vænlegt innlegg
f upphafí á kosningabaráttu.
Eg þykist hafa orðið þess var að
undanfömu, að mönnum þyki meiri
áhöld um ágæti prófkjöra sem hina
e'inu réttu leið til þess að velja fólk
á framboðslista flokksins. A hinn
bóginn hefur ekki verið settur fram
skýr kostur, sem samstaða er líkleg
um, sem tekið geti við af prófkjörs-
fyrirkomulaginu. En mér þykir
augljóst, að fyrir næstu sveita-
stjómarkosningar sé nauðsynlegt
að huga að breyttu fyrirkomulagi
í þessum efnum, fyrirkomulagi, sem
eindrægni geti náðst um og tryggt
geti allt í senn, að ákveðin endumýj-
un eigi sér jafnan stað meðal kjör-
inna fulltrúa, að rejmsla þeirra fái
notið sfn og framboðslistinn sé
skipaður fulltrúum sem flestra sjón-
armiða og viðhorfa, stétta og kynja.
Þegar slíkar forsendur em reif-
aðar getur svo litið út, að töfraform-
úla þurfí til að koma, sem ekki sé
auðfundin. En menn gætu hugsað
sér ýmsar leiðir að þessu marki,
eins og t.d. þá að fara bil beggja.
Prófkjör yrðu viðhöfð við 2. eða 3.
hveijar kosningar, en uppstilling
kjömefndar á vegum fulltrúaráðs-
ins þess á milli.
Ég hef aðeins orðið þess var, að
nokkurra vonbrigða hefur gætt í
röðum sjálfstæðisfólks, vegna þess
að hlutur kvenna f prófkjörinu varð
minni, en vonir margra stóðu til. í
þessu sambandi einblína menn þó
einkum á efstu sæti listans, en
skoða ekki framboðslistann sem
heild. Er þá nauðsynlegt að hafa í
huga, að mjög ólíku er saman að
jafna framboðslista til þings annars
vegar og borgarstjómar hins vegar,
þegar litið er til þeirra vinnubragða,
sem tíðkast um stjóm borgarmál-
efna, hvað okkur sjálfstæðismenn
snertir. Nái menn ekki sæti á þing-
listanum, þá er hætt við, að áhrif
viðkomandi á stefnumörkun í þjóð-
málum verði iitlu meiri en annarra
flokksmanna. Þetta á jafnvel við,
þótt menn skipi fyrsta eða annað
varamannssæti. Hvað borgina
snertir gegnir hér öðm máli. Þar
hefur jafnan gilt sú regla hjá okkur
sjálfstæðismönnum, að borgar-
stjómarflokkurinn tekur sameigin-
lega allar meginákvarðanir og af-
stöðu til einstakra þátta í borgar-
rekstrinum. Þar hafa aðalfulltrúar
og varafulltrúar málfrelsi og til-
lögurétt og jafnan atkvæðisrétt.
Þau 12 ár, sem ég hef setið í borgar-
stjómarflokknum, hafa mér þótt
áhrif varafulltrúa oft mjög mikil,
og geta þeir ekki síður en aðalfull-
trúamir ráðið úrslitum um fram-
gang einstakra mála.
Þótt flarri sé, að listinn hafí enn
verið endanlega ákveðinn af hálfu
kjömefndar, þá má þó vera Ijóst,
að eins og nú horfír um meginskip-
an hans og miðað við venjuleg
kosningaúrslit er eftir atvikum all-
gott jafnræði með körlum og konum
innan borgarstjómarflokksins á
næsta kjörtímabili.
Mig langar f þessu sambandi að
vekja sérstaka athygli á því, hvem-
ig sjálfstæðismenn hafa á þessu
kjörtímabili hagað málum sínum í
þessum efnum. í upphafí þessa
kjörtímabils voru þrjár konur f 12
efstu sætum listans og þar með
kjömir borgarfulltrúar. Karlamir
vom 9. En segir þetta okkur alla
söguna um áhrif kvenna í borgar-
stjómarflokki sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Öðru nær. Konur hafa
gegnt forustuhlutverki í mjög
mörgum veigamiklum þáttum
Reykj avíkurborgar á þessu kjör-
tfmabili. Minna má á, að þær hafa
gegnt formennsku f mörgum mikil-
vægum nefndum borgarinnar, eins
og umhverfísmálaráði, félagsmála-
ráði, heilbrigðisráði, hafnarsfjóm,
borgarbókasafni, Bláflallanefnd,
stjómameftid dagvistunar, svo
nokkurra þeirra helstu sé getið.
Allar eru þessar nefndir undir-
nefndir boigarráðs, en þeir, sem til
borgarmála þekkja, vita, að borgar-
ráð er langmikilvægasta og valda-
mesta nefnd í borgarkerfinu. Þang-
að liggja allir þræðir. Þar ráðast
oftar en ekki úrslit irtála. Við sjálf-
stæðismenn eigum nú þijá fulltrúa
með atkvæðisrétt í borgarráði. Af
þessum þremur sætum skipa konur
tvö, karlmaður eitt. Andstæðingar
okkar eiga tvö sæti f borgarráði,
bæði skipuð af körlum.
Það mætti segja mér, að þær
konur, sem fylktu sér undir merki
Sjálfstæðisflokksins fyrir sfðustu
borgarstjómarkosningar og þær
konur, sem tóku eitt af 24 efstu
sætunum í sfðustu borgarstjómar-
kosningum, hafí haft hver og ein
meiri áhrif í borgarmálum á þessu
kjörtfmabili heldur en allar konur á
samanlagt. Þetta er nauðsynlegt
að hafa í huga, þegar hugað er að
framboðsmálum okkar. Til borgar-
stjómarflokksins verður að líta sem
samstæðrar heildar.
Samhent stjórn
Mér er það afar minnisstætt úr
kosningabaráttunni okkar 1982,
hversu samhentur og samstæður
framboðslistinn var, aðalmenn jafnt
sem varamenn. Menn sóttu vinnu-
staðafundi af miklum krafti og
öryggi, hvar sem þeir vom í sætum,
og öxluðu sinn hluta ábyrgðarinnar
af baráttunni. Þetta gafst vel og
mér fannst þetta lofa góðu um
samstarfið í borgarstjóm og í borg-
arstjómarflokkinum. Það hefur og
gengið eftir. Sá einhugur hefur
frekar en nokkuð annað gert okkur
kleift að hrinda í framkvæmd flestu
ef ekki öllu af því, sem við lofuðum
að huga að eða beita okkur fyrir,
ef okkur yrði veitt tiltrú borgarbúa
við kjörborðið.
Ég er viss um, að menn munu
ekki líta á það sem oflæti, þótt
fullyrt sé, að á síðustu 3 'h ári
hafí orðið miklar breytingar til
batnaðar í þessari borg undir for-
ustu sjálfstæðismanna, og stjómar-
háttum nú er ekki hægt að líkja
saman við það, sem var á hörmung-
artíma vinstri manna frá 1978-
1982. Fjárhagur borgarinnar hefur
verið réttur af og það hefur verið
gert, þótt gjaldstuðlar útsvars og
fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði
hafi verið lækkaðir í þær tölur, sem
lofað var fyrir síðustu kosningar.
Af hálfu andstæðinga okkar hefur
verið reynt að draga úr ágæti þeirr-
ar lækkunar með því að vitna til,
að þverrandi verðbólga geri það að
verkum, að skattgreiðendur njóti
þessarar lækkunar ekki í sama
mæli og látið sé í veðri vaka. Við
höfum ekki andmælt því, að snar-
minnkun verðbólgu úr 130% niður
í 20%, eins og gerðist fyrst eftir
að núverandi ríkisstjóm tók við,
hafi ekki veruleg áhrif í þessum
efnum. En þegar til lengdar lætur
verður að miða við eðlilegt ástand
og jafrtvægi, þegar samanburður
er gerður, og nú er því miður ljóst,
að verðbólgan er að nálgast svipað
ról og var á árunum 1974-1981.
Og verðbólgusamanburður hefur
ekki áhrif á greiðslu fasteignagjald-
anna. Því hefur hér veruleg raun-
lækkun átt sér stað.
Raunlækkun á
gjaldskrám
Þrátt fyrir þetta hefur borgin
haldið uppi miklum framkvæmdum
á fjölmörgum sviðum og sér þeirra
stað í flestum eða öllum borgar-
hverfum. Þjónusta við borgarbúa
hefur verið bætt og efld, skuldir
hafa verið greiddar niður, hætt
hefur verið að taka erlend lán fyrir
boigarsjóð og langtímalán hinna
ýmsu fýrirtækja borgarinnar hafa
verið greidd niður, og sums staðar
eru þau nú nær engin. Miklum §ár-
hagsskuldbindingum hefur verið
létt af borgarsjóði með sameiningu
Bæjarútgerðarinnar og ísbjamarins
í hið nýja fyrirtæki Granda hf. og
lokið er að því leyti til tímabili, sem
kostaði borgarsjóð um 1,3 milljarða
króna. Ég held, að margir hafí ekki
gert sér grein fyrir, hversu miklu
var náð úr vasa skattborgaranna
til að halda þessu fyrirtæki gang-
andi í gegnum tfðina. Þrátt fyrir
það, að hagur þjónustufyrirtækja
borgarinnar sé nú góður, þá hefur
á síðustu árum tekist að lækka
gjaldskrá þeirra að raunvirði á nýj-
an leik. Þannig hafa gjaldskrár
Hitaveitu og Rafrnagnsveitu lækk-
að frá árinu 1983 um rúmlega 30%,
miðað við byggingarvísitölu. Gert
er ráð fyrir því, hvað Rafmagnsveit-
una snertir, að sú raunlækkun verði
komin niður í tæp 40% um næst-
komandi áramót, enda er ekki gert
ráð fyrir því, að gjaldskrá hennar
hækki á árinu.
Ég hefí fyrr í þessum hópi rakið
þau umskipti, sem orðið hafa í
skipulagsmálum borgarinnar. Ný
byggðaþróun hefur átt sér stað í
samræmi við kosningaloforð okkar.
Gamli bærinn hefur verið tekinn til
rækilegrar endurskipulagningai*,
Hlutur kvenna í
prófkjörinu
framboðslistum hinna flokkanna