Morgunblaðið - 31.01.1986, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
| © 1986 Universal Press Syndicate
customerI
RELAÍTONS||
*
Aster___
... að njóta þess
aðdekra viðhann.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—aii rJghta reserved
• 1978 Los Angetes Tlmes Syndlcate
Væri ekki sjónvarpið væri
kynlífsþekking mín ekki upp á
marga fiska?
Með
morgnnkaffinu
Er ekki meira vit í að hlusta
eftir veðurfréttunum fyrir
sunnan þar sem hann er ekki
alltaf á norðan?
HÖGNIHREKKVÍSI
Meðlags-
greiðslur
og börnin
Til Velvakanda.
í allri þeirri umræðu, sem fram
hefur farið að undanfömu í Velvak-
anda um vaxtalausar meðlags-
greiðslur og forréttindi „einstæðra
mæðra", sem er hópur sem ég vil
kalla einstæða foreldra, því vissu-
lega em til einstæðir feður, þá virð-
ist aðalatriðið hafa gleymst, en þau
em bömin.
Við Kristínu, sem svo sannarleg
lét í ljós álit sitt í þessum svokallaða
forréttindahópi í Velvakanda þ. 22.
janúar sl., vil ég segja þetta:
Þú hlýtur að hafa gert þér grein
fyrir að maðurinnn þinn hefði
ákveðnum skyldum að gegna gagn-
vart þessum §ómm bömum, sem
hann átti fyrir, er þú gekkst að
eiga hann. Eða hélst þú, að þegar
karl og kona skilja, þá skilji annar
aðilinn við bömin sín líka?
Þann 15. apríl 1981 vom Bama-
lögin samþykkt, og em þau vissu-
lega spor í rétta átt. Það besta við
þessi lög er það að þau em miðuð
við þarfír bamsins, en ekki foreldr-
anna. í 14. gr. laganna stendur
meðal annars þetta:
„Skylt er foreldmm, báðum
saman og hvom um sig, að fram-
færa böm sín. Framfærslu bama
skal haga með hliðsjón af högum
foreldra og þörfum bama."
Lágmarksmeðlag með einu bami
er í dag kr. 3.376. Dagheimilispláss,
sem er vissulega forréttindi bama
einstæðra foreldra, en verður von-
andi einhvemtíma sjálfsögð réttindi
allra bama, kostar í dag kr. 3.300.
Við vitum öll, að þetta er ekki nema
litill hluti af þeim kostnaði, sem
fylgir því að fæða og klæða bam.
Og enn á ný vil ég leyfa mér að
vitna í Bamalögin. 115. gr. laganna
stendur m.a.
„Framfærslueyri skal ákveða
með hliðsjón af þörfum bamsins og
Qárhagsaðstöðu og öðmm högum
beggja foreldra, þ. á m. aflahæfi
þeirra."
Og í 20. gr. laganna stendur m.a.:
„Valdsmaður getur breytt með-
lagsúrskurði, ef rökstudd beiðni
kemur fram um það, enda sé sýnt
fram á, að hagir foreldra eða bams
hafí breyst."
Lágmarksmeðlag verður með-
lagsskylt foreldri alltaf að inna af
hendi og er það ekki nema sjálfsagt,
að báðir foreldrar axli þá ábyrgð
að sjá sómasamlega fyrir bömum
sínum, því eitt er víst, að þessir
einstaklingar, bömin okkar, báðu
ekki um að fæðast inn í þessa
veröld.
Kristín, þú talar um bjálkann í
augum einstæðra foreldra, en ég
held þú sjáir alls ekki skóginn fyrir
trjánum.
Guðrún segir að illa sé farið með
fráskilda karla í Velvakanda þ. 26.
janúar. Ég held nú að þessi yfírlýs-
ing eigi ekki almennt við. Hvað
frænda hennar varðar, þá held ég
að hann ætti að leita álits annars
lögfræðings, því samkvæmt því sem
ég best veit, eiga báðir aðilar rétt
til þeirra eigna sem aflað hefur
verið í sameiningu í hjónabandi.
Hvað meðlagið áhrærir og hún
kallar „fullt meðlag", þá ber honum
svo sannarlega að greiða það lág-
marksmeðlag, sem öllum meðlags-
skyldum foreldrum ber að greiða.
Að lokum vil ég taka það fram,
að ég tilheyri þessum alræmda
forréttindahópi einstæðra foreldra
og er með þrjú böm á minu fram-
færi. Okkur einstæðum foreldrum
er engin vorkunn, eins og svo
margir virðast halda, en böm okkar
eiga sinn rétt á að fá að umgangast
báða foreldra sína og að fyrir þeim
sé séð sómasamlega og það er
skylda okkar foreldranna, að sjá
um að þessi sjálfsögðu mannréttindi
þeirra séu virt.
Virðingarfyllst,
Guðrún Gunnarsdóttir
Víkverji skrifar
IVíkverja á miðvikudag var
komist þannig að orði: „Þegar
litið er til hinna nýju inniendu þátta
sjónvarpsins, vaknar sú spuming,
hvort tekjur dugi til að halda þeim
úti til lengdar eða hvort aðeins sé
um tímabundna nýbreytni að
ræða.“ Sama dag og þessari spum-
ingu var velt fyrir sér hér á þessum
stað birtist í Morgunblaðinu frétt á
blaðsíðu 7 undir fyrirsögninni:
„Rúmlega 1.300 þús. króna tap á
áramótadansleik sjónvarpsins."
Eins og menn muna vakti þessi
sjónvarpsþáttur ekki síst athygli
vegna þeirra, sem ekkert fengu
borgað fyrir að koma fram í honum,
það er fyrirfólksins, vina sjónvarps-
ins, útvarpsráðsmanna og starfs-
manna ríkisútvarpsins, sem þama
voru. Heildarkostnaður vegna þessa
þáttar, sem stóð í um það bil tvær
klukkustundir var 1.464 þús. kr.
eða tæp ein og hálf milljón, sem
svarar til tæplega 13 þús. kr. á
mínútu.
Hrafn Gunnlaugsson, deildar-
stjóri innlendrar dagskrárgerðar
hjá sjónvarpinu, segist líta svo á,
að miðað við lengd dagskrárinnar
og umfang, sé þetta „mjög ódýrt
dagskrárefni". Fátt staðfestir betur
en þessi orð, að kostnaðarsamasti
liðurinn við innlendan sjónvarps-
rekstur er gerð íslensks efnis. 13
þús. kr. á mínútu er mjög lágt
kostnaðarverð að mati deildarstjór-
ans hjá ríkissjónvarpinu. Nú hefur
hann lagt fram áætlun um að 25
milljónum króna verði varið til að
gera innlenda þætti í ár, sem ætti
að duga til að gera 16 áramótadans-
leiki, sem eru ódýrt eftii, eins og
fram hefur komið. Þá hefur komið
fram, að „það fórst fyrir hjá fram-
kvæmdastjóm sjónvarpsins" að
selja auglýsingar nógu háu verði á
gamlárskvöld - mínútan hefði átt
að kosta 100 þúsund, segir Viðar
Víkingsson, leiklistarráðunautur
sjónvarpsins - en auglýsingatekjur
vegna áramótadansleiksins námu
aðeins 150 þús. kr.
XXX
Fáir hafa gengið jafn hart fram
í því af opinberum starfsmönn-
um og þeir, sem vinna hjá ríkis-
fjölmiðlunum, að krefjast hærri
launa. Er skemmst að minnast þess,
þegar þeir lokuðu miðlunum í byij-
un október 1984. Nú lýsir deildar-
stjóri innlendrar dagskrárgerðar
hjá sjónvarpinu því hins vegar yfír,
að sér fínnist það „persónulegt
vinarbragð" við sig, að Stuðmenn,
sem léku undir og skemmtu í ára-
mótadansleiknum skyldu ekki taka
meira en hið „hlægilega verð“, svo
að orð deildarstjórans séu notuð,
350 þús. krónur fyrir að koma fram
á dansleiknum. Og leiklistarráðu-
nautúrinn upplýsir, að hann hafí
ákveðið að hækka 200 þús. kr.
umsamda greiðslu til Stuðmanna í
350 þús. kr. 7 menn eru í hljóm-
sveitinni svo að tímakaupið hefur
verið 25 þús. kr., sem er 10 þús.
kr. lægra en fast mánaðarkaup rík-
isstarfsmanna í Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Deildarstjórinn hlær og skemmtir
sér, af því að honum fínnst gjald-
skrá Stuðmanna svo lág. Hljóðið í
ijármálastjóra ríkisútvarpsins var
dálítið annað eins og skín í gegnum
ummæli hans hér í blaðinu. Honum
fínnst greiðslan til hljómsveitarinn-
ar há og hefur beðið um „vissar
skýringar".
Nauðsynlegt er, að frá því verði
skýrt opinberlega, hvaða taxtar
gilda um flutning efnis í ríkisfjöl-
miðlana. Er það í samræmi við
kauptaxta Félags íslenskra hljóm-
listarmanna, að greiða þessa §ár-
hæð fyrir að leika á hljóðfæri og
syngja í sjónvarpssal? Er það mat
forráðamanna þess félags, að þessir
taxtar séu „hlægilega“ lágir?
XXX
Umræðumar um þetta mál eru
tímabærar einmitt nú, þegar
einkaaðilar eru að velta því fyrir
sér, hvort þeir eigi að hætta fjár-
munum sínum í samkeppni við ríkis-
útvarpið. Afnám einokunarinnar
leiðir ekki aðeins til þess, að keppt
er með útsendingargeislum heldur
einnig hins, að litið er til einstakra
kostnaðarþátta og rekstrarliða í
einu alhliða útvarpsstöðinni, sem til
er ílandinu.
Ýmislegt bendir því miður til
þess, að sjálft ríkissjónvarpið hafí
ekki bolmagn til að standa straum
af kostnaði við þá innlendu dag-
skrárgerð, sem aukin hefur verið
til mikilla muna síðustu vikur, nema
afnotagjaldið verði hækkað til
samræmis við meiri útgjöld. Aug-
lýsingamar standa alls ekki undir
þessu öllu, eins og best sannaðist
á nýársnótt.