Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUD AGUR 5. FEBRÚAR1986 3 Alag á heimilislæknum í Hafnarfirði: skjólstæðinga „ÞAÐ HLÝTUR að liggja í augum uppi að svo mikið álag á einstaka lækna leiðir til lakari vinnubragða. Það er talið eðlilegt að heimilis- læknar i þéttbýli sinni ekki fleiri en 1.750 manns, en sumir læknar i Hafnarfirði hafa allt að 3.000 skjólstæðinga innan sinna vébanda,** sagði Jóhann Ágúst Sigurðsson, héraðslæknir i Hafnarfirði. Einungis sex heimilislæknar í Hafnarfirði og tveir i Garðabæ sinna um 19.000 manna svæði. Þrátt fyrir að margir þeirra hafi farið langt fram úr þeim fjölda sem eðlilegt telst samkvæmt samningum að einn læknir siimi, eru um 100 fjölskyldur i Hafnarfirði án heimilislæknis. Heilsugæslan í Hafnarfirði býr við þröngan kost í húsakynnum Sparisjóðs Hafnarflarðar, þar sem ekki er möguleiki á að fjölga lækn- um, að sögn Jóhanns. Þar starfa sex heimilislæknar Hafnfírðinga. Auk þess að sinna um 12.000 Hafnfírðingum, gæta þeir heilsu íbúa í Bessastaðahreppi og um 40% Garðbæinga. „Þegar Garðbæingar tóku sína eigin heilsugæslu í notkun fyrir um það bil tveimur árum var hug- myndin að íbúar Garðabæjar leituðu þjónustu heimilislækna þar,“ sagði Jóhann. „En fólk hefur verið ófúst til að hætta að leita til sinna hefð- bundnu lækna í Hafnarfirði og enn sinna heimilislæknar þau því um 40% Garðbæinga. Það myndi strax létta á ef þetta breyttist, því hús- næðið t Garðabæ leyfír að þar sé Qölgað um einn lækni. En aðalvandinn er hversu hægt hefur gengið að koma upp varan- legri aðstöðu fyrir heilsugælu í Hafnarfírði. Það hefur staðið til að reisa sameiginlega byggingu við Sólvang fyrir öldrunarþjónustu og almenna heilsugæslu, en bygging- arframkvæmdir þar hafa dregist vegna flárskorts," sagði Jóhann Ágúst Sigurðsson. MorgunblaoiO/Skapti Hallgrímsson Nýr fiskur handa vegfarendum Akureyri, 3. febrúar. ÞEIR SEM áttu leið um miðbæ Akureyrar á laugardagsmorgiminn rákust á þessa heiðurs- menn, Pétur Bjarnason til vinstri, og Árna Björg- vinsson þar sem þeir seldu þeim er vildu nýjan fisk; ýsu, hrogn, lifur, gellur og kinnar. „Þetta er í fyrsta skipti em við gerum þetta en stefnum að þvi að selja hér alla daga sem við fáum nýjan fisk — þessi sem við erum með núna er frá skógsströnd," sögðu þeir er blaðamaður Morgun- blaðsins renndi upp að. Pétur er fískmatsmaður að atvinnu og sagði hann þá mjmdu kappkosta að vera alltaf með sem best hráefni. Þeir stefna að því að opna fískbúð f Strandgötu llb áður en langt um líður — en engin fiskbúð er nú á Akureyri. „Fólk sem komið hefur hingað f morgun talar einmitt mikið um að það sé erfitt að fá nýjan og góðan fisk hérna — við ætlum okkur að bæta úr því,“ sögðu þeir Pétur og Ámi. SUZUKI FOX Sumir læknar með allt að 3.000 V estmannaeyjar: Opið próf- kjör hjá sjálfstæð- ismönnum Vestmannaeyjar, 3. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn í Vest- mannaeyjum verður með opið prófkjör um val frambjóðenda á lista flokksins fyrir bæjarstjóm- arkosningarnar f sumar. Sextán manns gefa kost á sér í prófkjör- ið, sem mun fara fram dagana 22. og 23. febrúar næstkomandi. Eftirtaldir gefa kost á sér í próf- kjörinu: Amar Sigurmundsson, Ás- mundur Friðriksson, Bragi I. Ólafs- son, Georg Þór Kristjánsson, Gísli Ásmundsson, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, Grímur Gíslason, Haf- liði Albertsson, Hanna Bima Jó- hannsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ólaf- ur Lárusson, Ömar Garðarsson, Unnur Tómasdóttir, Sigurður Ein- arsson, Sigurður Jónsson og Stefán Rúnar Ólafsson. Próflqorið fer þannig fram, að kjörseðlum verður komið heim til fólks og þeir síðan sóttir síðari kjördaginn. Einnig verður opinn kjörstaður. Allir bæjarbúar 18 ára og eldri, sem ekki eru yfírlýstir stuðningsmenn annarra stjóm- málafíokka eða starfa á þeirra vegum, geta tekið þátt í prófkjörinu svo og 16 og 17 ára fiokksbundið sjálfstæðisfólk. Kosið verður um sex sæti og skal númerað við nöfn prófkjörs- þátttakenda. Við sfðustu bæjar- stjómarkosningar fékk Sjálfstæðis- flokkurinn sex bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta. Tveir bæjarfull- trúar flokksins gefa ekki kost á sér áfram, Sigurgeir Ólafsson, sem lét af störfum f bæjarstjóm í árslok 1983 vegna veikinda, og Sigurbjörg Axelsdóttir. Þórður Rafn Sigurðs- son sem tók sæti Sigurgeirs gefur heldur ekki kost á sér f framboð nú. -H.K.J. Sterkbyggður og sparneytinn. Þrautreyndur við íslenskar aðstæður Verð frá kr. ^ Q.OOO." gengi t.2.86 (Fox 410 pickup) Greiðslukjör við allra hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.