Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986 21 hagvöxt, verður eftirspum eftir lánsfé óendanleg og óeðlilegri skömmtun (t.d. pólitískri) verður að beita til að úrskurða hvetjum skuli lánað. Frjálsir vextir hljóta því að vera jákvæðir, ef hagvöxtur er til staðar, svo að framboð og eftirspum jafnist. Svo kann að fara tímabundið, að vextir séu hærri en arður almennt af atvinnurekstri. Það ástand er að visu harla óvenjulegt, en fræðilega mögulegt um skamman tíma. Af- leiðingin verður þá tvíþætt. Þau fyrirtæki, sem verst standa, hætta rekstri — nema pólitíkin rugli röð- inni — og almennt dregur úr fjár- festingum og þar með eftirspum eftir lánsfé. Vextir fara þá lækk- andi, uns þeir em orðnir lægri en væntanlegur arður almennt af at- vinnurekstri. Háir vextir verða þannig til þess að það dregur úr lántökum og óarðbærustu fyrirtæk- in heltast úr lestinni, rýma fyrir nýjum. Þannig grisjast „skógurinn" og það sem eftir er og nýgræðingur- inn, nýjabrumið, á betri vaxtar- möguleika. Til lengri tíma litið samsvara vextir hins vegar arðsemi atvinnulífsins. Laun hafa í þessu samhengi að mörgu leyti svipuð áhrif. Kjara- samningar umfram greiðslugetu atvinnuveganna geta bæði sett fyrirtæki á höfuðið og valdið at- vinnuleysi hjá starfsmönnum, þegar fyrirtæki hafa ekki lengur efni á að hafa þá í vinnu. Þau fyrirtæki, sem geta ekki greitt þau laun, sem almennt gerast á markaðnum, missa starfsfólk sitt og verða að hætta starfsemi. Stjómvöld hafa hins vegar ásett sér að forðast víð- tækt atvinnuleysi og hafa því til þessa leyst samningsaðila frá ábyrgð gerða sinna með verðbólgu, þ.e. peningar eru prentaðir, svipað og innistæðulausar ávísanir, til að greiða fyrir hinni umsömdu óraun- hæfu samningshækkun í efnahags- lífínu. Um laun og vexti gildir að þessu leyti hið sama. Atvinnurek- endur geta ekki búist við að greiða starfsmönnum laun og lánveitend- um vexti eftir eigin afkomu. Í því efni verða þeir að taka því, sem gerist á markaðnum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Á sama hátt og vextimir stýra því að ráðist verði í arðsömustu nýfjárfestinguna, sem völ er á, er launþegum einnig beint þangað sem hærri laun eru í boði. Eftir situr óarðbær rekstur, sem heyrir fortíð- inni til. Fijálsir vextir — eins og sveigjanlegur vinnumarkaður — stuðla þannig að arðbæmm fjár- festingum, en þeirra er nú einmitt þörf, ef lífskjör eiga að batna á næstu árum. (Grein þessi er rituð vegna fyrir- spuma og hvatningar Ragnars Tómassonar, Mbl. 9. jan. 1986.) Höfundur er framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands. um og hlúa að hugsjónum sínum. Slík miðstöð verður óháð öllum póli- tískum samtökum og um leið eins og sameiningartákn og fallegur minnisvarði áratugar, sem trúlega verður lengst í minnum hafður vegna baráttu kvenna fyrir jafnrétti og sjálfsögðum félagslegum mann- réttindum yfírleitt. Þar sem borið hefur á sleggju- dómum og dæmigerðri ógrundaðri „íslenskri" meinfysni í umræðum um þessi mál, er full ástæða til að hvetja konur til að standa vörð um þessa hagsmuni sína og láta ekki henda sig það sögulega slys að glata þessu tækifæri vegna sinnuleysis og ónógra eða villandi upplýsinga. Ég hvet konur og þá karla, sem vilja sýna íslenskum konum hvers þeir meta þær, að sýna hug sinn í verki og leggja málefninu lið með kaupum hlutabréfa. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Glötum ekki tækifærinu vegna sinnuleysis og skorts á upplýsingum. Höfundur er rithöfundur. Herra alþingismaður, viltu vakna, það er uppboð kl. 10.45 — eftir Önnu Kristjánsdóttur Herra alþingismaður, ég ætla að freista þess að ná til þín í gegnum þennan fjölmiðil, Morgunblaðið. Það sem ég vil segja þér er meðal annars um uppboð. Fyrst vil ég segja þér að uppboð á lausaijár- munum er eignaupptaka, og uppboð almennt eru tímaskekkja og mann- réttindabrot í því formi sem þau eiga sér stað á íslandi. Uppboð á lausafjármunum eru eignaupptaka vegna þess að innbú og aðrar eignir fólks eru seldar fyrir smáaura. Andvirði dugir ekki nema fyrir litlum hluta skuldarinnar og stundum fæst svo lítið fyrir hlutina að það dugir eingöngu fyrir kostnaði fógeta og lögmanns. Þá er þetta orðin atvinnubótavinna fyrir þá aðila ásamt greiðasemi við þann sem kaupir. Og réttur kröfu- hafa og gerðarþola algerlega fyrir borð borinn. Þetta er tilgangslaus aðför. Það nást ekki skuldaskil. Eftir situr skuldarinn innbúinu fá- tækari og kröfuhafínn án þess að fá skuld sína greidda. Skynsamlegri leiðir til greiðslu skulda hljóta að fínnast. Ég held að það sé tímabært að ræða á Alþingi um innheimtuiaun lögmanna. Þau eru ekkert smáræði. Ég sagði í útvarpsviðtali í júní sl. að margir lögmenn notuðu aðstöðu sína til að hagnast. Ég endurtek þetta hér með — og með stórum stöfum: MARGIR LÖGMENN NOTA AÐSTÖÐU SÍNA TIL AÐ HAGNAST. Enginn yrði fegnari en ég ef hægt væri að afsanna þetta. Hvaða vit er í þvi að ein stétt manna geti unnið algerlega eftirlitslaus og gert menn að öreigum í þúsundatali? Eftir að skuld er komin til inn- heimtu hjá lögmanni er næstum engin leið til að klóra í bakkann. Fólk er alltaf að borga kostnað og nær aldrei nálægt höfuðstól skuld- arinnar, enda kostnaðarliðimir svo margir að það hlýtur að hafa þurft mikið hugvit til að fínna nöfn á þá alla. Það skal tekið fram að ekki er hér deilt á lögmannastéttina í heild. Þar eru innan um miklir heiðurs- menn sem eru allir af vilja gerðir til aðstoðar fólki, en mér leikur forvitni á að vita hvers vegna þeir góðu og vísu menn gera ekkert til að stöðva starfsbræður sína í því botnlausa siðleysi sem þeir stunda. Þetta má alveg ræða á Alþingi. Ég vil líka gjama geta þess að við suma lögmenn er ekki hægt að semja vegna þess að þeir vilja aðeins taka við greiðslu fyrir allri skuldinni, annars bjóða þeir upp. Ég skal segja þér, herra alþingis- maður, frá henni Henny vinkonu minni. Hún skuldaði 40 þúsund hjá einhverjum lögmanni. Hún gat greitt 10 þúsund og vildi semja um afganginn. Það var ekki við það komandi svo hann tók sjónvarpið hennar og seldi það á 9 þúsund á uppboði. Svona vitleysu á að stöðva þegar í stað. Svo eru það nú uppboðin á hús- eignunum. Við eigum örugglega heimsmet í þeim. Eina helgi í júní 1985 voru 126 húseignir auglýstar á uppboði — þar af 54 á öðru og síðara. Herra alþingismaður, farðu nú ekki að tala um að allt þetta fóik hafí staðið í offjárfestingum . . .- o.s.frv. ... Það er eitthvað annað að. í Reykjavík vom seldar 28 hús- eignir eða eignahlutar árið 1985 en 11 árið 1984. Á Akureyri urðu eignimar 16 árið 1985 — 14 árið 1984 en aðeins 2 árið 1983. Svipaðar tölur em frá öllu landinu. Skýringin er auðvitað allt önnur en offjárfestingar og að fólk lifí um efni fram. Skýringin er einfaldlega sú að fólk hefur svo smánarleg laun að þau duga ekki fyrir nauðþurftum. Ég man ekki til þess að í síðustu kosningaloforðum hafí verið talað um að fólk þyrfti að svelta. Ég man heldur ekki til að fólki hafí verið lofað síminnkandi kaupgetu og bullandi verðbólgu — leyndri eða óleyndri. Og ég man alls ekki til þess að talað hafí verið um hvers- lags hyldýpi myndast þegar lán em verðtryggð en laun ekki og til uppbótar síhækkandi vömverð. Að launafólk í slíka aðstöðu er mannréttindabrot. Herra alþingismaður, veistu um andlega líðan fólks sem hefur verið niðurlægt með slíkri aðför sem uppboð er? Veistu hversu niðurdrepandi það er að vinna 12 til 15 tíma á sólar- hring og geta samt ekki séð fjöl- skyldu sinni farborða? Kannski veistu það. En þú veist áreiðanlega hvemig bömunum líður þegar hersingin frá borgarfógeta æðir inn á heimili þeirra og ber út sófann sem þau sitja í og sjónvarpið sem þau em að horfa á. Ég get fært þér mörg dæmi um niðurlæg- ingu fólks sem almennt er kallað vanskilafólk, og ég get fært þér mörg dæmi um ósvífni innheimtu- aðila sem misskilja hlutverk sitt og gleyma því að sá sem aðförin snýr að er þó a.m.k. einn af þeim sem greiða kaupið þeirra. Ég má til að segja þér í leiðinni að sumir embættismenn og starfs- fólk opinberra embætta tala alltaf niður til fólks — sérstaklega þess Anna Kristjánsdóttir „Þú veist áreiðanlega hvernig börnunum líð- ur þegar hersingin frá borgarfógeta æðir inn á heimili þeirra og ber út sófann sem þau sitja í og sjónvarpið sem þau eru að horfa á.“ fólks sem skuldar — líta á það sem annars flokks og iáta það finna að það hafí ekki staðið sig sem skyldi. Góð leið til að btjóta niður sjálfs- virðingu fólks. En þetta er argasti dónaskapur. Um er að ræða háttvirta lántak- endur og heiðarlega þjóðfélags- þegna sem eru að reyna að koma þaki yfír höfuðið á sér og sjá fjöl- skyldu sinni farborða og við þá ber að tala með virðingu. Þeir hafa ekki reynt að auka tekjur sínar með okurlánastarfsemi eða öðru slíku. En eru auglýstir á nauðung. Að lokum langar mig að spyija: Þekkist það annars staðar en á Is- landi að áhvflandi skuldir fasteigna séu þriðjungi hærri en markaðs- verð? Og eigum við til eilífðamóns að búa við lög frumskógarins í gerð verðtryggðra samninga — eða munar okkur kannski ekkert um þau 10% sem við greiðum umfram? Herra alþingismaður — ég vona að þér þyki ekki óþægilegt að ræða þessi mál. Sýndu þann kjark að ræða þetta á Alþingi. Þá fær fólk kannski aftur trú á stjómmála- mönnum — vonandi —. Ég sendi þér síðan kveðju mína og vona að samviska þín segi þér hvað ber að gera við ofangreindum meinsemdum þessa þjóðfélags. Höfundur er formaður Lögvemd- ar. f ER EINHVERJUM KALT? Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar í t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum. Stærð 575-1150 W. Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitablásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-4,5 og 9 kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- arhúsnæði sem dreifir heitu lofti niður á við. Stórkostlegur sparnað- ur í upphitun. Orkunotk- un 120 W. Jtf RÖNNING Sundab°'a simi 84000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.