Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986
55
Aston Villa
í undanúrslit
kemst Henson á Wembley?
Frá Sigtryggi Sigtryggssyni, blaAamanni Morgunblaðsins f Englandl.
ASTON Villa tryggði sér róttinn
til að leika í undanúrslitum ensku
bikarkeppninnar í knattspyrnu er
liðið sigraði Arsenal á Highbury
í gœrkvöldi með tveimur mörkum
gegn einu. Staðan í hálfleik var
1—0 fyrir Aston Villa. í undanúr-
slitum leika því Aston Villa og
Oxford og Liverpool og QPR.
Tvöfalt
hjá Tékkum
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttaritara
Morgunblaðsins f Vastur-Þýskalandi.
TÉKKAR sigruðu Vestur-Þjóð-
verja tvfvegis í þremur landsleikj-
um í handknattleik um síðustu
helgi. Tékkar eru sem kunnugt
er í riðii með íslendingum f heims-
meistarakeppninni.
Tékkar sýndu það að þeir verða
erfiðir viðureignar í heimsmeist-
arakeppninni, því þeir unnu Vest-
ur-Þjóðverja 19-17 og 26-21, en
töpuðu einum, 15-17. Þessir leikir
fóru fram í Vestur-Þýskalandi um
síðustu helgi. Þessar þjóðir eru að
undirbúa sig fyrir heimsmeistara-
keppnina og var þetta liður í þeim
undirbúningi.
Paul Birch skoraði í fyrri hálfleik
fyrir Aston Villa og þannig var
staðan í hálfleik. Aston Villa bætti
síðan öðru markinu við í upphafi
seinni hálfleiks og var þar að verki
Andy Gray með skalla eftir horn-
spyrnu. Paul Mariner skoraði síðan
fyrir Arsenal 13 mínútum fyrir
leikslok. Eftir það sóttu leikmenn
Arsenal á afláts án þess að ná að
skora.
Dog Ellis framkvæmdastjóri
Aston Villa var að vonum ánægður
eftir leikinn og sagði að þessi úr-
slit kæmu sér mjög vel fyrir liðið
þar sem gengi þess hefur ekki
verið upp á marga fiska að undan-
förnu.
Þess má geta að leikmenn As-
ton Villa leika í búningum frá
Henson og væri það mikil auglýs-
ing fyrir fyrirtækið ef liðiö næði að
komast á Wembley og leika til úr-
slita. Þann leik sjá um 300 milljónir
manna í beinni útsendingu auk
þess sem um 100 þúsund komast
á Wembley-leikvanginn.
Eins og áður segir eru það
Oxford, Liverpool, QPR og Aston
Villa sem leika í undanúrslitum.
Leikið verður heima og heiman,
fyrri leikirnir fara fram á þriðju-
dagskvöld í næstu viku.
Morgunblaðið/RAX
• Mér Óskarsson tekur ó öllu sem hann á og það dugöi til því hann varð
f öðru sæti.
• Einar Ólafsson skíðagöngukappi frá ísafirði stóð sig mjög vel á sænska meistaramótinu f norrænum
greinum er hann varð f áttunda sæti af 120 keppendum. Þetta er besti árangur sem fslenskur skfðagöngu-
maður hefur náð á erlendum vettvangi.
Einar áttundi
af 120 keppendum
*— „átti ekki von á þessu núna,“ sagði Einar Ólafsson
EINAR Ólafsson skíðagöngu-
kappi frá ísafirði náð mjög góðum
árangri í 15 kílómetra skíðagöngu
á sænska meistaramótinu er
hann varð í áttunda sæti af 120
keppendum, f Örebro f gær. Þessi
árangur Einars er sá besti sem
íslenskur skfðagöngumaður hef-
ur nokkru sinni náð á erlendri
grund. Svfar eiga bestu skfða-
göngumenn heims f dag og voru
þeir flestir með f þessu móti og
skaust Einar upp fyrir marga
þeirra. Hann var jafnframt út-
nefndur sá keppandi sem mest
kom á óvart.
Sigurvegari í 15 km göngunni í
gær var landsliðsmaðurinn Torgen
Mogren, sem gekk á 38,34 mínút-
um. Einar var eins og áður segir
( áttunda sæti á 39,55 mín. eða
rétt um mínútu á eftir fyrsta kepp-
anda. Mogren vann í síöustu viku
15 km göngu í heimsbikarkeppn-
inni, sem sýnir að hann er einn
fremsti skíðagöngumaður heims í
dag.
„Ég hef aldrei upplifað annað
eins. Þetta er besti árangur sem
ég hef náð hingað til og átti satt
að segja ekki von á þessu núna. Ég
bjóst frekar við því að komast
svona nálægt þeim á næsta ári,“
sagði Einar Ólafsson í samtali viö
blaðamann Morgunblaðsins í
gærkvöldi. Þá hafði hann verið á
blaðamannafundi og mikið í sviðs-
Ijósinu, enda kom þetta mikið á
óvart að þessi 23 ára íslendingur
kæmist svo framarlega.
Einar hefur æft mjög skipulega
í 6 ár og eru þessar miklu æfingar
að skila sér nú í góðum árangri.
„Ég hef fundið þetta síðasta hálfan
mánuðinn að þetta er allt að koma
hjá mér. Ég æfði mjög mikið síð-
asta ár og finn það að ég er mun
sterkari en ég hef verið og hef
Hörku keppni í öllum flokkum
— Seyðfirðingar sterkir í léttari flokkunum
Islandsmeistaramót unglinga í
kraftlyftingum 1986 fór fram é
laugardaginn. Mótið var haldið f
Garðaskóla f Garðabæ og voru
keppendur alls 20 víðs vegar af
landinu. Keppni f einstökum
flokkum var geysi spennandi og
skemmtileg og é mótinu voru alls
sett 20 unglingamet og 9 kvenna-
met. Hjalti Ólafsson hreppti öll
verðlaun fyrir besta árangur f
einstökum greinum og einnig
fyrir besta stigaárangur saman-
lagt f þyngsta flokknum. Baldur
Borgþórsson hlaut samsvarandi
verðlaun.
í 67,5 kg fiokki var allan tímann
mjög jöfn keppni milli þeirra
þriggja keppenda, sem í honum
voru. Eftir hnébeygjuna voru þeir
Svanur og Már jafnir með 180 kg,
en Gunnlaugur með 170 kg. f
bekkpressunni tók Gunnlaugur
síðan forustu með 107,5 kg á móti
90 kg hjá Má og 92,5 kg hjá Svan.
Réttstöðulyftan hlaut því að skera
úr um sigur. ( henni enduðu þeir
Svanur og Gunnlaugur á 200 kg
og hafði þá Gunnlaugur forustu,
en Svanur var í þriðja sæti. Már
Óskarsson sætti sig ekki við annað
sætið og bað því um 207,5 kg, sem
hefði gefiö honum möguleika á
sigri, en það var því miöur of
þungt.
f 75 kg flokki var jöfn keppni
milli Bárðar Olsen og Birgis Þor-
steinssonar. Eftir tvær greinar var
Birgir með forustu með 350 kg á
móti 335 kg hjá Bárði, sem var
léttari. Bárður þurfti því að lyfta
15 kg meira í réttstöðulyftu til að
sigra. f henni byrjaði Birgir á 220
kg og Bárður á 225 kg. í annarri
umferð misheppnaöist Birgi svo
við 230 kg, en Bárður lyfti 236 kg
og var þá kominn með forustu. 1
þriðju umferð reyndi Birgir svo
aftur við 230 kg, sem mistókst svo
sigurinn var Bárðar, sem mistókst
svo naumlega að lyfta 245 kg.
Bárður setti þarna unglingamet i
réttstööulyftunni og tvíbætti sam-
anlagða metið. Efnilegur nýliði
Gestur Helgason var ekki langt
frá þeim félögum í þriöja sæti.
f 90 kg flokki var ójöfn keppni
milli þeirra æfingafélaganna Bald-
urs Borgþórssonar og Bjarna Jóns-
sonar og skildu þá 110 kg. Stutl
er í 700 kg hjá Baldri og þar sem
þeim var ekki náð á þessu móti
má fullvíst telja, að það gangi upp
á því næsta.
í 100 kg flokki bætti Magnús
Ver frá Seyðisfirði öll unglingamet-
in og komst í fyrsta skipti yfir 700
kg markið.
f 125 kg flokki bætti Matthías
Eggertsson sinn persónulega
árangur verulega og náði tveimur
merkum áföngum, yfir 700 kg í
samanlögðu og 300 kg í réttstööu-
lyftu.
í +125 kg flokki voru tveir kepp-
endur, sem báðir hugðu á sigur,
en það voru Hjalti Árnason, sem
venjulega keppir flokki neðar og
síöan heimsmeistari unglinga Torfi
Ólafsson. í hnóbeygjunni tók Torfi
forustu með 330 kg á móti 315
kg hjá Hjalta. í bekkpressunni
snérist svo dæmið við og vann
Hjalti þar með 25 kg mun og leiddi
því eftir tvær greinar með 10 kg
og var léttari. Torfi varð því að lyfta
12.5 kg meira í síðustu grein, en
Hjalti. f róttstöðulyftunni byrjaði
Hjalti á 305 kg og Torfi á 310 kg.
í næstu tiiraun fóru svo báðir í 325
kg og lyftu því. Var þá ein umferð
eftir og Hjalti með forustu. Hann
valdi 335 kg í síðustu lyftu, sem
hann lyfti alla leið upp, en fyrir
smá mistök fékk hann ógilt. Torfi
átti þá eina lyftu eftir sem var 340
kg og átti að tryggja honum sigur-
inn. Þyngdinni lyfti hann svo við
mikinn fögnuð áhorfenda og
tryggði sér titilinn enn eitt árið.
I 60 kflógrammaflokki sigraði
Aðalsteinn Kjartansson frá Akur-
eyri. Hann lyfti 135 kg í hnébeygju,
62.5 ( bekkpressu og 172,5 í rétt-
stöðulyftu. Samanlagt lyfti hann
því 370 kílóum.
í kvennaflokki setti Marta Unn-
arsdóttir úr Reykjavík nokkur ís-
landsmet en hún keppti í 82,5 kílóa
flokki. Marta lyfti 125 kílóum í hné-
beygju, 77,5 í bekkpressu og 142,5
í róttstöðulyftu.
meira úthald. Ég æfði um 500 tíma
árið 1984 og bætti síðan 100 tím-
um við á síðasta ári og nú ætla ég
að æfa í um 650 tíma á þessu ári.
Ég á eftir að gera enn betur og ég
veit að ég get þetta,“ sagði Einar
Ólafsson.
„Það hjálpaöi mér í þessari
göngu að Tomas Eriksson startaði
næstur á eftir mér. Ég hugsaði
með mér að ef hann færi fram úr
mér eftir 3 km væri þetta þokkaleg
ganga hjá mér, nú hann köm ekki
þá. Ég hugsaöi þá, nú, ef ég næ
að halda honum fyrir aftan mig í 5
kílómetra er það mjög gott — enn
kom hann ekki. Hann fór ekki fram
úr mér fyrr en eftir 9 kílómetra og
hélt ég í hann þar til einn kílómetri
var eftir, þá dró aðeins í sundur.
Þessi svokallaða draghjálp kom
sérvel fyrirmig."
Einar hefur verið í nokkrum sér-
flokki í skíðagöngu karla hér á landi
um nokkurt skeið. Hann varð þre-
faldur Islandsmeistari á síðasta
landsmóti sem fram fór á Siglu-
firði. Hann stundar nú nám í skíða-
menntaskóla í Járpen í Svíþjóð og
lýkur þaðan stúdentsprófi í vor.
Með honum ytra er unnusta hans,
Auður Ebenezerdóttir, sem einnig
er góð skíðagöngukona.
Hvað er framundan hjá þér?
„Ég keppi í 50 kílómetra göngu
hér á sama stað á fimmtudag og
í boðgöngu á laugardag. Síðan tek
ég þátt í nokkum mótum hér ytra,
þar á meðal Vasagöngunni sem
verður í byrjun mars. Kem heim
um páskana og tek þátt í islands-
mótinu sem fram fer í Reykjavík,
reyni að verja titlana frá síðasta
vetri.“
Einar keppti einnig í 30 km
göngu á sunnudaginn og varð i
20 sæti. Hann var óheppinn í þeirri
göngu, datt úr skíðinu tvisvar í
göngunni.
Úrslit í 15 km göngunni voru
þessi: Torgon Mogren, 38,34 mín.
Tomat Eríktton, 38,46
Lart Holand, Erík Öttlund, 38,69
39,23
Sven Erík Danieltton, 39,26
Jan Ottoson, 39,36
Benni Kolberg, 39,39
Einar Ólafsson, 39,66
Mikael Edman, 39,67
Ingemar Somtkar, 39,68