Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 29
/arðbergs:
óti
1USU
idum
í járntjaldið
hersins. Það leiðir aftur til meiri
umræðna í sovéska stjómkerfínu
og þar með aðhalds að herforingj-
um. Athyglisvert sé, að sovéskir
embættismenn styðjist nú orðið við
upplýsingar frá Alþjóðaherffæði-
stofnuninni í London (IISS) og
SIPRI, friðarrannsóknastofnunina i
Stokkhólmi og vitni til talna frá
þeim í opinberum umræðum. Þetta
hefði verið óhugsandi fyrir fáeinum
árum.
Hlutverk Norðurlanda
Mary Dau segir, að Norðurlönd
skipi sérstakan sess í augum Sovét-
manna. Þeir líti á löndin sem eina
heild, þrátt fyrir ólíka stefnu þeirra
í öryggismálum. Danmörk sé til
dæmis oftar nefnd í sovéskum íjöl-
miðlum sem eitt Norðurlanda en
sem aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins eða Evrópubandalagsins.
Sovétmenn telji, að Norðurlöndin
séu til fyrirmyndar, sem svæði, þar
Tryggvi Agnarsson
„ .. .Er hér aðeins um
hugmyndir að ræða,
sem ekki hafa hlotið
neina endanlega af-
greiðslu hvorki ráðu-
neytisins né annarra
sem um málið eiga að
fjalla áður og ef frum-
varp til nýrra laga
verður lagt fram.“
séð að nefndar ráðstafanir skerði
hið mikilvæga hlutverk sem ég og
margir aðrir telja að sé lánasjóðsins:
Að leitast við að fyrirbyggja að
námsmenn þurfi að hverfa frá námi
sakir efnaleysis, að efnahagslegt
jafnrétti til náms sé tryggt, eins
og kostur er. Að langskólamenntun
sé ekki forréttindi hinna efnameiri.
Að allir þeir sem viija og getu hafí
fáið notið menntunar. Námslánin
skuiu þó þrátt fyrir vexti og endur-
greiðslureglur vera í hópi hagstæð-
ustu lána, sem völ er á í þjóðfélag-
inu vegna hins mikilvæga tilgangs
þeirra og vegna þess að þau eru
góð íjárfesting fyrir þjóðfélagið.
___________________________29
ríkjanna að öryggis- og vamarmál-
um. NATO beri að styrkja, án þess
væri slökunarstefna óhugsandi.
Heimsveldi í vanda
Hún segir, að Sovétríkin séu
heimsveldi í vanda. Þau hafi aðeins
hemaðarmáttinn tii að styðjast við
til að fullnægja dýpstu þrá allra
Sovétmanna, að standa jafnfætis
Bandaríkjunum. Hvorki eftiahagur
né hugmyndafræði dugi þeim til að
auka veg sinn og virðingu. Þvert á
móti megi halda því fram, að hug-
myndafræðin sé þeim fjötur um fót
í samskiptum við önnur ríki. Sov-
éskir ráðamenn séu enn þeirrar
skoðunar, að kommúnisminn muni
bera sigurorð af kapítalismánum,
en það muni ekki gerast með því
að beitt verði valdi, heldur verði
breytingin vegna þrýstings frá
óbreytanlegum kröftum, er sé að
fínna í eðli mannsins og sambandi
þjóða.
Sovétríkin eru vanþróað land.
Vilji ráðamenn þar takast á við gíf-
urleg innanlands vandamál þurfí
þeir að hafa fríð fyrir áreitni ann-
arra. Þess vegna kjósi Kremlveijar
óbreytt ástand alþjóðamála — þeir
vilji ekki breytingar á NATO, þeir
séu á móti kjamorkuvopnalausu
svæði á Norðurlöndum og svo fram-
vegis. En nauðsynlegt sé að meta
allt, sem þeir segja, með hliðsjón
af þeirri áróðursstöðu, sem þeir vilja
skapa sér. Það sé eitthvert vanda-
samasta verk allra þeirra, er fást
við sovésk málefni að greina kjam-
ann frá hisminu I þvi orðaflóði,
ekki síst um frið og afvopnun, sem
frá Sovétríkjunum kemur.
Þrátt fyrir slökunarstefnu verði
að svara áróðri Sovétmanna með
viðeigandi hætti og standa fast
gegn allri undirróðursstarfsemi
þeirra á Vesturlöndum.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986
Mary Dau flytur erindi sitt á fundi SUS og Varðbergs sl. laugardag.
sem lítil spenna ríki, svokallað „lág-
spennusvæði". Af þessu leiði, að
Sovétmenn fysi að eiga samvinnu
við Norðurlöndin.
Hún telur, að Norðurlandaþjóð-
imar eigi að færa sér þessa sérstöku
aðstöðu í nyt. Hún gefí þeim tæki-
færi til að vera einskonar tengiliður
milli austurs og vesturs. Fulltrúar
þeirra geti til dæmis komið fram
sem „skynsamir sendiboðar", þegar
spenna skapast vegna einhverra
atvika á alþjóðavettvangi. Þá geti
þeir unnið að því að eyða misskiln-
ingi milli risaveldanna og stuðlað
að því, að þráðurinn verði tekinn
upp að nýju í anda slökunar.
Hvetur Mary Dau til þess, að
Norðurlöndin geri sameiginlegt
átak til að treysta stöðu sína í vit-
und sem flestra íbúa Austur-Evrópu
og verði það best gert með því, að
þjóðimar standi að menningarsýn-
ingu, sem færi um löndin öll. íbúar
Sovétríkjanna þekki ekkert til Norð-
urlanda, en þeir þrái samband vest-
ur á bóginn. Ekkert Norðurland-
anna geti eitt staðið nægilega vel
að því að kynna norræna menningu
í Austur-Evrópu, þess vegna eigi
ríkin að gera það saman.
Ótti við breytingar
Hún segir, að Sovétmenn óttist
ekkert eins mikið og breytingar.
Þeir séu þess vegna andvígir því,
að Norðurlönd verði kjamorku-
vopnalaust svæði. Þeir sjái sér að
vísu hag af því að halda uppi áróðri
um þessa hugmynd, hins vegar vilji
þeir ekki eiga neitt frumkvæði í
málinu. Þeir vilji að Norðurlönd
snúi sér til sín og óski eftir formleg-
um viðræðum um þetta mál, þar
sem þá fái þeir vettvang til að ræða
um öryggismál við Norðurlanda-
menn og þeim sé ljóst, að krafíst
verði niðurstöðu í viðræðunum
vestan jámtjaldsins en ekki austan.
Það skapi norrænum stjómmála-
mönnum erfíðleika, sem sé Sovét-
mönnum að skapi. Varar Mary Dau
við því, að sest verði að slíkum
viðræðum við Sovétmenn. í umræð-
um um kjamorkuvopnalaus svæði
eigi að ganga á eftir því við Sovét-
menn, án þess að setjast til við-
ræðna við þá, hvaða stefnu þeir
hafí í málinu og hvað þeir vilji á
sig leggja til að hún nái fram.
Hún segir, að hugmyndir sínar
um aukið vægi slökunarstefnunnar
byggist á þeirri grundvallarfor-
sendu, að hvergi verði hvikað í
samstarfi Atlantshafsbandalags-
Gamla fólkið
í umferðinni
Greint er milli
lána og styrkja
Lán verði lán og styrkir styrkir.
Tekið verði upp víðtækt náms-
styrkjakerfí. Eins og að framan
greinir em miklir námsstyrkir vel
þekktir í núverandi kerfí, þ.e. af-
skrifuð lán hljóta að teijast styrkir.
Breytingin er sú að nú yrði það
ákveðið strax við úthlutun hveijir
fá þá en ekki sem nú, þegar það
kemur í raun ekki í ljós fyrr en
námsmenn hafa borgað í 40 ár af
lánum sínum, hveijir eru hinir
heppnu, ef svo má að orði komast.
Það á að styrkja markvisst. Ferða-
styrkir til námsmanna verða með
líku sniði og nú er. Nýlundan verður
styrkur til framhaldsnáms á há-
skólastigi og námsárangursstyrkir.
Framhaldsnámsstyrkinn fengju all-
ir, sem fullnægðu almennum skil-
yrðum sjóðsins og eru í framhalds-
námi að loknu háskólaprófi, náms-
árangursstyrkinn fengju nemar á
framhaldsskólastigi sem sköruðu
vel fram úr í námi. Þessir styrkir
eru til þess að auðvelda fólki að
fara í framhaldsnám á háskólastigi
og veita námsmönnum hvatningu í
námi sínu.
Fjárhæðir lána
og styrkja
Fjárhæðir námslána og náms-
styrkja hljóta helst að ráðast af
tvennu: fjölda þeirra, sem sækja
um og hversu mikið fé er til ráðstöf-
unar. Lánasjóðurinn verður því að
gera Alþingi glögga grein fyrir því
hversu mikið fé hann þarf til þess
að hann geti lánað námsmönnum
fyrir náms- og framfærslukostnaði
þeirra. Lagt er til að tekjur náms-
manna hafí ekki áhríf á fjárhæð
námslánanna svo sem nú er. Er það
m.a. vegna þess að talið er rétt að
menn fái að njóta sem mest afrakst-
ur aukins erfíðis síns. Þetta ein-
faldar og alla starfsemi lánsjóðsins,
svo sem alit eftirlit með tekjum
námsmanna. Þannig lækkar rekst-
urskostnaður sjóðsins. Þá er og
minnt á mikilvæg tengsl skólafólks
við atvinnulífið, sem gjarnan mynd-
ast við vinnu í leyfum og með námi.
Höfundur er lögmaður og rekur
lögfræðiskrifstofu i Rcykjavík.
Hann hefur unnið að endurskoðun
laga um námslán og námsstyrki.
eftir Óskar Ólason
SÉRSTÖK ástæða er til þess að
vekja athygli á hárri slysatíðni
meðal aldraðs fólks í umferðinni
í Reykjavík. Ekki síst þar sem
fjöldi þeirra í umferðinni í
Reykjavík eykst ár frá ári, enda
íslendingar með hæsta meðalald-
ur Norðurlandabúa og einn hinn
hæsta í heimi.
Á Norðurlöndum er rík áhersla
lögð á að gamalt fólk geti sem
lengst búið í eigin húsnæði. Hins
vegar hefur þetta skapað vandamál,
því stór hluti aldraðra á Norður-
löndum býr í eða við miðborgir stór-
borganna. Þar er umferðin mest og
erfitt að gera breytingar á um-
ferðinni til aukins öryggis fyrir
gamla fólkið. Reynt hefur verið að
gera göng undir fjölfamar umferð-
argötur eða brýr, en þeim fylgja
tröppur sem aldraðir forðast.
Gönguljós leysa nokkum vanda,
en þó kvartar gamalt fólk sérstak-
lega og réttilega yfir því að timi á
ljósunum sé stuttur þannig að því
vinnist vart tími að komast yfir á
meðan grænt ljós iogar. Gamalt fólk
þekkir takmarkanir sínar og veit
að það gengur ekki jafnhratt og fólk
á besta aldri.
Gamait fólk er hrætt við um-
ferðina. Það sér ilia og heymin farin
að dofna og hikar við að nota
umferðarljósin, sem em án nokkurs
vafa ömggustu hjálpartækin í
umferðinni. Ekki er talið að hægt
sé að lengja tímann á gönguljósum,
sem miðast við gönguhraða 1.2
metra á sekúndu. Ef göngutími á
ljósum yrði lengdur, þá þýddi það
lengri biðraðir bfla við þau og eins
lengri biðtíma fyrir gangandi veg-
farendur eftir ljósum.
Menn em sammála um að göngu-
ferðir séu gömlu fólki nauðsynleg
heilsubót — mikilvægar til að halda
heilsu. Við verðum því að leysa
vandamál aldraðra í umferðinni og
við skulum minnast þess, að flest
eigum við eftir að standa í þeirra
spomm.
í dag em ökutæki almennings-
eign, en svo var ekki þegar eldri
borgarar vom á besta aldri. Kann-
anir á Norðurlöndum sýna að um
Óskar Ólason
60% fullorðinna karla hafa eða hafa
haft ökuréttindi, en ekki nema um
30% kvenna. Því er spáð að fljótlega
eftir aldamótin verði um 80% aldr-
aðra kvenna og karla með ökurétt-
indi. Á þessu er vakin athygli vegna
þess að auðveldara er talið fyrir
gangandi vegfarendur, sem hafa
haft ökuréttindi, að komast leiðar
sinnar í umferðinni.
Erfíðleikum hefur reynst bundið
að koma fræðslu um umferðarmál
á framfæri við gamalt fólk. Þær
hugmyndir hafa komið fram að
veita umferðarfræðslu í gegn um
ellilífeyriskerfíð. Þannig að um-
ferðarfræðsla verði á vegum þeirra,
sem veita aðstoð í heimahúsum.
Ástæða þessa greinarkoms er
flölgun slysa meðal eldri borgara
og erfiðleika þeirra við að ná fullri
heilsu aftur, þrátt fyrir dygga að-
stoð lækna og hjúkrunarfólks. Við
athugun á skráningu umferðarslysa
síðastliðin fjögur ár koma í ljós
óhugnanlegar staðreyndir. Þá slas-
aðist 191 karl og kona 15 ára og
eldri. Af þeim slösuðust 126 mikið;
57 konur og 69 karlar. Ef litið er
á aldur hinna slösuðu, þá voru 49
af konunum 57 fæddar árið 1920
eða fyrr og 20 fyrir 1910. Af 69
körlum var 41 fæddur 1920 eða
fyrr og 21 var fæddur árið 1910
eða fyrra. Þetta eru óhugnanlegar
tölur og lýsa vandkvæðum gamla
fólksins í umferðinni. Á þessum
íjórum árum urðu 24 dauðaslys í
umferðinni i Reykjavík og af þeim
voru 18 gangandi vegfarendur. Slys
á öldruðum íbúum Reykjavíkur eru
allt of mörg — óhugnanlega mörg
og aðeins með sameiginlegu átaki
getum við fækkað þeim.
Höfundur eryfirlögregluþjónn í
Reykjavik.
Aldraðir íbúar Reykjavíkur eiga i miklum erfiðleikum með að komast
leiðar sinnar í umferðinni og slysatíðni meðal þeirra er óhugnanlega
há.