Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
Stuðningsmenn Cory
Aquinos segjast
sannfærðir um sigur
Manilia, 4. febrúar. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl.
STUÐNINGSMENN Cory Aquino, forsetaframbjóð-
anda stjórnarandstöðunnar á Filippseyjum, eru
sannfærðir um sigur í kosningunum á föstudag ef
þær verða heiðarlegar og Ferdinand Marcos, forseti,
og KBL-flokkur hans falsa ekki úrslitin. Skoðana-
könnun, sem KBL-flokkurinn gerði fyrir sig og hefur
ekki verið birt en Paul Aquino, mágur forsetafram-
bjóðandans og yfirmaður einnar kosningaskrifstofu
hennar, komst yfir, sýnir að Aquino hafði 61 prósent
stuðning þjóðarinnar 24. janúar sl. en 59 prósent
31. janúar. Marcos hafði 39 prósent stuðning fyrir
viku en hafði aukið fylgi sitt í 41 prósent viku seinna.
Paul Aquino sagði að það væri
ekki nóg fyrir Cory Aquino að fá
59 prósent atkvæða. „Við þurfum
að minnsta kosti 62 prósent at-
kvæða til að sigra," sagði hann.
„Við þurfum sex milljón atkvæða
fram yfir Marcos, hann getur
ekki falsað eða haft skipti á svo
mörgum atkvæðum."
Marcos ákvað í nóvember, öll-
um að óvörum, að haida kosningar
eftir áramótin. Andstæðingar
hans hafa haft skamman tíma til
að skipuleggja baráttu sína. Cory
Aquino, ekkja hins vinsæla stjóm-
arandstæðings Benigno Aquino,
sem var skotinn til bana á Man-
illa-flugvelli 1983, samþykkti að
bjóða sig fram til forseta eftir að
1,3 milljónir manns undirrituðu
áskorun á hana. Hún er frambjóð-
andi fólksins. Það hjálpar henni
að hafa ekki haft afskipti af
stjómmálum áður. Fjöldi fólks er
orðinn full saddur af pólitíkusum
og vill nýja byijun sem það telur
að Cory geti haJfið. Það flykkist á
kosningafundi hennar, bíður í
margar klukkustundir — stundum
í grenjandi rigningu — eftir að
sjá hana og kaupir gula borða,
boli og merkimiða til að sýna
stuðning sinn við hana. Það trúir
að hún sé eina von þjóðarinnar í
erfiðleikunum sem hún er í.
Marcos hefur að sjálfsögðu
einnig stóran hóp stuðnings-
manna. Kosningabarátta hans er
mjög vel skipulögð, kosningavélin
er ótrúlega vel smurð. Stuðnings-
menn KBL-flokksins eru í æðstu
embættum út um allt land og talið
er að hann hafí stuðning meiri-
hluta íbúa í dreifbýli en 70 prósent
þjóðarinnar býr í sveit. Sveitar-
stjórar og sveitastjómarmenn
styðja hann. Þeir hafa mikil áhrif
á skoðanir fólksins, sumir hafa í
hótunum við það ef það styður
ekki Marcos.
Ungleg kona, sem var við störf
úti á hrísgijónaakri í Zamboanga
á Mindanaoeyju í syðsta hluta
Filippseyja með 14 ára syni sínum
á föstudaginn var, sagðist ætla
að kjósa Marcos þegar blm. Mbl.
spurði hana. Hún svaraði alvarleg
í bragði og treysti ekki strax
ókunnugum. En eftir stutt spjall
var hún rólegri, hló við og sagðist
ætla að kjósa Cory. „Sveitastjóm-
in styður Marcos og við segjumst
ætla að kjósa hann. En hann veit
ekki hvað ég geri í kjörklefanum.
Ég segist ætla að kjósa Marcos
en svo skrifa ég Cory á atkvæða-
seðilinn. KBL-flokkurinn borgar
sveitastjómum fyrir að afla Marc-
os atkvæða, sumir borga fólkinu
fyrir að kjósa Marcos en sveita-
stjóminn hér heldur peningunum
fyrir sig. Ef hann myndi bjóða
mér borgun myndi ég taka pen-
ingana en samt kjósa Cory,“ sagði
hún og var auðsýnilega ánægð
með að geta leikið á sveitastjór-
ann.
Formaður KBL í Zamboanga,
Clara Maria Labrogat, er vel
•efnuð ekkja. Hún er forseti sam-
taka kókoshnetubænda á Filipps-
•eyjum en Filippseyjar eru stærstu
útflytjendur kókosafurða í heimi.
Meiri hluti fólks í Zamboanga
styður Cory Aquino en barátta
Labrogats er hörð og hún veit
hvað hún er að gera. Hún ferðast
um svæðið og hittir starfsmenn
KBL daglega.
Síðastliðinn laugardag ók hún
um 30 km vegalengd út úr borg-
inni niður að einföldu en ríkmann-
legu húsi sínu við ströndina og
talaði við starfsmenn í kosninga-
baráttunni. Um 100 manns voru
saman komnir, þar voru kókos-
hnetubændur, sjómenn, sveita-
stjórar og kosningastjórar. Labro-
gat hefur skipt kjördæminu upp
þannig að það er örugglega einn
maður í hópi allra þijátíu sem
styður Marcos og hvetur hina til
að kjósa hann. Hún lagði á ráðin
við fólkið um hvemig væri best
að vinna forsetanum fylgi.
„Minnið kjðsendur á allt hið góða
sem Marcos hefur gert fyrir það,“
sagði hún. „Talið ekki illa um
andstæðinginn heldur nefnið nýju
höfnina, steypta veginn og renn-
andi vatnið sem við eigum Marcos
að þakka.“ Hún taídi út 5 splunku-
nýja 20 pesaseðla, um 200 ísl.
kr., og gaf einum sveitastjóranum
áður en hún ók aftur heim. „Þetta
fólk leggur mikið á sig í barátt-
unni og á skilið að fá eitthvað
borgað til að geta greitt ferða-
kostnað og keypt kók handa
starfsmönnum," sagði hún. „Það
er ekkert rangt við að hjálpa þeim
örlítið fjárhagslega."
Skammt frá húsi hennar við
ströndina stendur lítið, fátæklegt
fískiþorp þar sem múhameðstrú-
armenn búa. Um 2 milljónir íbúa
Mindanao eru múhameðstrúar en
alls búa 9,5 milljónir á eyjunni.
Múhameðstrúarmenn tóku upp
vopn á síðasta áratug og börðust
fyrir meiri réttindum. Marcos
leysti vandann að hluta til með
að veita fjórum svæðum heima-
stjóm og skipaði uppgjafa upp-
reisnarleiðtoga ríkisstjóra þeirra.
Þeir eru valdalausir en ánægðir
með sitt og ákveðnir stuðnings-
menn Marcos. Sali Wali, ríkisstjóri
í Zamboanga, sagði að allir múha-
meðstrúarmenn styddu Marcos,
hann væri frábær forseti og það
væri gegn kóraninum að kjósa
konu leiðtoga landsins. Það kom
á daginn að íbúar í fískiþorpinu
styðja Marcos. „Sveitastjórinn
styður hann,“ sagði gamall sjó-
maður og það var næg ástæða
fyrir hann til að styðja forsetann.
En inni í Zamboangaxorg og á
lítilli eyju þar fyrir utan sögðust
múhameðstrúarmenn styðja Coiy
Aquino. Böm á markaðnum hlupu
um og hrópuðu „Cory, Cory,“ og
réttu upp vísifíngur og þumalfíng-
ur, L-merki Labanbaráttunnar.
„Við eram orðin langþreytt á
Marcos," sögðu ungir menn, sem
seldu ókunnugum falskar perlur.
„Tuttugu ár í embætti er allt of
langurtími."
Svo virðist sem hvert manns-
bam í þessu þjóðfélagi sé altekið
kosningaákafa. Allir hafa gert
upp hug sinn og bíða nú eftir að
kosningadagur renni upp. Enginn
veit við hveiju má búast, fólk
segist óttast uppreisn ef Marcos
sigrar og hlutlausir áhorfendur
segja að fyrri kosningar hafí verið
óheiðarlegar. Gamall og yfirveg-
aður þjónn á hóteli í Zamboanga
sagðist styðja Aquino. „Við viljum
losna við dýrið í Malacanang-
höll,“ sagði hann og komst að
kjama kosningabaráttunnar með
þessum fáu orðum.
Föðurins minnzt
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti ræðir hér við Erin Smith, 8 ára
gamla, við minningarathöfn um Challenger-geimfarana, sem fram
fór í Houston í síðustu viku. Faðir hennar, Michael Smith, var
flugmaður geimferjunnar.
Skyndiverkföll í
V estur-Þýzkalandi
Miklar truflanir á samgöngnm í mörgnm borgnm
Frankfurt, 4. febrúar. AP.
UM 80.000 starfsmenn hjá opin-
berum aðilum í Vestur-Þýzka-
landi fóru i dag í skyndiverkfall,
sem hafði það i för með sér, að
ferðir strætisvagna og járn-
brauta lögðust nær algerlega
niður um tima í mörgum stór-
borgum.
Þetta var annan daginn í röð, sem
þessir starfshópar fara í verkfall til
að fylgja eftir kröfum sínum um
6% kauphækkun. Þeir, sem tóku
þátt í verkfallinu nú, vora götu-
hreinsarar, sorphreinsunarmenn
auk starfsmanna strætisvagna,
sporvagna og jámbrauta, sem hið
opinbera rekur, en einnig hjúk-
ranarfólk á sjúkrahúsum, sem rekin
era af ríki og bæjarfélögum.
Bandaríkin:
Þurfa innflytjendur að
fara 1 alnæmispróf ?
Loa Angeles, 4. febrúar. AP.
BANDARÍSK heilbrigðismála-
yfirvöld sendu frá sér reglugerð,
Kærir Kohl fyrir lygar í
teng’slum við Flick-málið
Helmut Kohl
kanslari.
Bonn, 4. febrúar. AP.
OTTO Schily, einn leiðtoga
Græningja á þingi í Þýskalandi,
varði í gær kæru sína á hendur
Helmut Kohl, kanslara, og neit-
aði þvi alfarið að til hennar væri
stofnað til þess að draga að
athygli fjölmiðla. Schily hefur
kært Kohl kanslara opinberlega
fyrir að hafa logið að tveimur
opinberum rannsóknarnefndum,
sem hafa með höndum rannsókn
á mútuhneykslinu í tengslum við
Flick fyrirtækjasamsteypuna.
Talsmaður ríkisstjómarinnar,
Friedrich Ost, hefur vísað ásökun-
um Schily á bug og sagt þær vera
siðasta liðinn í rógsherferð hans á
hendur kanslaranum. Schily sagði
fréttamönnum að kæra hans byggð-
ist á vitnisburði sem Kohl hefði
gefíð fyrir tveimur stjómskipuðum
nefndum, þar sem hann var inntur
eftir framlögum Flicks í sjóði Kristi-
lega demókrataflokksins.
Vegna mútuhneykslisins neydd-
ist fyrram efnahagsmálaráðherra
sambandsstjómarinnar, Ottó
Lambsdorff, til að segja af sér
embætti. Hann er nú fyrir rétti í
Bonn vegna þessa máls, ásamt
fyrirrennara sínum í embætti efna-
hagsmálaráðherra, Hans Friedrichs
og Eberhard von Brauchitsch, fyrr-
um framkvæmdastjóra Flick. Fri-
edrichs og Lambsdorff era ásakaðir
fyrir að hafa tekið við nær 10 millj-
ónum íslenskra króna í mútur frá
Brauchitsch. Saksóknaraembættið
segir að Flick hafí með mútunum
viljað hafa áhrif á ákvarðanir efna-
hagsmálaráðuneytisins hvað varð-
aði beiðnir frá fyrirtækinu um
skattaívilnanir.
sem heimilar að innflytjendur til
Bandaríkjanna verði gert að
gangast undir próf til að ganga
úr skugga um hvort þeir hafi
smitast af alnæmi (AIDS).
Samkvæmt reglugerðinni getur
heilbrigðismálaráðherra Bandaríkj-
anna skipað svo fyrir um að allir,
sem flytjast vilja til Bandarílqanna,
þurfí að gangast undir alnæmis-
próf. Útkoma getur síðan ráðið úr-
slitum um hvort viðkomandi fái leyfi
til að flytjast til landsins. Jákvæð
útkoma úr prófi útilokaði viðkom-
andi sjálfkrafa.
Reglugerðin öðlast ekki fullnað-
argildi fyrr en tveimur mánuðum
eftir að hún hefur verið birt. Arlega
sækja á sjötta hundrað manns um
að fá að flytjast til Bandaríkjanna.
Að minnsta kosti 60% þeirra sem
koma jákvæðir út úr alnæmisprófí
bera alnæmisveira, en þurfa ekki
endilega að veikjast. Nær 17 þús-
und Bandaríkjamenn hafa sýkst af
alnæmi frá 1981 og um helmingur
þeirra beðið bana.