Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 • 1981 Unryrmt Pf.«» Synd.cou Hún kvctSst vera. í megrua 09 keypt/ upp aiit saladíð." G GJALPKl áster... ... að fagna hon- um þegar hann kemur heill heim frá vinnu TM Rag. U.S. Pat 0(1— id rlghts rnarvad •1082 Loa Angalaa TtmM SyrxJlcate Góða mín, fjörutíu ár eru enginn aldur. Með morgunkaffinu Heilsufarslega séð er þetta til bóta. Þessar nýju sígarettur eru ekki eins vinsælar og þær gömlu. Menn reykja því minna — það er stað- reynd! HÖGNIHREKKVÍSI Orður, titlar og úrelt þing Á fjárlrigum ársins 1985 voru á liðnum „Fálkaorðan" 290 þúsund. í október sl. var skýrt frá því í fjölmiðlum, að þessi liður hefði þá þegar farið 250 þúsund fram úr áætlun eða meir en 100%. Þama þarf ríkisstjómin að taka f taumana á Orðunefnd og biðja hana að hægja á afgreiðslu. Ríkisstjóm, sem ekki telur sér fært að gefa nema eina milljón vegna hamfaranna í Kólombíu (helmingi minna en Albert gaf vegna slysakaupanna á Vesturgötu 3) getur ekki látið svona bmðl í hégóma, eins og orðufarganið, af- skiptalaust. Nú hefír fyrsti skammturinn á þessu ári flogið úr hreiðrinu, 17 orður. Gæti það bent til þess að um 50 manns yrðu krossaðir í ár. Enda hefir það merkilega gerst að á sama tíma og flestar fjárveitingar á §ár- lögum 1985 hafa verið skomar niður meira og minna í fjárlögum 1986 hefir fjárveiting til Fálkaorð- Guðrún hverf i ekki af skjánum Þessi vísa hraut af vömm lesanda Mbl. þegar Guðrún Skúladóttir fréttaþulur tilkynnti í sjónvarpinu nýlega að hún myndi ekki framar lesa fréttimar á skjánum. Þörf er að breytist þetta og hitt en þess ég bið á hnjánum að Guðrún augnayndið mitt ekki hverfi af skjánum. unnar verið hækkuð í 325.000.- Það er eðlilegt að forsetinn heiðri erlenda þjóðhöfðingja við heim- sóknir og sérstaka velgjörðarmenn íslendinga erlendis. En þó íslenskir embættismenn hafí rækt störf sfn er það ekkert umfram skyldu. Kæri Velvakandi. Nú langar mig að koma nokkmm orðum á framfæri og vonast til að aðstandendur Wham-klúbbsins sjái þessi orð. Ég er búin að fá eitt bréf frá þessum svokallaða Wham- klúbbi utan þess sem ég fékk eitt bréf sem í stóð að Wham-klúbb- félagar fengju sent heim: Wham- skírteini, Wham-söguna, jólakort með þeim félögunum, upplýsingar um Wham, upplýsingar um tónleika þeirra, pöntunarlista yfir Wham- vömr og afsláttarkort, sem gilti í „Baráttan gegn hégómanum er of seint hafin, þegar hégóminn býðst. Hún er fólgin í því, að lifa svo lífínu að manni sé ekki boðinn hégóminn", Vilm. Jónsson, Með hugaogorði. Sigurjón Sigurbjömsson versluninni Hjá Hirti, hljómplötu- deild Kamabæjar og hljómplötu- deild Fálkans. Nú, ég sendi pening og miða með nafninu mínu á og heimilisfangi, (þetta var í apríl 1985). Eftir u.þ.b. hálfan mánuð fæ ég svo sent bréf heim með af- sláttarkorti, límmiða, og Wham- klúbbsmerki. Hvar er svo allt sem búið var að lofa klúbbfélögunum? Nú langar mig að fá 150 krónumar mínar endurgreiddar, fyrst ekki er hægt að standa við orð sín. 7258-6948 Aðstandendur Wham era óánægðir með þjónustu Wham-klúbbsins. Wham-klúbburinn stendur ekki við orð sín Víkverji skrifar að liggur í loftinu, að kjara- samningar gætu tekizt án stórátaka og án stórfelldra kaup- hækkana, sem hleypa mundu nýrri verðbólguöldu af stað. Astæðan er að sjálfsögðu þau nýju viðhorf, sem skapast hafa á undanfömu vikum og mánuðum, þar sem fiskverð á erlendum mörkuðum hefur farið hækkandi og olíuverð hrunið. Einn af forystumönnum vinnuveitenda hafði á orði á dögunum, að nú væri einstakt tækifæri til þess að gera nýtt júnísamkomulag. En hvað fólst í júnísamkomulaginu? Þetta voru kjarasamningar, sem gerðir vom í byijun júnímánaðar 1964 rúmu hálfu ári eftir, að stór- átökum milli Viðreisnarstjómar og verkalýðssamtaka hafði verið forð- að á síðustu stundu. Kjami þeirra samninga var, að samið var um sáralitla kauphækkun en hins vegar var vísitölutrygging launa tekin upp á ný, eftir vísitölulaust tímabil, sem staðið hafði frá fyrstu mánuðum Viðreisnarstjómar eða um fjögurra ára skeið. Júnfsamkomulagið lagði gmndvöll að tiltölulega friðsamlegu ástandi á vinnumarkaðnum til loka Viðreisnartímabils. Þegar menn kynna sér hug- myndir ASÍ um nýja kjarasamn- inga, sem m.a. mátti lesa um í frétt í Morgunblaðinu í gær, lætur nærri, að frekar megi tala um að verka- lýðshreyfingin vilji nú fara niður- færsluleiðina fremur en að gera nýtt júnísamkomulag“. Hugmynd- ir ASI virðast byggjast á lækkun á öllum kostnaðarliðum hins almenna launamanns og þarf það alls ekki að vera fráleit hugsun, að nú sé framkvæmanlegt að fara „niður- færsluleiðina". XXX Annars er fróðlegt að velta því fyrir sér, þegar kjarasamning- ar em á döfínni að til em nokkur stöðluð form af kjarasamningum, sem ganga alltaf aftur við og við, eftir því, sem aðstæður segja til um. Eitt þeirra er „niðurfærsluleiðin", sem síðast var framkvæmd með góðum árangri af minnihlutastjóm Emils Jónssonar og Alþýðuflokks- ins, sem sat frá því í desember 1958 og fram á haust 1959. Þessi stjóm varð svo vinsæl vegna niður- færslunnar, að þegar Matthías A. Mathiesen, utanríkisráðherra, var kjörinn í fyrsta sinn á þing vorið 1959, þá innan við þrítugt og felldi Emil Jónsson, þáverandi forsætis- ráðherra í Hafnarfirði, þótti mörg- um sjálfstæðismönnum það hið mesta hneyksli, að þessi stráklingur úr Hafnarfirði skyldi fella svo mætan mann. Síðan hefur niður- færsluleiðin nokkmm sinnum komið til umræðu en aldrei verið gerð alvarleg tilraun til þess að fram- kvæma hana. Önnur tegund kjara- samninga, sem segja má að falli undir þessi stöðluðu form, er júní- samkomulagið, sem áður var nefnt. Það er eins konar vopnahlé milli ríkisstjómar og verkalýðshreyfing- ar, þegar mikil átök hafa farið á undan. Verkalýðshreyfingin fellur frá kröfum um mikla kauphækkun gegn vísitölutryggingu en ríkis- stjómin fellur frá andstöðu við vísi- tölutryggingu gegn því, að laun hælcki lftið, sem ekkert. í þriðja lagi má nefna samninga, sem byggjast á „félagsmálapökkum“. Minni Víkveija í þessum efnum nær ekki lengra en til ársins 1955, þegar hart verkfallsstríð var leyst með samningum um atvinnuleysistrygg- ingar. Aratug síðar var samið um litla kauphækkun gegn því, að byggðar yrðu íbúðir fyrir láglauna- fólk í Breiðholtshverfi 1250 að tölu. Samningar á grundvelli “félags- málapakka" voru svo gerðir aftur og aftur í afskræmdri mynd á tím- um vinstri stjóma síðasta áratugar. f Qórða lagi má nefna samninga af því tagi, sem gerðir voru í júní 1977. Það vom fáheyrðir verð- bólgusamningar, en allir aðilar, rík- isstjóm, verkalýðssamtök og vinnu- veitendur sameinuðust í einum kór um að halda því fram, að þeir væm í ,jámum“, þ.e. að efnahagur þjóð- arinnar svona rétt þyldi þetta, sem reyndist náttúrlega tóm vitleysa. Loks má nefna nýja tegund af kjarasamningum, sem hafa mtt sér til rúms síðustu árin, en það em eins konar „nætursamningar", þeir em gerðir að tjaldabaki án þess að nokkur maður viti um það, nema fámennur hópur. Slíkir samningar hafa verið vinsælir í seinni tíð. Hvert þessara stöðluðu forma skyldi verða ofan á að þessu sinni? XXX A Ifréttum Morgunblaðsins í gær var sagt frá raunum Búnaðar- bankans vegna peningasendinga til Þýzkalands. Þetta minnti Víkveija á sams konar raunir, sem hann lenti í fyrir rúmu ári, þegar höfð var milliganga um að senda námslán til fátæks námsmanns í Frakklandi, sem m.a. þurfti að nota peningana til þess að greiða skólagjöld í skóla sínum. Námsmaðurinn átti viðskipti við einn ríkisbankanna og var námslánið lagt inn á sparísjóðsbók hans þar. Ein ömggasta leiðin til þess að senda peninga á milli landa ætti að vera sú, að símsenda þá frá einum banka til annars. Skömmu fyrir jól var óskað eftir þessari símsendingu og að hún færi samdægurs. Þá mátti búast við að námsmaðurinn fengi pening- ana í hendur í bezta falli innan tveggja daga en alla vega innan viku. Um áramót kom í ljós, að peningamir vom ekki lagðir af stað og mátti flokka það undir mannleg mistök. Verra var þó að fram eftir öllum janúarmánuði bólaði ekkert á peningunum á áfangastað. ítrekað- ar fyrirspumir leiddu til þeirra svara, að þetta hlyti að koma fram þá og þegar. Þegar komið var að lokum janúarmánaðar framkvæmdi bankinn loks nákvæma rannsókn á málinu. Að vísu þurfti Interpol ekki að koma til sögunnar en í ljós kom, að peningamir höfðu verið á flæk- ingi milii útibúa í París í nokkrar vikur. Það er merkilegt, að á tímum mikillar fjarskiptatækni skuli pen- ingasendingar milli landa enn vera svo flókið fyrirbæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.