Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Challenger splundrast 73 sekúndum eftir geimskot frá Kanaveralhöfða. Hliðarflaugarnar tvser losnuðu frá í sprengingnnni og tóku á rás. Þeim var grandað með fjarstýringu frá jörðu þegar svo leit út fyrir sem þœr virtust vera að taka stefnu inn yfir land. Challenger hefur sig á loft frá Kanaveralhöfða. 1 fyrstu virtist um eðlilegt geimskot að ræða. Eldsneytistankurinn springur og geimfeijan splundrast í 16 km hæð yfir jörðu. Síðustu sekúndurnar Hinzta ferð geimferjunnar Challenger. í fyrstu virtist um eðlilegt geimskot að ræða, en 73 sekúndum síðar splundrað- ist ferjan i gífurlegri eldsprengingu. Áhöfnin beið samstund- is bana. Þegar Challenger splundrað- ist hafði hún náð um 3.000 km hraða á klst. Eldsneytistankur feijunnar sprakk í 16 km hæð yfír jörðu, en hann hafði að geyma 2,1 milljón lítra fljótandi vetnis og súrefnis. Feijan, sem vegur 90 tonn, tættist í þúsund mola. í áhöfninni var m.a. kennslu- konan Sharon Christa McAu- liffe, 37 ára móðir, sem valin var úr hópi 11.000 umsækjenda. Hún hefði orðið fyrsti kennarinn til þess að fljúga á braut um jörðu. Chalienger-slysið er fyrsta óhappið sem Bandaríkjamenn verða fyrir í geimskoti. Chal- lenger-ferðin var 56. mannaða geimskot Bandaríkjamanna. Slysið mun að öllum líkindum raska verulega geimferðaáætlun þeirra. Vill Betha láta Mandela lausan? Jóhanne&arborg, 4. febrúar. AP. P. W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, og meirihluti ráðherr- anna í stjórn hans eru því fylgj- andi að blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela verði látinn laus. Skýrði blaðið Business Day i Jó- hannesarborg frá þessu í dag og kvaðst hafa það eftir „háttsett- um“ manni i flokki Botha. „Það sem einkum heldur aftur af stjóminni í þessu efni er ótti um að miklar stjómmálaóeirðir kunni að fylgja í kjölfarið og ennfremur, að það kunni að verða túlkað sem veikleiki af hálfu stjómarinnar, verði Mandela látinn laus,“ segir blaðið. Mandela er nú 67 ára að aldri. Blökkumenn í Suður-Afríku líta á hann sem leiðtoga sinn, enda þótt hann hafí verið í fangelsi allt frá árinu 1964. Sigurganga kommúnismans! Geimvarnaáætlun: Verður varnakerf- ið úrelt 1993? Boston, 3. febrúar AP AÐ SöGN dagblaðsins Globe í Boston hefur skýrsla borist ríkis- stjóra Bandaríkjanna þar sem segir að Sovétmenn gætu náð að koma sér upp eldflaug árið 1993 sem varaaeldflaugakerfi geim- varnaáætlunar Bandaríkja- manna gæti ekki séð við. Að sögn blaðsins var skýrsla þessi samin af rannsóknamefnd á vegum Pentagon. í skýrslunni er fjallað um hversu langan tíma það taki Sovétmenn að smíða árásareld- flaug sem brennir eldsneyti sínu á skömmum tfma og sé þannig úr garði gerð að hún komist í gegn um vamareldflaugakerfið án þess að hennar yrði vart. Andstæðingar geimvamaáætlunarinnar hafa hald- ið því fram að eldflaugar af þeirri tegund sem rætt er um í skýrslunni kæmust óáreittar gegnum varnar- kerfíð er geimvamaáætlunin byggir á. Sögusögnum um hjónaband Gretu Garbo vísað á bug Stokkhóimi, 4. febrúar. AP. VINIR hinnar frægu sænsku leikkonu, Gretu Garbo, hafa vís- að á bug þeim orðrómi, sem komizt hefur á kreik, að hún hafl gengið í það heiiaga nýverið með kunnum listaverkasala i New York. „Nei, það getur ekki verið,“ hefur Svenska Dagbladet í Stokkhólmi eftir Lenu Bjork-Kaplan, einni helztu vinkonu leikkonunnar um margra áratuga skeið. Sagði hún ekkert hæft í blaðafréttum um að Garbo, sem er nú áttræð, hefði gifzt fimmtugum listaverkasla, Sam Green. Átti athöfnin að hafa farið fram á síðustu jólum í hópi nánustu vina á heimili Cecile de Rotschild í París. Lena Bjork-Kaplan kvaðst hafa rætt við leikkonuna nýlega í síma og hefði hún ekki minnzt einu orði á hjónaband. Önnur vinkona henn- ar, Marit Gentele, hefur einnig tekið af skarið að fyrra bragði og lýst því yfír, að ekkert væri hæft í sögusögnum um hjónaband Gretu Garbo og Sams Green. Leikkonan fræga hefur lifað í einangrun og einveru eftir að sfð- asta kvikmynd hennar var gerð 1941. Hún giftist aldrei og átti engin böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.