Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
Challenger splundrast 73 sekúndum eftir geimskot frá Kanaveralhöfða. Hliðarflaugarnar tvser losnuðu frá í sprengingnnni og tóku
á rás. Þeim var grandað með fjarstýringu frá jörðu þegar svo leit út fyrir sem þœr virtust vera að taka stefnu inn yfir land.
Challenger hefur sig á loft frá Kanaveralhöfða. 1 fyrstu virtist
um eðlilegt geimskot að ræða.
Eldsneytistankurinn springur og geimfeijan splundrast í 16 km
hæð yfir jörðu.
Síðustu
sekúndurnar
Hinzta ferð geimferjunnar Challenger. í fyrstu virtist um
eðlilegt geimskot að ræða, en 73 sekúndum síðar splundrað-
ist ferjan i gífurlegri eldsprengingu. Áhöfnin beið samstund-
is bana.
Þegar Challenger splundrað-
ist hafði hún náð um 3.000 km
hraða á klst. Eldsneytistankur
feijunnar sprakk í 16 km hæð
yfír jörðu, en hann hafði að
geyma 2,1 milljón lítra fljótandi
vetnis og súrefnis. Feijan, sem
vegur 90 tonn, tættist í þúsund
mola.
í áhöfninni var m.a. kennslu-
konan Sharon Christa McAu-
liffe, 37 ára móðir, sem valin
var úr hópi 11.000 umsækjenda.
Hún hefði orðið fyrsti kennarinn
til þess að fljúga á braut um
jörðu.
Chalienger-slysið er fyrsta
óhappið sem Bandaríkjamenn
verða fyrir í geimskoti. Chal-
lenger-ferðin var 56. mannaða
geimskot Bandaríkjamanna.
Slysið mun að öllum líkindum
raska verulega geimferðaáætlun
þeirra.
Vill Betha láta
Mandela lausan?
Jóhanne&arborg, 4. febrúar. AP.
P. W. BOTHA, forseti Suður-
Afríku, og meirihluti ráðherr-
anna í stjórn hans eru því fylgj-
andi að blökkumannaleiðtoginn
Nelson Mandela verði látinn laus.
Skýrði blaðið Business Day i Jó-
hannesarborg frá þessu í dag og
kvaðst hafa það eftir „háttsett-
um“ manni i flokki Botha.
„Það sem einkum heldur aftur
af stjóminni í þessu efni er ótti um
að miklar stjómmálaóeirðir kunni
að fylgja í kjölfarið og ennfremur,
að það kunni að verða túlkað sem
veikleiki af hálfu stjómarinnar,
verði Mandela látinn laus,“ segir
blaðið.
Mandela er nú 67 ára að aldri.
Blökkumenn í Suður-Afríku líta á
hann sem leiðtoga sinn, enda þótt
hann hafí verið í fangelsi allt frá
árinu 1964.
Sigurganga kommúnismans!
Geimvarnaáætlun:
Verður
varnakerf-
ið úrelt
1993?
Boston, 3. febrúar AP
AÐ SöGN dagblaðsins Globe í
Boston hefur skýrsla borist ríkis-
stjóra Bandaríkjanna þar sem
segir að Sovétmenn gætu náð að
koma sér upp eldflaug árið 1993
sem varaaeldflaugakerfi geim-
varnaáætlunar Bandaríkja-
manna gæti ekki séð við.
Að sögn blaðsins var skýrsla
þessi samin af rannsóknamefnd á
vegum Pentagon. í skýrslunni er
fjallað um hversu langan tíma það
taki Sovétmenn að smíða árásareld-
flaug sem brennir eldsneyti sínu á
skömmum tfma og sé þannig úr
garði gerð að hún komist í gegn
um vamareldflaugakerfið án þess
að hennar yrði vart. Andstæðingar
geimvamaáætlunarinnar hafa hald-
ið því fram að eldflaugar af þeirri
tegund sem rætt er um í skýrslunni
kæmust óáreittar gegnum varnar-
kerfíð er geimvamaáætlunin byggir
á.
Sögusögnum
um hjónaband
Gretu Garbo
vísað á bug
Stokkhóimi, 4. febrúar. AP.
VINIR hinnar frægu sænsku
leikkonu, Gretu Garbo, hafa vís-
að á bug þeim orðrómi, sem
komizt hefur á kreik, að hún
hafl gengið í það heiiaga nýverið
með kunnum listaverkasala i
New York.
„Nei, það getur ekki verið,“ hefur
Svenska Dagbladet í Stokkhólmi
eftir Lenu Bjork-Kaplan, einni
helztu vinkonu leikkonunnar um
margra áratuga skeið. Sagði hún
ekkert hæft í blaðafréttum um að
Garbo, sem er nú áttræð, hefði gifzt
fimmtugum listaverkasla, Sam
Green. Átti athöfnin að hafa farið
fram á síðustu jólum í hópi nánustu
vina á heimili Cecile de Rotschild í
París.
Lena Bjork-Kaplan kvaðst hafa
rætt við leikkonuna nýlega í síma
og hefði hún ekki minnzt einu orði
á hjónaband. Önnur vinkona henn-
ar, Marit Gentele, hefur einnig tekið
af skarið að fyrra bragði og lýst
því yfír, að ekkert væri hæft í
sögusögnum um hjónaband Gretu
Garbo og Sams Green.
Leikkonan fræga hefur lifað í
einangrun og einveru eftir að sfð-
asta kvikmynd hennar var gerð
1941. Hún giftist aldrei og átti
engin böm.