Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Suðurhlið nýja skólans verður nánast einn gluggi. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Stefnt að því að hefja kennslu í nýju húsnæði 1. september nk. Selfossi 31. janúar. ÁFORMAÐ er að flytja starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurlands í nýbyggingu skólans 1. september nk. og flýta framkvæmdum um eitt ár. Húsið verður tekið í notkun að hluta og er gert ráð fyrir að það kosti 53 milljónir að gera húsið kennsluhæft. Heild- arkostnaður við frágang þessa fyrsta áfanga húss- ins er áætlaður 90 milljón- ir. Á fundi sínum 28. janúar var skólanefnd Fjölbrautaskólans einhuga um að hraða fram- kvæmdum og stefna að því að hefja kennslu í húsnæðinu 1. september nk. Framlög heima- aðila og ríkissjóðs nema á þessu ári 17 milljónum til byggingar- innar og er fyrirhugað að taka lán til að brúa bilið. Er gert ráð fyrir að dreifa lántökunni á 4 ár. Gerð hefur verið sérstök framkvæmdaáætlun sem miðar að því að unnt verði að heQa kennslu í húsnæðinu með sem minnstum kostnaði. Er þá gert ráð fyrir að fresta nokkrum verkþáttum við bygginguna til næsta árs. Nýbygging Fjölbrautaskólans Lágmarkskostnaður er 53 milljónir við að gera húsnæðið kennsluhæft Guðmundur Jónsson byggingastjóri ásamt tveimur mönnum sem unnu við minniháttar frágang síðasta verkþáttar. er nokkuð sérstæð bygging og er eitt aðaleinkenni hennar 600 m 2 gluggi sem nær yfir alla suðurhlið hússins og setur mik- inn svip á bygginguna. Staða framkvæmda er þannig að búið er að opna tilboð í lím- trésbita sem bera uppi stóra gluggann og útboð í gluggapróf- fla er í athugun. 6 tilboð bárust í hurðir og glugga hússins og eru þau tilboð í athugun. í síð- asta lagi um miðjan febrúar verður ísetning hurða og glugga boðin út, þ.e. lokun á húsinu og fullnaðarfrágangur að utan, múrun og málun. Þá verður um leið boðið út múrverk inni og hluti af tréverki. Á næstunni verður einnig boðin út pípulögn, raflögn, gler o.fl. verkþættir. Kostnaðaráætlun við að gera húsið kennsluhæft nemur 53 milljónum og 90 milljónum rúm- um að fullklára þennan áfanga skólahússins. Guðmundur Jónsson bygg- ingastjóri sagði að vinna við húsið yrði væntanlega komin á fullt um miðjan febrúar. Það verður mikil lyftistöng fyrir starfsemi Fjölbrautaskól- ans að fá nýbygginguna í gagnið og hafa bæði nemendur og kennarar horft fram til þess tíma. Sig. Jóns. Þór Vigfússon skólameistari; Er mjög sæll með stefnu málsins Selfossi, 31. janúar. „ÉG er mjög sæll með þá stefnu sem málið hefur tekið,“ sagði Þór Vigfússon skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands þegar hann var inntur eftir áliti á því að framkvæmdum við skólann hefur verið flýtt. „Mér fínnst það vera merkur atburður og stórkostlegt að menn skuli vilja koma þessu áfram eins hratt og framkvæmdageta leyfir," sagði Þór. I nýbyggingunni verða fullklár- aðar 12 stofur sem gerir að verk- um að þar rúmast nánast öll kennsla skólans. Eftir sem áður verður að kenna á 2—3 stöðum en aukastofur verða í nágrenni nýja skólahússins. Nemendafjöldi skólans hefur aukist hægt og síg- andi og er núna 420 í dagskóla. „Þessi framkvæmd þýðir að við getum minnkað mjög leigu á hús- næði,“ sagði Þór Vigfússon skóla- meistari, en kennsla fer nú fram á 6 stöðum í kaupstaðnum sem gerir allt starf mjög óþjált. Sig. Jóns. Þór Vigfússon skólameistari. Mosfellssveit: Fyrsta skóflu- stungan tekin að nýjum miðbæ MAGNÚS Sigsteinsson oddviti Mosfellshrepps tók fyrstu skóflu- stunguna að fyrsta húsinu í nýj- um miðbæ í Mosfellssveit á fimmtudaginn. Á næstunni er fyrirhugað að reisa nýjan miðbæ í Mosfellssveit samkvæmt skipulagi sem unnið hefur verið að á undanfömum tveimur árum. Sú vinna hófst með hugmyndasamkeppni sem boðin var út í febrúar 1984. Sigurvegaramir voru arkitektamir Guðrún Jóns- dóttir og Knútur Jeppesen og var þeim falið að vinna skipulagið áfram. í miðbænum verða ýmsar versl- anir, bankar, skrifstoftir, matsölu- og kaffíhús og ef til vili smáiðnaður. Þá er gert ráð fyrir ráðhúsi með stofnunum og skrifstofum sveitar- félagsins svo og lögreglustöð, slökkvistöð og miðstöð strætis- vagna. Þama verða 15 ieigulóðir, hver um sig 5—600 fm, og eru gatna- gerðargjöld af hverri lóð um 1,5 milljónir. Hús það sem nú er verið að hefja framkvæmdir við, verður 3ja hæða, um 250 fm að grunnfleti. í húsinu verður Mosfellsapótek á jarðhæð, en hinum hæðunum er enn óráð- stafað. Magnús Sigsteinsson oddviti tekur fyrstu skóflustunguna að fyrsta húsinu i nýjum miðbæ í Mosfellssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.