Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 7 V estmannaeyjar; Hitaveitukostnað- ur greiddur nið- ur úr bæjarsjóði Bæjarstjórn Vestmanna- eyja hefur ákveðið að greiða Höfðaströnd: Stopul vinna í frystihúsum Bœ, Höfðaströnd, 3. febrúar. ÞESSA dag-a hefur verið sunn- anátt og annað slagið þíðviðri. 28. og 29. janúar gerði þó einu stórhríðina sem komið hefur á vetrinum. Snjóa gerði þó ekki mjög mikla vegna veðurofsa og nú er aðeins flekkótt á lág- lendi, en svellalög eru mjög mikil. Vegir hafa víða verið hættu- legir vegna klaka. Svo illa vildi til að á þessu svæði bilaði raf- magn einmitt hríðardagana og var því kalt og dimmt um tíma þar sem allt byggist á rafmagni. Þorrablót eru haldin hér í sýsl- unni, yfirleitt tvö um hverja helgi. Alls staðar er húsfyllir af fólki, einkum eldra fólki, sem blandar saman geði. Nú er í lág- marki sótt til sjávar og er frekar stopul vinna í frystihúsum. Sil- ungsveiði er nokkur, en veitt er undir ís á Höfðavatni. — Björn í Bæ. niður hitaveitukostnað úr bæjarsjóði. Ákvörðun um niðurgreiðslu var tekin fyrri hluta janúar og kemur í kjöl- far hækkunar gjaldskrár. Niðurgreiðslur nema þrem krónum á hvert selt tonn og er áætlað að kostnaður við niðurgreiðslurnar verði um 4 milljónir á þessu ári. Að sögn Ólafs Elíssonar bæjar- stjóra var ákvörðun um niður- greiðslumar tekin, þar sem bæjar- stjómin taldi ekki hægt að hækka gjaldskrána til notenda eins og þurfa þótti. Gjaldskráin hækkaði úr 51 krónu í 59, en neytendur borga sem fyrr segir 56 krónur þar sem þijár krónur em greiddar úr bæjarsjóði. Bæjarstjóri sagði ennfremur að með þessu væri verið að reyna að halda í fólk, erfitt væri að bjóða mönnum upp á kjör sem væm mun óhagstæðari en t.d. á Reykjavíkursvæðinu, þar sem hitaveitukostnaður væri umtalsverður þáttur í heimilisút- gjöldum. Nú er talið að hitaveitu- kostnaður við 3—4 herbergja íbúð í Vestmannaeyjum sé um 3.500 kr. Bæjarstjómin hefur ekki ákveðið hve lengi hitaveitugjöldin verða greidd niður. Borað í hraunið í Vestmannaeyj- um árið 1978. Níels Árni Lund ráð- inn ritstjóri Tímans NÍELS Arni Lund hefur verið ráðinn ritstjóri dagblaðsins Tímans. Hann tekur við af Helga Péturssyni, sem lét af störfum við blaðið eftir að nafni þess var breytt úr NT. Níels Arni er fyrsti starfsmað- urinn sem ráðinn er að Tímanum eftir að nýtt útgáfufélag tók við rekstri blaðsins um síðustu áramót, en gert er ráð fyrir að aðrir fastir starfsmenn verði ráðnir á næstu tveimur vikum. til 1977, kennari við gagnfræða- skólann í Keflavík 1977 til 1978, félagsmálakennari við Samvinnu- skólann að Bifröst 1978 til 1981. Hann tók við stöðu æskulýðsfull- trúa ríkisins 1981 og gengdi því starfí þar til í september á síðasta ári er hann réðst sem ritstjómarfull- trúi á NT. Níels Ámi hefur verið 1. varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra frá árinu 1979. Hann er kvæntur Kristjönu Benediktsdóttur og eiga þau þijú böm. Níels Ámi Lund er fæddur 1. júlí 1950 í Miðtúni í Norður-Þingeyjar- sýslu. Hann lauk íþróttakennara- prófí frá Laugar- vatni 1972 og almennu kennara- prófí frá Kennara- skóla íslands vorið 1973. Kennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal 1973 til 1975, skólastjóri við grunnskólann á Kópaskeri 1975 Níels Arni Norðmenn: Fluttu út eldisfisk fyrir 8,1 milljarð Verðmæti útflutnings SH 7,6 milljarðar á síðasta ári NORÐMENN fluttu á síðasta ári út eldisfisk fyrir 8,1 milljarð is- lenzkra króna og jókst útflutningurinn frá árinu áður verulega. Til samanburðar má geta þess, að verðmæti fiskútflutnings Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á siðasta ári var 7,6 milljarðar króna. Norðmenn áætla tvöföldun þessa útflutnings á næstu þremur árum. Á síðasta ári nam útflutningur Norðmanna á eldislaxi 28.655 lest- um og jókst um 30% frá árinu áður. Útflutningur á urriða var 5.141 lest og jókst um 40%. Verðmæti þessa var 1.422 milljónir norskra króna eða 8,1 milljarður króna og jókst um 457 milljónir norskra króna eða 2.6 milljarða íslenzkra króna milli áranna. Norska blaðið Fiskaren segir þann 28. janúar síðastliðinn, áð eftirspum eftir laxi og urriða hafí verið stöðug allt árið 1985 og haft í för með sér hagstæða verðþróun, en um 90% þessara eðalfíska eru flutt utan. Áætluð framleiðsla Norðmanna á eldisfíski er 38.000 lestir af laxi og 6.500 af urriða á þessu ári, 45.000 til 50.000 lestir af laxi og 7.000 af urriða 1987 og 1988 60.000 til 65.000 lestir af laxi og 7.500 lestir af urriða. Flýtið ykkur að panta miða strax — áður en allt selst upp sími 77500 Góða skemmtun! (og munið, að góð ferð er gulls ígildi). Farþegar utan af landi! Sérstakt helgarverð á flugi og gistingu vegna árshátídar Útsýnar og Fríklúbbsins. 750® HIN FJÖLBREYTTA SKEMMTISKRÁ kl. 19.15 opnar skreytt húsið og býður gesti velkomna með ókeypis happ- drættismiða í sumarleyfisferðina (aðeins fyrir matargesti til kl. 20), Ijúfri tónlist, lystauka og myndasýningu. kl. 20.00 Borðhald. Hátíðarkvöldverður á aðeins kr. 750 (rúllu- gjald f. matargesti aðeins kr. 100) Já — ein skemmtilegasta árshátíð landsins Útsýn og Fríklúbburirm I lBII5,0/4kl[)'%^^^unnudagiim9.febr. Sólarferðir eru í tízku umallan heim Einkunnarorð kvöldsins Lífsgleði - Tízka Samkvæmt því nýja hár- og snyrtitízkan frá Salon Ritz — kynnir Heiðar Jóns- son EINSÖNGUR: hinn stórefnilegi, ungi tenór Guðbjörn Guðbjörnsson syngurvinsæi lög Bezta ferðasagan verðlaunuð — úrslit úr samkeppni. Ingólfur Guöbrandsson kynnir nýútkomna sumaráætlun Útsýnar stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr — og á svipuðum verðum og sl. ár — meðan flest annað hef- ur hækkað um 40—50% UNGFRU OG HERRA ÚTSÝN glæsilegt fólk úr hópi gesta valið i forkeppni. Sumarleyfistízkan 1986 — Modelsamtökin Nýbakaðir bikarmeistarar ífimleikum, Bjarkinar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.