Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Þræðir Eins og sjónvarpsáhorfendum mun í fersku minni fjallaði mánudagsmynd sjónvarpsins að þessu sinni um kjamorkustyijöld og afleiðingar hennar. Nefndist myndin í íslenskri þýðingu: Þræðir og vísar nafnið til hinna sýnilegu og ósýnilegu þráða er binda menn í mannlegt félag en í kjamorkustriði slitna þessir þræðir og þeir sem eftir lifa eigra um í einskonar stein- aldarsamfélagi — helvíti slíku er tekur fram helvíti Dantes. Annars em menn ekki á eitt sáttir um af- leiðingar kjamorkustríðs; þannig virtist mér að þeir vísu menn er Ögmundur Jónasson fréttamaður leiddi á rökstólana skömmu áður en sýning myndarinnar hófst á mánudagskveldið, væm ekki á einu máli um nauðsyn viðbúnaðar al- mannavama, almannavamastjórinn Guðjón Petersen var að sjálfsögðu á þeirri skoðun að almannavamir gætu bjargað miklu en aðstoðar- læknir Guðjón Magnússon taldi að orrahríðin yrði slík að engum vöm- um yrði við komið. Var þeirri skoð- un hreyft á málþinginu að jafnvel þótt aðeins félli ein sprengja á Keflavík og í mesta lagi önnur minni á Reykjavíkurflugvöll en þar með slyppi mestur hluti Vestur-, Norður- og Austurlands undan vít- islogunum, þá yrði geislavirknin slík að hvergi fengist ætur biti og ekki má gleyma því að sennilega lækkaði hitastigið um 25 gráður á Celsíus í kjölfar þess að 99% af sólarljósinu næði ekki til jarðar í gegnum eiturskýið. Þá minnti al- mannavamastjórinn á þá staðreynd að enginn veit í raun og veru hvar sprengjuregnið dynur? Þess vegna gætu Rússar eins sáldrar smá- sprengjum yfír land vort. Hæg em heimatökin, landið í þjóðbraut kjamorkuafbáta. Æ, það er ekki hægt að hugsa þessa hugsun til enda. Nauðsyn umrœðu í morgunútvarpi gærdagsins gafst fólki útí bæ færi á að tjá sig um efni fyrrgreindrar mánudagsmynd- ar. Flestir virtust nokkuð ánægðir með myndina þótt sumir teldu að hún gæfí full jákvæða mynd af því samfélagi er yxi upp af rústun- um. Ég tók sérstaklega eftir ummælum síðasta viðmælanda þeirra morgunútvarpsmanna, konu einni er kvaðst hafa þekkt stríð af eigin raun í Þýskalandi. Lokaorð hennar vom .. .hvers vegna taka ekki allir höndum saman um að stöðva kapphlaupið, ég er viss um að kjamorkustríðið verður hundrað sinnum verra en stríðið f Þýska- landi, það verður að stöðva þessa menn. Valdhafarnir Já, hvers vegna hlaupa menn ekki út á stræti og torg og kveða niður helsprengjuna? Við ramman reip er að draga. Annars vegar er við að fást stórveldi þar sem hverri hugsun er stýrt af fámennri valdaklíku er þusar stöðugt um „frið“ á sama tíma og hún brýtur undir sig þjóð- ríki með vopnavaldi og hér á Vest- uriöndum er lögreglunni gjaman sigað á þá er mótmæla kjamorku- vánni. Hinn almenni maður má sín einskis gagnvart valdshermnum, hann mátti sín einskis 1918 og 1939 og ekki getur hann leitað skjóls inní neðanjarðarborgimar er valdsherramir hafa látið grafa inn í Moskvuhæðir og KlettaQöll. Eina von okkar er máski sú að vald- hafanum takist ekki að knésetja hið fijálsa orð í fjölmiðlunum, að þar hljómi rödd fólksins hátt og skýrt, þá munu eiturtungur vopna- salanna og valdsherranna hljóðna og friður ríkja um aldir. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP/SJÓNVARP Helstu persónur sem fram koma f þáttunum Hótel. Hótel bandarísk sjónvarpsmynd ■■■■ Bandaríska QO15 sjónvarpsmynd- — in „Hótel" verð- ur á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 22.15, en í kjölfar myndarinnar fylgja 22 þættir um lífíð á hótelinu. Þættir þessir hafa verið sýndir í Bandaríkjunum sl. tvö ár við miklar vinsældir. Mjmdin í kvöld gerist meðal starfsfólks og gesta á glæsihóteli í San Francis- co. Starfsfólkið stendur í ströngu að gera öllum til hæfís og halda í horfínu. Meðal gestanna er misjafn sauður í mörgu fé og ýmsar forvitniiegar sögur gerast innan veggja hótelsins. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Art- hurs Hailey og í aðalhlut- verkum em James Brolin, Connie Seliecca og Bette Davis. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir. Samhljómur þjóðanna Sænsk heim- Q/\ 35 ildamynd, sem ber yfírskriftina „Samhljómur þjóðanna" er á dagskrá sjónvarpsins kl. 20.35 í kvöld, en hún er um tónleika í Stokkhólmi 8. desember sl. til eflingar friði og aðstoðar við svelt- andi böm í heiminum. Alþjóðleg fílharmóníu- hljómsveit, skipuð hljóð- færaleikurum frá 55 lönd- um, flutti Sinfóníu nr. 8 f c-moll eftir Anton Bmckn- er. Fylgst er með undir- búningi tónleikanna og rætt er við forgöngumenn þeirra og nokkra hljómlist- armenn, m.a. Helgu Þórar- insdóttur lágfíðluleikara, sem lék í hljómsveitinni fyrir íslands hönd. Sjálfir tónleikamir verða á dagskrá sjónvarpsins nk. sunnudag, 9. febrúar kl. 22.55. Þýðandi er Rannveig Tryggvadóttir. I dagsins önn Unga fólkið og fíkniefnin ■■■■ Þátturinn „í -j Q 30 dagsins önn“ er 10— á dagskrá rásar 1 í dag kl. 13.30 í umsjá Boga Amar Finnbogasonar og Önnu G. Magnúsdóttur. Fjallað verður um unga fólkið og fíkniefnin og átak sem gera þarf í þeim efn- um. Þetta er fyrsti þátturinn af nokkmm sem verða á dagskrá á miðvikudögum hálfsmánaðarlega. í þess- um fyrsta þætti verður rætt við starfsmenn Fé- lagsmálastofnunar og Æskulýðsráðs Reykjavíkur sem nýlega hafa gefíð út tvo fræðslubæklinga, ann- an ætlaðan unglingum og hinn foreldmm. Ætlunin er að dreifa þeim og kynna í náinni samvinnu við skólayfírvöld og foreldrafé- lög. Nýlega var haldinn kynningarfundur fyrir for- menn foreldra- og kenn- arafélag í Reykjavík þar sem rætt var um hvemig standa bæri að dreifingu þessara bæklinga. Einnig verður í þættin- um rætt við fulltrúa nokk- urra foreldra er fundinn sátu, þau Friðrik G. Frið- riksson frá foreldrafélagi Melaskóla, Gunnlaugur Guðmundsson frá foreldra- félagai Hvassaleitisskóla og Vilborg Guðnadóttir skólahjúkmnarfræðingur í Austurbæjarskóla. Aðrir viðmælendur um- sjónarmanna em: Ámi Guðmundsson og Margrét Sverrisdóttir starfsmenn Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Stefanía Sörheller og Sigurður Ragnarsson frá Félagsmálastofnun. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 5. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.16 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.06 Morgunstund barn- anna: „Emil í Kattholti'' eftir Astrid Lindgren. Vilborg Dagbjartsdóttir les þýðingu sína (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.06 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaöanna. , 10.40 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólaf- ur Þóröarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 f dagsins önn - Unga fólkiö og fíkniefnin. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Bogi Arnar Finnbogason. 14.00 Miðdegissagan „Ævin- týramaöur," - af Jóni Ólafs- syni ritstjóra. Gils Guð- mundsson tók saman og les (25). 14.30 Óperettutónlist. a. „Skáld og bóndi", forleik- ur eftir Franz von Suppé. Fíladelfíuhljómsveitin leikur; Eugene Ormandy stjórnar. b. „Czárdásfurstafrúin", lagasyrpa eftir Emmerich Kálmán. „Salon"-hljóm- sveitin í Köln leikur. c. „Konungur flakkaranna" eftir Rudolf Friml. Mario Lanza og Judith Raskin syngja atriöi með kór og hljómsveit undir stjórn Constantine Callinicos. 16.16 Hvað finnst ykkur? Umsjón: örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 15.45 Tilkynningar.Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Tón- list eftir Joseph Haydn. a. Píanósónata nr. 22 f Es-dúr. Arthur Balsam leik- ur. b. Strengjakvartett i F-dúr op. 77 nr. 2. Aeolian-kvart- ettinn leikur. 17.00 Barnaútvarpiö. Meðal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýöingu Sig- urðar Gunnarssonar. Helga Einarsdóttir les (10). Stjórn- andi. Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu -Sjávar- útvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gísli Jón Kristjáns- son. 18.00 Á markaði. Fréttaskýr- ingarþáttur í umsjá Bjarna Sigtryggssonar um við- skipti, efnahag og atvinnu- rekstur. 18.16 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.60 Eftir fréttir. Bernharður Guömundsson flytur þátt- inn. 20.00 Hálftiminn. Elín Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.30 fþróttir. Umsjón: Samú- el Örn Erlingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.30 Skólasaga - Fyrstu barnaskólarnir á 18. öld. Guölaugur R. Guðmunds- son tók saman, lokaþáttur. Lesari með honum: Kristján Sigfússon. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- SJONVARP 19.00 Stundinokkar. Endursýndur þáttur frá 2. febrúar. 19.30 Aftanstund. Barnaþátt- ur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Álfta- veiðin eftir Jón Trausta. Sögumaður Þorsteinn Guð- jónsson, teikningar: Arna Gunnarsdóttir. Sögur snáksins með fjaöraham- inn, spænskur teiknimynda- flokkur, og Ferðir Gúllívers, þýskur brúðumyndaflokkur. 19.60 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttirog veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Samhljómurþjóöanna. Sænsk heimildamynd um tónleika í Stokkhólmi 8. desember 1985 lil eflingar friði og aöstoöar við svelt- andi börn. Alþjóöleg fil- harmóníuhljómsveit, skipuð hljóðfæraleikurum frá 55 MIÐVIKUDAGUR 5. febrúar löndum, flutti Sinfóníu nr. 8 í c-moll eftir Anton Bruckn- er. Fylgst er með undirbúningi tónleikanna og rætt er við forgöngumenn þeirra og nokkra hljómlistarmenn, m.a. Helgu Þórarinsdóttur, lágfiðluleikara, sem lék i hljómsveitinni fyrir (slands hönd. Þýöandi Rannveig Tryggvadóttir. Sjálfir tónleikarnir eru á dagskrá sjónvarpsins sunnudaginn 9. febrúar kl. 22.55. (Nordvision — Sænska sjónvarpið.) 21.16 Álíðandistundu. Þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eða þaöan sem atburðir liðandi stundar eru að gerast ásamt ýmsum innskotsatriðum. Umsjónarmenn Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsend- ingar og upptöku: Tage Ammentrup og Óli örn Andreassen. 22.15 Hótel Bandarísk sjónvarpsmynd, gerð eftir samnefndri skáld- sögu eftir Arthur Hailey. Aöalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Bette Davis. Myndin gerist meöal starfs- fólks og gesta á glæsihóteli í San Francisco. Starfsfólkiö stendur i ströngu að gera öllum til hæfis og halda í horfinu. Meðal gestanna er misjafn sauður í mörgu fé og ýmsar forvitnilegar sögur gerast innan veggja hótels- ins. I kjölfar þessarar mynd- ar fylgja 22 þættir um lífið á hótelinu. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.50 Fréttir i dagskrárlok. undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma (9) 22.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarövík. 23.00 Á óperusviöinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Ðagskrárlok. 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé 14.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 16.00 Núerlag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. .00 Dægurflugur Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. Fróttir eru sagðar i þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRJ 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.