Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986 39 i Enn sem fyrr eru menn orðlausir þegar glæsileg kona er kvödd á brott í blóma lífsins. Hún taldi það hamingju, að þeim er henni var annast um vegnaði vel. Ég þakka af hjarta allt það góða er Sigga lagði mér til. Ég á dýrmætar minningarperlur. Eina frá sunnudeginum 12. janúar sl. er við hittumst síðasta sinni. Hún fársjúk en alltaf gefandi. Með innilegri samúð til ykkar allra. A milli vina þögnin geymir þelið hlýtt það yiði tjáð með orðagjálfri einskis nýtt (Hðf. ðkunnur.) Vallý Fátt er betra en að eiga góðan vin og fátt er sársaukameira en að kveðja látinn vin og samheija, sem hverfur af sviði lífsins fyrirvaralítið og langt um aldur fram. í dag kveðjum við Sigurborgu Siguijóns- dóttur sem var einn af okkar skemmtilegustu og bestu sam- starfsmönnum hjá Hafskip hf. Hún var öllum kær, sem unnu með henni, og í miklu uppáhaldi hjá innlendum sem erlendum viðskipta- vinum félagsins, meðan það var og hét. Sigurborg vann á aðalskrifstofu við skrifstofustörf og um tíma á síðasta ári var hún að hluta til við símavörslu og leysti það starf af hendi, eins og allt annað, á þann hátt að orð fór af meðal þeirra, sem samband þurftu að hafa við félagið. Hún var hvers manns hugljúfí og vildi leysa úr vanda allra, sem erindi áttu. Meðal samstarfsmanna var hún ætíð fjallhress og hrókur í hveijum hópi. Enginn minnist þess að Sigurborg hafi ekki verið glöð og full af lífsfyöri, á hveiju svo sem gekk. Hún gat ætíð miðlað öðrum af gleði sinni og lífsspeki, sem gekk út á það að sjá góðu hliðamar á öllum málum. Sigurborg var glæsileg kona, sem allir tóku eftir. Snyrtimennska var henni í blóð borin. Umhverfí hennar á vinnustað var ætíð hreint og snyrtilegt. Rithönd hennar var einstaklega falleg og má segja að í henni hafí endurspeglast allt hennar líf. í raun má segja, að hún hafi búið yfír miklum hönnunar- og sköpunarhæfileikum. Ef hún hefði nú verið að velja sér lífsstarf, er það okkar skoðun, að Sigurborg hefði valið sér hönnun eða einhvers konar listsköpun. Þessi hæfileiki kemur glöggt fram í sonum hennar tveimur, Karli og Siguijóni Sig- hvatssonum, sem báðir eru lista- menn á sviði hljómlistar og kvik- myndagerðar. Sigurborg náði því áður en hún veiktist undir lok sl. árs að búa sér og manni sínum, Ragnari Ingólfs- syni, framkvæmdastjóra, gullfal- legt heimili í nýjum húsakynnum að Ofanleiti 29 hér í borg. Þar var hvert einasta handbragð þaulhugs- að og var oft gaman að hlusta á Sigurborgu lýsa því hvemig þau Ragnar ætluðu að búa um sig á nýja staðnum. Að verkinu loknu fór hún með manni sínum, sem um árabil hefur verið ein helsta driffjöð- ur Karlakórs Reykjavíkur, í söng- ferðalag með kómum til Austurrík- is. Skömmu eftir heimkomuna dundu hin skelfilegu tíðindi um sjúkleika hennar yfír okkur sam- ferðamenn hennar, eins og hol- skefla. Sigurborg stóð eins og klett- ur fram á sfðasta vinnudag í öllu öldurótinu sem Hafskip lenti í áður, en félagið varð undir í harðri bar- áttu viðskiptalífsins. Það var sama á hveiju gekk þessa daga, hún var liðtækur með- limur áhafnar Hafskips og tók öll- um látunum, sem dundu yfir skipti- borð félag3ins, með sinni góðu og björtu lund. Það er sárt fyrir okkur fyrrum starfsmenn félagsins að sjá á eftir einhveijum besta vinnustað sem hér fyrirfannst og á sama tíma að kveðja einn af okkar bestu samheijum. Minningin um Sigurborgu verður ætíð með okkur og lífsspeki hennar mun varða þá leið sem við eigum eftir ófama hér á jörðu. Við sendum eiginmanni hennar, sonum, tengdadætrum og öðrum nánum ættingjum og vinum, okkar innileg- ustu vinar- og samúðarkveðjur á sorgarstundu. Fyrrverandi samstarf smenn hjá Hafskip hf. Kveðja frá Kvenfélagi Karlakórs Reykjavíkur Með nokkrum orðum langar okkur að minnast elskulegrar fé- lagssystur okkar, Sigurborgar Sig- uijónsdóttur, er lést þann 28. jan- úar. Er góðir vinir falla frá líða minningar hjá hver af annarri. Sigurborg var ein af stofnendum kvenfélagsins sem hefur starfað í 20 ár og sat hún í stjóm í mörg ár m.a. sem ritari. Við minnumst hennar með virðingu og þökk fyrir allt það mikla starf er hún vann í félagi okkar. Sigurborg mun verða okkur ógleymanleg því í nærvem hennar fylltist allt hlýju og birtu. Hún var búin öllum þeim kostum sem fegra og bæta, var gædd listrænum hæfileikum og hafði næma fegurð- artilfinningu. Öll hennar handa- vinna var unnin af einstakri smekk- vísi og alúð og naut kvenfélagið góðsaf. Sigurborg gaf af sjálfri sér í öllu varðandi starfsemi kvenfélagsins eða kórsins. Það em ekki nema þrír mánuðir síðan við vomm í ferð Karlakórs Reykjavíkur um Mið- Evrópu og áttum við þar margar góðar stundir, eins og í öðmm ferð- um kórsins. Sigurborg var einstaklega vel greind og stórglæsileg kona og var hún ætíð verðugur fulltrúi okkar, ekki hvað síst á ferðum okkar hér heima. Við emm þakklátar fyrir að hafa átt Sigurborgu að vini. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginmanni hennar, Ragnari Ingólfssyni, sonum, foreldmm og öðmm ástvinum. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, Hann, sem þér huggun sendi, Hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andar friði ætíðsællifðunú. ^jjpj Blessuð sé minning hennar. Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur Það er erfítt að sætta sig við að hún Sigurborg sé farin frá okkur, kona á besta aldri er kölluð burt og enginn mannlegur máttur fær að gert til hjálpar. Hvfldin var henni best úr því sem komið var, eftir þær þjáningar sem hún hafði orðið að þola í veikindum sínum. Sigurborg Siguijónsdóttir og Ragnar Ingólfsson giftu sig að morgni 27. september 1966, og var það faðir Ragnars, séra Ingólfur Þorvaldsson, sem gaf þau saman. Um hádegi sama dag var haldið í brúðkaupsferð með skipinu Baltíka ásamt Karlakór Reykjavíkur og öðmm ferðafélögum, en Ragnar var formaður kórsins í fjölda ára og stóð Sigurborg við hlið Ragnars ávallt við hin ýmsu tækifæri á vegum kórsins og verða ótaldar þær mörgu stundir sem hún hafði opið hús fyrir erlenda sem innlenda gesti á vegum kórsins, svo og í starfi hans alltaf. Sigurborg var einstaklega smekkleg og listræn í sér og sást það best á þeirra fallega heimili. Það var í september á síðasta hausti, sem við nokkrir félagar úr kómum hjálpuðum þeim að flytja úr Ljósheimunum að Ofanleiti 29 í nýja og glæsilega íbúð, sem þau hjónin stóðu saman um að innrétta á ein- staklega smekklegan hátt. Þetta var aðeins nokkmm dögum áður en við héldum í tónleikaferð um Mið-Evrópu, annar frágangur var látinn bíða að ferð lokinni, en það vannst ekki tími til þess, svo brátt varð þetta. Sigurborg hafði yndi af því að gera fallegt í kringum sig, hún stundaði postulínsmálun hjá Elínu Guðjónsdóttur á Laugarásveginum og vom það fjölmargir munir sem hún gaf frá sér og prýddi heimili þeirra hjóna með. Það er stórt skarð sem hún skilur eftir sig í okkar hópi og við minn- umst hennar ávallt fyrir þá persónu sem hún hafði að geyma. Margs hefði mátt minnast í þessum fáu minningarorðum en við geymum það á meðal okkar um góða konu sem átti alltaf nóg af kærleik og hjartahlýju til handa öðmm. Við vottum foreldmm hennar, þeim Jóhönnu Sigfinnsdóttur og Siguijóni Ingvarssyni, sonum henn- ar, Karli og Siguijóni, fjölskyldum þeirra og ástvinum okkar dýpstu samúð. Ragnar minn, þú hefur mikið misst og sár er söknuðurinn. Þér er vottuð innileg samúð frá okkur kórfélögum. F.h. Karlakórs Reykjavíkur, Böðvar Valtýsson. t Systirokkar, SIGRÍÐUR H. STEFÁNSDÓTTIR fyrrverandi kennari, Ólafsvfk, sem lést hinn 28. janúar sl., verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Bílferð verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 8f.h. Frfða Stefánsdóttir Eyfjörð, Þorglls Stefánsson, Alexander Stefánsson, Gestheiður Stefónsdóttir, Erla Stefánsdóttlr. t Eiginkona mín, móðirokkarog dóttir, SIGURLAUG MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Selbraut 10, Seltjarnarnesi, sem lóst í Landspítalanum 29. janúar sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Jón Slgurðsson, Anna Jónsdóttir, PóturÁrnl Jónsson, Þóra Guðrún Jónsdóttir, Þóra Magnúsdóttir. Lokað vegna útfarar SIGURBORGAR SIGURJÓNSDÓTTUR í dag 5. febrúar milli kl. 13.00 og 15.00 e.h. Heildverslun Péturs Péturssonar hf., Suðurgötu 14. t Kongn mín, móðir okkar og tengdamóöir, ELÍNBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðnir, en þeir sem vilja minnast hennar láti Langholtskirkju í Reykjavík njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda, Brynjólfur Ketilsson, Ester Guðmundsdóttir, Ingi Karl Jóhannesson, Þorkell Bjarnason, Margrét Jóhannsdóttir. t Útför föðurbróður okkar, HARALDAR JÓNSSON AR, rafvirkjameistara, Dalbraut 27, fer fram frá Nýju Fossvogskapellunni fimmtudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Hjördfs Þorsteinsdóttir, Hörður S. Þorsteinsson. t Unnusti minn og bróðir okkar, HARALDUR ÁSGEIRSSON, sem lést af slysförum föstudaginn 31. janúar, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. febrúar kl. 10.30. María V. Ragnarsdóttir, Helga Ásgeirsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Jóhanna Asgeirsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir. t Þakka innilega auðsýndan hlýhug við andlát og útför FILIPPÍU BLÖNDAL. Ólafur Kristjánsson. t Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR THORLACIUS, Vesturgötu 55. Fyrir hönd vandamanna. Daníel Danfelsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát BRYNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Mávabraut 9d, Keflavfk Haraldur Hinriksson, Eyþór Örn Haraldsson, foreldrar, systkini og tengdaforeldrar. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS ÓLAFSSONAR pfpulagningameistara, Bogasíóð 27, Vestmannaeyjum. Kristfn Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför GUÐJÓNS HERMANNSSONAR, Skuggahlfð, Norðflrði. Valgerður Þorleifsdóttir, Guðgeir Guðjónsson, Herdfs V. Guðjónsdóttir, Steinþór Þórðarson, Sigrún Guðjónsdóttir, Sigurþór Valdimarsson og bamabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.