Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Seljendurfyrirtœkja Greiðið lágmarks sölukostnað. Leitið upplýsinga á skrifstofunni. Innheimtaisf sími 31567. Innheimtuþjónusta — miðlun fyrirtækja og fasteigna. Suðurlandsbraut 10. Opið 10—12 og 13.30—17. Einar Jónsson hdl. Rétt hitastig í öllum herbegjum Betri líðan! OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA IZUMI STÝRILIÐAR Allar stærðir fyrir allar spennur. Festingar fyrir DIN skinnur. ; Gott verð. s = HÉÐINN = VÉLAVÉRZLUN-SlMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggjafasa rafmótora allt að 30 hö. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA Kveðjuorð: Theódór Gunnlmigs- son frá Bjarmalandi Fæddur 27. mars 1901 Dáinn 12. mars 1985 Þann 12. mars síðastliðinn barst okkur Öxfirðingum búsettum sunn- an heiða sú sorgarfregn, að sá ágæti, þjóðkunni sveitungi okkar, Theódór Gunnlaugsson bóndi, nátt- úrufræðingur og rithöfundur frá Bjarmalandi væri látinn. Hann hafði orðið bráðkvaddur þá um morguninn, hnigið skyndilega út af í stól sínum án þess að nokkur veitti því sérstaka athygli og hvarf þannig hljóðlega á þann hátt sem æskilegastur er, yfír á önnur og hulin tilverusvið. Þótt ég vissi vel um aldur þessa gamla og góða vinar míns og kenn- ara, hann vantaði aðeins nokkra daga til þess að ná 84 ára aldri, og væri vel kunnugt um að heilsu hans væri þannig háttað að kallið gat komið hvenær sem var, þá kom mér þessi fregn engu að síður á óvart. Og raunar hlýtur andláts- fregn góðs vinar alltaf að koma á óvart hver sem aldurinn er. Við vonumst ávallt til að geta haldið vináttutengslunum góðu sem lengst og hljótum því að hrökkva við með djúpa hryggð í huga, þegar fregnin berst um það að nú sé þess enginn kostur lengur. Theódór frá Bjarmalandi var á ýmsan hátt alveg einstakur áhuga- og athafnamaður. Hann var ekki aðeins mikilvirkur bóndi og ágætur heimilisfaðir um áratugaskeið, heidur einnig þjóðkunnur rithöfund- ur og sjálfmenntaður náttúrufræð- ingur og náttúruskoðari, sem vakti almenna athygli fyrir fróðlegar og skemmtilegar bækur, sem hann sendi frá sér og skráði, og fyrir ótrúlega margar áhugaverðar rit- gerðir um ýmis náttúrufræðileg efni, sem birtust í blöðum og tíma- ritum. Þessa kunna og ágæta sveitunga míns og vinar verður hér minnst með aðeins nokkrum orðum. Theódór fæddist 27. mars árið 1981 á Hafursstöðum í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Gunniaugur Þorsteinn Flóventsson bóndi þar og Jakobfna Rakel Siguijónsdóttir. Hann var yngstur í hópi fimm systkina sem upp komust og öll urðu líka merkir og kunnir þegnar. Hann útskrifaðist úr Samvinnuskól- anum vorið 1920 og var síðan kennari næstu vetur, í Öxarfjarðar- hreppi 1921—1923 og 1925—1926 og í Fjallahreppi 1923—1925. Við tveir gamlir sveitungar og vinir sem báðir voru í farskóla Öxarfjarðar á þessum árum hjá Theódór, hittumst nýlega og riQuð- um upp gamlar minningar frá þeim árum. Okkur bar ágætlega saman um að Theódór hefði verið einstak- lega góður og skemmtilegur kenn- ari, sem okkur þótti öllum vænt um. Alveg sérstaklega munum við þó eftir hve hann lék sér oft við okkur, sagði skemmtilegar sögur og fór í gönguferðir með okkur út í náttúr- una þegar vora tók, til þess að fræða okkur um jurtir, dýr og steina og um fegurð himins og jarðar. Ahugi náttúrufræðingsins og nátt- úruskoðandans var þá að sjálfsögðu vaknaður fyrir löngu. Þótt Theódór væri einkar áhuga- samur og farsæll kennari, hafði hann ekki kennarapróf, kaus því að draga sig í hlé og gerðist bóndi á fæðingarstað sínum, Hafursstöð- um, árið 1925. Það sama ár kvænt- ist hann unnustu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur frá Svínadal í Keldu- hverfi. Næstu þrettán árin bjuggu ungu hjónin í sambýli við Helga, bróður Theódórs. En árið 1935 fluttu þau í nýtt og myndarlegt steinhús sem þau höfðu byggt sem nýbýli úr Hafursstaðalandi og nefndu Bjarmaland. Eftir það kenndi The- ódór sig alltaf við býli sitt. Eins og kunnugir vita eru Haf- ursstaðir syðsti bær í Öxarfírði, langt frá alfaraleið. Hér var því um afar stórt átak að ræða hjá ungu hjónunum og sýnir að sjálfsögðu best áræði og dugnað Theódórs. Og vitaskuld réðst ungi bóndinn í verulega nýrækt sem mikill kostn- aður fylgdi. En með fágætum dugnaði og fyrirhyggju tókst ungu hjónunum að vinna bug á öllum erfíðleikum sem þessum fram- kvæmdum fylgdu. Og þama bjuggu þau síðan myndarbúi til ársins 1957 eða samtals nítján ár og með árunum á Hafursstöðum bjuggu þau sam- tals á fæðingarstað Theódórs í 32 ár. _ Á þessum árum eignuðust þau hjónin fímm mannvænleg böm sem öll hafa reynst ágætir þegnar eins og foreldramir. Þau em þessi eftir aldursröð: Þorbjörg f. 13. júlí 1926, gift Sigurði Gunnarssyni frá Amar- nesi í Kelduhverfí, búsett á Húsa- vík; Guðmundur f. 1. október 1927, bóndi á Austara-Landi í Öxarfírði, ókvæntur; Gunnlaugur f. 1. desem- ber 1929, bóndi á Austara-Landi í Öxarfírði, ókvæntur; Halldóra f. 23. mars 1933, húsfreyja á Húsavík; Guðný Anna f. 24. ágúst 1947, húsfreyja á Húsavík. Þótt mestur tími Theódórs færi að sjálfsögðu löngum á þessum ámm í bústörfín, í forsjá stórs heimilis, sinnti hann engu að síður mörgu öðm. Hann vann til dæmis að ýmsum félagsmálum fyrir sveit sína og var mörg ár endurskoðandi hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga. En langmestum tíma auk bústarf- anna, mun hann þó hafa varið til refaveiða, ritstarfa og náttúm- fræðiiðkana. Snemma á þessu árabili tekur hann að sér refaveiðar í Öxarfirði og einnig stundum í öðmm sveitum. Og á því sviði náði hann slíkri leikni, lærði svo til fulls að þekkja öll viðbrögð og háttemi lágfótu, og einnig líkja eftir öllum hljóðum hennar, sem em margvísleg eftir ýmsum aðstæðum dýrsins, að hann varð landskunnur fyrir þessa fá- gætu þekkingu sína á íslenska refn- um. Ög ekki dró það úr orðstír hans á þessu sviði, þegar hann sendi frá sér stóra og fróðlega bók um rebba, sem hann nefndi „Á refaslóð- um“. Búnaðarfélag íslands gaf bók- ina út 1955 og er hún nú löngu uppseld. En engu minni tíma mun þó Theódór hafa eytt til náttúmfræði- iðkana af margvíslegu tagi og fjöl- margra fræðigreina, sem hann skrifaði og birtust bæði í blöðum og tímaritum á þessum ámm. Er næsta furðulegt að hugsa um hvemig hann gat komið þessu öllu f verk með umsjá stórs heimilis. Þá má ekki gleyma að geta þess að hann bætti mjög silungastofninn í Hafursstaðavatni með klaki og var ömgglega fyrstur manna við slík störf á þessum slóðum. Einnig er skylt að geta þess að hann var forgöngumaður í héraðinu fyrir refarækt og rak sjálfur lengi stórt refabú á Bjarmalandi um þetta leyti. Em hér enn framtalin glögg dæmi um árvekni Theódórs og dugnað. Þetta mun hafa verið á ámnum kringum 1930. Af ástæðum sem hér verða ekki raktar sérstaklega, tók fjölskyldan þá erfíðu ákvörðun árið 1957 að flytja burt frá Bjarmalandi og setj- ast að á Austara-Landi í Öxarfírði sem þá var laus til kaups og öll aðstaða til búskapar var miklu auðveldari en frammi í heiðinni. Synir hjónanna, þeir Guðmundur og Gunnlaugur, vom þá fullvaxnir fyrir nokkm, ákveðnir í að verða bændur og tóku því að sér bústjóm- ina á Austara-Landi. Þótt Theódór vantaði enn fjögur ár í sextugt var hann farinn að þreytast töluvert vegna óhemju erfiðis fyrri ára svo það kom sér einkar vel að hann gæti farið að hægja nokkuð á sér og þá jafnframt sinna meira hugð- arefnum sínum, sem alltaf vom mörg eins og fyrr. Þar áttu þau hjónin síðan heima með sonum sín- um í nítján ár, eða til ársins 1977 er þau fluttu til dóttur sinnar og tengdasonar sem bjuggu á Húsavfk til að nú hefði faðir þeirra það eins frjálst og hann vildi. Þeir vissu vel að hann var enn með hugann fullan af alls konar viðfangsefnum sem hann langaði tii að festa á blað. Og þetta notaði hann sér að sjálf- sögðu, einkum nokkm eftir að hann var orðinn sextugur og var nú mikilvirkari við ritstörf sín og rann- sóknir en nokkm sinni fyrr. Á þessum ámm skrifaði hann meðal annars tvær stórar og fróðlegar bækur sem út vom gefnar og §ölda fræðigreina um náttúmfræðileg efni. Bækumar em Nú brosir nótt- in, brot úr endurminningum Guð- mundar Einaresonar refaskyttu frá Brekku við Önundaifyörð, gefín út á Akureyri árið 1960 og Jökulsár- gljúfur, íslenskur undraheimur, út- gefin á Akureyri árið 1975 og aftur 1983. Síðari bókin er fræðibók um hið stórkostlega náttúmundur, Jökuls- árgijúfrin öxfírsku og Ásbyrgi, en þar var enginn íslendingur kunn- NLISTARFÉLAGIÐ TÓNLEIKAR laugardaginn 8. febrúar kl. 14.30Í Austurbæjarbfói. Nancy Weems píanó Verk eftir: Beethoven, Brahms, Chopin, Prokofiev Miðar við innganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.