Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Æfing’ hjá ungl- ingalandsliðinu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: ★ ★ ‘/2 Leikstjóri Joel Schumacher. Handrit Schumacher og Carl Kurlander. Klipping Richard Marks. Kvikmyndataka Step- han H. Burum, A.S.C. Tónlist David Doster. Búningar Susan Becker. Aðalhlutverk Emilio Estevez, Rob Lowe, Andrew McCarthy, Demy Moore, Judd Nelson, Ally Sheedy, Mare Winningham. Bandarísk, frá Columbia, gerð 1985.110 mín. St. Elmo’s Fire er byggð í kringum nokkra úr hópi bestu leikara Bandaríkjamanna í dag af yngri kynslóðinni. Nokkrir þeirra léku samn í hinni ágætu mynd Hughes, The Breakfast Club, hún kemur því gjaman upp í hugann og ekki síður Diner og The Big Chill Kasdans. Hún ijallaði um nákvæmlega sama þemað. Þar voru skólasystkinin aðeins prðin eldri. S.E.F. tekur fyrir vandamálin sem spretta upp hjá sjömannaklíku þegar þrítugsaldurinn tekur við. Hún hefur haldið saman í gegnum menntaskólanámið en ýmsar að- stæður eru í þann mund að breyta lífsmunstri einstaklinganna og fjarlægja þau hvort öðru. Sum þeirra halda enn áfram í skóla, önnur eru komin út í atvinnulífíð og svo er náttúrlega að fínna veika hlekkinn í keðjunni. Handritið er ekki í hefðbundn- um stfl heldur rokkar söguþráður- inn frá einni persónu til annarrar, (líkt og í The Big Chill), frá degi til dags. Og þegar nánar er aðgætt þá kraumar ýmislegt undir sléttu yfírhorðinu. Tæpast eru þau átök þó nógu safarík að þau dugi myndinni til framdráttar, hún stendur mun frekar með því hversu vel hefur tekist að manna hlutverkin réttum manngerðum og góðum leikurum. Sjömenning- amir klæða öll hlutverkin holdi og blóði með mikilli piýði, þó rullumar séu misjafnlega vel gerðar og matarmiklar. Demy Moore tekur miklum stakkaskiptum frá Blame it on Rio þar sem hún var utangátta í lélegu hlutverki. Judd Nelson, Andrew McCarthy og Emilio Estevez standa allir fyrir því sem af þeim var vænst. Sama máli gegnir um hinar efnilegu leikkon- ur Ally Sheedy og Mare Winning- ham. Rob Lowe fær veigamesta hlut- verkið, saxófónleikarann Billy, sem á erfítt með að fullorðnast og er svarti sauður klíkunnar. Þessi piltur hefur allt með sér, bæði hæfíleikana og útlitið. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni og það sama má segja um aðra aðalleikara S.E.F. Þau bjarga henni frá meðalmennskunni, glæða hana lífí með næmum leik og skýrri per- sónusköpun. Þau leiða og hugann að þeirri miklu breidd ungra, efnilegra Ieikara sem Bandaríkja- menn geta státað af í dag, og bjargað hafa sumum hinna §öl- mörgu „unglingamynda" samtíð- arinnar fyrir hom. St. Elmo’s Fire er ein þeirra. Hér má sjá lungann úr „unglingalandsliði" bandarískra leikara á góðri stund í St. Elmo’s Fire. Hjálparsveitarmenn á Héraði við hinn nýja farkost sinn. Morgunbiaðið/óiafur Egilsstaðir: Hjálparsveit skáta eign- ast nýja torfærubifreið Umboðsmaður Toyota á Héraði, Sigurður Rögnvaldsson, afhendir Þórhalli Pálssyni, formanni Hjálparsveitar skáta á Fljótsdals- héraði, lyklana að LandCruiser jeppanum. E^ilsstöðum, 3. febrúar. HJALPARSVEIT skáta á Fljótsdalshéraði hefur nú eign- ast Toyota LandCruiser STW-jeppabifreið — sem ætlun- in er að búa fullkomnum fjar- skipta- og sjúkratækjum svo að bifreiðin megi jöfnum höndum nýtast til leitar- og björgunar- starfa hjálparsveitarinnar og í viðlögum sem almenn sjúkra- bifreið á Héraði. Formaður Hjálparsveitar skáta á Fljótsdalshéraði, Þórhallur Páls- son, tók formlega við bifreiðinni í gær er umboðsmaður Toyota á Héraði, Sigurður Rögnvaldsson, afhenti honum lykla bifreiðarinn- ar. Þórhallur kvaðst mjög ánægður með bifreiðina og taldi hana henta vel starfsemi hjálparsveitarinnar auk þess sem hún væri talin ódýr í rekstri. Að niðurfelldum aðflutn- ingsgjöldum mun bifreiðin kosta rétt innan við 700 þús. kr. — en eftir er að gera ákveðnar breyt- ingar á bifreiðinni svo hún megi þjóna hlutverki sínu sem best og auk þess á eftir að koma fyrir sjúkratækjum, talstöð og aðvör- unarljósum. Allt mun þetta kosta um 200 þús. kr. til viðbótar. Kaup nýju bifreiðarinnar hafa verið fjármögnuð með sölu eldri bifreiðar og ágóða af sölu flugelda nú fyrir áramótin — sem raunar er og hefur verið ein helsta tekju- lind hjálparsveitarinnar. Ágóðinn af flugeldasölunni hefur heldur dregist saman hin síðari ár að sögn Þórhalls — bæði vegna minnkandi Qárráða almennings svo og vegna harðnandi sam- keppni um þessa fjáröflunarleið. Hjálparsveitin hefur sótt um fjárstyrk til Rauða kross íslands til að standa straum af þeim kostnaði sem hljótast mun af fyrirhuguðum breytingum á LandCruiser-jeppanum og væntir ennfremur framlaga frá sveitarfé- lögum á Héraði til rekstrar hjálp- arsveitarinnar svo sem verið hefur undangengin ár. Hjálparsveit skáta á Fljótsdals- héraði er nú allvel búin björgunar- tækjum. Auk jeppans góða á sveitin 2 snjósleða af Polaris-gerð og nýjan Aktiv-sleða — og ætlunin er að búa nýja sleðann lóran- tækjum, þótt síðar verði er fjár- hagur vænkast. En á síðasta ári festi hjálparsveitin kaup á hús- næði undir starfsemi sína í Lyng- ási 6 hér á Egilsstöðum. Um næstu helgi hefst námskeið á vegum Hjálparsveitar skáta á Fljótsdalshéraði og verður þar einkum fjallað um notkun átta- vita, kortamælingar og búnað björgunarsveita. Námskeiðið er einkum ætlað nýliðum og verður bæði bóklegt og verklegt. Björg- unarskóli LHS mun sjá um nám- skeiðshald þetta. Að sögn Þórhalls Pálssonar eru þjálfunarmál björgunarsveita nú mjög í brennidepli og nefnd starf- andi til að móta tillögur um samræmdar reglur um búnað og þekkingu þeirra sem starfa í björgunar- og hjálparsveitum. Félagar í Hjálparsveit skáta á Fljótsdalshéraði eru um 20 talsins. Konur á miðöldum Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Angela M. Lucas: Women in the Middle Ages. Rel- igion, Marriage and Letters. Harvester Press 1985. Staða og kjör kvenna í samfélög- um nú og fyrrum hafa verið og eru mjög til umræðu. Fj'öldi rita hafa birsi um þessi efni og meðal þeirra er þetta rit, skrifað af fyrirlesara í ensku og enskum bókmenntum við St. Patricks-háskólann, Maynooth á írlandi. Lucas segir í formála að hún fjalli um hjónabandið, skráðar heimildir og skáldskap sem lýsi stöðu kvenna á umræddu tímabili og áhrif trúarbragða og þátttöku kvenna innan kirkjunnar. Höfundur leitar einkum heimilda í enskum heimildum og bókmenntum frá miðöldum og síðmiðöldum og einnig í heimildum utan enska heimsins, þegar tilefni gefst til. Höfuðþemað er staða enskra kvenna og verksvið. Tíminn sem ritið spannar er frá 5-6 öldframáþá 15. Ríkjandi skoðun á eðli kvenna á miðöldum var reist á kenningum kirkjunnar og skoðunum Aristote- lesar um líffræði (sbr. Historia Animalium. London 1965-70), Albertus Magnus er sporgöngu- maður Aristotelesar, svo og Thomas Aqvinas. Þeir telja allir að þáttur konunnar í getnaði og líkamlegt tillag hennar sé veigaminna en karlmannsins og að karlmaðurinn sé á allan hátt konunni fremri um líkamlegt og andleg atgervi. Þetta voru vísindi þeirra tíma, talin sann- leikur. Siðferðilega var konan álitin veikburða andleg vera, sbr. greiðari aðgang illra afla að kvenmanninum en karlmanninum. Veiklyndi Evu í árdaga var einlægt talin sanna þessa skoðun. Höfundur rekur þess- ar kenningar og þær sem af þeim spruttu. „Á hverfanda hveli/ voru þeim hjörtu sköpuð/ brigð í brjóst um lagin" gat verið mottó um konuna sem slíka. Það gætir, þrátt fyrir þessar neikvæðu skoðanir á konunni á miðöldum, mikils tvískinnungs. Á sama tíma og þessi sónn kvað við voru hin dýrðlegustu lof- og ástar- kvæði ort til kvenna og af öllum mennskum verum var engin lofuð meir en María. Höfundur telur að hafí konur lifað samkvæmt þeim reglum og hugmyndum sem ríkj- andi voru í samfélaginu um stöðu þeirra, þá hafi þær notið mun meira frelsis, en talið er nú á dögum. Meðal æðri stéttanna tók hún að sér hlutverk eiginmannsins, þegar hann forfallaðist og meðal lágstét- tanna starfaði hún við hlið eigin- mannsins við framleiðslu, á akri og engi. Hún tók fullan þátt í „atvinnu- lífinu" auk þess sem hún sá um uppfóstrun bama og heimilisstörf. Menningarlega var hlutur konunnar þýðingarmestur, Lucas telur að enskan hafí fyrst og fremst mótast af framlagi kvenna, fóstra, vinnu- kvenna og mæðra. Þrátt fyrir lífeðl- isfræðilegar athuganir fomra heim- spekinga og útlistanir kirkjufeðra var konan metin að verðleikum innan sinnar stéttar. Hugmyndir Engil-Saxa um stöðu konunnar voru nokkuð aðrar en hugmyndir Normanna. Fomgermönsk lög og rómverks Iög stönguðust á varðandi réttarstöðu kvenna og með kristn- inni vænkast hagur kvenna í sið- menningarátt. Höfundurinn byggir rit sitt á miklu safni heimilda frá miðöldum og umfjöllun um þær frá ýmsum tímum, heimildaskráin er 14 bls. Þetta er vandað rit og vel skrifað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.