Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986 Lánasjóður íslenskra námsmanna, þekk- in g og vanþekking eftirJón Hjaltason i Upp á síðkastið hefur orðið mikil umræða um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Eins og geng- ur hefur sitt sýnst hveijum og er ekkert nema gott um það að segja. Öllu lakara er þó að mikið hefur borið á hálfsannleika í málflutningi manna, svo ég segi nú ekki beinum rangfærslum og ósannindum. Þessi fáfræði (því vonandi er þetta ekki annað en vanþekking) hefur jafnvel teygt anga sína inn fyrir veggi lána- sjóðsins og menntamálaráðuneytis- ins sjálfs. Þetta er vitaskuld miður því það er nauðsynlegt að fólkið í landinu, þar með taldir ráðherrar og þing- menn, fái rétta mynd af starfsemi sjóðsins. Það er engum í hag að alið sé á fordómum gegn honum, nema ef vera skyldu þeir sem álíta að ríkisvaldið eigi ekki að stuðla að jöfnum rétti og jöfnum tækifær- um almennings til að menntast í skóla. Á því getur ekki leikið nokkur vafí að sjóðurinn er það besta tæki, sem við í dag, eigum til að ná þessu markmiði. En er nema von að menn geri sér rangar hugmyndir um tilhögun sjóðsins, og ekki síður námslána, þegar sjálfur formaður stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna fer ekki betur með sannleikann en raun ber vitni (sjá „Smátt og stórt", Dagur 7. jan. og 15. jan. 1986)? Hann lætur hafa eftir sér að náms- menn fái 20.900 kr. á mánuði séu þeir einir á báti en 50.170 sé um hjón að ræða með eitt bam. í öðru lagi segir formaðurinn, um endur- greiðslur námslána, að þær hefjist þremur árum eftir námslok, megi aldrei fara fram yfir 5% af heildar- launum viðkomandi, standi í 40 ár hið lengsta og sé þá eitthvað enn ógreitt af skuldinni fymist það. í þriðja lagi segir formaðurinn að ekki sé ólagengt að námsmenn skuldi 3—4 milljónir að námi loknu. Lítum nú nánar á þessar fullyrð- ingar. II Þær tölur sem formaðurinn nefn- ir um upphæð námslána em réttar „Um endurgreiðslu námslána gilda nokkuð flóknar reglur, þau eru verðtryggð en bera enga vexti umfram það sem lánskjaravísitalan stígur.“ en staðhæfíngin er engu að síður gott dæmi um hálfsannleika. Þetta em tölur um námslán eins og þau geta örðið hæst. Einstaklingur fær nefnilega alls ekki 20.900 kr. í námslán á mánuði nema hann hafí haft innan við ákveðna upphæð í sumarlaun. Til að skýra þetta betur má nefna að til að fá fullt námslán í vetur mátti viðkomandi ekki hafa hærri tekjur síðastliðið sumar en sem námu tæpum 19.500 kr. á mánuði. Það sem var umfram þetta tekjumark verkaði til lækkunar á námslánið. Þannig fékk einstakl- ingur, sem var með 130 þúsund krónur í sumartekjur (fyrir fjóra mánuði), um 10.000 kr. á mánuði í námslán mánuðina október, nóv- ember og desember. Annað dæmi má taka af fjöl- skylduföður með tvö böm á fram- færi. Sumartekjur hans 1985 voru 87.000 kr. Námslán sem hann fær er þá rúmar 10.000 kr. í september (þar sem námið hófst ekki fyrr en 20. þess mánaðar), og síðan 18.800 á mánuði í október, nóvember og desember. í þessu tilviki er maki einnig námsmaður, svo tekjur hans geta engu breytt í þessu dæmi. Raunar koma nær allar peninga- greiðslur, sem námsmaðurinn fær, til frádráttar frá námslánum hans, hvort heldur það er sumarhýran eða laun fyrir einhveija aukavinnu að vetrum, atvinnuleysisbætur eða örorkubætur, bamabætur eða námsstyrkir, svo eitthvað sé nefnt. Af þessu má draga þá ályktun að langflestir þeirra námsmanna, sem stunduðu launavinnu síðastliðið sumar, hafa ekki fengið 20.900 kr. (eða 50.170 kr.) í námslán á mánuði það sem af er vetrar — þeir hafa fengið lægri upphæð. III Um endurgreiðslu námslána gilda nokkuð flóknar reglur, þau em verðtryggð en bera enga vexti umfram það sem lánskjaravísitalan stígur. Það ætti þó að geta orðið morgunljóst hveijum fulllæsum manni að hvergi, hvorki í lögum né reglugerð fyrir lánasjóðinn, er vikið að því einu orði að árleg endurgreiðsla námsmanns af námsláni mégi ekki fara fram úr 5% af tekjum hans (árstekjum væntanlega). Þessi tala er því heimatilbúin. Hitt er svo annar handleggur að ráðamenn hafa venjulega ekki talið sér skylt að fara eftir opinberum ákvæðum um rekstur og stjóm sjóðsins. Og er þá komið að spumingunni um endurgreiðslutíma námslána. í 8. grein laga um námslán og námsstyrki, frá 13. maí 1982, segir eftirfarandi: „Endurgreiðslum skal ljúka ekki síðar en 40 árum eftir að þær heijast...“ Um haustið 1984 fengu náms- menn veður af nýjum reglum um endurgreiðslu námslána. Mjög var hert á endurgreiðslum lánanna og fyming þeirra átti að heyra sögunni til. Og á forsíðu bæklingsins, sem kynnti þessar nýju reglur og lána- sjóðurinn gaf út, stóð orðrétt: „Endurgreiðsla stendur í 20 ár hið lengsta." Þannig hefur hægri höndin ekki vitað hvað sú vinstri hefur aðhafst í málefnum lánasjóðsins. Maður skyldi þó ætla að það væri núver- andi menntamálaráðherra innan- handar að grennslast fyrir um þær geðþóttaákvarðanir er fyrirrennari hans tók og snertu sjóðinn. Um þá staðhæfíngu formanns stjómar lánasjóðsins, að ekki sé óalgengt að námsmenn skuldi sjóðnum 3—4 milljónir að námi loknu, er óþarfí að hafa mörg orð. Hún dæmir sig sjálf og formanninn um leið. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur atundar nám íheim- spekideild Háskóla. íslands. Frá kökubasamum þar sem fjölmenni var strax við opnun Kökubasar til styrktar skólabókasafni Selfossi, 28. janúar. FORELDRA- og kennarafélag Barnaskólans á Selfossi hefur verið vel virkt í sínu starfi og haft frumkvæði að því að bæta aðstöðu nemenda. Núna vinnur félagið að því að innrétta bókasafn fyrir nemendur og er það þörf framkvæmd. Til að fjarmagna verkið var sl. sunnudag haldinn mjög myndarlegur köku- basar þar sem kökur skiptu hundr- uðum. Kökumar seldust upp á skömmum tíma og almenn ánægja með framtakið. Krakkamir f skólanum lögðu metnað sinn í það að láta baka myndarlega heima hjá sér og ekki vora þau síður áhugasönm um að keyptar voru kökur á basamum og voru víða á borðum myndarlegustu hnallþórar í miðdegiskaffinu sl. sunnudag. Sig. Jóns. Auður Guðbrandsdóttir eigandi þvottahússins Hveralíns. Með henni er tengdadóttir hennar, Hólmfríður Hilmisdóttir. Þvottahúsið Hveralín er flutt í nýtt húsnæði Hveragerði, 28. janúar. ÞVOTTAHUSIÐ Hveralín flutti nýlega í nýtt og rúmgott húsnæði að Reykjamörk 1, en þar var áður um langt skeið raftækjaverslun og Rafmagnsverkstæði Suðurlands. Eigandi Hveralíns, frú Auður Guðbrandsdóttir, keypti helming hússins og hefur innréttað að nýju og bætt við nýjum og fullkomnum tækjum. Auður hóf rekstur þvottahússins fyrir einu ári í skúrbyggingu á lóð- inni við húsið sitt að Dynskógum 5 hér í bæ. Ætlunin var að skapa sér hlutastarf með heimilisstörfunum. Hér hefur ekki verið boðið upp á slíka þjónustu áður og því allt óvíst um aðsókn að svona fyrirtæki. En fólk var fljótt að átta sig á þessum þægindum og bæði einstaklingar og fyrirtæki hófu strax viðskipti. Viðskiptavinimir koma víða að, úr þorpinu og nágrenni, frá Selfossi og víðar, en stærsti viðskiptaaðilinn er Dvalarheimilið Ás, Ásbyrgi. Auður keypti upphaflega sænska þvottavél sem ætluð er fyrir gufu og er það fyrsta vél sinnar tegundar hér á landi. Hefur hún reynst mjög vel og hefur Auður bætt annarri við, auk fleiri góðra tækja, segir hún að gufan sé miklu meiri hags- bót en fólk almennt geri sér grein fyrir. Nú vinna í þvottahúsinu fímm stúlkur auk Auðar, þar af ijórar í hálfu starfi. Auður segir að sér finnist rekst- urinn hafa gengið með ólikindum vel og sé hún að vona að hann eigi framtíð fyrir sér. Eiginmaður Auðar er Sigurður Sólmundarson smiður, listmálari og handmenntakennari. Hefur hann stutt konu sína vel við stofnun fyrirtækisins og m.a. gert allar þessar smekklegu innréttingar og standsetningu á húsakynnum. Auk þessara starfa er Auður mikil fé- lagsmálakona og er m.a. hrepps- nefndarfulltrúi fyrir Alþýðubanda- lagið. Sigrún getrmuía- VINNINGAR! 23. leikvika - leikir 2. febrúar 1986 Vinningsröð: 1 X1-1 1 1-2 1X-1 1 1 1. vinningur 12 réttir: kr. 154.515,-. 51727(4/11) 52140(4/11) 533392(4/11) 82023(4/11)* 56009 (4/11)♦ 100692 (6/11) 126461(6/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 1.964,- 1280 41848 52633+ 69660 81122*+ 102596 125991+ 13,1372 + 3358 42378 52746 69741 81512 103161+ 126136 131376* 5881 43288 53354 69857 81903* 103686 126152*+ 131511 8315 43412 53680 70099 95817 104045 126295+ 132376 8456* 43889 54519 70210 95819 104361 126457+ 132574* 9990 45460 56138 71006 96048 104969 126458+ 132660* 10701 45497+ 56447*+ 71054 ■96355 105698 126470+ 133206*+ 14015+ 46878* 57861*+' 71147 96461+ 105703 126471+ 133211*+ 14887 46899* 58897 71923 96487+ 106182 126487* 133601 14901. 47262 58911 72120 98374+ 106574 126795- 133698 16826 47459 60245+ 72125 99318 106698 126882 134106*+ 16859 48082* 60429 73248 99457 107536 126891 134577 17934 48771* 60862 73637+ 99542 108139 127037 135590 20784 48856 61439 73780* 99561+ 109047 127429 135765+ 23457 48880* 61833 76429 99761+ 109186 127689 135855 24146+ 49060 62290*+ 77656*+ 100121 109206 127912 135969 25584 49515* 63457*+ 77658*+ 100249 109237 127933* 136255*+ 27439 50204 63893 77930 100333 110262 129251 136277 28898 50575+ 64524+ 78345 100365 110288 130816 136309+ 40078 51153 66834 79466+ 100792 111559 130916* 167377 40514 51758* 67998 80752 101823 111568 131311 183744 41516* 51979 69651 80878 102528 125891* 131320 * » 2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 24. febrúar 1986 kl. 12.00 á há- degi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavfk. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kænjfrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.