Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 23 Blóðflokkarannsóknir í barnsfaðernismálum eftir Ólaf Bjarnason Vegna nokkurrar ónákvæmni í frásögn af blóðrannsóknum í bams- faðemismálum hér á landi, sem birtist í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins 2. febrúar síðastliðinn vill undirritaður, sem hefír undanfarin 20 ár borið ábyrgð á þessum rann- sóknum koma á framfæri eftirfar- andi. Sögulegt yfirlit. Sá sem fýrstur flokkaði blóð manna hér á landi var Stefán Jónsson læknir, sem var fyrsti dósent í sjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands og for- stöðumaður Rannsóknastofu Há- skólans 1917—1923 og jafnframt kennari í réttarlæknisfræði árin 1919-1923. Flokkaði Stefán blóð 800 manna (400 karla og 400 kvenna) frá ýmsum stöðum á landinu og birti niðurstöður sínar í 5. og 6. tölublaði Læknablaðsins 1922. Gat hann þess í greininni að nota mætti þessar flokkanir við rannsóknir bamsfaðemismála. Það varð þó ekki fyrr en Niels Dungal hafði tekið við sem forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans og kennari í sjúkdóma- og réttarlækn- isfræði 1926 að farið var að nýta þessar blóðflokkanir við rannsóknir bamsfaðemismála, en hann fram- kvæmdi fyrstu rannsóknina af þessu tagi þann 1. september 1928. Fyrsti hæstaréttarúrskurður um útilokun í bamsfaðemismáli hér á landi var hins vegar kveðinn upp árið 1933. Fram til ársins 1935 var ABO-flokkakerfið eitt notað en upp „Það er höfuðatriði í farsælli úrlausn þess- ara rannsókna að ein stofnun beri ábyrgð á endanlegri niðurstöðu í hverju máli.“ úr því var bætt við nýjum erfða- mörkum eftir því sem þau voru uppgötvuð og við það jukust útilok- unarmöguleikamir stöðugt. Var svo komið árið 1975 að útilokunar- möguleikar höfðu vaxið frá því um 18% 1928 upp í um 75%. Það skal upplýst hér að kennar- inn í réttarlæknisfræði við Háskóla íslands eða staðgengill hans hefír frá upphafí og fram á þennan dag borið ábyrgð á endanlegum úr- skurði um niðurstöðu í svo til öllum blóðflokkarannsóknum í bamsfað- emismálum, sem framkvæmdar hafa verið hér á landi og undirritað álitsgerð þar um. Við fráfall pró- fessors Nielsar Dungal 1965 tók undirritaður við því starfí eða raun- ar nokkru fyrr. Um svipað leyti var Guðmundi Þórðarsyni lækni falin umsjón með flokkununum, en frá því er hann lést árið 1981 hefir Gunnlaugur Geirsson læknir haft umsjón með þessum rannsóknum í Rannsóknastofu Háskólans. Þegar Alfreð Ámason var ráðinn að Blóðbankanum 1975 hafði hann kynnt sér nýja tækni, svonefnda rafdráttargreiningu, sem sýndi fram á ný erfðamörk, er hægt var að nýta við blóðflokkarannsóknir í bamsfaðemismálum. Var leitað eftir þvf að hann léti í té greiningu á þessum nýju erfðamörkum til viðbótar þeim sem fyrir vom og framkvæmd em ennþá í Rannsókn- arstofu Háskólans. Féllst hann á það og var það samkomulag gert með fullri vitund og samþykki_ for- stöðumanns Blóðbankans, Ólafs Jenssonar, og stjómamefndar Rík- isspítalanna. Með þessari rann- sóknaviðbót hækkuðu útilokunar- möguleikamir úr u.þ.b. 75% upp í 90% eða rúmlega það. Að síðustu hefír svo verið leitað til Blóðbank- ans í fáum undantekningartilfell- um, þar sem ástæða hefír þótt til að beita svonefndum vefjaflokkun- um (HLA), en með þeirri viðbót kemst útilokunarprósentan upp í 99,9% að meðaltali. Þessi samvinna hefír gengið stóráfallalaust þar til forstöðumaður Blóðbankans til- kynnir allt í einu og fyrirvaralaust að Blóðbankinn taki ekki lengur neinn þátt í blóðflokkarannsóknum í bamsfaðemismálum. Tafir í rannsóknum. f framan- greindum viðtalsþætti í Morgun- blaðinu 2. febrúar kom fram að stundum væri óhóflegur dráttur á afgreiðslu þessara mála. Það er að sjálfsögðu undir ýmsu komið hve langur tími líður frá því mál er hafíð og þar til dómsúrskurður er fallinn. Ifyrstu áratugina eftir að blóðflokkanir í bamsfaðemismálum hófust hér á landi fóra allmörg þessara mála fyrir Hæstarétt og tók sá málarekstur oft langan tíma. En með fjölgun erfðamarka og lækkun útilokunarprósentu kom að því að öH þessi mál vora afgreidd í undir- rétti og stytti það út af fyrir sig mikið þann tíma sem aðilar þurftu að bíða eftir niðurstöðu. í öðra lagi getur orðið mikill dráttur á því að unnt sé að ná málsaðila til blóðtöku. Blóðflokkarannsóknin sjálf tekur yfirleitt skamman tíma, að því undanskildu að á síðustu áíram hefir oft staðið á niðurstöðum frá Blóð- bankanum svo vikum skiptir. Samskipti við útlönd. Á þessU sviði eins og mörgum öðram svíðum rannsókna hafa samskipti við er- lenda aðila verið allnáin. Hafa þau samskipti aðallega tengst hinum Norðurlöndunum, einkanlega þó Danmörku, svo og einnig Bretlandi. Norðurlandaþing í réttarlæknis- fræði era haldin á þriggja ára fresti og hefír undirritaður jafnan verið þar þátttakandi. Þar era blóð- flokkarannsóknir í bamsfaðemis- málum ævinlega á dagskrá. Síðasta Norðurlandaþing á þessu sviði var haldið í Reykjavík síðastliðið sumar. Norðurlandaþing sem fjallaði um blóðrannsóknir í bamsfaðemismál- um sérstaklega var haldið í Linköp- ing í Svíþjóð 8.-10. júní 1980. Á því þingi vora samþykktar viðmið- unarreglur fyrir öll Norðurlöndin varðandi blóðflokkanir í bamsfað- emismálum. Reglum þessum hefír verið fylgt hér á landi fram til þessa. Hvað við kemur HLA-rann- sókninni er hún aðeins notuð ef nauðsyn krefur í undantekningartil- fellum, enda bæði dýr og fyrir- hafnarsöm. Mér vitanlega er þessari samþykkt framfylgt enn í dag hvarvetna á Norðurlöndum. Ein stofnun. Það er höfuðatriði í farsælli úrlausn þessara rann- sókna að ein stofnun beri ábyrgð á endanlegri niðurstöðu í hveiju máli. Á hinum Norðurlöndunum öllum era það rannsóknastofnanir í réttar- læknisfræði tengdar háskólum eða deildir innan þeirra sem sjá um þessar flokkanir. Víðast hvar era stofnanimar það vel mannaðar og búnar tækjum að þær þurfa ekki að leita til annarra um greiningu neinna erfðamarka. Eina undan- tekningin sem ég veit um er réttar- læknisstofnunin í Osló, en hún fær HLA-flokkanir gerðar á vefjarann- sóknastofu Rikisspítalans en ber að sjálfsögðu ábyrgð á endanlegri afgreiðslu og niðurstöðu í hveiju máli. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er fyrrv. prófessor í réttarlæknisfrædi. Sinfóníuhljómsveit íslands: Fyrstu fimmtudagstón- leikar á síðara misseri FYRSTU fimmtudagstónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á síð- ara misseri verða haldnir i Háskólabíói á morgun, hinn 6. febrúar og hefjast þeir klukkan 20.30. Á efnisskránni eru þijú verk, „Hjakk“ eftir Atla Heimi Sveinsson, Píanókonsert nr. 21 í C-dúr eftir Mozart og Hary Janos-svítan eftir Kodaly. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat og einleikari á píanó er Nancy Weems. Nancy Weems var valin úr fjöl- mennum hópi ungra listamanna sem „listrænn ambassador" Bandaríkjanna árið 1984 og hélt hún tónleika í Norræna húsinu í apríl sama ár, á leið sinni til Norðurlanda og Rússlands. Hún hefur einkum hlotið lof fyrir túlk- un sína á verkum Mozarts. Atli Heimir lauk við verk sitt „Hjakk" árið 1979 og var það frumflutt af Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Stokkhólmi í desember 1981 undir stjóm Syörgy Lehel. Píanókonsertinn númer 21 eftir Mozart er meðal vinsælustu verka meistarans. Upphaflega var Hary Janos ópera, sem frumflutt var í Búdapest 1926, en Kodaly samdi hljómsveitasvítu í sex þáttum upp úr óperunni, og var svítan frum- flutt í Barcelona árið eftir. (Úr f réttatilkynningu) Sjálfstæðismenn á Sauðárkróki: Ekki prófkjör — áhyggjur af fjárhagsstöðu kaupstaðarins Sauðákróki, 4. febrúar. Á SAMEIGINLEGUM fundi sjálfstæðisfélaganna á Sauðár- króki, sem haldinn var i gær- kvöldi, var einróma samþykkt í skriflegri atkvæðagreiðslu að viðhafa ekki prófkjör við val manna á framboðslista flokks- ins í komandi bæjarstjórnar- kosningum. Þess í stað var kosin sjö manna uppstillingar- nefnd, sem gera á tillögu um skipan listans og verður hún lögð fram á almennum fundi sjálfstæðisfólks strax og nefnd- in hefur lokið störfum. Á fundinum voru málefni kaup- staðarins rædd og kom fram í máli bæjarfulltrúa flokksins að fjárhagur hans væri afar bág- borinn. Fram kom ábending um að gerð yrði sem fyrst hlutlaus úttekt á fjármálum kaupstaðarins svo kjósendur gætu betur áttað sig á hvemig haldið hefur verið á þeim málum á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Meirihluta bæjarstjómar skipa §órir Framsóknarmenn og einn Alþýðubandalagsmaður. - Kári NOTKUN MYNDBANDA ___í þágu atvinnulífs___ Fyrirtæki og féiög hagnýta sér myndbandatækni í æ ríkara mæli við hvers kyns kynningar og fræðslustarfsemi og víða hefur hún komið í stað prentaðs máls sökum þeirra margháttuðu möguleika sem hún býður upp á. Þróunin í myndbandatækni hefur verið mjög ör, svo segja má að nýjungar I henni séu daglegt brauð. Markmið: Aö gera þátttakendur hæfari til aö leggja mat á nota- gildi myndbanda við kynningar og fræöslustörf, og meta áæílan- ir þeirra sem þjónustu bjóöa á þessu sviði. Efni: — Hvaö er myndband? — Saga, þróun, tækni, tækjabúnaður, spólukerfi — Notkun myndbanda í atvinnulífinu: auglýsingar, heimildasöfnun, fræðsla, kynningar, upplýsingamiðlun, starfsmannaþjálfun o.fl. — Vinnsla myndbanda — hlutverk og staöa verkkaupanda — Auglýsingagerö Leiðbeinendur: Björn Björnsson framkvæmdastjóri Hug- myndar hf„ Magnús Bjarnfreðsson og Björn Vignir Sigurpáls- son, starfsmenn Kynningarþjónustunnar sf., allir meö margra ára reynslu á flestum sviðum fjölmiðlunar. Tími: 6. febrúar og 11. april, kl. 9.00-17.00 Námseininqar: 0,7 A Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.