Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 25 Marcos vill kapp- ræður við Cory Hundruð þúsunda sóttu fund Cory í Manilla í gærkvöldi Marcos forseti Manila, 4. febrúar. Frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Mbl. í RÆÐU í dagf bauð Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, Cory Aquino til kappræðna í sjónvarpinu í kvöld eða fyrra- málið. Hann undirritaði og nokkur ný lög' sem eiga að bæta afkomu almennings, m.a. um viðbótarlækkun söluskatts. Þetta var á næst siðasta degi kosningabaráttunnar og margt bendir til að Marcos sé með þessu að reyna að auka fylgi sitt, þótt seint sé. Filippseying- ar ganga að kjörborði þann 7. febrúar. Allur áróður er bann- aður daginn fyrir kjördag, fimmtudag. Marcos talaði á fundi Samtaka verslunarráða í Intercontinental- hótelinu í Maniia í dag. Cory Aquino talaði þar á vegum sömu samtaka í gær, mánudag, og var fagnað mjög innilega. Forsetan- um var tekið kurteisislega þegar hann gekk í salinn í dag en mikil spenna lá í loftinu. Ræðu Marcosar var tekið held- ur fálega. Hann minnti á reynslu- leysi Cory Aquino og sagði 50 helstu ráðgjafa hennar ætla að stjóma landinu og nota hana sem leikbrúðu. Hann sagði suma þeirra vera kommúnista og varaði við að þeir kæmust til valda ef Aquino verður kosinn forseti. Hann gerði hlé á ræðu sinni til að undirrita ný lög sem eiga að bæta afkomu almennings. Hann lækkaði m.a. söluskatt á ýmsum vömm um 1,5 prósent til viðbótar söluskattslækkun sem hann ákvað um áramótin og er nú orðin veruleg. Hann undirritaði lög sem virka hvetjandi á ijárfestingu í landbúnaði og aflétti skattakröf- um af námufyrirtækjum í erfíð- leikum. Hann ákvað hvaða 334 svæði og framkvæmdaverkefni eiga að fá ríkisstyrk á þessu ári og setti nýjar reglur um athafnir ríkisfyrirtækja. Marcos bauð Cory Aquino til kappræðna í sjónvarpi í hæðnis- legum tón. Hann sagðist gera það til að afsanna fullyrðingar stjóm- arandstöðunnar um að hann þori ekki að ræða við hana. Aquino setti ýmis skilyrði fyrir kappræð- um í áskomn sinni á forsetann til kappræðna fyrr í kosningabar- áttunni. Marcos sinnti áskomn- inni ekki, fyrr en nú. Hann segist tilbúinn til að tala við hana og setti fram eigin reglur. Hann lagði til að þau töluðust við án ráðgjafa Corazon Aquino og minnismiða og bauð henni að velja umræðustjóra. Ráðgert var að þau myndu talast við hvort frá sínum stað í þættinum Nightline í bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC á fímmtu- dagsmorgun. Aquino lagði til eftir að hún fékk kappræðutilboð Marcosar að Nightline yrði tekinn upp á miðvikudagsmorgun og honum yrði sjónvarpað beint á Filippseyjum eins og í Bandaríkj- unum og það yrði kappræðustaður forsetaframbjóðendanna. Marcos taldi uppástungu hennar misbjóða virðingu Filippseyinga og sagði að forsetaframbjóðendumir ættu að ræðast við í þætti undir stjóm Filippseyinga en ekki Bandarílq'a- manna. Hann lagði til að þau hittust í fyrramálið, miðvikudag, og hvort um sig tilnefndi tvo spyijendur. Aquino hafði ekki svarað þess- ari uppástungu þegar þetta er ritað. Stærsti kosningafundur Cory Aquino var haldinn í miðborg Manila í kvöld og allt fór á annan endann. Fólk streymdi til fundar- ins úr öllum áttum. Um kvöld- matarleytið vom hundmð þús- unda saman komin í Lunetagarði. Hótelstjóri á hóteli í grennd við garðinn, þar sem allir starfsmenn em merktir Marcosi, fór með blm. Mbl. upp á þak á hótelinu og sýndi henni útsýnið og mannijöldann. „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði hann. „Eigandi þessa hótels styður Marcos og við segjumst styðja hann. En ég ætia að kjósa Aquino, þú mátt hafa það eftir mér ef þú nefnir mig ekki á nafn. Ég vil ekki missa vinnuna." Frá brúðkaupi Diönu Ross ogArnes Næss Fjallgöngumenn úr vinahópi brúðgumans halda á loft ísöxum, á meðan brúðhjónin ganga út úr kirkjunni. Mynd þessi var tekin um síðustu helgi í Lausanne í Sviss, þar sem brúðkaupið fór fram. Njósnaði „slátrarinn“ fyrir Breta og Éandaríkjamenn? London, 4. febrúar. AP. Bróðir Castros í virðingarstöðu Havana, 4. febrúar. ^ ^ Að sögn Lundúnablaðsins Da- ily express stundaði nazistafor- inginn fyrrverandi, Klaus Bar- bie, sem einnig er kunnur undir nafninu „slátrarin frá Lyon“, njósnir fyrir leyniþjónustur Bret- lands og Bandaríkjanna um langt skeið eftir Heimsstyijöldina síð- ari. Segir blaðið að breska leyni- þjónustan hafi skýrslu undir höndum þar sem fram komi að Barbie hafi starfað að njósnum fyrir leyniþjónustuna frá stríðs- lokum og allt til 1950. Barbie var handtekinn í Bólivíu árið 1983 og framseldur til Frakk- lands þar sem hann bíður nú réttar- halda ákærður um stríðsglæpi og grimmdarverk. Daily express segir að í stríðslok hafí breskir leyniþjón- ustumenn komist í samband við Barbie og notað hann sem tengilið við þjóðveija sem veittu leyniþjón- ustunni upplýsingar. Þá hefði Bar- bie einnig tekið að afla upplýsinga um þýska kommúnistaflokkinn og útsendara Sovétríkjanna í Þýska- landi fyrir bandarísku leyniþjón- ustuna en árið 1950 hefði banda- ríska leyniþjónustan ekki talið óhætt að hafa hann lengur í Þýska- landi. Bandarískir leyniþjónustu- menn hefðu svo séð til þess að hann kæmist óáreittur til Suður-Amer- íku. Blaðið getur þess ekki fyrir hvaða deild bandarísku leyniþjón- ustunnar Barbie á að hafa unnið. FORMAÐUR nefndar, sem Bandaríkjaforseti hefur skipað til að fylgjast með rannsókninni á Challenger-slysinu, hét þvi í dag að forðast „óréttmæta gagn- rýni“ á störf NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. William P. Rogers, fyrrum utan- UM 1.700 kommúnistar söfnuð- ust saman í Havana á Kúbu í dag tíl að sitja fjögurra daga þing, sem þarlendir embættismenn telja að leitt gæti til mannabreyt- inga á æðstu stöðum. Jafnvel er búist við þvi að Raul Castro, yngri bróðir Castros, hljóti stöðuhækkun, þótt ekki sé vitað hvers eðlis hún verði. Raul er 54 ára og fímm árum yngri en Fidel Castro. Athygli fjöl- miðla hefur í auknum mæli beinst að Raul Castro undanfarið og hann hefur fengið ýmis verkefni á vegum kommúnistaflokksins á Kúbu. Fidel Castro hefur sagt að falli hann frá eða verði af öðrum sökum óhæfur til að gegna forsetaembætti sínu muni Raul taka við af sér. Helsti viðburður þingsins í dag verður setningarræða forsetans. Þar ætlar Castro að gera grein fyrir þeim árangri, sem náðst hefur undanfarin fimm ár, „í að koma á kommúnísku þjóðskipulagi". Greinargerð Castros er að sögn óralöng og er búist við að hann verði daginn á enda að lesa hana upp. Mikill viðbúnaður hefur verið í Havana undanfarið til að gefa höf- uðborginni andlitslyftingu fyrir þingið. Tvær milljónir manna búa í Havana og um 350 þúsund manns hafa unnið við að gera við götur, mála hús, reisa flaggstangir og gróðursetja eina milljón runna. ríkisráðherra, var í dag skipaður formaður nefíidar, sem á að fylgjast með rannsókninni á Challenger- slysinu og skila skýrslu til Reagans, forseta, eftir fjóra mánuði. Neil Armstrong, sá, sem fyrstur manna steig fæti á tunglið, er varaformað- ur nefndarinnar, en hún er alls Mörg hundruð böm í skólabún- ingum tóku á móti fulltrúum er þeir komu til Havana í morgun til að sitja þingið. Helstu verkefni þingsins em að kjósa nýja miðstjóm, nýtt stjóm- málaráð og leggja fram drög að stefnu flokksins. Þing kommúnistaflokksins er nú haldið þriðja sinni frá því að Castro komsttil valda 1. janúar 1959. GEN(ÍI GJALDMIÐLA London, 4. febrúar. AP. Bandarikjadollar snar- hækkaði gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum Evrópu í dag. Sterlingspundið lækkaði enn í kjölfar lækkandi olíu- verðs. Gullverð lækkaði um meira en dollar hver únsa. Síðdegis í dag kostaði pundið 1,3785 dollara (1,3855), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,4220 vestur-þýzk mörk (2,3960), 2,04925 svissneskir frankar (2,0330), 7,4125 fran- skir frankar (7,3375), 2,7315 hollenzk gyllini (2,7070), 1.643,625 ftalskar límr (1.629,50), 1,44175 kandaískir dollarar (1,4340) og 192,45 jen (190,85). skipuð skipuð 12 mönnum. Rogers lagði á það áherslu í dag, að nefndinni væri ekki aðeins ætlað að fylgjast með rannsókn NASA og sagði hann það sína skoðun, að sérfræðingar stofnunarinnar stæðu óaðfínnanlega að rannsókninni. Challeng-er-slysið: Forsetanefnd Washington, 4. febrúar. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.