Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 20

Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 20
20 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Friálsir vextir — eftir Arna Arnason Við Islendingar högnuðumst á stríðinu og frá stríðslokum hefur okkur ekki skort fé. Uppbyggingin eftir stríðið og aukin utanríkisvið- skipti hleyptu þá af stað hagvexti, sem við nutum góðs af. Sérstaklega var batnandi efnahagur áberandi eftir 1960, þegar við, tíu árum á eftir nágrönnum okkar, ákváðum að afnema stóran hluta haftakerfis- ins. Á viðreisnarárunum og þó eink- um eftir 1972 tókum við svo í vaxandi mæli lán erlendis, sem juku ráðstöfunarfé okkar auk þess sem við gengum verulega í sparifé í bankakerfinu á árunum 1973-1979. Á viðreisnarárunum 1960—1971 voru raunvextir yfirleitt að nokkru neikvæðir en ekki svo mjög, að spariíjáreigendur hættu að spara. Það er fyrst árið 1973 og síðar, að raunvextir verða svo gífurlega nei- kvæðir, að menn missa alla trú á peningalegum spamaði. Það traust er fyrst nú að vinnast aftur. í 40 ár samfleytt hefur borgað sig að taka lán, jafnvel til óarðbærra fram- kvæmda og eyðslu. Því er von að lántakendur sjái ekki allir kosti þess að gefa vexti ftjálsa. Menn sjá ekki hvemig hagvöxturinn hefur stöðvast, hvemig óarðbærar fram- kvæmdir fyrri ára hafa hrannast upp og hvað staða okkar er þröng til að halda áfram á sömu braut. Okkur er hins vegar nauðsyn að ná fram hagvexti á ný með aukinni framleiðni og arðbæmm fjárfest- ingum. í því augnamiði geta fijálsir vextir verið besti leiðsögumaðurinn. Frjálsir vextir Það skipulag, að vextir ráðist af markaðsaðstæðum, má styðja bæði stjómmálalegum rökum og hag- kvæmnisrökum. Því fylgir vald- dreifing, að vextir ráðist á markaði, og sú skipan dregur einnig úr líkum á fjárfestingarmistökum. Ef vextir eru hins vegar ákveðnir af ríkis- stjóm, Seðlabanka eða ákveðnir miðstýrt með öðrum hætti er alls ekki gefið, að sú ákvörðun verði í takt við markaðsaðstæður. Vextir kunna þá að verða ákveðnir misháir út frá stjómmálalegum forsendum og lántakendum mismunað í vöxt- um út frá því, hvar í flokki þeir standa, hvers konar atvinnurekstur þeir stunda, hvar þeir búa á landinu eða í hvers konar fjárfestingu þeir ætla að ráðast. Sögulega hefur þessi skipan líka leitt til óarðbærra fjárfestinga, verri lífskjara og samdráttar í spamaði. Þar sem vextir stjómmálamann- anna hafa löngum verið neikvæðir raunvextir og þar með leitt til skömmtunar og umframeftirspum- ar eftir lánum, vilja sumir umbóta- sinnar gera þá breytingu að skylda jákvæða en lága raunvexti. Það er hins vegar ekki á mannlegu valdi að ákveða heildarvaxtakjör í þjóð- félaginu, án þess að vandræði hljót- ist af. Þetta viðurkenna jafnvel Austur-Evrópuþjóðimar. Miðstýrð- ar vaxtaákvarðanir eru yfirleitt ósveigjanlegar, taka seint mið af breyttum aðstæðum og loks er það alls ekki víst, að raunvextir eigi altaf eða í öllum tilvikum að vera jákvæðir. Sveigjanlega leiðin og sú sem samrýmist hagkvæmnissjónar- miðum í atvinnurekstri og hug- myndum um valddreifingu í stjóm- málum er fijálsir vextir. Háir vextir Margir gefa sér, að frjálsir vextir séu endilega háir vextir. Svo er alls ekki. Vextir í Sviss ráðast af mark- aðsaðstæðum en em lágir og þó umfram verðbólgustig. Ef verðlag er stöðugt gætu vextir t.d. verið engir á ávísanareikningum. Ef hagvöxtur væri einnig afar lítill, má ætla að vextir af innlánum í bankakerfinu væru nánast engir, en eitthvað hærri af útlánum og þá í hlutfalli við áhættu. Hins vegar má ætla, að vextir séu háir, þegar ríkissjóður viðkom- andi lands eyðir umfram tekjur og greiðir mismuninn með lánum. Á nýliðnu ári nam hallinn á ríkissjóði 2.381 miiljón króna eða um 10.000 krónum á hvert mannsbam í landinu. Sala á nýjum flokki spari- skírteina ríkissjóðs er nú hafín og bera þau allt að 9% vexti umfram verðtryggingu. Hæstu leyfílegu vextir af útlánum bankanna eru hins vegar takmarkaðir við 4—5% vexti umfram verðtryggingu. Það mun vera einstakt, að ríki hagi fjár- málum sínum þannig, að ríkissjóður greiði tvöfalt hærri vexti en öðrum er heimilt að taka í almennum láns- viðskiptum. Hvergi nema hér er hægt að taka lán í banka með 4—5% vöxtum og ávaxta það á tvöfalt hærri vöxtum með kaupum á verðtryggðum ríkisskuldabréfum, sem fást á sama stað. Vextir ættu einnigað vera háir (að nafninu til) þegar verðbólga er mikil. Hér er sökin ekki fijálsræðis- ins í vaxtamálum, heldur verðbólg- unnar og eyðslu ríkisins. Sumir vilja þó skammast út í vextina líkt og valdsmenn til forna drápu sendiboð- ann, sem flutti slæmu fréttimar. Miklum veikindum fylgir hár hiti, en hann hverfur í eðlilegt horf, þegar sjúkdómnum linnir. Lægri verðbólgu fylgja lægri vextir. Auðvitað er ákjósanlegt, að vext- ir séu sem lægstir. Raunhæf leið í því efni er ekki að stjómmálamenn ákveði vextina, t.d. 27,5% af af- urðalánum í 37,5% verðbólgu eins og nú er. Aðrir vextir verða þá einungis hærri. Leiðin er heldur ekki sú að halda vöxtum niðri innanlands og ógna sjálfstæði þjóðarínnar með því að taka sífellt lán í útlöndum. Um helmingur af útlánum lána- stofnana er nú fjármagnaður með erlendum lánum, og þau bera að jafnaði 6—7% vexti umfram verð- bólgu. Leiðin er hins vegar að skapa þær aðstæður, að menn séu tilbúnir að spara af fúsum og fijálsum vilja, þótt vextir séu lágir, af því að verðlag er stöðugt og það er hagn- aður af atvinnurekstri og fjárfest- ingum. Lausnin er fijálsir vextir, Arni Árnason „Það mun vera ein- stakt, að ríki hagi fjár- málum sínum þannig, að ríkissjóður greiði tvöfalt hærri vexti en öðrum er heimilt að taka á almennum láns- viðskiptum. Hvergi nema hér er hægt að taka lán í banka með 4—5% vöxtum og ávaxta það á tvöfalt hærri vöxtum með kaupum á verðtryggð- um ríkisskuldabréfum, sem fást á sama stað.“ sem tímabundið gætu, því miður, verið háir vextir vegna þess hvemig málum okkar er komið. Vextir verða sennilega að vera háir hér á landi um nokkurt skeið, bæði vegna hallareksturs á ríkis- sjóði, hins stóra hluta erlendra lána í útlánum, og þess að peningalegur spamaður dróst saman og þarf enn að eflast til að anna eftirspum. Sú eftirspum er nú mikil vegna erfið- leika í mörgum atvinnurekstri, sem m.a. stafa af ónógri eiginfjármögn- un. Til skamms tíma var það fundið fé fyrir íslensk fyrirtæki að taka lán til fjárfestinga. Taprekstur var einnig leystur með lánsfé, sem rým- aði í verðbólgunni. Þetta er nú allt breytt. Erfið aðiögun Skattalögum hefur verið breytt, þannig að einungis raunvextir fær- ast til frádráttar í rekstri fyrir- tækja. Samkeppni hefur einnig aukist, m.a. vegna fijálsrar verð- myndunar, þannig að verð vöru og þjónustu verður ekki svo auðveld- lega hækkað og aukinn tilkostnaður færður með því móti yfir á neytend- ur. Því miður býr margur atvinnu- rekstur við of veika eiginfjárstöðu til að mæta þessum breyttu tímum. Hagnaður fyrirtækja hér á landi er ekki einungis lítill vegna þess að illa er búið að íslenskum atvinnu- rekstri — sem er þó alls ekki alltaf tilfellið — heldur einnig vegna þess hve eigið fé er lítill hluti af heildar- fjármögnun fyrirtækja. Því þarf að breyta. Hvatning í skattalögum og afnám mismununar í skattlagningu ólíkra spamaðarforma gæti hér hjálpað mikið, ef skrefið væri stigið til ftills, sem stigið var með breyt- ingunni á tekjuskattslögunum vorið 1984. Virðast stjómmálamenn okkar ótrúlega ragir í þessum efn- um miðað við afgerandi lagasetn- ingu starfsbræðra þeirra í ná- grannalöndum okkar í sama til- gangi. Af þessum sökum er aðlögun erfíðari. Hún er samt óumflýjanleg. Fjármagn er takmarkað og því verðum við að nota það vel til arð- bærustu framkvæmdanna. Ef við höldum áfram að fjárfesta án tillits til arðsemi er lífskjörum okkar hætta búin. Vextimir hjálpa okkur að velja fjárfestingarkostina og raða þeim í arðsemisröð. En þeir sýna okkur einnig, að við höfum á undanfömum árum ráðist í margs konar Qárfestingu á öðmm forsend- um en nú gilda. Slíkar fjárfestingar standa ekki undir lánum, sem bera fulla vexti, en því miður em þessi dæmi, að enn sé ráðist í miklar fjár- festingar, að mestu leyti með láns- fé, án þess að tillit sé tekið til breyttra vaxtakjara á lánum. Fast- eignir, fjármagnaðar með óverð- tryggðum lánum, er bám vexti undir verðbólgustigi, gátu áður verið lífakkeri í mörgum rekstri, jafnvel þótt þær væm vannýttar. Nú em þær þungur baggi, ef lánin bera fulla vexti, en nýting eignanna er léleg. Vextimir knýja þannig fram að fjárfesting sé vel nýtt. Laun, hagnaður og vextir Ef raunvextir em ákveðnir nei- kvæðir í þjóðfélagi, sem býr við lunvextir •onnhsef ú* veí^-' rRsgn*r Tómsssoa ir v**u _______r*un- w*í - Xrtu _ __ i ír«n ^ ££ ‘ ‘ TX rw»h*fir . r iJftíEU ■>* ____verti rsunvirði ‘TT, ^ kj»r»- tMrw i íítvjíi ( Sjsass®*-. ustu imn< AOgreiM 1 Ssstí-íí.-* ul —• teb* •, lUmku P.yn*r i— hrfir’ . h»«fi■•*"«* W irn 1 og •V*'- . Wutó*W h»n» sslSís- ivöxtun vtnnu-^J, Eru «ó» v*rt»r VESTURGATA 3 — eftir Odd Björnsson Síðastliðið sumar höfðu nokkrar atorkusamar konur ffumkvæði að stofnun hlutafélagsins Vesturgötu 3, en tilgangur félagsins er að kaupa samnefnda húseign í Reykja- vík og reka þar félagsheimili og menningarmiðstöð kvenna. Hér er um að ræða þijú gömul og stór hús í hjarta Reykjavíkur, framhúsið byggt árið 1885 og því liðlega hundrað ára. Arkitektar úr hópi kvenna hafa sett fram tillögur um hagkvæma nýtingu húsanna, sem em um 1000 m 2 að stærð, og uppi hugmyndir að í framtíðinni verði meðal annars aðstaða til list- rænnar eða menningarlegrar starf- semi svo sem leiksýninga, tónleika- halds og myndlistarsýninga. Þá er og gert ráð fyrir tímabundinni vinnuaðstöðu fyrir konur; einnig aðstöðu til rannsóknariðkana fyrir þær konur, sem þurfa á næði að halda meðan unnið er að ákveðnum verkefnum. Einnig gistiaðstaða fyrir þær sem komnar em langt að, ásamt aðstöðu til fundarhalda, fræðslu- og útgáfustarfsemi. Loks er gert ráð fyrir veitingarekstri í Hlaðvarpanum, eins og húseignin hefur verið nefnd. Hér er með öðr- um orðum um merkilegt og viðeig- andi framtak að ræða í lok kvenna- áratugar, þar sem konum gefst tækifæri að eignast samastað og vettvang til að vinna að hugðarefn- um sínum, jafnframt því að tryggja varðveislu merkra húsa. Allt ætti þetta nokkumveginn að liggja í augum uppi og varla of- verkið góðra kvenna og víðsýnna karla að koma þessum málum í kring, enda kostar hver hlutur aðeins 1.000 kr. Þyrfti ekki nema þriðjung þess hóps sem kom saman 0 „Eg- hvet konur og þá karla, sem vilja sýna íslenskum konum hvers þeir meta þær, að sýna hug sinn í verki og leggja málefninu lið með kaupum hluta- bréfa.“ í miðborginni kvennafridaginn 24. október 1975, daginn sem samstaða íslenskra kvenna vakti heimsat- hygli, til að tiyggja konum þessa eign til frambúðar og skapa þeim aðstöðu til að sinna sínum málefn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.