Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 38
 Í 'i 4- y^,rnSvgaPH rf- yrffiai^nryrgp fflKKny \ tflfyfiaffiyr 38 ---------------------------------- MOKGUNBLÁDID, MIÐVIKUDAGUR 5.TEBROAR 1986 Sigurborg Sigur- jónsdóttir Fædd 5. nóvember 1933 Dáin 28. janúar 1986 Hún verður ei andans augum byrgð, hún er yfír dauðann hafin. Þessar línur úr ljóði Einars Bene- diktssonar lýsa vel tilfínningum mínum er ég frétti lát Sigurborgar Siguijónsdóttur. Ég hafði vitað um hríð að vonlítið var að hún hefði sigur í baráttu sinni við sjúkdóminn sem hafði heltekið hana. En samt lifði vonin um bata, vonin um að hið jákvæða og einlæga myndi ná yfírhöndinni yfír vágestinum sem hafði knúið dyra, að geislandi kraft- urinn og viljinn til lifsins myndu hafa sigur. En eigi má sköpum renna. Dauðinn hafði sitt fram nú sem oftast áður. A þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að fá að kynn- ast Sigurborgu. Þau kynni hófust er ég fyrst hóf þátttöku í starfí Kvenfélags Karlakórs Reyjavíkur og urðu því miður ekki löng, innan við tíu ár. En þar bar aldrei skugga á. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð okkar til Kína árið 1979. Karlakór Reykjavíkur hafði verið boðið að syngja vítt og breitt um þetta víðlenda ríki. Flestar eigin- konur söngmannanna voru með í för og fyrir þær höfðu Kínverjar skipulagt sérstakt ferðalag í eina viku, meðan á söng eiginmannanna stóð. Ég var svo lánsöm að vera herbergisfélagi Sigurborgar á þessu ferðalagi. Meðan á því stóð varð mér ljós einstakur hæfileiki hennar til að laða fram hið jákvæða í öllum málum, hvetja fólk til dáða og að sjá hið bjarta og broslega. Fólk með slíka eiginleika verður ávallt ómet- anlegt samferðamönnum sínum, þótt leiðir skilji um sinn. Með þessúm línum vil ég kveðja með virðingu og þökk vinkonu mína Sigurborgu Sigurjónsdóttur. Hún er nú dáin, okkur horfín. En minn- ingin um hana mun lifa, björt og - Minning hrein. Megi sú minning verða eigin- manni hennar og sonum og okkur öllum sem þekktum hana huggun harmi gegn. Anna Eyjólfsdóttir í dag verður gerð útför vinkonu okkar, Sigurborgar Sigurjónsdótt- ur. Hún fæddist í Neskaupstað þann 5. nóvember 1933 og eru foreldrar hennar Jóhanna Sigfínnsdóttir og Siguijón Ingvarsson skipstjóri. Sigurborg ólst upp á heimili ástríkra foreldra og systkina en þau voru níu, en einn bróðir dó í bemsku. Sigurborg lauk prófí frá Gagn- fræðaskóla Akraness með góðri einkunn. Hún giftist ung Sighvati Karlssyni og átti með honum tvo syni, þá Karl J. Sighvatsson og Siguijón Sighvatsson, þekkta tón- listarmenn. Sigurborg og Sighvatur skildu þegar drengimir vom enn ungir að ámm. Síðar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Ragn- ari Ingólfssyni og hafa þau verið gift í 20 ár. Á þeim tíma var Ragnar formað- ur Karlakórs Reykjavíkur. Þau fóm í brúðkaupsferð með kómum með mss Baltica og var tekið til þess hve glæsileg þau vom. Margs er að minnast en ofarlega em ferða- lögin bæði hér heima og erlendis, betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Þau fóm í sjö utanferðir með kómum, m.a. til Kína. Frí- stundir þeirra beggja fóm að mestu fyrir kórinn. Á síðasta ári fluttu þau í nýja íbúð í Ofanleiti 29 og virtist ham- ingjan brosa við þeim. En fljótlega skipast veður í lofti. í nóvember fer Sigurborg að fínna fyrir þeim ill- kynja sjúkdómi er verður henni að aldurtila og læknavísindin fá ekki við neitt ráðið. Aldrei kvartaði Sigurborg og var reglulega að- dáunarvert að heimsækja hana. Hún spurði fyrst og fremst hvemig hinir hefðu það og bað að heilsa öllum vinum sínum en hún átti sér- stakan sess í huga bama okkar. Margs er að minnast og margt væri hægt að skrifa um mann- gæsku og hjartahlýju Sigurborgar. Kæri Ragnar, söknuðurinn er mikill og sár, en huggun harmi gegn er minningin um yndislega manneskju. Bömum, tengdabömum, foreldr- um og systkinum og öðmm ættingj- um vottum við okkar dýpstu samúð. Friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Ottósson og fjölsk. í dag er gerð frá Dómkirkjunni útför Sigurborgar Siguijónsdóttur, sem lést 28. janúar sl. eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Sigga fæddist á Norðfírði 5. nóv- ember 1933 og var elst níu bama ömmu minnar og afa. Þegar móðir mín, sem er næstelst þeirra systkina, talar um æsku þeirra, snýst talið alltaf mest um Siggu, sem hanni þótti ákaflega vænt um og hún leit upp til alla tíð. Mamma sagði við mig þegar ég eignaðist yngri dóttur mína, að ef samkomulagið milli dætra minna yrði svipað og milli þeirra systra þyrfti ég engu að kvíða. Sigga var mömmu alltaf ákaflega góð, og var ónísk á að lána henni leikföngin sín sem hún sjálf umgekkst af sömu umhyggju og snyrtimennsku og hún umgekkst alla hluti æ síðan. Sigga kenndi mömmu að spila á gítar og hún hjálpaði henni að sauma flíkur, en á því byijaði hún strax á bamsaldri. Allt var þetta gert með glöðu geði og af einstakri þolinmæði, sem oft vantar systkina á milli. Það er erfítt að sætta sig við að hún, sem var okkur öllum svo mikið, skuli vera tekin frá okkur allt of fljótt. í veikindunum veitti hún okkur hinum styrk með dugnaði sínum. Þa var ekki stórt í mér hjartað þegar ég fór að heimsækja hana á sjúkrahúsið er ég var stödd í Reykjavík nú um jólin. Þar tók Sigga á móti mér brosandi og sagði mér fréttir af sonum sínum, tengdadætrum og sonarsonum tveimur. Ég fór út frá henni bjart- sýnni og áhyggjulausari með þau skilaboð til ættingjanna fyrir austan að það væri allt i lagi með sig, ekki hafa áhyggjur af sér. Sigga var sérlega ættrækin og mundi eftir öllum við sérhvert tækifæri, hvort sem það var barns- fæðing, skím, afmæli, brúðkaup eða ef einhver var að Ijúka áfanga á menntabrautinni. Álltaf komu gjafimar frá henni, umbúðimar heil listaverk, að ekki sé minnt á innihaldið. Sigga málaði nefnilega á postulín handa okkur öllum, dýr- gripi, sem alltaf munu minna okkur á hana. Það em ófá erindin sem hún hefur farið í Reykjavík fyrir okkur ættingjana á landsbyggðinni. Alltaf tók hún beiðni um slíkt jafn elsku- lega og innti af hendi af samvisku- semi og smekkvísi. Sigga var ein þeirra sem virtist allt gefið í vöggugjöf. Góðar gáfur, dugnaður og snyrtimennska, sjálfs- agi, listrænir hæfíleikar af margvís- legu tagi og glæsilegt útlit. Móðir mín og amma sem vom í stöðugu sambandi við Siggu, þó lang^t væri á milli, hafa misst mikil- vægan þátt úr lífí sínu sem aldrei t Móðir okkar, SÚSANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Stórholti 24, lést í Landakotsspítala föstudaginn 31. janúar. Sigríður Sigurðardóttir, Guðlaug Erla Sigurðardóttir. t : Faðirokkar, ÞORLÁKUR G. OTTESEN fyrrverandi verkstjóri, lést í Landakotsspítala að morgni 3ja febrúar sl. Dætur hins látna. t Eiginmaður minn, SIGURÐUR VIGFÚSSON, forstöðumaður, Hverfisgötu 90, Reykjavík, lést í Borgarspitalanum 4. febrúar. Áslaug Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn, ÞORLEIFUR THORLACIUS sendiherra, Unnarbraut 8, Seltjarnarnesi, andaðist í Landspítalanum hinn 3. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Thorlacius. t Fósturmóðir mín, KRISTBJÖRG ÁRNADÓTTIR fóstra, andaðist á Hrafnistu 3. febrúar sl. Útförin auglýst síðar. Árný Sigríður Benediktsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNESHANNESSON vörubilstjóri, Blönduhlíð 22, lést í Landakotsspítala 4. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Hannes Jóhannesson, Svavar Jóhannesson. t Konan mín, móðirokkar, tengdamóðir og amma, SIGURBORG SIGURJÓNSDÓTTIR, verður kvödd í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Við þökkum fjölmörgum vinum og vandamönnum ástúð og samúð. Ragnar Ingólfsson, Karl J. Sighvatsson, Hjördís Frímann, Sigurjón Sighvatsson, Sigríður Jóna Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurjónsson, Orri Karlsson. t INGÓLFUR BJÖRGVIN JÓNSSON, Selvogsgötu 4, Hafnarfirði, verður jarösunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 15.00. Aðstandendur. verður bættur. Samt sem áður hefur amma mín, sem nú kveður sitt annað barn, sýnt aðdáunarvert æðruleysi og dugnað við sjúkra- sæng Siggu síðustu vikumar. Mestur er þó missirinn fyrir Ragnar og strákana, en kannski ekki síst fyrir sonarsynina, Þóri Snæ og Orra, sem ekki fá að hafa ömmu lengur. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir allt, svo ótalmargt, að orð fá ekki talið. Elsku Ragnar, Kalli, Jonni, Hjör- dís, Sigga Jóna, Þórir Snær og Orri, Habbó og fjölskylda. Elsku amma, afí og systkinin öll, megi guð gefa ykkur styrk á erfíðum stundum. Við sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur að austan og geymum minninguna um ein- stæða konu. Jóhanna Lof sé þeim í hæsta fyrir lífið, liti þess og óma. Yndisleiki þess binzt í hugum okkar allra, augna- blikum tengdum fegurð og hugnaði sem stafaði bjartar og glæstar frá einstaka manneskjum án þess að fölva slægi á nokkum nærstaddan. í mínum huga er lífslistakonan Sigurborg Siguijónsdóttir, sem í dag er kvödd í sárum trega ástvina sinna og fjölda vina, ímynd gleði- gjafans og birtunnar sem breytti umhverfí sínu úr gráma í glit vegna einskærra persónutöfra: Lífshlut- verk hennar var hið æðsta: Konan í yndisleik, í alvöru, hið óendanlega litróf í móður, í eiginkonu, í ömmu, blæbrigði konuhlutverksins, sem undirrituðum auðnaðist að fá að líta á ferli nær 20 ára vinskapar. Bara að það hefði verið fyrr sem leiðir skárust og þá að eiga minninguna um meyna líka. .. .meðtaklofogprís. Blessuð sé þitt blíða brosoggullintár... Örlög eru grimm þegar lífsljós á borð við það sem glæddi vegferð Sigurborgar er miskunnarlaust slökkt. Geysikraftur lífsorku hennar sjálfrar og góð áform þeirra sem leituðust við að hjálpa og hamla komu öll fyrir ekki. Laugardaginn 25. janúar átti ég þögla stund við dánarbeð Sigur- borgar. Vitund var veikluð en hand- tak hennar var hlýtt og veitti mér fullvissu að með henni ríkti ró. Ég bið Ragnari, vinum mínum og son- um Sigurborgar, þeim Karli og Siguijóni ásamt ástvinum öllum líknar. Sigurður Þ. Guðmundsson Hve stundin er hröð og heimslífíð skammt. Við burtför elskulegrar vinu, Sigurborgar Siguijónsdóttur, mega orð sín Iítils. Góður vinur hverfur á braut — tóm fyllir sálina — um stund. En svo kemur þakklætið, þakklæti fyrir að hafa kynnst og fengið að vera samstíga stórkostlegum persónu- leika. Sigurborg var sú manngerð er gleymist ei, þeim er kynntust. Hún hafði „charisma"! Það fór ekki fram hjá neinum hvar hún fór um götur eða sali. Hún lifði — og skynjaði lífíð! Á kveðjustund leitar hugurinn í gengna tíð. Fyrir hartnær 30 árum skárust okkar leiðir uppi á Akra- nesi, þar sem hún bjó þá. Kunnings- skapur styrktist, varð að sterkum vinar- nánast systraböndum. Það var gott að vera í návist Siggu, hún hafði það fas að bætti umhverfið. Stækkaði hugsun allra er áttu með henni samleið. Minningamar streyma fram, gleymast ei og enginn fær þær frá manni tekið. Gott og gaman var að fylgjast með lífshlaupi Siggu og Ragnars. Einstök samheldni og fagurt sam- spil. Anda sem unnast fær eilífð aldregi að skilið. Elsku Ragnar minn, skammt er stórra högga á milli. Oft þarf meira þrek til að valda aðstæðum en við raunverulega höfum. En við gerum það nú samt. — Með Guðs hjálp. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.