Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 iltarcgatstMjtfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. Ovenjulegt tækifæri í kjaramálum Niðurstöður fundar fulltrúa vinnuveitenda og laun- þega með forsætisráðherra og fjármálaráðherra á mánudag benda eindregið til þess, að nú sé óvenjulegt tækifæri í kjara- og eftiahagsmálum. Veður hafa skipast í lofti á skammri stundu í þjóðarbúskapnum. Lækkandi olíuverð og hækkað fískverð gefa vonir um, að unnt verði að halda gengi krónunnar óbreyttu. Þar með skapast fastur punktur í efnahagslífínu, eins konar vogarás sem nota má til að komast yfír þær hindrandir, sem voru óárenni- legar fyrir fáeinum vikum. Þegar ríkisstjómin settist að völdum fyrir tæpum þremur árum einsetti hún sér að halda uppi atvinnuöryggi; stuðla að hjöðnun verðbólgu; koma á viðunandi jafnvægi í viðskipt- um við önnur lönd; og vemda kaupmátt lægstu launa og lifs- lgara þeirra, sem þyngst fram- færi hafa. Þá sagði í yfirlýsingu stjómarflokkanna frá 26. maí 1983: „Festa verði sköpuð með raunhæfri gengisstefnu, sem ásamt aðhaldssamri fjármála- og peningastefnu myndi um- gerð ákvarðana í eftiahagslíf- inu.“ Á fyrstu mánuðum stjómar- samstarfsins tókst að halda á efnahagsmálum í samræmi við þetta en síðan tók að halla undan fæti. 1985 var verð- bólgan meiri en 1984. Greiðslu- halli ríkissjóðs var með allra versta móti á síðasta ári eða 2,4% af þjóðarframleiðslu. Verður að fara aftur til erfíð- leikaársins 1975 til að fínna meiri greiðsluhalla, en þá nam hann 2,8% af þjóðarfram- leiðslu. Viðskiptahalli var of mikill á síðasta ári eða um 5%. Erlend skuldabju-ði er of há eða 54,9% af landsframleiðslu. Greiðslubyrði erlendra lána lækkaði á síðasta ári í 20,4% úr 24,3% 1984. Stafar lækkunin meðal annars af lækkun vaxta á alþjóðlegum flármagnsmörk- uðum. Kauptaxtar allra laun- þega hækkuðu um 32,6% milli 1984 og 1985, en kaupmáttur þeirra jókst um 0,2%. Var árið 1985 þannig fyrsta árið síðan 1978, sem kaupmáttur kaup- taxta rýmaði ekki. Talið er að tekjur heimila á mann hafí aukist í kringum 3% að raun- gildi. Þessar tölur em rifjaðar upp hér og nú til að minna á nokkr- ar staðreyndir, sem lágu fyrir við áramótauppgjör þjóðarbús- ins. Síðan heftir frekar rofað til. Menn eru strax famir að lýsa því yfír, að tímabært sé að auka kaupmáttinn enn frek- ar með vísan til góðæris. í sömu andrá er gefíð til kynna, að unnt verði að ná verðbólgunni niður úr rúmlega 30% í rúmlega 10%. En forsenda alls þessa er, að ríkissjóður taki á sig frekari byrðar, hvort heldur þeim verði mætt með niðurskurði eða lán- tökum. í sameiginlegri mála- leitan launþega og vinnuveit- enda til ríkisvaldsins felst raun- ar krafa um að ríkissjóður axli sitt. Hér skal engu spáð um nið- urstöðuna. Enn einu sinni sameinast uppgjörsmál þjóð- félagsins, ef svo má orða það, á einum punkti, þar sem nú þarf að ákveða fískverð, semja á hinum ftjálsa vinnumarkaði og milli ríkisins og opinberra starfsmanna. Nú er óvenjulegt tækifæri í efnahagsmálum. Þess er beðið með eftirvænt- ingu, hvernig þeim tekst að nýta það, sem til forystu hafa verið valdir í stjómmálum, verkalýðshreyfingu og hjá at- vinnurekendum. Hörmungar kjarnorkustríðs Margar kvikmjmdir hafa verið gerðar um hörmung- ar kjamorkustríðs á undanföm- um árum og var ein þeirra Þræð- ir sýnd í sjónvarpinu á mánu- dagskvöldið. Þegar um þessi mál er rætt, skiptir auðvitað mestu, að rejmt sé að átta sig á því, við hvaða aðstæður þess sé að vænta, að til kjamorku- átaka komi. í þeirri mynd, sem hér um ræðir, hófust átökin vegna þess, að Sovétmenn réðust inn í hlut- laust land og utan hemaðar- bandalaga, íran. Engum hefði þótt trúverðugt að láta kjam- orkustyijöld hefjast á því, að Sovétmenn gerðu árás á eitt- hvert aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins. Sú staðreynd sýn- ir í hnotskum, að andvaraleysi býður hættunni heim að flestra mati. Aðeins öflugar vamir, þar sem stór ríki og smá sameina krafta í þágu friðar og öryggis, megna að bægja kjamorkuhætt- unni frá. Vegna þessarar mjmdar og þeirra umræðna, sem efnt var til í sjónvarpssal áður en hún var sýnd, er nauðsjmlegt að ítreka þá staðreynd, að sam- kvæmt hefðbundinni skilgrein- ingu er hlutverk almannavama að veita hjálp eftir að slys er orðið. Það er hins vegar hlutverk hervama að koma í veg fyrir að friðurinn rofni - fyrst þegar sú forvöm dugar ekki er hætta á ferðum. Mary Dau á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og \ Sovétmenn á m kjarnorkuvopnalj svæði á Norðurlör Slökunarstefnan eina leiðin til að opna glufur SLÖKUNARSTEFNAN, efnis- þættir hennar, gildi og viðgang- ur voru umræðuefni á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugardaginn. Mary Dau úr dönsku utanríkis- þjónustunni flutti erindi, sem hún kallaði: Hlutverk Norður- landa til að stuðla að minnkun spennu í samskiptum austurs og vesturs. Fyrirlesarinn hefur starfað í sendiráðum Dana í . Varsjá og Moskvu samtals i tíu ár og einnig lagt stund á fræði- legar rannsóknir á utanrikis- stefnu Sovétríkjanna og hvemig brugðist skuli við henni á Vest- urlöndum. Hefur hún ritað bók um það efni. í stuttu máli er það skoðun Mary Dau, að slökunarstefnuna „deténte" eigi að hafa að leiðarljósi í sam- skiptum auksturs og vesturs. Það sé ekki ágreiningur milli Vestur- landa um það, að stuðla beri að takmörkun vígbúnaðar, verslunar- viðskiptum og annarskonar „sam- vinnu" við Sovétríkin. Þetta séu einmitt homsteinar slökunarstefn- unnar. Á hinn bóginn rísi ágreining- ur milli Bandaríkjamanna og Vest- ur-Evrópumanna þegar rætt sé um viðskiptabann eða aðrar slíkar aðgerðir gagnvart Sovétmönnum og megi benda á deilumar um gagnráðstafnir vegna innrásarinnar í Afganistan til marks um það. Hún er þeirrar skoðunar, að slök- unarskeiðið hafí byrjað með Kúbu- deiiunni 1962. Því hafí aldrei iokið. Það sé rangt að tala um nýtt „kalt stríð" — miklu fremur eigi að taka þannig til orða, að menn hafí orðið fyrir vonbrigðum vegna þess, að þeir væntu meiri og örari breytinga af bættri sambúð risaveldanna. Langvinn þróun Mary Dau segir, að ekki náist neinar varanlegar umbætur í sam- skiptum risaveldanna nema sýnd sé ótrúleg þolinmæði. Þótt það þurfí að halda 30 eða 50 fundi til að komast að sameiginlegri niðurstöðu um að það rigni úti, beri að efna til þessara funda og alls ekki gefast upp. Þetta sé vænlegasta leiðin til að mynda glufur í jámtjaldið, sem skiptir Evrópu milli austurs og vesturs. Til marks um að viðræður hafí gildi nefíiir hún þann mikla mun, sem orðinn er á samtölum fulltrúa Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun kjamorkuvopna. Þegar þessar viðræður hófust fyrir 16 ámm, þurftu Bandaríkjamenn að skýra sovéskum viðmælendum sinum, sem ekki komu úr hemum, ffá því, hvaða vopnum Sovétmenn réðu yfír og hvemig mætti beita þeim. Þótti fulltrúum sovéska hers- ins nóg um þessa upplýsingamiðlun. Þeir vildu sitja einir að þekkingu á þessu sviði. Nú hefur þekking á tæknilegum atriðum vígbúnaðar náð að festa rætur utan sovéska Breytingar á námslánalögum eftir Tryggva Agnarsson Núverandi lánakerfi Gildandi lög um námslán og námsstyrki eru frá árínu 1982. Þau lög eru undirstaða námsaðstoðar- kerfís okkar. Reglugerð um náms- lán og námsstyrki, sett af mennta- málaráðherra og svonefndar út- hlutunarreglur lánasjóðsins settar árlega af sjóðsstjóm, með samþykki ráðherra, skipta einnig vemlegu máli. Meginatriði núverandi fyrir- komulags er að mínu mati eftirfar- andi: Þeir, sem rétt eiga á námsað- stoð skv. lögunum, en það eru að stærstum hluta íslenskir háskóla- nemar heima og heiman og nem- endur ýmissa sérskóla, fá lán og ferðastyrki úr iánasjóðnum. Lánin skulu standa undir öllum náms- og framfærslukostnaði þeirra m.a. að teknu tilliti til Qölskyldustærðar og tekna. Námsmenn geta fengið lán á hverju misseri meðan þeir em við nám, að því tilskyldu að námsfram- vinda sé með eðlilegum hætti. Námslánin em bundin lánskjara- vísitölu en vaxtalaus. Endurgreiðsla lánanna hefst þremur ámm eftir námslok. Árleg greiðsla af námsláni ákvarðast af tvennu: fastri fjárhæð, sem fylgir lánskjaravísitölu, og viðbótargreiðslu, sem miðast við tekjur. Endurgreiðslum af lánunum skal svo ljúka ekki síðar en 40 ámm eftir að þær hófust og em þá eftir- stöðvar lánsins óafturkræfar. Lánin em þannig ekki lán í hefðbundnum skilningi þess orðs nema til þeirra, sem endurgreiða þau að fullu, en bæði lán og styrkur til hinna. Endurskoðunar er þörf Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur á vegum Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra verið unnið að tillögum að breytingum á lögum um námslán og námsstyrki. Hafa þær einkum verið unnar af undirrituðum og Eiríki Ingólfssyni viðskíptafræð- ingi, fulltrúa í mennntamálaráðu- nejdinu. Ekki em þær tillögur enn fullunnar. Ástæður þessa endur- skoðunarstarfs em einkum efa- semdir um ýmsa veigamikla þætti þessa kerfis og gífurleg framlög ríkissjóðs og lántökur vegna lána- sjóðsins og ennfremur mikil gagn- fyni á starfsemi skrifstofu sjóðsins. Þá má benda á að ýmislegt hefur farið á annan veg en ráð var fyrir gert en núgildandi lög um lánsjóð- inn vom sett 1982. Má þar nefna að lánþegum hefur fjölgað mun meira en ráð var fyrir gert og lánin hafa hækkað miklu meira en reikn- að var með. Þannig hafa útgjöldin orðið allt önnur og meiri en reiknað var með þá. Einnig hefur komið í ljós að endurgreiðsluhlutfall lán- anna er mun lægra en ráð var fyrir gert er lögin vom samþykkt. Hafa verið leiddar líkur að því að endur- greiðsluhlutfall einstakra lána geti farið niður í 30%. í greinargerð þeirri er fylgdi fmmvarpi til núgild- andi iaga um námslán og náms- styrki gerði nefndin er lögin samdi grein fyrir því að hún teldi að endurgreiðsluhlutfall námslána yrði 88% ef frumvarpið yrði að Iögum, en í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að endurgreiðslutíminn jrrði 30 ár. Þingið samþykkti endurgreiðslu- fyrirkomulag fmmvarpsins að öðm leyti en því að endurgreiðslutíminn var lengdur um 10 ár þannig að hann nam samtals 40 ámm. Er augljóst í hvaða skyni það var gert. Til þes að hækka endurgreiðsluhlut- fallið, líklegast upp í 95%. Geta má þess að nú vinna sérfræðingar að því að meta endurgreiðsluhlutfall lánanna skv. gildandi lögum. Að lokum má minna á þær miklu breyt- ingar, sem orðið hafa á fjármagns- markaði hér á landi á allra síðustu ámm, en raunvextir útlána hafa í flestum tilvikum hækkað mikið. Hér á eftir mun ég í stuttu máli gera grein fyrir nokkmm meginat- riðum sem höfð hafa verið í huga við endurskoðun laganna. Rétt er að geta þess að þótt náið samráð hafí verið haft við menntamálaráð- herra við endurskoðunarstarfið er það, sem hér er ritað, algerlega á mína ábjrgð. Eins og áður segir er hér aðeins um hugmjmdir að ræða, sem ekki hafa hlotið neina endanlega afgreiðslu hvorki ráðu- nejrtisins ná annarra sem um málið eiga að fjalla áður og ef frumvarp til nýrra laga verður lagt fram. En vegna þeirrar umræðu, sem fram hefur farið í flölmiðlum að undan- fömu og jafnvel á Aiþingi og hefur sumpart verið á orðspori byggð, þykir mér rétt að gera grein fyrir nokkrum sjónarmiðum mínum. Breytingfartillögur — Endurgreiðsla og vextir Tillaga okkar er sú að lánin endurgreiðist að fullu miðað við lánskjaravísitölu og beri hæfílega vexti. Höfum við lagt til að vextir nemi 3% á ári frá því að endur- greiðslur hefjast þremur árum eftir námslok. Lántakendur greiði enn- fremur lántöku- og innheimtugjald, sem standi undir lána- og inn- heimtustarfsemi sjóðsins. Nauðsyn- legt er lánasjóðnum og viðskipta- mönnum hans að hann nái að byggja upp eigið fé sitt, þannig að séð verði til þess tíma er veitt námslán og endurgreiðslur náms- lána verða í nokkru jafnvægi. Þá er talið rétt að færa kjör námslána nokkuð til samræmis við almenn lánskjör í landinu, en það ætti að hamla gegn óeðlilegri eftirspum eftir lánum úr sjóðnum. Ekki verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.