Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 33 Loðnuveiðin: Norðmenn með tæp 50.000 tonn NÚ ERU óveiddar um 140.000 lestir af loðnu á yfir- standandi vertíð. Norðmenn hafa tekið alls tæpar 50.000 lestir og eru tvö norsk skip á miðunum. Loðnan veiðist nú að mestu á svæðinu frá Hornafirði að Ingólfshöfða. Afli íslenzku skipanna var á föstudag 6.320 lestir, á laugardag 13.360, 10.160 á sunnudag og á mánudag varð aflinn 3.760 lestir. Síðdegis á þriðjudag höfðu fjögur skip fengið um 2.000 lestir. Auk þeirra skipa, sem áður er getið í Morgunblaðinu, tilkynntu Gullberg VE, 610 lestir og Bergur VE, 400 lestir, um afla á föstudag. Á laugardag voru eftirtalin skip með afla: Börkur NK, 1.230, Sig- urður RE, 1.400, Þórður Jónasson EA, 500, Húnaröst ÁR, 610, Víkur- berg GK, 560, Magnús NK, 530, Fífíll GK, 630, Pétur Jónsson RE, 820, Kap II VE, 700, Sighvatur Bjarnason VE, 700, Hákon ÞH, 800, Beitir NK, 1.330, Gígja RE, 750, Sjávarborg GK, 810, Isleifur VE, 740 og Jón Kjartansson SU 800 lestir. A sunnudag voru eftirtal- in skip með afla: Bjami Ólafsson AK, 1.050, Eldborg HF, 1.250, Guðmundur Ólafur OF, 600, Guð- mundur RE, 930, Keflvíkingur KE, 540, Hilmir II SU, 560, Gullberg VE, 610, Húnaröst ÁR, 610, Heimaey VE, 530, Helga II RE, 500, Þórshamar GK, 600, Huginn VE, 570, Hilmir SU, 1.250 og Vík- urberg GK, 560. Á mánudag voru eftirtalin skip með afla: Magnús NK, 520, Þórður Jónasson EA, 500, Erling KE, 450, Ljósfari RE, 570, Keflvíkingur KE, 540, Sæberg SU, 600 og Húnaröst ÁR 610 lest- ir. Síðdegis á þriðjudag voru eftir- talin skip með afla: Isleifur VE, 740, Gullberg VE, 610, Helga II Hrungnir GK seldi í Hull TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á mánudag og þriðjudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir hann. Hmngnir GK seldi afla sinn í Hull á mánudag. Hann seldi alls 66,7 lestir, mest þorsk. Heildarverð var 3.813.900 krónur, meðalverð 57,22. Á þriðjudag seldi Björgúlfur EA 169,6 lestir, mest karfa í Cuxhaven. heildarverð var 8.001.100 krónur, meðalverð 47,18. RE, 530, Þórshamar GK, 600, Huginn VE, 600 og Heimaey VE 520 lestir. Kirkjugarður í Selhrygg KÓPA VOGSBÆR hefur boðið Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis um 20 hektara svæði undir kirkjugarð, sunnan og suðaustan í Sel- hrygg, norðan Amamesvegar. Að sögn Ásbjöms Björnssonar, forsijóra Kirkjugarðanna, hefur Kópavogsbæ verið ritað þakkarbréf vegna þess boðs og er málið nú í athugun. Á meðfylgjandi mynd sést staðsetning Iandsins, lengst til hægri. Gestir dást að hinum fögru blárefaskinnum. Loðskinnasýning- í Hveragerði Hveragerði, 28. janúar. LOÐDÝRARÆKTARFÉLAG Suðurlands gekkst fyrir loðskinnasýn- ingu í Hótel Ljósbrá sunnudaginn 26. jan. sl. Þar voru sýnd 26 skinn frá 13 refabúum. Þriggja manna dómnefnd dæmdi skinnin. Hæstu einkunn hlutu skinn frá félagsbúinu á Kirkjuferjuhjáleigu i Ölfusi og hlaut búið verðlaunabikar. Sýningin stóð í 3 klst. og var mjög vel sótt. Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu í gær um björgun gufuketilsins úr togaranum Coot er Siguijón Pétursson sagður framkvæmdastjóri Sjóvá. Hann er aðstoðarframkvæmdastjó'ri, Sjóvá- tryggingafélags íslands. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Formaður Loðdýraræktarfélags Suðurlands er Aðalsteinn Guð- mundsson bóndi á Húsatóftum á Skeiðum, bað ég hann segja okkur frá félaginu, sýningunni og þessari ungu búgrein. Sagði hann svo frá: „Þetta félag nær yfír allt Suðurland þ.e. Vestur- Skaftafellssýslu og suður um Ár- nes- og Rangárvallasýslur og Kjós- ar- og Gullbringusýslur. Er að verða með stærstu félögum á landinu. Aukningin á svæðinu mun vera um 100% á þessu ári, er þá átt við læðufjölda. Félagið er að byija með sæðing- arstöð í vetur, sem verður staðsett að Þórustöðum í Ölfusi. Tveir væntanlegir starfsmenn verða sendir norður á bændaskólann á Hólum til að mennta sig í refasæð- ingum. Er ætlast til að stöðin þjóni svo öllu félagssvæðinu. Þessi loðskinnasýning er sú fyrsta sem félagið gengst fyrir, en stefnt er að því að slíkar sýningar verði árlegir viðburðir. Á félags- svæðinu eru 38 refabú og var þeim öllum boðið að taka þátt í sýning- unni, en aðeins 13 bú sáu sér fært að vera með að þessu sinni, af ýmsum ástæðum, sumir eru nýbyij- aðir og aðrir búnir að senda skinnin á markað o.s.frv. Voru það nokkur vonbrigði, en við viljum hvetja bændur til að taka þátt í sýningun- um í framtíðinni. Þriggja manna dómnefnd dæmdi þau 26 skinn sem bárust, ráðunaut- amir Siguijón Bláfeld, Helgi Egg- ertsson og Álfheiður Marinósdóttir. Hæstu einkunn hlutu skinn frá félagsbúinu á Kirkjufeijuhjáleigu í Ölfusi og tók Grétar Baldursson við verðlaunabikar fyrir hönd búsins. Bikarinn er farandbikar, sem veitt- ur er af Loðdýraræktarfélagi Suð- urlands, en var gefínn af Sambandi íslenskra loðdýraræktenda. Meðaltal fímm efstu búanna á sýningunni var sem hér segir: Ný stjórn ÍNLFR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Náttúrulækningafélagi Reykja- víkur: „NLFR hélt aðalfund félajgsins 19. janúar sl. í stjóm vora kjömir eftirtaldin Reynir Ármannsson, formaður, dr. Jónas Bjamason, varaformaður, Bragi Sigurðsson, ritari, Þorvaldur Bjamason, gjald- keri og Gunnlaugur Gunnarsson, meðstjómandi. Stjómin hefur ákveðið að hrinda af stað á næstunni ýmsum verkefn- um í því skyni að treysta starf fé- lagsins og afla því nýrra félags- manna. í fyrsta lagi má nefna að ætlunin er að halda röð af félags- fundum með völdum fyrirlesuram úr hópi fræðimanna og leikmanna um hollustusamlegt mataræði og lifnaðarhætti. Þjóðfélagsaðstæður hafa breyst mikið og stöðugt fást nýjar upplýsingar um þýðingu næringar fyrir heilsufar og vellíðan fólks, þess vegna er stöðug end- umýjun nauðsynleg svo og upprifj- un á náttúrana sjálfa varðandi heilsufar og að afla stuðnings á þýðingu fyrirbyggjandi aðgerða, til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þá er ætlunin að haida mat- reiðslunámskeið á svið léttra og hollra matvæla, einnig er ráðgert að standa fyrir grasaferðum eftir því sem við verður komið. Það er von stjómarinnar að áhugasamt folk um málefni stefn- unnar taki þátt í starfí félagsins og veiti athygli tilkynningum um félagsstarfíð, eða snúi sér til skrif- stofunnar varðandi upplýsingar." Grétar Baldursson með launaskinnin og bikarinn. verð- 1. Félagsbúið Kirkjufeijuhjáleiga 2. Félagsbúið Ingólfshvoli 3. Aðalsteinn Guðmundsson Húsatóftum 4. Gunnar Baldursson Kvíarhóli 5. Félagsbúið Kálfholti stig 85 82 80.5 79.5 76.6 Fimm efstu skinnin vora frá: 1. Félagsbúinu Kirkjufeijutyáleigu 88 2. Félagsbúinu Ingólfshvoli 85 3. Gunnari Balduresyni Kvíarhóli 84 4. Félagsbúinu Kirkjuferjuiyáleigu 82 5. Aðalsteini Guðmundssyni Iiúsatóftum 81 Að endingu sagði Aðalsteinn að hann teldi refarækt álitlega bú- grein, sem lofaði góðu þegar til framtíðarinnar væri litið þó þar skiptust á skin og skúrir eins og í öðram búgreinum." Aðsókn að sýningunni var góð, fólk kom bæði víða og langt að. Að sýningu lokinni hresstu gestimir sig á kaffí og meðlæti i Hótel Ljós- brá og var glatt á hjalla. Sigfrún Róbert Harðarson hraðskákmeistari Reykjavíkur 1986 HRAÐSKÁKMÓT Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 2. febrúar sl. Róbert Harðarson varð hrað- skákmeistari Reykjavíkur, í öðru sæti Tómas Björnsson og þriðji varð Jóhannes Ágústsson. Tefldar vora níu umferðir eftir Monrad-kerfí, tvær skákir við hvem andstæðing, þannig að hver þátt- takandi tefldi átján skákir. Fyrr- nefndir þrír skákmenn hlutu fjórtán vinninga hver og þurftu því að tefla til úrslita. Þátttakendur f mótinu vora fjöra- tíu og átta. Peningahvarfið á ábyrgð þýskra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jó- hanni Hjálmarssyni blaðafulltrúa Pósts og síma: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu um rannsókn á hvarfí peningasend- inga til Þýskalands vill Póst- og símamálastofnunin taka eftirfar- andi fram: Peningasendingamar vora sendar í ábyrgðarpósti og era öll' slík bréf skráð hjá Póststofunni í Reykjavík. Þar sem ekki varð gerð athugasemd við móttöku póstflutn- ingsins hjá ákvörðunarpósthúsinu í Hamborg era bréfín komin í hendur þýsku póstþjónustunnar samkvæmt alþjóðapóstsamningi. Sé skrá ekki rétt er alltaf gerð athugasemd við hana og hafa Þjóðveijar reynst mjög nákvæmir hvað þetta varðar. Eftir að fyrirspum var gerð hér heima þar sem spurt var um við- komandi ábyrgðarsendingar fékkst það svar frá Hamborg að bréfín hefðu ekki komið fram hjá við- takanda. Póst- og símamálastofnunin lítur svo á að bréfín hafí borist þýsku póstþjónustunni með eðlilegum hætti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.