Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 5
MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Batnandi atvinnuhorfur á Húsavík: 200 manns af at- vinnuleysisskrá Húsavík, 3. febrúar. UM TVO hundmð manns féllu í dag út af atvinnuleysisskrá á Húsa- vík þegar vinna hófst við frystingu hjá Fiskiðjusamlaginu eftir rúm- lega tveggja mánaða stopp. Ekkert hefur verið unnið þar við fryst- ingu síðan um miðjan nóvember eða frá því að Kolbeinsey hætti rekstri. Síðan þá hafa á þriðja hundrað manns verið á atvinnuleysiskrá á Húsavík. í desemberlok voru 233 skráðir og greiddar bætur í desem- ber um 2,5 milljónir króna. í janúar- mánuði var ástandið verra því að bótadagar voru þá 4.628, en í des- ember 3.652. í dag hófst vinna við físk af heimabátum, sem róið hafa undan- farið, en gæftir hafa verið mjög stopular og það sem fengist hefur heftir verið verkað í salt. En á morgun er von á Kolbeinsey úr sinni fyrstu veiðiför eftir að Húsvíkingar endurheimtu hana og nú virðast Lag Reginu, „Baby Love“, sem Steinar hf. gáfu nýlega út í Englandi er þegar komið í 50. sæti breska vinsældalistans og 9. sæti breska dansvinsældalist- ans. hjólin hér ætla að fara að snúast eðlilega. . Fréttaritari. Bíðum eftir kæru Sigurðar Segir Björgvin Guðmundsson formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík „MÉR finnst eðlilegt að bíða eftir þvi hvort það kemur formlegt erindi frá Sigurði eins og mátt hefur skilja á ummælum hans. Ef það kemur ekki getur það hugsast að málið verði eigi að síður rætt i stjórn fulltrúaráðsins“, sagði Björgvin Guðmundsson formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavik þegar hann var inntur eftir aðgerðum stjórnar fulltrúaráðsins vegna yfirlýsinga Sigurðar E. Guðmundssonar um að prófkjörsreglur hafi verið brotn- ar í prófkjöri flokksins í Reykjavík um helgina. Björgvin sagði að samkvæmt þau. í prófkjörinu í Reykjavík hefði lögum Alþýðuflokksins væri það hlutverk fulltrúaráðanna að stilla upp framboðsiistum til sveitar- stjóma, og þar í fælist að setja reglur um prófkjör og framkvæma öllum verið heimil þátttaka sem ekki eru flokksbundnir í öðrum stjómmálaflokkum. „Ef í ljós kemur að stór hluti manna úr öðram flokk- um hefur tekið þátt í prófkjörinu getur fulltrúaráðið lýst prófkjörið ógilt. En slíkt er að sjálfsögðu mjög erfítt að sanna," sagði Björgvin þegar hann var spurður um völd fulltrúaráðsins til að úrskurða í kæramálum vegna framkvæmdar prófkjörsins. Varðandi gagnrýni Sigurðar á samvinnu tveggja fram- bjóðenda, „hræðslubandalagið" sem hann nefnir svo, sagði Björgvin að ekkert væri í reglum prófkjörsins sem bannaði slíkt. Menn biðu sig eftir sem áður í ákveðin sæti og fólkið hafí kosið einstaklinga en ekki lista. „Tek ekki þátt í þessum leik“ Segir Svavar Gestsson „NEI, ÉG tek aldrei þátt í þessum leik í Morgunblaðinu, að láta menn segja álit sitt hver á öðrum. Það geri ég aldrei,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins þegar leitað var álits hans á ummælum Guðmund- ar J. Guðmundssonar þingmanns Alþýðubandalagsins í Reykjavík j í tilefni forvals flokksins í Reykjavík. Þegar leitað var álits Guðmundar S J. á útkomu Guðmundar Þ. Jónsson- ar varaformanns Iðju, félags verk- | smiðjufólks í Reykjavík og for- ? manns Landssambands iðnverka- ■ fólks, sem var studdur af helstu 5 verkalýðsforingjum Alþýðubanda- i lagsins, sagði hann m.a. í samtali I sem birtist í blaðinu á þriðjudag: j „Þá sýnist mér að all skuggalegir hlutir séu að gerast sem flokkurinn \ mætti fara að athuga en það er samsetningin. Hún er orðin þannig að almennt verkafólk er orðið í miklum minnihluta meðal flokks- j manna. Vænlegra er að vera í skóla - en forsvarsmaður láglaunafólks til að komast áfram innan flokksins." Svavar Gestsson formaður Alþýðu- flokksins viidi ekki svara spumingu blaðamanns sem fyrir hann var lögð í tilefni þessara ummæla, eins og fram kemur hér í upphafi. Regina ger- irmyndband á Islandi BANDARÍSKA söngkonan Reg- ina er stödd hér á landi um þessar mundir við gerð mynd- bands á vegum Steina hf. Lagið „Baby Love“, sem Steinar hf. gaf út í Englandi með Reginu 20. janúar siðastliðinn er nú þegar komið á vinsældalista þar í landi og stefnir upp á við. Fyrirhugað er að gefa lagið út í öðrum lönd- um Evrópu í næstu viku og verð- ur myndbandinu dreift viða um heim til að auglýsa plötuna. Regina er frá New York og er hún nú að hasla sér völl á hljóm- plötumarkaðinum, en hún hefur sungið með hljómsveitum í heima- landi sínu um nokkurt skeið. Steinar hf. náði samningi við hana í gegnum sambönd fyrirtækisins í Bandaríkj- unum og er „Baby Love“ fyrsta lagið sem fyrirtækið gefur út með henni. Lagið er eftir hana sjálfa og Steve Bray, sem samdi meðal ann- ars lagið „Into the Groove" með Madonnu, en Steve starfaði áður sem trommuleikari og lék m.a. í hljómsveitum með Madonnu og Reginu. Stjóm á upptöku mynd- bandsins annast Egill Eðvarðsson og Saga-Film og að sögn Steinars Berg Isleifssonar, forstjóra Steina hf., mun Regina sjálf hafa óskað eftir þessum aðilum eftir að hún sá myndband Mezzoforte, sem valið var besta íslenska myndbandið á síðasta ári. Steinar Berg er nýkominn heim frá hljómplötukaupstefnu í Miden í Cannes í Frakklandi, þar sem hann kvaðst hafa gengið frá sölu og dreifingu á plötu Reginu um allan heim svo og sölu á nýrri plötu með Shady Owens með laginu „Get right next to you“. Það lag kom nýlega út á plötu í Bandaríkjunum með Shady og er þegar komið í 52. sæti bandaríska „Billboard-Dance“ vinsældalistans. Láttu ekki happ hendi sleppa 60°/o afsláttur sir 40 Vetrar útsalan semallirhafa beðið eftir stendur semhæstíö verslunum samtímis GARBO Austurstræti 22. Laugavegi 30. Laugavegi 66. Glæsibæ SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 45800. Bonaparte JL A i icti irctraol Austurstræti 22. Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.