Morgunblaðið - 13.02.1986, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986
Sigfriður Joensen, skipstjóri á Svani (t.v.), og H. Lamain, fram-
kvæmdastjóri Skipafélagsins Færeyjar.
Ms. Ólavur Gregersen
Morgunblaðið/Bjami
Skipafélagið Föroyar flytur fisk
milli íslands og Bandaríkjanna
SKIPAFÉLAGIÐ Föroyar ætl-
ar að hefja siglingar með fryst-
an fisk milli Islands og Banda-
rikjanna í samkeppni við Eim-
skip. Félagið hefur fyrst og
fremst flutt fisk frá Noregi og
Færeyjum vestur um haf en nú
munu Island og Danmörk tengj-
ast þessu flutninganeti, að sögn
Þorvalds Jónssonar skipamiðl-
ara, umboðsmanns færeyska
skipafélagsins hérlendis.
Þorvaldur sagði, að skipafélag-
ið Föroyar væri með tvö 3.000
brúttólesta frystiskip í þessum
flutningum, Svan og Ólav Greg-
ersen. Þau munu koma hér við
til skiptis á tveggja vikna fresti.
Skipin lesta frystan fisk í Es-
bjerg í Danmörku, Björgvin og
Þrándheimi í Noregi, Þórshöfn í
Færeyjum og í Vestmannaeyjum,
Keflavík og Hafnarfírði og sigla
með hann til Boston, Everett og
Gloucester í Bandaríkjunum.
Farmgjöld skipafélagsins
Föroyar munu fara dálítið eftir
því hve mikla flutninga skipin fá
til baka. Félagið mun ekki verða
með nein undirboð.
Svanur kom til Hafnarfjarðar
í fyrrinótt en siglir áleiðis vestur
um haf í dag eftir að hafa verið
losaður og fermdur. Ólavur Greg-
ersen er væntanlegur eftir hálfan
mánuð.
Morgunblaðið hafði samband
við Hörð Sigurgestsson forstjóra
Eimskipafélags íslands og spurði
hann hvað honum fyndist um
samkeppnina.
„Það er ekkert nýtt að við
eigum í samkeppni við innlenda
og erlenda aðila," sagði Hörður.
„Færeyingar hafa t.d. verið með
siglingar hingað í mörg ár. Við
munum ekki bregðast við þessu
öðru vísi en hverri annarri sam-
keppni."
Menntamálaráðherra undirritar reglugerðir um framkvæmd nýju útvarpslaganna:
Hvergi slakað á kröfum um
íslenskun sjónvarpsefnis
— segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra
SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra undirrítaði í gær
þijár reglugerðir varðandi framkvæmd nýju útvarpslaganna, sem
tóku gildi um síðustu áramót. Veita má innlendum aðilum tímabund-
in leyfi til útvarps, þ. e. hljóðvarps og sjónvarps, fyrir almenning á
afmörkuðum svæðum.
Jónas Haralz banka-
stjóri Landsbankans:
Lækkun
nafnvaxta
ekkián
fyrirmæla
JÓNAS Haralz bankastjóri
Landsbanka íslands telur að
lækkun raunvaxta geti ekki orðið
nema á alllöngum tíma, jafnhliða
lækkandi verðbólgu: „Raunvext-
ir verða að vera háir hér á landi
á næstu árum, þó að verðbólgan
lækki, vegna þess að almenning-
ur hefur orðið fyrir svo slæmri
reynslu. Á hinn bóginn hljóta
nafnvextir að lækka í samræmi
við lækkandi verðbólgu," sagði
Jónas. Aðspurður sagði hann að
vextir verðtryggðra lána bank-
anna er bera 4% og 5% raunvexti
geti ekki Iækkað á næstunni.
í tengslum við kjarasamninga
hefur ríkisstjómin tilkynnt að hún
muni í sameiningu við Seðlabanka
íslands stuðla að lækkun nafnvaxta
innlánsstofnana. Þá er einnig bent
á í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar að
raunvextir geti farið lækkandi með
stöðugleika í efnahagsmálum. Jón-
as Haralz var spurður hvort hann
teldi að ætlunin væri sú að lækka
nafnvexti óverðtryggrða reikninga
meira og hraðar en lækkun láns-
lq'aravísitölunnar : „Ég býst við
því að það sé hugmyndin. Þetta
felur í sér þá hættu að spamaður
dragist saman, nema að fólk sann-
færist mjög fljótt um það að þetta
sé alvara og verðbólga fari lækk-
andi.“
„Okkar mat er að skilyrði verði
til þess að vextir lækki, en það fer
eftir atvikum með hvaða hætti það
gerist," sagði Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri þegar hann var
spurður um það hvort lækkun nafii-
vaxta verði náð með beinum tilskip-
unum til innlánsstofnana. Jónas
Haralz sagði að hann gæti ekki séð
að lækkun nafnvaxta gæti orðið
með skipulegum hætti, án þess að
fyrirmæli komi til innlánsstofnana
um helstu tegundir vaxta.
Vestmannaeyjar:
Manns saknað
MANNS á sextugsaldrí, skipveija
á Helgu H frá Reykjavík, hefur
veríð saknað í Vestmannaeyjum
frá því I fyrrinótt. Björgunarfé-
lag Vestmannaeyja og Hjálpar-
sveit skáta hófu leit að mannin-
um síðdegis í gær, en sú Ieit
hafði ekki boríð árangur er
Morgunblaðið hafði síðast fregn-
ir af í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar í Vest-
mannaeyjum hafði maðurinn verið
gestkomandi í nærliggjandi bát f
höfninni í Vestmannaeyjum á
þrifyudagskvöldið. Laust eftir mið-
nætti yfirgaf hann bátinn og sást
síðast við Heigu II um klukkan 1.30
um nóttina.
Lögreglunni í Vestmannaeyjum
var tilkynnt um hvarf mannsins síð-
degis í gær og var þegar hafin leit
að honum. Beindist leitin einkum
að höfninni.
ÞORSTEINN Pálsson fjárraála-
ráðherra veitti í gær Bandalagi
kennarafélaga formlega viður-
kenningu á rétti BK sem heildar-
samtaka til að fara með fyrirsvar
ríkisstarfsmanna innan sinna
vébanda um gerð aðalkjara-
samnings. Ennfremur boðuðu
fulltrúar fjármálaráðherra á
Útvarpsréttameftid veitir leyfið,
en skal leita umsagnar Pósts- og
símamálstofiiunar á umsóknum.
Leyfí til hljóðvarps skal veitt til
þriggja ára þegar það er veitt í
fyrsta sinn, en eftir það til fimm
ára í senn. Leyfí til sjónvarps skal
veitt fyrst til fimm ára en til sjö
ára eftir það. Utvarpsstöðvum er
gert að stuðla að almennri menn-
ingarþróun og efla íslenska tungu
og þær skulu halda í heiðri lýðræð-
islegar grundvallarreglur.
Islenskun sjónvarps
efnis og hlutleysiskrafa
í 6. grein reglugerðarinnar um
leyfí til útvarps segir orðrétt:
„Efni á erlendu máli, sem sýnt
er í sjónvarpi, skal jafnan fylgja
íslenskt tal eða neðanmálstexti á
íslensku, eftir því sem við á hveiju
sinni. Það skal þó ekki eiga við,
þegar í hlut eiga erlendir söngtextar
eða þegar dreift er viðstöðulaust
fundi með kennurum í gær, að í
dag yrði að vænta lausnar á þvi
baráttumáli kennara að laun fé-
laga í Kennarasambandi íslands
yrðu jöfnuð til samræmis við
laun þeirra sem eru í Hinu ís-
lenska kennarafélagi. Eins og
margoft hefur komið fram hafa
laun kennara í KÍ verið að meðal-
um gervihnött og móttökustöð
fréttum eða dagskrárefhi, er sýnir
atburði er gerast í sömu andrá. í
síðastgreindu tilviki skal að jafiiaði
fylgja kynning eða endursögn þul-
ar.“ Þessi grein gildir ekki um
móttöku útvarps um þráð sem
bundin er fbúðasamsteypu 36 íbúða
eðafærri.
Sverrir Hermannsson var spurð-
ur hvort túlka mætti þessa grein
sem slökun frá þeirri kröfu að allt
sjónvarpsefni skuli koma fyrir sjónir
Islendinga með íslensku tali eða
texta.
„Það er öðru nær. Það eina sem
er undanþegið íslenskun eru söng-
lagatextar. Allt annað efni skal ís-
lenskað eftir því sem kostur er á.
Ef um beina útsendingu er að ræða
skal fylgja kynning, ef um tónlistar-
þátt eða slíkt er að ræða, en annars
endursögn þular. Þetta er skýrt.
Það er hvergi slakað á kröfum,"
svaraði Sverrir.
í 7. grein er kveðið á um það
tali tæplega 5% lægrí frá þvi 1.
nóvember sl. Ekki kom fram á
fundinum með hvaða hætti laun-
in yrðu jöfnuð.
Valgeir Gestsson formaður KÍ
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi, að þar sem það væri
alls óvíst hvemig fjármálaráðherra
að útvarpsstöðvum beri að virða
tjáningarfrelsi og gæta þess við
umfjöllun umdeildra mála að fram
komi í dagskrá rök fyrir mismun-
andi stefnum og skoðunum. Sverrir
var var spurður hvort þetta þýddi
að ekki mætti flytja einhliða boð-
skap:
„Það virðist svo vera. Þessar
reglur eru sniðnar mjög í anda út-
varpslaganna. En við verðum að
gæta að því að það er útvarpsréttar-
nefndar að taka afstöðu til hugsan-
legrar kæru vegna einhliða frétta-
flutnings. Nefndin virðist þar hafa
nokkurt svigrúm til túlkunar,"
sagði Sverrir.
Auglýsingar og menn-
ingarsjóðsgjald
Útvarpsstöðvum er heimilt að
afla tekna með auglýsingum, af-
notagjaldi, eða sérstöku gjaldi
vegna útsendingar fræðslu- og
skýringarefnis. Gjaldskrár fyrir
auglýsingar skulu háðar samþykki
útvarpsréttamefndar.
í reglugerð um auglýsingar í
útvarpi segir m.a. að þær skuli skýrt
afmarkaðar frá öðm dagskrárefni
og bomar fram á lýtalausu íslensku
hygðist standa að leiðréttingu á
launamun hinna tveggja félaga,
teldi stjóm KÍ ekki tilefni til að
fresta fyrirhuguðum aðgerðum
kennara. Kennarar á Austfjörðum,
í Hafnarfirði, Kópavogi og öðmm
byggðarlögum Reylq'aneskjördæm-
is munu því fella niður kennslu í
dag.
máli. Á allar auglýsingar leggst
sérstakt gjald, menningarsjóðs-
gjald, sem er 10% og rennur tii
Menningarsjóðs útvarpsstöðva.
Hlutverk hans er að veita islenskum
útvarpsstöðvum framlög til eflingar
á innlendri dagskrárgerð, sem verða
má til menningarauka og fræðslu.
The Hollies
til Islands
BRESKA hljómsveitin The
Hollies mun koma hingað til
lands og leika í veitingahús-
inu Broadway dagana 3., 4.
og 5. apríl næstkomandi. Hafa
samningar þegar veríð gerðir
varðandi komu hljómsveitar-
innar svo og við söngkonuna,
Petulu Clark, sem mun koma
fram í Broadway dagana 30.
og31.mai.
The Hollies var ein af stór-
hljómsveitum í Bretlandi á sjö-
unda áratugnum og af mun
stærri gráðu en þær bresku
hljómsveitir sem hingað komu á
síðasta ári. Hljómsveitin naut
mikilla vinsælda og virðingar
langt út fyrir Bretland og átti
Qölda laga í efstu sætum vin-
sældalistanna víða um heim.
Má þar nefna lög eins og Bus
Stop, Look Through Any
Window, Carrie Annie, Jenifer
Eccles, He aint heavy, he’s my
Brother og mörg fleiri. Þeir eru
enn í fullu Qöri og komu meðal
annars laginu „Stop in the Name
of Love“ inn á vinsældalista fyrir
tveimur árum.
Þrír af upphaflegum liðs-
mönnum hljómsveitarinnar, þeir
Alan Clark söngvari, Tony Hicks
gítar og Bobby Elliot trommur
eru með í hópnum auk sjö
manna hljómsveitar, og eru þeir
með á efnisskránni öll vinsæl-
ustu lög hljómsveitarinnar í
gegnum árin.
Fundur kennara og fulltrúa fjármálaráðherra í gær:
BK fær samningsrétt og fyrir-
heit gefið um jöfnun launa í dag