Morgunblaðið - 13.02.1986, Page 20

Morgunblaðið - 13.02.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 Akureyri: Stj órnarf ormaður vatns- veitunnar segir af sér Akureyri. 11. febrúar. FREYR Ofeigsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks sagði af sér for- mennsku í stjórn Vatnsveitu Akureyrar á bæjarstjórnarfundi í kvöld eftir að samþykkt var tillaga sjálfstæðismanna um að færa 15 milljónir króna i frum- varpi af fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun vatnsveitunnar á liðinn „óráðstafað" i stað þess að veija þeim tíl byggingar vatnsveitugeymis á Miðhúsa- klöppum. Freyr sagði að með þessari samþykkt væri verið að kollvarpa stefnu meirihluta bæjarstjómar um rekstur vatnsveitunnar - stefnu sem hann hefði í upphafi verið kjörinn til að framfylgja. Hann sagðist ekki treysta sér til að starfa eftir stefnu sem hann væri á móti. Gunnar Ragnars, oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm, lagði fram tillöguna. Hann sagði bæjar- sjóð hafa úr litlu framkvæmdafé að spila á árinu, tillagan væri liður í að breyta því. Flutningsmenn til- lögunnar vilja geta gripið til þess möguleika að fá umrætt fé að láni vegna framkvæmda við dvalar- heimilið Hlíð eða Síðuskóla. Tillag- an var samþykkt með fjórum at- kvæðum sjálfstæðismanna og beggja fulltrúa Kvennaframboðs- ins. A liðnum „óráðstafað“ á áætlun vatnsveitustjómar vom 2,5 milljón- ir - og em því 17,5 milljónir króna eftir breytinguna. Lágt verð á fiskmörkuðum VERÐ á ferskfiskmörkuðunum í Þýzkalandi og Bretlandi er nú fremur lágt. Því valda válynd veður og samgönguerfiðleikar á landi, sem koma í veg fyrir eðli- lega dreifingu fiskmetisins í verzlanir og á markaði. Vigri RE seldi á þriðjudag 291,5 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 11.096.400 krónur, meðalverð 38,07. Á miðvikudag seldi Karlsefni RE 259,2 lestir, mest karfa í Cuxhaven. Heildarverð var 10.250.400 krónur, meðalverð 39,54. Óskar Halldórsson RE seldi sama dag 71,4 lestir í Hull. Heildar- verð var 3.724.700 krónur, meðal- verð 52,15. Dr. Ingjaldur Hannibals son forstjóri Alafoss DR INGJALDUR Hannibalsson, iðnaðarverkf ræðingur, tekur við starfi forstjóra hjá Álafossi hf. 1. júni næstkomandi. Pétur Ei- ríksson, hagfræðingur, sem gengt hefur starfi forstjóra fé- lagsins undanfarin 12 ár, hefur sagt þvi starfi lausu. Ingjaldur lauk doktorsprófi frá Ohio State University í Bandaríkj- unum í iðnaðarverkfræði árið 1978. Hann gegndi starfí deildarstjóra tæknideildar Félags íslenskra iðn- rekenda árin 1978 til 1983 og hefur verið forstjóri Iðntæknistofnunar íslands frá í febrúar 1983. Samhjiða störfum þessum hefír Ingjaldur verið stundakennari og dósent við Háskóla íslands. Ingjaldur hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að verða leyst- ur frá starfí forstjóra Iðntækni- stofnunar íslands frá og með 1. júní nk. Hann var skipaður forstjóri Iðn- 1- febrúar 1983 og hefði skipunar- tæknistoftiunar til flögurra ára frá tímahansþvílokið31.janúar 1987. Dr. Ingjaldur Hannibalsson Morgunblaðiö/Skapti Guðmundur Logi Lárusson starfsmaður Landssambands islenzkra samvinnufélaga les áskorunina fyrir fund bæjarstjórnar. Starfsfólk Fataverksmiðjunnar Heklu fjölmennti eins og sjá má. Fataverksmiðjan Hekla: Bæjarstjórn beiti sér fyr- ir áframhaldandi rekstri Akureyri, 11. febrúar. ÁÐUR en fundur bæjarstjóraar Akureyrar hófst í dag voru forseta bæjarstjórnar Sigurði Jóhannessyni afhentir undir- skriftalistar frá starfsfólki Fataverksmiðjunnar Heklu með nöfnum 2.140 Akur- eyringa. Þar er skorað á bæjar- stjóra að gera allt sem hægt er tíl að rekstri verksmiðjunnar verði ekki hætt - en öllu starfs- fólki verksmiðjunnar hefur verið sagt upp störfum frá 1. aprfl. Áskorunin, sem GuðmUndur Logi Lárusson starfsmaður Land- sambands íslenskra samvinnufé- laga afhenti Sigurði, er svohljóð- andi: „Við undirrituð skorum á bæjarstjóm Akureyrar að hún gangist þegar fyrir því að rekstri Fataverksmiðjunnar Heklu verði haldið áfram. Okkur fínnst það óhæfa að verksmiðjunni verði lokað og um 60 manns missi atvinnu sína án nokkurrar trygg- ingar fyrir öðru starfí. Bæjarfé- lagið má ekki við því að fleira hæft fólk flytjist í burtu og at- vinnutæki hverfí á brott." Að sögn þeirra sem afhentu listann var það ákveðið í gær að gripa til þessa ráðs, þannig að ekki vannst tími til að leita undir- skrifta nema lítils hluta bæjarbúa fyrir fundinn í dag. Fiskaflinn í janúar: Loðnan sér um aflaaukningnna Mestu landað á Seyðisfirði — mestur þorskur á land á ísaf irði HEILDARAFLI landsmanna í janúar síðastliðnum var 206.605 lestir eða tæpum 50.000 lestum meiri en í sama mánuði í fyrra. Munar þar mestu um loðnu- aflann, sem er rúmlega 51.000 lestum meiri nú en í fyrra. Þorsk- Seltjamarnes: Vöruhús Vörumarkað- arins senn fullbúið HAFNAR eru lokaframkvæmdir við að fullgera vöruhús Vörumark- aðarins hf. við Eiðistorg á Seltjarnaraesi. Ákveðið er að búið verði að taka allt húsnæðið, eða alls 4.200 fermetra í notkun síðla sumars. Frá upphafi hefur það verið stefna fyrirtækisins að loka verslunar- húsinu í Ármúla þegar vöruhúsið við Eiðistorg væri fullbúið. Hús- næðið við Ármúla hefur verið selt Fjármálaráðuneytinu og verður sölusamningur undirritaður I vikunni, þegar Fjárveitinganefnd hefur staðfest hann, segir í frétt frá Vörumarkaðnum. í fréttinni segir ennfremur fræðingar og hönnuðir þess aðstoð- „Allar deildir Vörumarkaðarins í að við skipulag vöruhússins í Nes- Armúla verða fluttar í vöruhúsið á Nesinu í áfongum. Ekki er búið að ákveða í hvaða röð það verður gert. Auk þess verður bætt við nýjum verslunardeildum til að mæta þörf- um viðskiptavina fyrirtækisins. Vörumarkaðurinn er samstarfs- aðili við Vestur-þýska stórmarkaðs- fyrirtækið Kaufring og hafa sér- inu. Gert er ráð fyrir að sérfræðing- ar Kaufrings í stórmarkaðsmálum komi til landsins og aðstoði við lokaátakið í vor og sumar. Þessar framkvæmdir flýta einnig lokafrágangi í miðbæ Seltjamar- ness, þar sem m.a. 1.200 fermetra verslunartorg verður undir gler- þaki, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Vöruhús Vörumarkaðarins er sniðið að þörfum íbúa höfuð- borgarinnar vestan Suðurgötu, auk íbúa Nessins og annarra sem þang- að koma í verslunarhugleiðingum. Mikil fjölgun íbúa á sér nú stað vestast í Vesturbænum á nýjum byggingasvæðum og á Nesinu. íbúaQölgunin kallar á aukna nútím- alega verslunarþjónustu á svæðinu. Ákvörðunin að loka Vörumark- aðinum við Armúla hefur hverfandi áhrif á starfsmannahald fyrirtækis- ins vegna aukinna umsvifa í Vöru- húsinu við Eiðistorg. Á launaskrá eru nú 150-160 manns og er tals- verður hluti starfsfólksins í hluta- starfí." aflinn er 3.354 lestum meiri nú, en afli annarra botnfisktegunda er 4.818 lestum minni. 23.406 lestum var landað erlendis, en 17.647 í janúar i fyrra. Þorskafli báta í janúar var 8.882 lestir en 10.076 í janúar í fyrra. Annar botnfískafli var 4.002 lestir en 4.313 I fyrra og hefur því orðið nokkur samdráttur f þessum afla bátanna. Loðnuaflinn í janúar nú var 167.754 lestir en 111.639 í fyrra. Afli annarra tegunda er mjög svipaður milli mánaðanna. Heildar- afli bátanna er því 49.835 lestum meiri nú en í fyrra. Þorskafli togara var nú 16.662 lestir, en 12.114 í fyrra. Annar botnfískafli þeirra var nú 5.542 lestir en 10.049 í fyrra. Heildarafli togaranna er því 41 lest meiri nú en í janúar á sfðasta ári. Mestum afla var f janúar landað á Seyðisfírði, 26.697 lestum, og er það nær allt loðna. Á §órum öðrum stöðum var landað yfír 20.000 lest- um í mánuðinum og alls staðar er loðna bróðurparturinn af því. Á Eskifírði var landað 26.210 lestum, 20.927 í Neskaupstað og 20.101 lest í Vestmannaeyjum. Mestum þorski var hins vegar landað á Isafírði, 2.158 lestum. Aðrir löndun- arstaðir með meira en 1.000 lestir af þorski eru: Akureyri 2.106 lestir, Keflavík 1.573 og Sandgerði 1.365 lestir. í janúar voru landanir erlendis sem hér segir, samsvarandi tölur janúarmánaðar í fyrra innan sviga: Þorskur 1.423 lestir (175), annar botnfískur 1.252 20.731 (15.150), lestir (17.647). (2.322), loðna samtals 23.406 Flestir starfs- manna Hafskips komnir í vinnu FLESTIR starfsmenn Hafskips hf. eru nú komnir í vínnu annars staðar að því er segir í frétt frá Atvinnumiðlun Hafskips. Starfs- menn félagsins voru um 240 auk rúmlega 100 starfsmanna er- lendis, er til rekstarstöðvunar kom i byijun desember síðastlið- inn. Þá rúmu tvo mánuði hefur verið starfrækt sérstök atvinnumiðlun, þar af sfðustu vikumar að Sfðumúla 33, þar sem fráfarandi stjóm Haf- skips hf. og forsvarsaðilar starfs- mannafélagsins hafa staðið fyrir sameiginlegu lokaátaki. Frá 1. mars nk. og fram til sumars munu um 10 starfsmenn halda áfram störfum hjá búinu og auk þeirra liggja óráðstafaðar starfsumsóknir fyrir frá innan við 15 starfsmönnum. Skrifstofunni í Síðumúla 33 hefur nú verið lokað, en fulltrúar atvinnu- miðlunarinnar munu áfram leitast við að sinna þeim umsóknum, sem enn em til úrlausnar, og má koma boðum til þeirra í síma búsins, 21160.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.