Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 íslenskt vatn selt til útlanda Akureyri, 14. febrúar. ÚTFLUTNINGUR á islensku lindarvatni, sem byrjað var að pakka í Mjólkursamlaginu hér í morgun, hefst í næstu viku. Það er fyrirtæk- ið Akva sf., sem lætur pakka vatninu, en það hefur gert rammasamn- ing til fimm ára við fyrirtækið Icelandic Supply í Danmörku, sem sérstaklega var stofnað til þessara viðskipta. Tryggir sá samningur sölu á fjórum milljónum pakkninga á fyrsta ári og eykst magnið upp í tólf milljónir pakkninga síðustu þijú árin en pakkað er í 0,2 og 0,5 iítra umbúðir. Danska fyrirtækið sér um söluna í Evrópu, Austurlöndum nær og Ameríku, að því er Þórarinn Sveins- son, mjókursamlagsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag. „Fyrstu sendingar okkar fara til Danmerkur, 35 tonn 26. þessa mánaðar og 47 tonn um miðjan mars,“ sagði hann. „Við erum nú að láta útbúa pakkningar með enskum texta og pökkun í þær hefst á næstu vikum." Þórarinn sagði að mikill áhugi aðila í Austurlöndum nær hefði verið grundvöllur þess, að ákveðið var að fara út í vatnssöluna. „Þeir vildu hins vegar sjá vatnið tilbúið á dönskum markaði áður en þeir færu að kaupa þannig að hluti þess, sem fer út til Danmerkur, fer áfram til Austurlanda sem sýnishom," sagði hann. Akva sf. fær 10-12 krónur fyrir hvem útfluttan lítra vatns og er þá miðað við hálfs lítra umbúðir. Þórarinn kvaðst reikna með að lítr- inn yrði seldur á um 30 krónur ís- lenskar út úr búð í Danmörku. Nafnnúmer aflögð og fæðingarnúmer tekin upp í ársbyrjun 1987 verða nafnnúmer, sem nú eru notuð, aflögð sem auðkennistölur einstaklinga í þjóðskrá og sem auðkenni fyrirtækja, félaga og stofnana í fyrirtækjaskrá. í stað þeirra verða teknar upp nýjar auðkennistöiur, sem byggjast á fæðingamúmerum þjóðskrár fyrir einstaklinga og samsvarandi talnakerfi fyrir fyrirtæki, félög ogstofnanir. Morgunblaðið/Skapti Þórarinn Sveinsson, mjólkur- bússtjóri með fernu af íslensku lindarvatni. Amfetamíninu var smyglað í brúðu TVEIR fíkniefnasmyglarar keyptu i lok janúar 650 grömm af amfetamíni í Rotterdam í Hollandi. Þeir komu fíkniefnun- um fyrir í brúðu, sem þeir sendu til landsins í pósti frá Luxem- borg. En svikin komust upp. í siðustu viku handtók fíkniefna- deild lögreglunnar mennina og fann nokkurt magn af fíkniefn- um hjá þeim við húsleit. Sólar- hring síðar fann lögreglan hálft kUó af amfetamíni í íbúð í Reykjavík og lagði alls hald á um 550 grömm af amfetmini. Mennimir voru úrskurðaðir í 30 daga gæsluvarðhald, svo og sam- býliskona annars. Málið er nú upp- lýst og liggja játningar fyrir um smygl á 650 grömmum af amfeta- míni og smyglleiðina og hefur fólk- inu verið sleppt úr haldi. Þeim tókst að selja tæplega 100 grömm af amfetamíni. Brúðunni köstuðu smyglarnir eftir að hafa endurheimt fíkniefnin. Þess má geta, að sölu- verð amfetamínsins á markaði hér á landi má áætia um 10 milljónir króna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem uppvíst verður um fíkni- efnasmygl í pósti. Fyrir nokkru fundu tollverðir 700 grömm af hassi f böggli stíluðum á fyrirtæki í Reykjavík. Fíkniefnadeildin hefur tekið yfir rannsókn málsins. Hallgrímur Snorrason, hagstofu- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ástæðan fyrir þessari breytingu væri fyrst og fremst sú, að ýmsir annmarkar hefðu verið í notkun núverandi nafnnúmera, sem ætla mætti að ágerðust eftir því sem lengra liði. Nafnnúmerin voru upphaflega tekin í notkun 1959 og var númeragjöf byggð á þáverandi tíðni nafna, en undanfarin ár hefðu nafngiftir breyst mjög, sem riðlaði hinu gamla naftinúmerakerfi. Því væri aðkallandi að breyta þessu auðkennisstafakerfí hið fyrsta. Auk þessa er nú unnið að ýmsum öðrum breytingum í þjóðskrá og fyrirtækjaskrá. Er ætlunin að á þessu ári verði farið að tölvuskrá allar breytingar á skránum með reglubundnum hætti allt árið eftir því sem tilkynningar berast um þær. Jafnframt á að stækka nafn- svið í skrám og bæta nafnritun að mun. Að sögn Hallgríms Snorrason- ar er áætlaður heildarkostnaður við þessar breytingar á milli 3 og 4 milljónir króna. Sjá nánar á bls. 14. Nýju viðskiptabankalögin: Útvegsbankinn fullnægir ekki skilyrðum um eigið fé ÚTVEGSBANKI íslands fullnægir ekki þeim skilyrðum sem sett eru um eigið fé bankanna í nýju lögunum um viðskiptabanka sem tóku gildi um áramótin. Þórður Óiafsson forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka ís- lands staðfesti þetta í gær og sagði að hafin væri franv kvæmd þeirra aðgerða sem lögin mæltu fyrir um. I lögunum segir meðal annars að bankaeftirlitið skuli krefja bankaráð um greinargerð þar sem fram kemur til hverra ráðstafana það hyggst grípa. Verði ekki bætt úr innan ákveðins frests ber að slíta viðkomandi banka. Morgimblaðið/Bjarni Þjóðskrárbreytingin kynnt á fundi með fréttamönnum. Frá vinstri Ásmundur Siguijónsson, deildarstjóri fyrirtækjaskrár, Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, Ingimar Jónsson, deildarstjóri þjóðskrár og Jón Zóphaníasson, deildarstjóri hjá Skýrsluvélum rikisins. í 36. grein bankalaganna segir að eigið fé viðskiptabanka megi ekki vera lægra en sem svarar 5% af niðurstöðutölu efnahagsreikn- ings bankans. Við niðurstöðutölu efnahagsreiknings skal þó bæta Talsmaður sjóflutningadeildar Bandaríkjahers: Hækkunin breytir engn um f orréttindi Rainbow Eimskip lækkar verð fyrir herinn, en hækkar verð fyrir aðra segir umboðsmaður Rainbow Navigation á íslandi HÆKKUN bandariska skipafélagsins Rainbow Navigation breytir engu um forgang félagsins til flutninga til varnarliðsins hér á landi, að því er Louis Granger, blaðafulltrúi sjóflutningadeildar Banda- ríkjahers (Military Sealift Command) í Washington, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Við vitum af þessari 9% hækkun en hún getur engin áhrif haft á þessa flutninga, því samkvæmt okkar lögum á bandarískt skipafélag að hafa forgang," sagði Grang- er. „Við erum enn að kanna með hvaða hætti er hægt að bregðast við niðurstöðu áfrýjunardómstólsins, sem úrskurðaði okkur í óhag á dögunum. Ég á ekki von á ákvörðun af okkar hálfu alveg á næstunni," sagði Granger. „Staðreynd málsins er sú, að á sama tíma og Eimskipafélagið hef- ur lækkað farmgjöld sín fyrir herinn frá Bandaríkjunum til íslands hefur félagið hækkað farmgjöldin fyrir íslendinga. Síðan í október 1984 hefur Eimskip lækkað gjöldin fyrir herinn §órum sinnum um alls 23,5%. Ég skil því ekki hvað þeir eru að fara með fullyrðingum sínum um að Rainbow Navigation sé með 28% hærri farmgjöld en þeir^ á þessari leið," sagði Magnús Ár- mann, framkvæmdastjóri Skipa- miðlunar Gunnars Guðjónssonar, umboðsfyrirtækis bandaríska fé- lagsins, í samtali við Morgunblaðið í framhaldi af frétt blaðsins í gær um 9% hækkun á farmgjöldum Rainbow Navigation. í fréttinni í blaðinu í gær var haft eftir Þórði Sverrissyni, aðstoð- arframkvæmdastjóra hjá Eimskip, að sú hækkun staðfesti enn betur forréttindi Rainbow til þessara flutninga. Magnús Ármann sagði að Rain- bow Navigation hefði byijað flutn- inga sína fyrir vamarliðið í maí 1984 á sömu farmgjöldum og ís- lensku skipafélögin hafí notað. „í dag flytur félagið vaming til hersins á 23% hærra gjaldi en Eimskipafé- lagið, sem þýðir að Eimskip hefur lækkað sín farmgjöld fyrir herinn en hækkað fyrir okkur hina,“ sagði hann. „Þeir hækkuðu fraktina hjá sér fyrir almenna stykkjavöru um 3,5% í október 1984, um 4% í janúar ’85, um 8% í apríl á þessu ári og um önnur 8% í júní. Eina hækkun Rainbow frá upphafí var 9% hækk- un frá 7. febrúar." veittum ábyrgðum sem eru utan efnahagsreiknings og draga frá eigið fé og „ömggar peningaeign- ir“, það er peninga í sjóði og innlán í Seðlabanka og öðrum innláns- stofnunum. Bókfært virði fasteigna og búnaðar, sem viðskiptabanki notar til starfsemi sinnar, má heldur ekki vera hærra en sem nemur 65% af eigin fé bankans. Ef það kemur fram í reiknings- uppgjöri sem afhenda skal banka- eftirlitinu innan tveggja vikna að eigið fé ríkisviðskiptabanka full- nægi ekki ofangreindum skilyrðum skal bankaeftirlitið tafarlaust krefja bankaráð um greinargerð þar sem Sjómanna- deginum frestað SJÓMANNADAGSRÁÐ, sem er fulltrúaráð sjómannasamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði, ákvað á fundi sínum í gær, föstudag, að fresta sjómannadeginum um eina viku vegna bæjar- og sveitar- stjórnarkosninganna í vor. Sjó- mannadagurinn verður því haid- inn hátíðlegur hinn 8. júní en ekki 1. júní eins og ella hefði orðið, að sögn Péturs Sigurðsson- ar. Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri gert í samræmi við 2. grein laga sjó- mannadagssamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði, fram kemur til hverra ráðstafana það hyggst grípa. Kemur þetta fram í 45. grein laganna. Skal bankaeftirlitið þegar afhenda ráð- herra reikningsuppgjör skoðunar- manna og greinargerð bankaráðs ásamt umsögn sinni og á ráðherra að leggja fyrir alþingi tillögu um ráðstafanir er grípa skuli til af þessu tilefni. Ráðherra er heimilt að veita hlutaðeigandi viðskiptabanka frest í allt að sex mánuði til þess að auka eigið fé að umræddu lágmarki og lengja hann um sex mánuði til viðbótar. Að lokum ber að slíta viðskiptabanka ef ráðherra synjar um frest til að kippa málum í lag eða fresturinn rennur út án þess að bankanum hafí tekist að auka eigið fé sitt umfram tilskilið lág- mark. Leiðrétting á minningargrein Slæm prentvilla var í minn- ingargrein Einars Ágústssonar um Þorleif Thoriacius, sendi- herra, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær. Áttu niðurlagsorð greinarinnar að vera þessi: „Þau hafa öll misst mikið en minningin um vammlausan hal og vítalausan lifir og lýs- ir.“ Morgunblaðið biðst afsökun- ar á mistökum þessum, þótt góðviljaðir lesendur hafí átt auðvelt með að lesa í málið, enda kunna margir íslendingar ljóðlínur Hórasar í þýðingu Gríms Thomsen: Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, en þessi eru upphafsorð þýðing- arinnar á hinum þekkta stúd- entasöng, Integer vitae. Sérstök ástæða er til að biðja aðstandendur Þorleifs heitins og Einar Ágústsson afsökunar á þessum mistökum í vinnslu greinarinnar. — Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.