Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 Biskupar mæla með mótmælaaðfferðum Manilla, 14. febrúar. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. IMELDA Marcos, forsetafrú Filippseyja, átti næturfund með Vidal kardinála og erkibiskup í Cebu aðfaranótt föstudags. Hún reyndi að hafa áhrif á kardinálann og fá hann til að hætta við að gefa út yfirlýsingu biskuparáðsins um forsetakosningarnar. Ekki var orðið við tilmælum Imeldu og biskupar landsins sendu frá sér harðorða yf irlýsingu í dag. „Fólkið hefur látið raust sína heyrast, eða það rejmdi það,“ segir í upphafi yfírlýsingarinnar. Biskupamir telja að önnur eins svik hafí aldrei átt sér stað í kosningum í landinu og nú. Þeir nefna flórar óheiðarlegar aðferðir, sem höfðu áhrif á úrslit kosning- anna: 1) Nöfn voru strikuð út af kjörskrám og flutt á milli kjör- staða þannig að §öldi fólks gat ekki kosið. 2) Atkvæðakaup í miklu magni. „Atkvæðakaupend- umir notfærðu sér fátækt fólksins á kaldhæðnislegan hátt. Sterk þakkarskuld fólksins kom í veg fyrir að það hefði raunvemlega fíjálsa valkosti," segir í jrfírlýsing- unni. 3) Fölsun atkvæða og röng talning. 4) Hótanir og morð. „Ótti var áhrifarík ástæða til að taka ekki þátt í kosningunum og láta hina sönnu skoðun í ljósi." Biskupamir em sannfærðir um að vilji fólksins og óskir um stjóm- arskipti hafí komið í ljós í kosning- unum þrátt fyrir að úrslit kosning- anna geti farið á annan veg. Þeir líkja völdum sem em fengin með svikum við valdarán og segja að ríkisstjómin verði sjálf að leið- rétta hið illa sem hún hefur að- hafst. „Hún verður að virða vilja fólksins. Það er fmmskilyrði fyrir sáttum." Biskupamir segja að fólkið í landinu verði að kreflast réttar síns ef stjómvöld virða ekki vilja þess. Þeir leggja áherslu á að barátta fólksins verði að vera friðsamleg og í anda Krists. Þjón- ar kirkjunnar og sóknarböm þeirra út um allt land eiga að koma sér saman um baráttuað- ferðir samkvæmt yfirlýsingu biskupanna. Þeir nefna engar sér- stakar aðferðir en verkföll og neitun að borga skatt til ríkisins hafa verið nefnd sem hugsanlegar mótmælaaðferðir. Cory Aquino kom og hitti kard- inálann og nokkra biskupa stutta stund í dag. Hún bað biskupa að vera við messu og fund sem stuðn- ingsmenn hennar halda í miðborg Manilla á sunnudag. Imelda Marcos var að borða í þijátíu manna hópi á Manila- hóteli þegar hringt var frá kard- ináianum klukkan hálftvö aðfara- Stuðningsmenn Marcosar reyndu ýmislegt til þess að hafa áhrif á það hvemig fólk kysi. Hér er manni hótað með byssu. nótt föstudags. Allir gestimir mku á djir með henni án þess að ljúka við matinn. Hún hitti kardin- álann að máli klukkustundu seinna. Þau töluðu saman f hálf- tíma en orð hennar höfðu lítil áhrif á hann af jrfírlýsingu biskup- anna að dæma. Kaþólska kirkjan hefur mikil ítök í þessu þjóðfélagi. Fólk leitar til prestanna og vill leiðsögn þeirra í vandræðum sínum. „Sóknarböm okkar kre^ast þess að við tökum afstöðu í þessum kosningum," sagði Jesus Varela, biskup ftá Sorsogon. „Við tókum ekki pólitíska afstöðu í kosningun- um heldur afstöðu með hinu góða gegn hinu iila. Engin sjmd er verri en fölsun sannleikans, við berj- umst fyrir réttlæti, góðvild og lýð- ræði f þessu þjóðfélagi. Biskupamir gáfu f skjm á blaðamannafundi að Marcos kynni að verða settur út af sakra- menti kirkjunnar ef hann heldur sínu striki og lætur ekki af emb- ætti. Það er ákvörðun sem prestur hans verður að taka. Þeir sem em settir út af sakramenti verða að vera meðvitaðir um að þeir hafí sjmdgað og Marcos sér væntan- lega ekkert rangt við það sem hann eða hans menn hafa gert til að tryggja sigur í kosningun- um. „Marcos skírskotar alltaf til dómstólanna og segir að „lögmæti þessara kosninga skipti ekki leng- ur máli. Þær vom siðlausar og þar með óréttmætar nema hin sanna rödd fólksins fái að heyr- ast.“ ULTRA GLOSS Innlend umsögn: J.R., umsjónarmaður bflasíðu DV, hafði þetta að segja: DV. Bílar • Auðvelt í notkun • Hreinsar • Margföld ending • Gefurglæsilegaáferð • Stöðvar veðrun (oxyderingu) • Vernd gegn upplitun Opið á laugardag frá 10-16 Eina raunhæfa nýjungin í bílabóni Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frá- brugðið er að það inniheldur engin þau efni, sem annars er að fnna í hefðbundnum bón- tegundum, svo sem harpeis, vax, plast eða polymer efni. Grunnefnið í ULTRA GLOSS eru glerkristallar, auk bindiefna og herða. þegar bónað er með ULTRA GLOSS, þá myndast þunnt glerungslag á yfirborði lakksins, sem bæði styrkir það og kemur í veg fyrir að óhreinindi nái að bíta sig föst við lakkið. ULTRA GLOSS endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. Þetta þarf eng- um að koma á óvart, því ef borin er saman ending á vax- eða plasthúð annars vegar og glerhúð hins vegar, þá er nokkuö augljóst hvaða efni endist lengst. GERÐU EFTIRFAR- ANDI TILRAUN til þess að komast að því hve ULTRA GLOSS er frábært bón. Bónaðu bretti eða annan flöt sem mikið mæðir á og berðu endingu ULTRA GLOSS saman við aðrar bóntegund ir. Taktu vel eftir hve auðvelt er að þrífa fleti sem bónaðir hafa verið með ULTRA GLOSS. Kauptu brúsa, þú tekur enga áhættu þvi: VIÐ ENDURGREIÐUM ónotaðar eftirstöövar ef þú ert ekki fyllilega ánægður með árangurinn. 1000 brúsar Þafl kann mörgum að þykja skrítið að fara að ræða um bón á bílum á þessum árstíma. Flestir setja vel bónaða og fallega bíla i samband við sumar og sól, en staðreyndin er sú, að nú á þess- um árstíma reynir fyrst verulega á að verja lakkið fyrir skemmdum, miklu frekar en á sumrin. Saltausturinn á göturnar og tjaran sem af hon- um leiðir er einn helsti óvinur lakksins á bíln- um. Tjaran sest i lakkið og veldur þvi að óhrein- indin setjast enn frekar á bilinn, saltið hreiðrar um sig í óhreinindunum og byrjar að tæra lakk- ið. >ví sterkari bónhúð sem er á lakkinu þeim mun betur er það varið gegn tæringaráhrifum salts- ins, sem eykur á endingu þess og þar með líf- daga bílsins. Á undanförnum árum hafa komið fram nýjar tegundir bóns, einskonar „bryngljái" sem gefið hefur lakkinu aukna vernd og myndað húð yfir lakkið sem langvarandi gljáa. Fyrst var hér um að ræða efni sem einungis var sett á. á sérstök- um bónstöðvum. Nú eru boðnar bóntegundir sem eru þannig, að auðvelt cr að bóna með þeim á hefðbundinn hátt. Umsjónarmaður siðunnar tók sig til og bónaði sinn bíl með sliku bóni, til þess aö kanna kosti þess. Bónið sem um ræðir heitir „ULTRA GLOSS" og til að tryggja sem bestan árangur var farið nákvæmlega eftir íslenskum leiöbein- ingum, sem prentaðar eru á brúsann. ÚTKOMAN: Fimm mánuðum siðar, eftir undangengna um- hieypinga, þótti timabært að ganga úr skugga um hvort ULTRA GLOSS stæðist þær kröfur sem til þess eru gerðar. Á bílstjórahlið. þeirri hlið sem snýr að mferð, settist dálitil tjara, sem auðvelt var aö þurrka af, en á þeirri hlið, sem frá umferðinni snýr, var nær engin tjara. Ein létt umferö með þvi sem afgangs var i bónbrúsanum, frá þvi um haustið, nægði til að gera lakkið aftur sem nýtt. Greinilegt er þó, að því meiri vinna sem lögö er i þrif, áður en bónað er, þvi betri verður út- koman og endingin. Erlendar umsagnir: General Motors Engineering Stafl GM GM Dessert Proving Ground We have tested your product in various departments and divisions Your product seems to be superior m every way compared to other product of similar nature We are thoroughly satisfied with your product. . Slgn C'luStivkjVp^t. Cl.ester R. Yðficy V ''urchðsing Departmeht Ford 15505 Roscoe Bouleward Sepulveda, Cal. 91343 We believe ULTRA GLOSS is exceptionally fme product and would enthusiastically recommend it to any dealer GALPIN MOTORG, INC. Dert Doeckmann Ownc-r-President á kynningarverði Póstsendingar: 2 brúsar kr. 670.- 4 brúsar kr. 1240,- burðargjald og kröfukostnaður innifaliö í verði. O CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER. ’ LANDSSMIÐJAN HF. SÓLVHÖLSGÖIU 13-101 REYKJAVlK SÍMI (VI) 20680 VERSLUN: ÁRMÚIA 23. Fiskikerin: • 5 stærðir: 310 I, 5801 6601,760 log 10001. • 2 verðflokkar Notkunarsvið: Smábátar, landróðrar- bátar, humarbátar, gámaflutningar, saltfiskvinnsla og ýmiss konar önnur vinnsla. Vörupallarnir: • 3 stærðir: 80 sm x 120 sm, 100 sm x 120 sm, og „togarapallur", 89smx 108,5 sm, sérhannaður fyrir 70 I og 90 I fiskikassa. Aðrar framleiðsluvörur okkar: Flotbryggjur, tunnur, tankar, brúsar fyrir matvælaiðnað og einangrunarplast. • Viðgerðarþjónusta. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.