Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 20
20
— ■ ■
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986
Nýjar upplýsingar um Challenger-slysið:
Dularfullur reykur
í byrjun geimskots
Kanaveralhöfða, 14. febrúar. AP.
KOMIÐ HAFA í ljós svartir reykbólstrar á myndum, sem teknar
voru af geimfetjunni Challenger rétt eftir flugtak á Kanaveralhöfða,
og bendir það til að eitthvað hefur farið úrskeiðis í ferjunni í upp-
hafi geimskotsins.
Opinber rannsóknamefnd, sem
reynir að komast til botns í því
hvað olli sprengingunni í Challeng-
er, er nú komin til Kanaveralhöfða.
Athygli hennar og vísindamanna
bandarísku geimvísindastofnunar-
innar, NASA, beinist nú einkum að
reykbólstrunum.
NASA birti í gær sex myndir,
sem teknar eru á fyrstu sekúndum
geimskotsins. Á fyrstu myndunum
virðist allt með eðlilegum hætti, en
reykurinn birtist á næstu tveimur
og er fyrri myndin tekin 1,6 sekúnd-
um eftir flugtak. Reykurinn virðist
svo með öllu horfínn á tveimur síð-
ustu myndunum. Reykurinn sést
einnig í um tvær sekúndur á mjmd-
bandi.
Sagði af sér
vegna meiðyrda
Korachenbroich, Vestur-Þýskalandi, 14.
febrúar. AP.
BORGARSTJÓRINN í Korschen-
broich hefur sagt af sér eftir að
hafa orðið fyrir harðri gagnrýni
vegna ummæla sem hann við-
hafði á almenningsfundi í janúar.
Sagði borgarstjórinn að „það
þyrfti helst að drepa nokkra
auðuga gyðinga til að rétta af
fjárhagsáætlun borgarinnar."
Borgarstjórinn, Wilderich
Graf von Spee, sagði af sér á
fimmtudagskvöld og viður-
kenndi að ummæli sín væru
móðgun við gyðinga og til
skammar fyrir þjóð sina og
Korschenbroich-borg. Þá baðst
hann jafnframt opinberlega af-
sökunar á ummælum sinum.
Saksóknaraembættið í Dttssel-
dorf hefur tekið mál von Spee
til athugunar og á hann á hættu
að verða ákærður fyrir meiðyrði
í garð gyðinga.
Reykurinn kemur í ljós við sam-
skeyti á annarri hliðarflaug geim-
feijunnar. Komið hefur fram sú
kenning', að samskeyti á flauginni
hafi brostið og að eldtungur hafi
teygt sig út um þau og brennt gat
á eldsneytistank ferjunnar með
þeim afleiðingum að hann sprakk.
Á myndum hefur komið í ljós að
eldtungur stóðu út úr hliðarflaug,
að því er virðist við samskeyti á
flauginni, 58 sekúndum eftir að
Challenger lyfti sér frá Kanaveral-
höfða, en ferjan splundraðist 15
sekúndum síðar.
Birtar voru skýrslur í gær þar
sem fram kemur að NASA hafði
slakað á kröfum sem gilt höfðu um
frágang samskeyta á hliðarflaug-
unum, jafnvel þótt í ljós hefði komið
að slit hefði myndast á samskeytum
í sumum geimferðanna. Slakaði
stofnunin á kröfum um aukafest-
ingar, sem áttu að vera til vara ef
aðalfestingin gæfi sig. Var þessi
ákvörðun tekin snemma árs 1983
en tæknimenn NASA uppgötvuðu
. árið 1982 að vindingur hafði mynd-
ast á samskeytum í hliðarflaugum,
líklegast vegna hita og togkrafta,
sem á þær virka í byijun geim-
ferðar.
Tekizt hefur að bjarga um 13
tonnum af braki úr geimfeijunni,
en haugasjór hefur tafíð björgunar-
starf í dag og gær.
Skíða-
prinsessur
Díana prinsessa af Wal-
es (t.h.) og Sarah Ferguson
á skíðum í Sviss um helg-
ina. Orðrómur um að senn
opinberi ungfrú Ferguson
og Andrew Bretaprins trú-
lofun sína hefur fengið byr
undir báða vængi. Sarah
Ferguson og Díana prins-
essa hafa lengi verið mikar
vinkonur. Vinkonumar
dvöldu fyrri hluta febrúar
í Parsenn, nærri Davos/
Klosters í Sviss, í vetrar-
leyfi og renndu sér þar á
skíðum.
Honduras:
Tilraun til
valdaráns
Miami, 14. febrúar. AP.
VOPNASALI hefur veríð ákærð-
ur fyrir að taka þátt i misheppn-
uðu samsærí um að myrða for-
seta Hounduras áríð 1984 í þeim
tilgangi að taka stjóm landisins
í sínar hendur ásamt félögum
sínum en starfsemi þeirra var
fjármögnuð með kókaínsölu.
Það var Roberto Suazo Cordova
sem félagamir ætluðu að myrða,
en hann lét af völdum fyrir skömmu
er Jose Azcona Hoyo tók við for-
setaembætti í Honduras.
Vopnasalinn, Gerard Latchinian,
hefur verið ákærður fyrir 19 aðra
glæpi, þar á meðal kókaínsmygl og
ofbeldisverk. Hann á yfír höfði sér
allt að 179 ára fangelsisdóm. Einn
félaga Latchinians hefur þegar ját-
að aðild að samsærinu fyrir rétti
og nokkrir aðrir bíða réttarhalda.
Flugæfingar við Líbýu:
Stuggað við 35 flug-
vélum Líbýumanna
Washington, 14. fcbrtiar. AP.
BANDARÍSKAR orrustuþotur af
flugmóðurskipunum Saratoga og
Coral Sea héldu áfram flugæf-
ingum við strendur Lfbýu og
hafa þær gengið samkvæmt áætl-
un, en margoft hafa þotumar
þó orðið að stugga eftirlitsflug-
vélum Líbýumanna frá.
Að sögn talsmanna bandaríska
vamarmálaráðuneytisins stugguðu
þotur frá Saratoga og Coral Sea
við alls um 35 líbýskum flugvélum
í gær, fimmtudag.
Líbýumenn hafa veitt æfíngun-
um meiri athygli en samskonar
æfingum fyrir mánuði. Flugvélar
þeirra hafa gert tíðar ferðir inn á
æfingasvæðið og yfir flugmóður-
skipin. Komu þær sér venjulegast
fljótt í burtu er bandarískar flugvél-
ar nálguðust, en þó kom það fyrir
að þær hurfu ekki strax á braut
eða ekki fyrr en bandarísku flugvél-
amar höfðu flogið svo nálægt þeim
að flugmenn beggja gátu auðyeld-
lega greint andlitsdrætti hvors
annars. Að sögn talsmanns vamar-
málaráðuneytisins hafa líbýsku
flugvélamar þó ekki sýnt neina
ögrandi tilburði.
Sovétmenn snúa
aftur til S-Jemen
Beirút, 14. febrúar. AP.
SOVÉSKIR sérfræðingar, sem fluttir voru brott frá Suður-Jemen
þegar borgarastyrjöldin skall þar á, snúa nú aftur hver af öðrum,
að því er haft er eftir nýkjöraum aðalritara Kommúnistaflokks-
ins, Ali Salem Al-Beed.
Mannréttindaskýrsla Bandaríkj astj ómar:
Mannréttindi fótum
troðin í Afganistan
Gróf brot á Filippseyjum
Washington, 14. febrúar. AP.
í ÁRLEGRI skýrslu Bandaríkjastjómar um mannréttindamál segir
að alvarleg mannréttindabrot hafi verið framin á Filippseyjum 1985
og mannréttindabrot hafi færst í aukana í Afganistan. Þar segir
einnig að mannréttindi hafi ekki verið virt í Suður-Afríku, íran,
Chile, Nikaragua, Kambódíu og arabasvæðum, sem ísraelar hafa
hertekið.
í skýrslunni, sem tekur yfír síð-
asta ár, kemur fram að bæði stjóm-
völd og skæruliðar kommúnista á
Filippseyjum hafi framið mannrétt-
indabrot og m.a. myrt, pyntað og
rænt saklaust fólki.
Skýrslan var skrifuð fyrir for-
setakosningamar á Filippseyjum.
Þar segir að ástand mannréttinda-
mála hafi þó batnað og ekki mætti
treysta öllum ásökunum á hendur
stjóminni.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
Bandaríkjamanna til að fá Mikhael
Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna,
til að draga úr ströngum útflytj-
endalögum og leyfa trúfrelsi, þá fá
Sovétmenn núll í einkunn í skýrsl-
unni fyrir árið 1985: „í mannrétt-
indamálum uppfylla Sovétmenn
ekki einu sinni þau frumskilyrði,
sem viðurkennd eru á alþjóðlegum
vettvangi."
„Ástandið í mannréttindamálum,
í Afganistan versnaði enn á síðasta
ári. Þar eru framin mannréttinda-
brot í svo stórum stíl að þess finnast
ekki dæmi í seinni tíma sögu lands-
ins og eiga þar sovéskar hersveitir,
stjómarherinn og leynilögreglan
hlut að máli." Þetta er niðurstaða
skýrslunnar og haldið er áfram:
„Miskunnarlausar hemaðaraðgerð-
ir, sem oft og tíðum beinast áð
aðiljum, er engan þátt eiga í bar-
dögunum hafa gert fimm milljónir
Afgana heimilislausa, og fjórar
miljónir hafa flúið land í einhveijum
mestu þjóðflutningum sögunnar.
Ógemingur er að hafa tölu á öllum
þeim, sem misst hafa líf og limi í
þessum aðgerðum."
Meira að segja Sovétmenn eru
fómarlömb ofbeldisins, segir í
skýrslunni: Það er algengara að
sovéskir hermenn séu teknir af lífí
á vígvellinum en að þeir séu teknir
til fanga.
Meðal annarra Asíuþjóða er
ástandið betra, en alls staðar voru
mannréttindi brotin. Malasíubúar,
Japanir og Thailendingar komu
best út og má því leiða að því getum
að samband sé á milli velferðar og
mannréttinda.
Þeir, sem gerðu skýrsluna, kom-
ust að því að mannréttindum væri
betur borgið í arabaríkjunum en
áður, en engu að síður væri ýmsu
ábótavant. I skýrslunni stendur að
ástandið hafi batnað í Alsír og
miklar framfarir hafi orðið í
Egyptalandi, sem sýni að stjóm
Hosnis Mubarak sé á réttri leið.
Mannréttindi eru fótum troðin í
Líbýu þótt þar gæti ekki sama
ofstækisins og 1984 þegar Khadafy
greip til mikilla hreinsana eftir að
tilraun var gerð til valdaráns.
Áhrif og völd stjómar Amins
Gemayel dvína stöðugt í Líbanon
og henni veitist sífellt örðugra að
gæta almennra mannréttinda.
Skýrelan var tekin saman af
utanríkisráðuneytinu og verður hún
lögð fyrir Bandaríkjaþing, í sam-
ræmi við lög, sem sett vom til að
aðstoða þingmenn við að ákveða
hvort aðstoð og fjárframlög verða
veitt erlendum ríkjum og einnig til
að móta stefnuna gagnvart þeim
ríkjum, sem mannréttindabrot eru
framin í.
„Við viljum fá Sovétmenn aft-
ur,“ sagði Al-Beed í viðtali við lí-
banska dagblaðið An-Nahar.
Hann greindi ekki frá því
hversu margir Sovétmenn væru
nú staddir í Suður-Jemen, né
heldur hve margir hefðu . snúið
aftur, en fregnir herma að allt að
sjöþúsund Sovétmenn séu í
landinu.
Forseti Suður-Jemen, Haidar
Abu-Bakr Al-Attas, sagði í viðtali
við Kairalla Kairalla, fréttastjóra
An-Nahar, að samband ríkisins
við Norður-Jemen væri þrungið
spennu um þessar mundir.
„Öll samskipti milli ríkjanna
fara um sendiherra okkar hjá
Sameinuðu þjóðunum," sagði Al-
Attas. „Brýnasta verkefni stjórn-
arinnar er að bæta sambúðina við
Norður-Jemen."
Lýst yfir samstöðu
með öðrum olíuríkjum
Mexikiborg, 14. febrúar. AP.
OLÍUMÁLARÁÐHERRA Mexíkó, sem nýlega kom heim úr samn-
ingaferðalagi um helstu olíuframleiðslulönd heims, segir að allir
olíuframleiðendur verði að standa saman til að koma i veg fyrir
frekari Iækkun olíuverðs og óstöðugleika á oliumarkaðinum.
F. Labastida Ochoa, olíumála-
ráðherra Mexíkó, hefur verið á
ferð um Evrópu og Mið-Austur-
lönd ásamt olíumálaráðherra
Venezuela, Arturo Hemandez
Grisanti. Mexíkó, sem á ekki aðild
að OPEC, hefur samþykkt ásamt
Venezuela að taka þátt í aðgerð-
um olíuframleiðsluríkja til að
hækka olíuverð. í viðtali sem tekið
var við Ochoa sagði hann að olíu-
framleiðsluríki stæðu frami fyrir
verðstríði á olíumarkaðinum. „í
stað þess að hugsa um hag olíu-
framleiðsluríkja í heild hefur hver
og einn hugsað mest um eiginn
hag, með þeim afleiðingum að
olíuverð hefur lækkað mikið,"
sagði Ochoa.
Fugl kveikti
Nairóbí, 13. febrúar. AP.
FLUGMENN Boeing-707 þotu
Kenya Airways lentu fari sínu heilu
og höldnu með eldtungur standandi
aftur úr einum hreyfli. Þotan var í
brottflugi frá flugvellinum í Nairóbí
og hafði náð um 300 feta, eða 100
þotuhreyfli
metra, flughæð er hún lenti f
árekstri við risastóran fugl. Fuglinn
hvarf að mestu inn í einn flögurra
hreyfla þotunnar og kviknaði eldur
í honum.