Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986
Minning:
Matthías Helga-
son Keflavík
Fæddur 12. apríl 1921
Dáinn 9. febrúar 1986
Hinn 9. þ.m. lézt í Borgarspítal-
anum systursonur minn, Matthías
Helgason, Skólavegi 14 í Keflavík.
— Er hann þriðja bam Huldu systur
minnar, hjúkrunarkonu, og Helga
læknis Guðmundssonar f Keflavík,
sem fellur frá á hálfu öðru ári.
Guðmundur, elsta bamið, og Sigur-
laug systir hans vora farin á undan
honum. Má því segja að mikið
mannfall hafi orðið f fjölskyldu
þessari á skömmum tíma. Matthías
fæddst í Vopnafírði árið 1921. Þar
gegndi faðir hans læknisstörfum
um eins árs skeið fyrir Ingólf Gísla-
son héraðslækni á meðan sá síðar-
nefndi var í útlöndum ásamt konu
sinni. Elzta soninn, Guðmund,
höfðu þau, ungu hjónin, eignast
áður en þau fóra austur. — Eftir
verana í Vopnafírði var Helgi lækn-
ir f Keflavík og gegndi því starfí
um margra ára skeið. — Þegar ég
var bam var móðir mín vön að
senda mig suðureftir til Huldu að
aðstoða hana við að gæta drengj-
anna og fara í sendiferðir, og var
ekki alveg laust við að manni þætti
dálftið sport í þessari tilbreytingu
frá skólanum. Er nú ekki að orð-
lengja það að ekki leið á löngu áður
en drengimir vora orðnir fjórir,
HVAÐ HELDUR ÞU
AÐÞESS/
KOSJI?
CHEVROLET MDNZASL/E
BÍLASÝNING
FRAMHJÓLADRIFINN að Höfðabakka 9
Frábærir aksturseiginleikar. f dag 15. feb. kl. 13-17
Kostar frá kr. 536.000.00** og sunnudag 16. feb. kl. 13-17
Heitt á könnunni.
BiLVANGUR SF.
HQFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
þeir Haukur og Ólafur bættust við
eins og hendi væri veifað, og urðu
þessir strákar allir hinir beztu vinir
mínir. — Fyrir skömmu spurði Ólaf-
ur, sá yngsti, mig að því hvort þeir
hefðu ekki verið ákaflega óþekkir
við mig. Þessu neitaði ég harðlega.
Enda minnist ég þess ekki að þeir
hafi nokkra sinni gert mér neitt á
móti. — Hulda var alltaf eins og
mamma mín, enda tuttugu. áram
eldri, og ég fædd á afmælisdegi
hennar, 14. sept. 1911. Eftir að
tvíburamir Jóhanna og Ragnheiður
fæddust, og síðar Marfa og Sigur-
laug var ég aldrei langdvölum í
Keflavík þótt ég fylgdist alltaf með
bömum Huldu. Eins og nærri má
geta vora á þessum tíma lítil skil-
yrði til að láta allan þennan mikla
bamahóp fá langa skólagöngu, ekki
sízt eftir að þau misstu föður sinn
og Hulda varð ekkja. Þó hafa þau
öll nær undantekningarlaust komist
ákaflega vel áfrarn með dugnaði
sínum og vinnusemi. Og er nú stór
ættbogi frá þeim kominn, bæði
sunnan- og norðanlands. — Matt-
hfas kvæntist hinni ágætustu konu
sem Stefanfa heitir. Hún er dóttir
Stefáns Bergmanns útgerðarmanns
í Keflavík og konu hans. — Sá
maður þótti mér alltaf einstaklega
glaðbeitt og áhugaverð persóna.
Hann verkaði á mig eins og hann
ætlaði að fara að segja eitthvað
skemmtilegt, þegar ég mætti hon-
um á götu. — Böm þeirra Stefaníu
og Matthfasar era, Hulda húsmóðir,
Stefán læknir.Ingólfur kennari,
Magnús iðnaðarmaður og Guðlaug
baðvörður. — Elskulega Stefanía,
böm og systkini Matthíasar, ég
sendi ykkur öilum mínar innilegustu
samúðarkveðjur með ósk um að
hyggja útvegsmannsins og hendur
læknisins, ásamt góðu hugarfari
megi haldast f ætt ykkar um ókomin
ár. — Blessuð sé minning elskulegs
frænda míns og föðumafna.
Auður frænka
Útför hans fer fram frá Keflavík-
urkirkju laugadaginn 15. þessa
mánaðar.
Björgnnar-
sveitin Fiska-
klettur 20 ára
BJÖRGUNARSVEIT Fiskakletts
í Hafnarfirði varð 20 ára þriðju-
daginn 11. febrúar. í tilefni þess
var haldinn sérstakur afmælis-
fundur fyrir félaga, stofnendur
og forystumenn SVFÍ og slysa-
vamadeildanna í Hafnarfirði.
í dag, laugardag, verður haldið
afmælishóf fyrir ýmsa gesti og
velunnara sveitarinnar. Á sunnudag
heldur björgunarsveitin upp á af-
mælið með opnu húsi að Hjalla-
hrauni 9. Bæjarbúum og öðram
gestum verður k)mnt starfsemi fé-
lagsins og tækjabúnaður og húsa-
kynnin sýnd, en þar verður gestum
boðið kaffí. Þá verður formlega vígt
nýtt bátaskýli björgunarsveitarinn-
ar við Fomubúðir í Suðurhöfninni.
Dagskrá kynningardagsins hefst
klukkan 13 og verða húsakynnin
opin til klukkan 18.
í tilefni afmælisins hefur Fiska-
klettur gefíð út sérstakt afmæiisrit.
Þar er meðal annars rakin í máli
og myndum saga og starfsemi
björgunarsveitarinnar síðastliðna
tvo áratugi.
Fréttatilkynning
VJterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
** Miöaö viö gengi p,. 24 jan. 1986.