Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 15. FEBRÚAR1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, síml 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Reiði vegna búmarks Miðstýring í framleiðslu- greinum setur æ meiri svip á íslenzkt atvinnulíf. í sjávarútvegi þarf að stjóma sókn vegna takmarkaðra gæða. í landbúnaði þarf að hafa hemil á framleiðslunni. Útgerðin sætir aflakvóta eða sóknarmarki. Landbúnaður lýtur búmarki, sem svo er kallað. Sjálfgefíð er að veiðiþol nytjafíska hafí áhrif á veiði- sókn og sölumöguleikar búvöru á framleiðslu hennar. Við stjóm af þessu tagi verður að gæta þess að slæva ekki um of frumkvæði og framtak fólksins, sem er undirstaða verðmætasköpunar og velmeg- unar í landinu. Morgunblaðið hefur að und- anfömu birt viðtöl við bændur um mjólkurkvótann. Þeir gagnrýna það harðlega hvem- ig landbúnaðarráðherra hefur staðið að ákvörðunum um bú- markið. Reglugerð um það hafí ekki verið sett fyrr en seint og um sfðir, ekki fyrr en 22. janúar síðastliðinn, þótt verðlagsárið hefjist 1. septem- ber. Sigurður Steinþórsson á Hæli segir, að bændur hafí lagt grunninn að þessu verð- lagsári á sl. hausti og séu sumir þegar búnir að framleiða um 60% af búmarkinu. Talað hafí verið um 4%-6% framleiðslu- skerðingu en búmarkið feli í sér 12%-14% skerðingu. „Það er gagnrýnivert, hvað þetta hefur dregizt lengi," segir Kristinn Antonsson í Fellskoti um ákvörðun bú- marksins, „og skellurinn er miklu meiri en lýst var í haust og kemur illa niður, vegna þess hve aðstöðurmunur manna er mikill." Jóhann Pálsson í Dal- bæ segir að „ein vitleysan í þessu öllu saman sé að hafa verið að láta menn hafa bú- mark á jarðir sem ekki höfðu það fyrir“. óðinn Sigþórsson í Einarsnesi segin „Bændafor- ystan virðist vera undrandi á viðbrögðum bænda við niður- skurði á framleiðsluréttinum, en staðrejmdin er sú, að það hafði ekkert verið gefíð til kynna á síðustu mánuðum sem benti til þess að skerðingin yrði svona mikil." Bændur bregðast við bú- markinu hver með sínum hætti. Þeir draga úr fastakostnaði þar sem því verður við komið. Sumir skera gripi, sem ekki gefa vel af sér, og flestir minnka fóðurbætisgjöf. Bænd- ur höfðu almennt gert sér grein fyrir því að um framleiðslu- skerðingu yrði að ræða. Það kemur þeim hins vegar í opna skjöldu hversu mikil hún var. Þá er gagnrýni þeirra á sleifar- lag við útgáfu reglugerðarinn- ar fyllilega réttmæt. Fleiri en bændur eiga mikið undir því, að skynsamlega sé staðið að ákvörðunum um fjár- hagslega afkomu þeirra. í þeim kjarasamningum, sem nú eru á döfínni, er búvöruverð meðal deiluatriða. Þá byggja margir þéttbýlisstaðir tilveru sína að dijúgum hluta á nærliggjandi landbúnaðarhéruðum. Kemur þar tvennt til: verzlunar- og iðnaðarþjónusta við bændur og fullvinnsla margskonar bú- vöruhráefna (mjólkur-, kjöt-, ullar- og skinnaiðnaður). Það er því síður en svo hagsmuna- mál bænda einna, að land- búnaður verði traust atvinnu- grein til frambúðar. Framleiðslustjómun er nauðsynleg að vissu marki við sérstakar kringumstæður, en hún má ekki slæva framtak, hugvit og hagsýni fólksins í landinu. Það er ekki ofstjóm heldur ftjálsræði sem er áfl- gjafínn að árangri velmegun- arþjóða heims. Olíuokur Sovétmanna * Ierlendum fréttum Morgun- blaðsins í gær er tvisvar vikið að verðþróun olíu. í for- síðufrétt er sagt, að heims- markaðsverð á olfu hafí lækkað þriðja daginn í röð og verð á bandarískri olíu sé komið niður í tæplega 16 dali tunnan og verð á brezkri olíu frá Brent- svæðinu í 16,40 dali tunnan. Á blaðsíðu 23 er svo sagt frá olíu- viðskiptum Finna og Sovét- manna. Finnar borga nú 25,5 dali fyrir tunnuna af sovézkri olíu. Forstjóri Neste, ríkisrekna fínnska olíufélagsins, situr nú á löngum og ströngum fundum með sovéskum olíuforkólfum og segist vona, að sér takist að lækka olíutunnuna í 20 dollara. Þessar tvær fréttir segja í raun allt, sem segja þarf, um muninn á frjálsum viðskiptum og þeim, sem stjómað er af ríkinu. Við erum í svipaðri stöðu og Finnar, þótt verðið á olíunni, sem Sovétmenn selja okkur, sé ekki samningsbundið með sama hætti. ÉQmtíM tnáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 325. þáttur { bréfi frá ónefndum Reykvík- ingi sagði meðal annars svo: „Að lokum langar mig til, þó að seint sé, að koma með tillögu um fslenskt orð yfir orðið „sjampó". „Sjampó" er að vísu útbreitt orð en mætti ekki kalla það „hársápu"? Eða „hársápulög" eða „hárþvotta(r)lög“? Almennt er nú talað um uppþvotta(r)lög og hví þá ekki hárþvottalög?“ Allar slíkar uppástungur eru vel þegnar, því að sjampó er mjög framandi orð í íslensku. Það er ættað úr Hindúamáli og verður í ensku shampoo, og þaðan er það komið til okkar. Frummerking orðsins er að nudda eða kreista líkamann eftir heitt bað, síðan kemur merkingin að löðra sig, einkum höfuðið, fyrir bað eða í baði. Til viðbótar spumingum bréfritara segi ég því (eins og reyndar löngu fyrr): Getum við ekki sæst á orðið löður í staðinn fyrir sjampó. Að sjálfsögðu er þetta ekki hreint nýyrði, heldur sú aðferðin höfð, að gæða gamalt og gott orð nýrri merkingu. ★ Með ánægju las ég orðið for- vamir hvað eftir annað í forystu- greinum þessa blaðs ekki fyrir löngu, í sömu merkingu og stund- um er haft klúðrið fyrirbyggj- andi aðgerðir (á ensku preven- tive activities). Þá er einnig upp- lagt að segja forvamarstarf í staðinn fyrir fyrirbyggjandi starf. Er þess nú að vænta að orðin for- vöm (forvamir) og forvamar- starf festist í málinu, svo sem málvandir menn hafa fyrir löngu lagttil. Það er hins vegar ekki eins ánægjulegt að sjá á íþróttasíðu blaðsins 4. þessa mánaðar fyrir- sögnina: íslendingar sigraðu Flugleiðamótið. Ég veit ekki til þess að neinn eða neinir hafi sigrað þetta mót. íslendingar unnu þetta mót og sigraðu andstæðinga sina & þessu móti. Það skal að vísu viðurkennt að frétt um sama efni var betur orðuð á baksíðu sama daginn. ★ Um daginn var ég spurður um merkingu sagnarinnar að bomsa. Sögnin merkir að gefa frá sér hljóð. Hún er reyndar fremur ópersónuleg: það bomsaði í ein- hveijum. Nafnorðið boms er í orðabók Menningarsjóðs þýtt: skvamphljóð, dynkur, fall. Af því ætti þá að vera komið bomsara boms, sem ég að vísu finn ekki í orðabókum. En sagan segir af presti einum, þeim sem oft þótti prédika með minnilegum hætti. Hann mælti svo: Ef öll vötn yrðu að einu vatni, ef öll tré yrðu að einu tré, ef allar axir yrðu að einni öxi og allir menn að einum manni, og síðan kæmi sá hinn stóri maðurinn með þá hina stóru öxina og hyggi það hið stóra tréð, svo að það félli ofan í það hið stóra vatnið — þá yrði eitt mikið boms- ara boms, mínir elskanlegir! Allt þetta bomstal leiðir hugann að merkilegri vísu sem ég veit ekki höfund að né tilefni: Þegar Halldóra bekkinn braut, bomsanáðiíhenni. Gyðjan ofan á gólfið hraut, glöggt ég þann atburð kenni. Salvör í Króki sat þar hjá, sú var bereygð í framan, henni svo mjög í brúnir brá, hún bískældist öll saman. Það þótti þegnum gaman. Sögnin að bískælast merkir að gretta sig mikið, afskræmast, og er gefin f virðulegum orðabókum, að vísu með vamaðarmerki í orða- bók Menningarsjóðs. í Blöndals- orðabók er einnig gefíð lýsingar- orðið (lýsingarhátturinn) bí- skældur = afskræmdur. f þessum samsetningum er bí haft til áherslu. Þetta er þýsk-danskt forskeyti og kemur fyrir í mörgum öðrum tökuorðum, hvað sem áherslumerkingunni líður. Það er ekki síður algengt í gerðinni be, og verða oft til tvímyndir. Nokkur dæmi: begravelsi (stundum sagt beggra-velsi) = jarðarför, be- kenna = játa, svara lit í spilum, befala (bífala) = skipa fyrir, bíb- efna = uppnefna, bítala (betala) = borga og biþræta = þræta mikið og lengi. Ætli bíræfinn = fífldjarfur, ósvífinn, frakkur, eigi ekki heima í þessari upptalningu og bí sé þar áhersluforskeyti? Þó að notkun þessara bí-orða teljist ekki til fyrirmyndar eða eftirbreytni, eru þau stundum notuð í góðum textum, kannski til gamans eða til þess að ná fram vissum stíláhrifum. Bjöm M. Ól- sen kvað í gamansöng um Þórð Malakoff: Éggóðaborgun bítala, ef berðu Iíkið á spítala. ★ Og þá er komið að orðinu spít- ali = sjúkrahús. Það er einnig til í gerðinni spftall. Hér áður fyrr voru holdsveikir (líkþráir) menn helst settir á spítala, og því merkir spftalskur = holdsveikur og spft- elska = holdsveiki. Þessi orð eru ættuð úr latínu, runnin frá orðinu hospes sem merkir gestur. Eignarfall af því var hospitis. Samsvarandi lýsing- arorð var hospitalis, og fara okkur nú að skiljast tengslin á milli orðsins spítali hjá okkur og t.d. hospital og hospitality (= gestrisni) á ensku. Styttist nú óðum yfír í orðin hostel = veit- ingahús og hótel. Þannig eru orðin spítali og hótel systkin, að minnsta kosti hálfsystkin, þótt ólíkst hafí með aldrinum. Og spít- ali er þá eiginlega griðastaður þar sem fólki er tekið (eða ætti að vera tekið) eins og velkomnum gestum. Hótel að sjálfsögðu líka. En gestrisnin stendur ekki alltjent lengi, ef gjald þrýtur. Þó kvað Salómon sunnan: Ganga sögur af sóttheitum ítala, hann var sendur 1 hvelli á spítala, þótt hann ætti engar spimr, hvorkiauranélirur, sína heilsufársbetrun að bítala. Sakharov lýsir pyntingnm KGB FJÖLSKYLDU dr. Andreis Sakh- arov í Bandaríkjunum hafa bor- ist gögn frá honum, sem lýsa harðræðinu, er KGB hefur beitt hann. í fyrsta sinn hafa menn vestan jámtjalds fengið ritaðar lýsingar á raunum Nóbelsverð- launahafans, frá þvi að hann var sendur f útlegð ásamt konu sinni til Gorki í mai 1984. Með einka- leyfi frá breska vikublaðinu The Observer verða þessi skjöl birt hér f Morgunblaðinu. fyrri hlut- inn á morgun, sunnudag. Nicholas Bethell, blaðamaður The Observer lýsti Sakharov- skjölunum f blaðinu sfðasta sunnudag og er hér stuðst við frásögnhans. Hér er einkum um að ræða bréf og nýlegar ljósmyndir af dr. Sakh- arov og konu hans, Yelenu Bonner. í þeim er að finna einhveija átakan- legustu lýsingu á mannlegri kvöl, sem borist hefur frá Sovétnkjunum. Fram kemur, að Sakharov, sem er 65 ára, hefur mátt þola skipulegar pyntingar af hálfu KGB. Matur hefur verið neyddur ofan í hann, og öryggislögreglan hefur beitt hann líkamlegri og andlegri grimmd. Mikhail Gorbachev, leið- togi Sovétríkjanna, hefur nýlega ítrekað, að Sakharov verði ekki lát- inn laus vegna vitneskju hans um ríkisleyndarmál. Sakharov er félagi í sovésku vísindaakademfunni og er kallaður faðir sovésku vetnis- sprengjunnar. Fyrir rúmri viku sagði Gorbachev frá því, að Sakharov byggi við „eðlilegar aðstæður“ í Gorkí. Bréfin sýna á hinn bóginn, að undanfarin tvö ár hafa þau hjónin verið fóm- arlömb hrottaskapar KGB-manna. í þeim eru staðfestar sögusagnir um, að matur var neyddur ofan í Sakharov, þegar hann fór í hungur- verkföll 1984 og 1985. Þau leiða einnig í ljós, að læknar við Gorkí- sjúkrahúsið misþyrmdu honum hroðalega. Myndimar, sem bréfun- um fylgja, bera með sér þjáningu, er hann hefur mátt þola. Þær sýna allt annað en áróðurs glansmynd- imar, sem dreift hefur verið til Vesturlanda. Skjalapakkinn barst til heimilis dóttur Yelenu, Tatyanu, og tengda- sonar hennar, Yefrem Yankelevich, sem er í Newton í Massachusetts- fylki í Bandaríkjunum. Yankelevich sagði, að gögnin hefðu komið ný- lega í tveimur umslögum í venjuleg- um pósti. Þau hafi verið send frá vestrænu landi. Hann sagðist ekki vita, hvemig þau hefðu komist út úr Sovétríkjunum. Hann sagðist hins vegar þekkja þann, sem sendi þau til sín og treysta honum. Öll fjölskyldan hefur rannsakað það, sem í umslögunum var og telur hún engin brögð í tafli. 20 síðna bréf Lengsta skjalið er 20 blaðsíðna bréf, sem Sakharov skrifaði í októ- ber 1984 til dr. Anatolis Alex- androv, forseta sovésku vísinda- akademíunnar. Þar fer hann fram á, að konu sinni verði leyft að fara til útlandá og leita sér læknis. Hún fékk að fara úr landi í desember á síðasta ári og hefur nýlega gengið undir hjartaaðgerð í Bandaríkjun- um. í bréfinu segir Sakharov frá því, hvemig læknar á hjartadeild Sem- ashko-sjúkrahússins í Gorkí fóm með hann sjálfan. Lýsingin er notuð sem röksemd fyrir því, að Yelena Bonner geti ekki vænst viðunandi umönnunar á nokkm sovésku sjúkrahúsi, þar eð útsendarar KGB myndu hafa hönd í bagga með læknunum. Það er ljóst, að Semash- ko var fremur notað sem fangelsi en sjúkrahús, þegar Sakharov fór þangað: f „Sjöunda maí (1984), þegar ég var að fylgja konu minni til skrif- stofu saksóknara, þar sem hún átti enn einu sinni að svara spumingum, var ég handtekinn af KGB-mönn- um, sem vom dulbúnir í hvítum læknasloppum. Þeir neyddu mig með valdi til að fara með sér til héraðssjúkrahússins í Gorkí. Þar héldu þeir mér nauðugum og pýndu mig í fjóra mánuði. Alltaf þegar ég reyndi að flýja, meinuðu KGB-menn mér útgöngu. Þeir vom þar á vakt allan sólarhringinn til að gæta mín.“ Lygafréttir frá KGB KGB valdi þann kost að beita lygum við miðlun upplýsinga af líð- an þeirra hjónanna. Send vom fols- uð skeyti og póstkort í nafrii Yelenu Bonner um að þau hefðu það bæri- legt í útlegðinni. En þessum blekk- ingum hefur verið haldið á loft í tæp tvö ár. Nú segir Sakharov sjálfur sannleikann. An þess að hjónin vissu af því var tekin af þeim kvikmjmd, sem sovéski útsendarinn Victor Louis dreifði til Vesturlanda. Henni var ætlað að sýna, að þau hefðu það gott í smábæ úti á landi og nytu fábreytninnar. Þótt þau hefðu haft hom í síðu sovéska kerfisins, væri farið mildum höndum um þau. Lítið er vitað með vissu um líðan dr. Sakharovs nú, eftir að kona hans hefur fengið leyfi til að leita sér lækninga. Hún lofaði sovéskum yfirvöldum, að láta vestrænum fjöl- miðlum ekki neinar upplýsingar í té um hagi Sakharovs. Þótt hún hafi verið beitt nauðung, þegar hún gaf loforðið, hefur hún staðið við það. Hún óttast, að segi hún hug. sinn, fái hún ekki að snúa aftur til manns síns. Sakharov-fjölskyldan ákvað að heimila birtingu á bréfi Sakharovs og öðmm nýfengnum gögnum til að koma til móts við áhuga vest- rænna fjölmiðla og létta þrýstingi af Yelenu Bonner. Fjölskyldunni er einnig kappsmál að afhjúpa lygar KGB. „Skiölin ijúfa lygavefinn," segir Yankelevich. DVIET DISSIDENT’S DOCUMENTS REACH WEST—-WITH THE LATEST PICTURE Sakharov tells of KGB torture OJMENTS frox Dr xei Sskhirov—detsii- h» tif the of tb« KGB—hstjí fctJ has íaKúly ia rhe itd Sltkí. is tbf íást tia* th*: íea evifeice fttaa ci tctentát bttn se«i io viitt ’GPcíX » fcs Ih v; jfe were sd ír fhs dcsed ctíy cí cy n M*y 59?«. *a otrrrr.i* wg! bcsgir, »ive pchhctrkn oí ífce x* t«xt Scriáay. te docussmt»» rtojííy tetíacc lectm tagtúvie reccci of £>r y*r&e aod fcis w-ae Ytí*es srr, ccnuás cee oí !fce t vívic C? *a wíimaf tv-x xo luvt rj»i frtwa the Sotíet ja. tey nvaai »h*t bívn vjfcíecteií ’.fc I -í riMÉÍflÍÍMÉH . WORLD EXCLUSIVE by WCHOLAS BCTHSLL tretriasc! by £xkx\ io * Gotky is»raa}. 75» pho!i>* «t*rí» *:-corcp*ntii;g tíse Jettet* sbcw fciia k«fca* Crx»ro fiEd íasgfirtl — ei ceatrest t» pmatptvU itc'et recenúr fec tx» xi» Vttt. Tht pscfce: of dxcrricow *mv«d »: ti« fcsHtpf ie Ne»tr«» bUxsscáGM- 0», ot Ytíeat'v d*a«hxer, Tieyrca, «nd *oti*iO“5*w» Ycírtse Yrcóceievii1». Yetówdajp* Mr Ýtaktkvkk uid : • Ttxc ft*?wt* trrivec tæte vety tetx&ly is tw Uccbc*, ío puœ eoveiopes tnd tfcrcu*t> tíx crdearj' »**«» «st frwr.« XCeœta ctmr.try. Hxm they vserc OCi of tíx Scviti Uáoft 1 ci-eioi «y, but ( " : ht v.-vxc t ««c tfce Ksaœ k rrSaS&i. Tkay h*ve bcea cwehaöy exntaiot\l by tbe v-'diJt bétsSty «»d wt »« Sadotm ci Octtfcet ts Dt Aiutftii Alrxwsárov, ptteidect e? tfce Sctíet Atadeœv' tí Sriencej, appeei- s»t fcie wife ta bc eitowed tij frevtí ibnud tsacb' ne»öed Biedsi) tmuwsM. Sbe h»úaex tsati « ctumatf bfftm tipenexc * tfce Lcited Sa<t\ from wfciífc «be js niil mcmtrin(. Tfce d»rrii«tíi50 ia tht kssvr trt íiW Safcsrov *•» iil-tc»tei es VxrO ilö, the t*ct«5fc of Gitry’s Vcraesfcfco fccspKei. ú f«ii iantttd to ckjv'v ti* pcsa: thet Yefeea ncvtaex h$ii oo ressco iv expect pcc?*a tmtíiMOt ia *oy Soéiet fcíwpitií, Kttot tfce KG5 wistid bc tswiwed ia tfce satáiítl decíííettt, SoaaslúWv >: H c(osrt «** ose-4 ic Dr Stkfeirot 's ctsc rtxst as » prétoa ifces a» » bocí sí vssttioœ>z, 1 »« *ei tti by KGB tsea djss«is*d æ decisr*’ vfcáe caen. Tfcey t.tok me by icrce to Gorfcv regsorol has^val, írpt rat tfcœ fcy fct-ix, *ad tcnaccrtc æ fcr foísx racrifc*. Aiy iaerspts t<■ £5» tfcs fcoesiui fthssy* bfcjcfeed fcy KöB wfce vevt tsa tíss iy nnt&i tfcs tkxk sa fc*r «ii «aass of e&espt.' Vlut croájfiriv. „ .1 ís Dt litkfcrcíe'i tsrotsa’ tm iike xaxattfcxnc ia Gectpe Orvteti's ' áeva tfce bttatte ccjssxcittice ci yee* ift wtácfc tfce fíSCC. Tfce dsxaixaesa snsuik tbe ceretuJ pka of KGB Cxús- forasítors, gictodiat coitcasd* ead tetepúsjs forjx t tnxt Mrt Btícæx'* a*s»r «túi> kr t Uk ofctífy tvra cvrfase-i ■be rnafc. SKgyrsú-? v,*t Dr bfikfejtmv vtt* wtíi sud fevÍKj wr.iwöí profckott. Forsfða breska vikuritsins Observer sl. sunnudag, þegar skýrt var frá bréfum Sakharovs. Myndin sýnir Sakharo v að loknu hungurverkfalli. Svipur hans er annar og þjáðari en á áróðursmyndum KGB. Sex f orlög með bóka- útsölu um allt land SEX bókaforlög munu á næstunni efna til útsölu á nýjum og nýlegum bókum. Flestir titlamir komu út fyrir jólin 1984 og 1985. Bækumar munu verða seldar með 20—50% afslætti hjá bóksölum viða um land. Útsalan hefst mánudaginn 17. febrúar nk. Bókaforlögin Fjölvi, Isafold, Mál ung hérlendis en hefur tíðkast í og menning, Bókhlaðan, Forlagið nágrannalöndunum. og Vaka-Helgafell standa fyrir út- Það er einkum tvennt sem telst sölunni. Að sögn talsmanna bóka- til nýjunga. í fyrsta lagi hafa svo forlaganna er útsala sem þessi nýj- nýjar bækur aldrei verið á bóka- Talsmenn bókaútgefendanna. Frá vinstri: Viðar Gunnarsson frá Vöku-Helgafelli, Leó Löve frá Isafold, Eyjólfur Sigurðsson frá Bók- hlöðunni og Jóhann Páll Valdimarsson frá Forlaginu. mörkuðum — yngri bækur en tveggja ára hefur ekki mátt selja með þessum hætti. í öðru lagi eru bókaverslanir í öllum landshlutum notaðar sem útsölustaðir. Gefur þetta landsbyggðarfólki möguleika á að notfæra sér útsöluna en bóka- markaðir hafa til þessa að mestu verið bundnir við höfuðborgarsvæð- ið. Bóksalamir gefa eftir af smá- söluálagningunni þannig að hægt er að lækka verðið enn meira en ella. Þá má geta þess, að ekki verða einungis seldar bækur sem ekki seldust upp í jólaösinni, heldur verða einnig prentuð ný upplög uppseldra bóka, og sumar verða nú í kiljuformi. Sögðu talsmenn útgefenda, að útsalan væri tilraun til þess að jafna söluna svo hún einskorðaðist ekki við jólin, en 70—75% bóka virðast seljast þá, sögðu þeir. Þá væri einnig og ekki síður verið að reyna að fá fólk til þess að lesa bækur á öðrum tíma en rétt í kring um jólin. 80—100 titlar verða til sölu í meira en 40 bókaverslunum. Útsal- an hefst 17. febrúar eins og áður var getið og stendur í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun verð bókanna hækka aftur til samræmis við núgildandi verð. MotgunhtoWfl/jaUui Jón E. Guðmundsson í nýja sýningarsalnum sinum við Flyðrugranda sem tekur um 30 manns i sæti. íslenska brúðuleikhúsið nú í eigin sýningarsal ÍSLENSKA brúðuleikhúsið hef- keypti húsnæðið 1 sumar og er ég nú ur eignast eigin sýningarsal við farinn að taka á móti hópum, aðallega Flyðragranda. Að sögn Jóns E. úr skólum. Ég ætla að byija á því að Guðmundssonar, eiganda leikhúss- kenna krökkunum að búa til brúður ins, festi' hann kaup á litlum sal og síðan halda sýningu fyrir þau I lok með fullkomnum (jósabúnaði og kennslunnar. Þá hafa útlendingar tekur hann 30 manns i sæti. mikið sóst eftir slfkum sýningum. íslenska brúðuleikhúsið er fyrsta Innan skamms ætla ég að setja aftur leikhús sinnar tegundar hér á landi upp „Hans og Grétu" en það var og hóf starfsemi sína fyrir 32 árum fyrsta sýningin, sem ég setti upp fyrir og Hefur Jón hannað hundruð brúða 32 árum í Alþýðuhúsinu og mun ég f þessi ár. Hann byijaði á því að sýna hafa upprunalegu brúðumar í þeirri í Alþýðuhúsinu við Hverfísgötu og sýningu." Jón sagði að hann væri með hefur síðan sýnt víða, svo sem í Iðnó vinnustofu sína að Kaplaskjólsvegi 61 ogTjamarbíó. og gætu þeir sem áhuga hefðu á, „Aðstaðan er öll önnur eftir að ég haft samband við sig þar. Bæjarstjóm Akureyrar: Lýsir undrun sinni á kaupum vélarúmshermis Jón Sigurðsson (F), Gunnar Ragn- (Abl.), Valgerður H. Bjamadóttir ars (A), Sigríður Stefánsdóttir (Kf.) og Freyr Ófeigsson (A). Forsætisráðuneytið: Hagvamarráð í burðarliðnum Á SÍÐASTA þingi vom samþykktar lagabreytingar á almannavama- lögum, sem gengu i gildi 2. júli 1985. Meðal breytinga er að koma skal á hagvamaráði sem skipað er af forsætisráðherra og á að vera ríkisstjóminni til ráðuneytis um hagvarair. Auk þess á ráðið að gera áætlanir um verkefni og viðbrögð á hættutímum og safna samnn skýrslum um hversu miklar birgðir þurfi að vera til I Iandinu, til að tryggja lífsafkomu þjóðarínnar á hættutímum. í lögunum kemur fram að ríkis- Að sögn Guðmundar Benedikts- Akureyri, 18. febrúar. ÁKVEÐIÐ hefur veríð að Ríkis- sjóður kaupi vélarúmshermi fyr- ir Vélskóla Islands i Reykjavík, eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá. Áður hafði veríð ákveðið að Verkmenntaskólinn á Akureyrí keypti slíkan hermi — og töldu menn hér nyrðra þenn- an eina nægja fyrír allt landið. Vegna þessa máls samþykkti bæjarstjóm Akureyrar sam- hljóða eftirfarandi tillögu sem lögð var fram á fundi hennar á þríðjudag: „Bæjarstjóm Akureyrar lýsir undrun sinni yfir því, að ákveðið hafi verið að ríkissjóður skuli kaupa vélarúmshermi til Vélskóla íslands í Reykjavík. Þegar hefur verið ákveðið að frumkvæði bæjarstjómar Akur- eyrar að kaupa slíkan hermi til Verkmenntaskólans á Akureyri. Ljóst er að þetta tæki nægir til að anna allri þörf íslendinga fyrir slíka kennslu. Bæjarstjóm Akureyrar skorar á ráðherra fjár- og menntamála að þeir beiti sér fyrir því, að hætt verði við fíárveitingu til kaupa á nýjum hermi og þeim fjármunum, sem ganga áttu til þeirra kaupa verði veitt til annarra verkefna, svo sem Verkmenntaskólans á Akureyri." Flutningsmenn tillögunnar vom stjóminni er heimilt, ef almanna- heill krefur vegna hættu á hemað- araðgerðum eða annarri vá að gefa út fyrirmæli um sölu og dreifingu nauðsynja sem til em í landinu eða taka eignamámi matvæli, eldsneyti, varahluti og lyf svo að eitthvað sé nefnt. Þá er í lögunum að finna heimild til þess að starfsmaður almannavamaráðs starfi sérstak- lega að þeim málefnum sem undir hagvamaráð falla. sonar ráðuneytisstjóra f forsætis- ráðuneytinu er verið að ganga 1 formlega frá skipun manna í ráðið en í lögunum er kveðið á um að ráðið skuli skipa; ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins sem jafn- framt er formaður ráðsins, ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytis- ins, sem er framkvæmdastjóri þess og ráðuneytisstjórar annarra ráðu- neyta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.