Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 Samningafund- ir um helgina UNNIÐ verður að gerð nýrra kjarasamninga um helgina, bæði á vegum BSRB og rikisins og ASÍ og samtaka vinnuveitenda. Jafnframt munu nokkrir forystumenn ASÍ halda fundi með stjórnum verkalýðs- félaga um allt land í dag og á morgun til að kynna þeim stöðuna i samningamálum. Frá fundinum í dómsmálaráðuneytinu. Frá vinstri: Guðmundur Björnsson, deildarstjóri í launadeild fjármálaráðuneytis, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Hjalti Zóphóníasson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Svavar Jónsson, stjórnarmaður í Lögreglufélagi Reykjavíkur, Einar Bjarnason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, og fremst til hægri á myndinni er Jón Amar Guð- mundsson, stjómarmaður í lögreglufélaginu. „Urlausn þessara mála þolir ekki langa bið“ „Mér sýnist vera alvara í þessum viðræðum af beggja hálfu," sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, um viðræður BSRB og rík- isins, sem var framhaldið í gær. Undimefndir viðræðunefndanna störfuðu í gær og stuttur fundur var haldinn með 60 manna samn- inganefnd BSRB. Undimefndimar halda áfram að funda árdegis í dag o INNLENT og stóra nefndin hefur verið kölluð samankl. 14:30. Efnahagsmálanefnd ASÍ, VSÍ og VMS var einnig að störfum í gær. í dag verður haldinn fundur í lífeyr- isnefnd samningsaðilanna og ákveðinn hefur verið eiginlegur samningafundur á mánudaginn kl. Í7. ASÍ-forystan heldur í dag fundi með stjómum verkalýðsfélaga í Reykjavík, Borgamesi, Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum en á morgun verða fundir á ísafirði, Höfn í Homafirði, Vestmannaeyj- um og Keflavík. í framhaldi af þessum fundum em félögin hvött til að halda félagsfundi og afla verkfallsheimilda, að því er segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. — segir formaður Lögreglufélags Reykjavíkur Fundur haldinn með fulltrúum ráðuneyta í gær „ÞAÐ gerðist ekkert á fundinum. Hann var gagnslaus að minu mati,“ sagði Einar Bjamason formaður Lögreglufélags Reykjavikur í samtali við Morg- unblaðið, eftir fund lögreglu- manna og talsmanna dóms- og fjármálaráðuneyta í gær. A Seinni dag- ur í stjóm- arkjöri SEINNI kjördagur í stjómar- kjöri Iðju er í dag og stendur kjörfundur frá klukkan 10.00 árdegis til klukkan 20.00 í kvöld. Kosið er á skrifstofu félagsins á Skólavörðustíg 16. Tveir listar eru í framboði, A-listi stjómar og trúnaðar- mannaráðs og B-listi Bjarna Jakobssonar og fleiri. Um klukkan 18.00 i gær höfðu um 300 félagsmenn greitt atkvæði en á kjörskrá eru 2.300 manns. fundinum var rætt um tillögur lögreglumanna til úrbóta vegna flótta manna úr lögreglustétt. Meðal tillagna lögreglumanna er hækkun á fastakaupi og stytting vinnutíma og auk þess krefjast þeir þess að réttarstaða lögreglumanna verði skilgreind. „Við erum þess fullvissir að tillögur okkar munu ekki hækka heildarkostnað við lög- gæsluna," sagði Einar. „Það eru þijár vikur síðan ráðu- neytin fengu þessar tillögur," bætti hann við, „en við fengum lítil svör. Lögreglumenn skilja það svo sem, að þeir eru bara lítið hjól í stóru gangverki, en úrlausn þessara mála þolir ekki langa bið. Þolinmæði okkar er ekki óendanleg." Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri sat fundinn af hálfu dómsmálaráiðu- neytisins ásamt Þorsteini Geirssyni ráðuneytisstjóra. Hjalti sagði, að sum þeirra erinda, sem lögreglu- menn bæru upp, væru verkefni aðalkjarasamnings, og því ekki í verkahring ráðuneytanna. „En lög- reglumenn telja sig hafa dregist aftur úr í launum. Það þarf að finna lausn á þessu og það er stefnt að því að reyna það,“ sagði Hjalti. „Heldur fleiri menn hurfu úr lögreglunni í fyrra en árið á undan. Ætli það hafi ekki verið um 40 manns," sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík er Morg- unblaðið spurði hann hvort upp- sagnir lögreglumanna væru óvenju margar. „Ég vona, að samkomulag náist um nýtt vaktakerfl. Það hefur strandað á því, að lög mæla fyrir um tíu tíma hvfld, en það eru for- dæmi þess, að einstakir starfshópar hafi samið um annað, t.d. átta tíma hvfld," sagði Böðvar. „Svo vona menn bara að samkomulag náist," sagði hann að endingu. Annar fundur hefur verið boðað- ur á þriðjudag. Garðabær: * Utsvör lækka ef verð- bólga fer niður í 10% EFTIRFARANDI bókun var samþykkt af öllum bæjarfull- trúum á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 13. febrúar sl.: „Bæjarstjóm Garðabæjar fagn- ar tilraunum aðila vinnumarkaðar- ins og ríkisstjómarinnar til þess að draga úr verðbólgu í landinu í þvi skyni að auka kaupmátt launa í nýjum kjarasamningum. Náist þetta yfirlýsta markmið þannig að verðbólga stefni í 10% í lok þessa árs, að mati Þjóð- hagsstofnunar, mun bæjarstjóm Garðabæjar lækka gjaldstig út- svarsálagningar ársins 1986 úr 10,4% í 10.% Athyli er vakin á, að bæjarstjóm Garðabæjar hefur um árabil nýtt að fullu heimildir til afsláttar af fasteignaskatti og vatnsskatti." Félag íslenskra ferðaskrifstofa: 300 milljóna króna gjaldeyristap ef flug- vallarskattur hækkar Lögvernd og Sigtúnshópurinn: Skora á ráðamenn að mæta til fundar í Háskólabíói „Höfum fengið nóg af sviknum loforðum,“ segja forsvarsmenn „VIÐ VÆNTUM þess að alþingismenn, bankastjórar og aðrir ráðamenn láti sjá sig á þessum fundi því það er ýmislegt sem við þurfum að koma á framfæri við þá,“ sögðu forsvarsmenn Sigtúnshópsins, samtaka áhuga- manna um úrbætur í húsnæðismálum, sem efna til fjölda- fundar í Háskólabíói klukkan 13.30 á morgun, sunnudag- inn 16. febrúar. A FUNDI í Félagi íslenskra ferðaskrifstofa 13. febrúar var hækkun flugvallarskatts úr 250 krónum í 750 krónur mótmælt harðlega. f ályktun fundarins segir, að lík- lega missi íslendingar af verulegum gjaldeyristekjum vegna hækkunar- innar. Við 10% samdrátt á komu útlendinga verði þjóðin af nær 300 milljónum króna í gjaldeyri sam- kvæmt forsendum Seðlabankans um meðaltekjur af ferðamönnum en tekjuauki ríkissjóðs af hækkun- inni sé aðeins um 40 milljónir kr. miðað við ferðamannafjölda síðast- liðins árs. Hækkun skattsins er mjög gagn- rýnd af innlendum og erlendum ferðaskrifstofum, segir í ályktun- inni, þar sem þær hafí flestar verð- lagt ferðir sínar næsta sumar. Þá sé ferðamönnum mismunað þar sem skatturinn er aðeins innheimtur af flugfarþegum en ekki þeim sem ferðast með skipum. Að sfðustu skorar fundurinn á fjármálaráðherra og ríkisstjóm að kanna hvort ekki megi fresta gildis- töku skattsins og bendir sérstak- lega á í því sambandi nýlega yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar um lækkun opinberra þjónustugjalda. „Það er komið að uppgjöri. Við höfum fengið nóg af sviknum lof- orðum og viljum koma ráðamönn- um í skilning um þær bláköldu staðreyndir sem blasa við í þessum efnum. Fólk er komið í þrot og við höfum mörg dæmi um að fólk, sem fékk lítils háttar aðstoð í vor, hefur verið gert upp. Þetta fólk mun skýra frá aðstæðum sínum á fund- inum í Háskólabíói og þess vegna er þýðingarmikið að ráðamenn láti sjá sig svo að þeir geti áttað sig á hvemig komið er fyrir þúsundum manna í þessu landi. Það verður fróðlegt að sjá hveijir þeirra mæta og eftir því verður tekið,“ sögðu Sigtúnsmenn. Þeir sögðu að sú „dúsa“, sem stungið hefði verið upp í húsbyggj- endur í vor hefði engan veginn dugað og ástandið nú væri verra en nokkur sinni fyrr. Uppboðum færi sífellt Qölgandi og neyðar- ástand ríkti í landinu í þessum efnum. Um ráðgjöf fyrir húsbyggj- endur, sem sett var á laggimar, sögðu Sigtúnsmenn: „Það er vissu- lega þörf á ráðgjöf. En það em ekki við sem þurfum á þeirri ráð- gjöf að halda. Það em ráðamenn, sem virðast gjörsamlega úrræða- lausir um árbætur í húsnæðismál- unum.“ ÍÐNTÆKNISTOFNOH * Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra afhendir Albert Guðmundssyni iðnaðarráðlierra lykla að byggingunni. Sitjandi eru frá vinstri Gunnar Sch. Thorsteinsson, stjómarformaður, og dr. Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar. — Á myndinni til hægri sést nýja húsnæðið að Keldnaholti. Formleg opnun húsnæðis Iðntæknistofnunar í gær var bygging Iðntækni stofnunar í Keldnaholti form lega tekin í notkun. Starfsemi stofnunarinnar fór áður fram á þremur stöðum, í húsi Rann- sóknastofnunar Keldnaholti, i iðnaðarins í húsnæði Iðn- þróunarstofnunar í Skipholti 37 og við Vesturvör í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.