Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR 1986 Leiðrétting Minning: Jón Einarsson frá Húsatóftum Fæddur 5. júlí 1901 Dáinn 8. febrúar 1986 Mig langar til að minnast með fáeinum orðum Jóns Einarssonar eða Nonna frænda eins og ég kall- aði hann. Frá því að ég man veitti hann hlýju og vakti yfír velferð okkar hinnayngri í fjölskyldunni. Hann fæddist í Grindavík 5. júlí 1901, sonur hjónanna Kristínar Þorsteinsdóttur frá Haukholtum í Hrunamannahreppi og Einars Jóns- sonar, hreppstjóra, á Húsatóftum í Grindavík. Böm þeirra: Guðsteinn, látinn 1973, Jón, Valdimar, Einar, dó ungur, Sólveig, Einar Kr. og Þórhallur. Með þessum systkinum öllum var einstakt samband, traust og náið. Þau ólust upp við tóna hafsins við brimsorfna strönd hjá kærleiksríkum og leiðbeinandi for- eldrum. Eins og aðrir af aldamótakjm- slóðinni fór Nonni snemma að taka til hendi og hjálpa til við bústörfín og sjóróðra stundaði hann á opnum bátum með föður sínum og bræðr- um. Má geta sér til að oft hefur verið erfítt og vosbúð mikil. En það líka haft sínar björtu hliðar eins og gengur, og trúlega hefur oft verið glatt á hjalla í Staðarhverfí á þeim árum. í kringum 1940 flytjast þau sem eftir em heima, Jón, Sólveig og Einar, með móður sinni að Hólum í Jámgerðarstaðahverfí. Um það leyti var verið að stofna Hraðfrysti- hús Grindavíkur og var Guðsteinn einn af hvatamönnum þess. Nonni tók að sér verkstjóm þar og var það hans ævistarf upp frá því. Hann var vandaður maður til orðs og verks, góðviljaður og hafði alveg sérstaklega gott skap. Hann kvæntist aldrei og eignað- ist ekki afkomendur, en stór er bamahópurinn orðinn, sem hændist að honum, elskaði hann og virti. Hvert og eitt okkar leit á hann sem sinn Nonna, en það breytti engu, því hann hafði svo miklu að miðla ungum sálum með sínu stilita og ljúfa skapi. Nonni hafði mjög gaman af ferðalögum og ferðuðust þeir mikið saman, hann og Einar, bæði utan- lands og innan. Ennfremureru ófá- ar laxveiðiferðimar sem þeir bræð- ur fóm saman og höfðu ómælda ánægju af og var Nonni slungin aflakló. Þung raun var það fyrir þau öll, þegar Einar, bróðursonurinn, sem þau höfðu fóstrað að mestu, féll frá í blóma lífsins, frá konu og 5 ungum bömum. Og svo aftur þegar eittbamanna, Vagn, kvaddi skyndi- lega aðeins tæpleg 12 ára að aldri. En öll él birtir upp um síðir og mikla gleði hafði Nonni af krökkun- um sínum í Njarðvík. Hin síðustu ár hafa verið honum erfíð, elli og veikindi hijáð þreyttan likama. Einar og Sólveig hafa gert það sem þau gátu til að létta honum lífíð, og hann fékk að vera heima eins lengi og hægt var, og fara út á Bakka í Staðarhverfí, sem var hans kærasti staður. Nú vitum við að honum líður vel, laus við fjötra, veikindi og elli. Og í dag fylgjum við vinir hans honum út á Bakka. Ég bið systkinum hans og mág- konum Guðs blessunar um ókomin ár. Ég og fjölskylda mín þökkum honum fyrir allt og biðjum Guð að leiða hann á ókunnri strönd. Margrét Valdimarsdóttir NI5SAN CHERRY er hæsta trompið Verð frá kr. 398.000. í VIÐTALI við Eirík Sigfússon á Sflastöðum í miðvikudagsblaðinu, slæddist inn prentvilla. Þar sagði að búmark á bænum í fyrra hefði verið 162 þúsund lítrar, en átti að vera 262 þúsund lítrar. Þá sagði einnig að hann hygðist hafa fleiri kýr en áður, en átti auðvitað að vera færri. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 if Sparneytinn ir Lipur ir Traustur it Rúmgóður it Ódýr ic Spennandi Hjá okkur er fjölbreytnin mest og kjörin best Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.