Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986
Minning:
Hjalti Gunnars-
son, Reyðarfirði
Fæddur 5. nóvember 1914
Dáinn 9. febrúar 1986
Fyrr en varir eru verkalok komin
og ekki annað eftir en kveðja og
þakka. Lítið byggðarlag er afar háð
hverjum einstökum íbúa sínum.
Með ólíkum hætti en ákveðnum
setja menn þar á svipmót sitt. Þeir
sem þar fara í fararbroddi gera það
með athöfnum sfnum, elju og dugn-
aði, með góðgimi sinni og fram-
komu allri.
Eitt slíkt valmenni mikilla mann-
kosta kveðjum við í dag. Hjalti
Gunnarsson hefur um langt skeið
verið einn af mótunarmönnum
byggðarlagsins, kom víða við, bæði
á heimavettvangi og að heiman,
heill og óskiptur gaf hann sig að
hveiju verki og skilaði því af trú-
mennsku og alkunnri alúð en um
leið því yfirlætisleysi, sem einkenndi
hann. Prúðmennsku hans var við
brugðið, þó hann ætti ákveðni og
heitt skap undir niðri.
Sólfagran dag fyrir nokkrum
árum sátum við saman í hallanum
fyrir ofan íþróttasvæðið heima og
horfðum á unga fólkið þreyta kapp
á vellinum. Heið og björt var fram-
tíðarsýn Hjalta fyrir hönd fjarðar
og fólks og þá fann ég bezt hve
byggðin var honum hjartfólgin,
þama var hans fólk í bezta skilningi
þeirra orða.
En Hjalti var ekki maður orða
einna, heldur lét hann verkin víða
tala. Öll hans verk vísuðu til þess,
hver annt honum var um búendur
sem byggð. Hann lagði dijúgan og
mikilsverðan homstein að velferð
byggðarlagsins, sem athafnamaður
í sjávarútvegi, skipstjómarmaður,
útgerðarmaður og fiskverkandi, þar
sem allt fór hið bezta úr hendi, fé-
lagsmálastörf hans voru fjölþætt
og áhugi hans var eldlegur á slysa-
vamarmálum, svo að slysavama-
deildin Ársól og Hjalti Gunnarsson
voru sem eitt í vitund okkar Reyð-
firðinga um árabil og það segir
meira en mörg orð.
Hreppsnefndarstörf hans ein-
t
Föðurbróðir minn,
THORBERG EINARSSON,
netagerðarmeistari,
andaðist í Landspítalanum 13. febrúar.
Fyrir hönd vina og vandamanna
Ásgeir Jónsson.
t
Dóttir.okkar, systir, mágkona og frænka,
GUÐLAUG BJÖRG PÁLSDÓTTIR,
sjúkraþjálfari,
Bræðratungu 30, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 17. febrúar kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent
á Björgunarsveitina Erni, Bolungarvík.
Páll Pálsson,
Kristján Páisson,
Ólafur K. Pálsson,
Guðrún H. Pálsdóttir,
Ólaffa G. Pálsdóttir,
Ólöf Karvelsdóttir,
Sóley H. Þórhallsdóttir,
Svandís Bjarnadóttir,
Arnar H. Guðjónsson
og systkinabörn.
t
Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö,
vináttu og hlýhug við andlát eiginkonú minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu, systurog mágkonu,
ELÍNBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Njörvasundi 33,
Reykjavik.
Auk fjölda annarra sem minntust hennar með ógleymanlegum
hætti færum við Kvenfélagi Langholtssóknar sérstakar þakkir.
Brynjólfur Ketilsson,
Ester Guðmundsdóttir, Ingi Karl Jóhannesson,
tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn, systkini, tengdafólk
og aðrir ættlngjar hinnar látnu.
t
Við þökkum auösýnda samúð við andlát og jaröarför
GUNNLAUGS JÓNSSONAR
frá Sunnuhvoli.
Sérstakar þakkir til Halldórs Halldórssonar læknis og hjúkrunar-
fólks á dvalarheimilinu Hlíð og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Árdfs Sigurðardóttir
og börn.
Legsteinar
granít —
Opíó alla daga,
einnig kvöld
og helgar.
marmari
Ha/níi ó.f.
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
símar 620809 og 72818.
kenndust af málefnalegri tillögu-
gerð, ýtni og hógværð í málflutningi
hans skiluðu honum vel áfram og
sanngimi og sáttfysi réðu ferðinni.
Um þetta er mér auðvelt að dæma,
þar sem við vorum í öndverðum
fylkingum, án þess að leiddi til
persónulegs ósættis nokkm sinni.
Með slíkum öðlingsmönnum er gott
að vinna og gott að deila við þá
einnig.
Frá þeim tíma er mér minnistæð-
astur áhugi fyrir hafnarmálum á
Reyðarfirði, en þar var hann lengi
í forystu, hugsaði stórt og hafði
mikinn metnað fyrir hönd okkár
Reyðfirðinga. í myndarlegum
mannvirkjum dagsins í dag á hann
sinn góða og giftudijúga þátt.
A vettvangi sjávarútvegsmála lét
Hjalti ekki einungis að sér kveða
sem farsæll og fengsæll skipstjóm-
armaður, og mikilvirkur í úterð og
fiskverkun, heldur em ekki síður
umtalsverð þau félagsstörf sem
hann innti af hendi og tengdust
þessari atvinnugrein og ber þar
hæst fulltrúastarf hans á Fiskiþingi,
þar sem á orð hans var hlýtt af
athygli og öll hans málafylgja þar
honum til sóma. Aðrir munu eflaust
greina betur frá hinum ýmsu ævi-
þáttum Hjalta Gunnarssonar, starfi
hans og áhugamálum af ýmsu tagi.
Hjalti Gunnarsson var eins og
faðir minn sagði á dögunum: „I
senn mikilhæfur og góður maður,“
valmenni sem átti hlýju hjartans
að farsælum fömnaut, prúð-
mennskan prýddi hann, hvar sem
hann fór, en þó var hann maður
málafylgju og ákveðinna skoðana,
sem hann fór ekki dult með, þó hátt
væri ekki haft þar um.
Hann var félagshyggju- og sam-
vinnumaður sem skildi og fann
nauðsyn þess að í litlu byggðarlagi
létu menn stórmálin góðu sameina
sig, þó tekist væri á um hin smærri
atriði.
Hjalti var hamingjusamur í
einkalífi sínu, þó þar brygði of
skjótt ský fyrir sólu.
Hann átti mikla öndvegiskonu,
Aðalheiði Vilbergsdóttur, sem látin
er fyrir nokkmm ámm. Aðalheiður
var kona greindar og glæsileika,
geislandi af hlýju og gleði. Harmur
Hjalta við missi konu sinnar var
mikill og sár og mátti segja að
hann bæri aldrei sitt barr eftir það.
Böm þeirra em öll búsett á
Reyðarfirði og erfa góða mannkosti
sinna ágætu foreldra, dugnað og
atorkusemi. Þau em: Erla, húsmóð-
ir, Gunnar, kaupmaður, Alfheiður,
húsmóðir, Vilbergur, verkstjóri og
Sigurbjörg, skrifstofumær.
Fá kveðjuorð verða þetta og fá-
tækleg á hraðfleygri stund.
Jóhannes Krist/áns-
son - Minningarorð
Fæddur 17. nóv. 1901
Dáinn 6. febrúar 1986
í dag er til moldar borinn frá
Eyrarbakkakirkju, föðurbróðir
minn og fóstri, Jóhannes Kristjáns-
son fulltrúi, Skeiðarvogi 127, Rvk.
Hann fæddist á Eyrarbakka 17.
nóvember 1901, jmgsti sonur hjón-
anna Kristjáns Jóhannessonar
kaupfélagsstjóra og Elínar Sigurð-
ardóttur frá Eyvakoti.
Jóhannes lifði æsku sína á Eyrar-
bakka á fyrstu ámm þessarar aldar
við leik og störf, eins og unglingar
þessa tíma. Snemma stefndi hugur-
inn til náms og fór hann til Reykja-
víkur í kringum 1920 til að læra
rafvirkjun hjá Eiríki Ormssyni raf-
virkjameistara, og vann hann hjá
honum til ársins 1928, en fór þá
til Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
starfaði þar lengst af sem fulltrúi
gjaldkera, eða til ársins 1966, er
hann komst á eftirlaun.
Ekki var Jóhannes á því að hætta
störfum þó eftirlaunaaldri væri náð,
því réð hann sig til Ríkisútvarpsins
á innheimtudeild þeirrar stofnunar,
og starfaði þar meðan kraftar
leyfðu.
Jóhannes var einkar glöggur á
tölur og allt sem bókfærslu viðvék,
var trúmennska hans og regla á
öllum hans hlutum annáluð meðal
húsbænda hans og þeirra sem hann
kynntist. Um margra ára skeið rak
hann með bróður sínum Sigurði
verslunina Bræðumir Kristjáns, á
Eyrarbakka eða til ársins 1964 að
þeir hættu rekstri verslunarinnar
eftir að Sigurður veiktist. Var Jó-
hannes stoð og stytta Sigurðar og
fjölskyldu hans í löngum og ströng-
um veikindum Sigurðar.
Er hugur minn reikar til baka
þá minnist ég margra samveru-
stunda okkar frænda. Ég man er ég
var bam á Eyrarbakka hve gaman
var að fá Jóa í heimsókn um helgar
og einnig að fá að heimsækja hann
til Reykjavíkur.
Árið 1955 stofnaði Jóhannes
heimilið í Skeiðarvogi 127, með
systur sinni Elínborgu og var það
þeirra fyrsta verk að bjóða mér, þá
á eilefta árinu, til langdvalar á ný-
stofnuðu heimili þeirra, þar sem ég
síðan ólst upp undir handaijaðri
þeirra meðan bæði lifðu, við gott
atlæti og mikið ástríki, fæ ég seint
Eva Hrönn Hreins-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 27. janúar 1965
Dáin 5. febrúar 1986
Það skilur enginn augnablikið fyrr en það
erfarið,
það skilur enginn nýja sköpun fyrr en henm
erlokið,
og enginn þekkir stund hamingjunnar fyrr
enhúnerliðin.
Úr kastið ekki steininum. (Gunnar Dal.)
Við sem erum ung og búum í landi
þar sem meðalaldurinn fer sífellt
hækkandi en óvæntum dauðsföllum
fólks á ungum aldri fækkar að sama
skapi, er gjamt að líta svo á að
ekkert liggi á að tjá hvaða hug við
bemm hvert til annars, við reiknum
ósjálfrátt með því að geta gengið
að vinum okkar vísum en vöknum
þá upp við vondan draum og áttum
okkur á því að hlýlegar vinarhugs-
anir er orðið of seint að láta í ljós.
Endurfundir gamla A bekkjarins úr
Fellaskóla sem búið var að ræða
svo mikið um og allir biðu spenntir
eftir verða nú undir sorglegri kring-
umstæðum en til stóð. Þó samband-
ið hafi ekki verið mikið síðast liðið
ár meðal okkar krakkanna, þá
verður hópurinn aldrei sá sami því
nú vantar Evu. Veikindi hennar
bám svo brátt að, að við vissum
ekkert fyrr en allt var um garð
gengið. Við kveðjum þessa bekkjar-
systur okkar með söknuði og megi
Guð geyma hana.
En sólfögur myndin frá sumar-
deginum víkur ekki úr huga mér
og orðin: „Þessi fjörður á framtíð",
ymja við eyra mér.
Heill gekk Hjalti að hveiju einu,
dáð hans og drenglund er þökkuð
í dag ásamt ljúfum kynnum um
langan veg.
Fjölskylda mín sendir öllum hans
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Það er birta og ylur yfír bjartri
minning mikils öðlings. Blessuð sé
sú minning.
Helgi Seljan
Nú hefir góður vinur minn kvatt
þennan synduga heim. Við fæðumst
jú til að deyja og erum einungis
gestir á þessari jörð. Hjalti andaðist
hinn 9. þ.m.
Hann var mikill athafnamaður í
sínu byggðarlagi. Faðir hans og
föðurbræður áttu mikinn þátt í
uppbyggingu Reyðarfjarðar. Hjalti
var í mörg ár skipstjóri og eftir að
hann kom í land reisti hann söltun-
arstöð, saltaði mikið og hafði margt
fólk í vinnu. Hann var ákaflega
heiðarlegur og samviskusamur
maður. Hann sat í hreppsnefnd um
tíma, sat í ýmsum nefndum og
starfaði mikið fyrir Slysavamafé-
lagið.
Nú er Hjalti kominn til Guðs, sem
gaf hann og er nú umvafinn englum
og þar veit ég, að hann hefír átt
góða heimakomu. Ég kveð þennan
góða vin minn með söknuði.
„Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.“ (V.Br.)
Jóhann Þórólfsson
þakkað allt sem þau hafa fyrir mig
gert.
Jóhannes var bókhneigður mað-
ur, víðlesinn og fyölfróður, snyrti-
menni með afbrigðum og bera
handverk hans þar glöggt vitni um.
Jóhannes lést á heimili sínu
fimmtudaginn 6. febrúar síðastlið-
inn þar sem hann hafði eitt ævi-
kvöldi sínu.
Farsælu ævistarfi er lokið en
eftir lifir minningin um góðan
samferðamann.
Blessuð sé minning hans.
Kristján Sigurðsson
Aðstandendum öllum sendum við
okkar einlægustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd bekkjarsystkina,
Þóra Jónsdóttir og Hanna
Maja.