Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR 1986 Islenskir þjóðbún- ingar á myndbandi NÆSTKOMANDI þriðjudag', 18. febrúar, kl. 16.00 verður kynnt f kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar, Laugavegi 166, nýtt myndband um íslenska þjóðbún- inga. Myndbandið var gert á vegum samstarfsnefndar um íslenska þjóð- búninga og er það í tveimur hlutum. Leiðrétting í greininni „Víti til vamaðar" sem birtist í Morgunblaðinu 27. janúar sl. er ranglega hermt eftir viðmæl- anda (Helgu) að ljóðið „Dóp“ sé eftir hana. Ljóðið er eftir undirritaða, sem vill koma á framfæri, að greinin er henni með öllu óviðkomandi. Hellen Linda Georgsdóttir Athugasemd Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá veitingahúsinu Þórscafé: Vegna auglýsingar í Morgun- blaðinu um að Edda Björgvinsdóttir og Júlíus Bijánsson muni skemmta á handboltahátíð í Broadway á sunnudagskvöld skal tekið fram, að Edda og Júlíus eru samnings- bundin við Þórscafé og munu þí alls ekki koma fram á umræddri hátíð. Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær var ranglega sagt að kvikmyndin Ágústlok væri sýnd f Háskólabíó. Myndin er sýnd í Regnboganum. Á fyrri hluta bandsins er lýst þróun búninganna og hvenær þau afbrigði þeirra sem nú eru algeng- ust fengu þann svip sem þau nú hafa. A síðari hluta bandsins er lýsing á því hvemig klæðast beri búningunum, svo sem hvemig á að skauta, hnýta slifsi, bijóta sjal o.fl. Textann með myndbandinu gerðu Elsa E. Guðjónsson og Fríður Olafsdóttir. Búningamir voru flestir fengnir að láni hjá þjóðdansafélagi Reykjavíkur og sýningarstúlkumar eru ni því félagi. Tónlist er eftir Jón Ásgeirsson. Þulur er Sigríður Thorlacius. Gerð þessa fyrsta myndbands nefndarinnar var kostuð af Af- mælissjóði Sigríðar Thorlacius og styrk frá Þjóðhátíðarsjóði. ísmynd sá um kvikmyndun og annan frá- gang. Myndbandið verður til sölu hja Námsgagnastofnun. Kynningin er opin öllu áhugafólki. (Úr fréttatilkynningu.) Alþýðuleikhúsið: Tom og Viv á Kjarvals- stöðum ALÞÝÐULEIKHÚ SIÐ sýnir um helgina leikritið Tom og Viv á Kjarvalsstöðum, laugardag og sunnudag klukkan 16. Leikurínn er byggður á ævi Nóbelsskáldsins T.S. Elliot og hjónabandserfiðleik- um hans. í helstu hlutverkum em Viðar Eggertsson og Siguijóna Sverrisdóttir. Regnboginn: Gaman og alvara I Regnboganum eru hafnar sýningar á kvikmyndinni „Kú- rekar í klípu“, gamanmynd með alvarlegu ívafi, sem gerist eins og nafnið ber með sér í villta vestrinu. Söguhetjan, eins og í eldri kú- rekamyndum, klæðist hvítum föt- um, með hvítan hatt, ríður hvítum hesti og er fímur með skotvopn. En hvað tekur hetjan til bragðs þegar til sögunnar kemur annar, sem er eins klæddur, ríður eins hesti og reynist vera hinn versti bófi? Kvikmyndinni er leikstýrt af Hug Wilson, sem einnig leikstýrði gam- anmyndinni „Lögregluskólinn". í villta vestrinu Mynd eftir Saura í Regnboganum Kvikmyndaklúbburinn Hispania sýnir myndina „Stress es tres, tres“ { Regnboganum í dag klukkan 15 og 17.15. Leikstjóri og höfundur handrits er Carios Saura og var myndin gerð árið 1968. Helztu hlutverk eru í höndum Geraldine Chaplin, Juan Luis Galiardo og Femando Cebran. Jónas Guðvarðsson við eitt verkanna á sýningunni. Jónas Guðvarðsson í Listasafni ASÍ LISTAMAÐURINN Jónas Guð- varðsson opnar myndverkasýn- ingu I dag, laugardag. í sýning- arsal Listasafns ASL Á sýning- unni eru 54 myndverk, lág- myndir og skúlptúrar, unnin í tré með gleri og málmívafi. Verkin á sýningunni eru flest unnin á síðustu þremur árum. Jónas stundaði nám i Myndlista- skólanum í Reykjavík og í Escuela Massara í Barcelona. Þetta er áttunda einkasýning hans, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 2. marz næstkomandi og er opin 16 til 20 virka daga og 14 til 22 laugardaga og sunnu- daga. Tónabíó: Saga konu sem tekin var af lífi í Tónabíói er verið að sýna ensku stórmyndina „í trylltum dansi" um þessar mundir. Leik- stjóri er Mike Newell og með helstu hlutverk fara Miranda Richardson, Rupert Everett og Ian Holm. Handritið er eftir Shelagh Delaney og tónlist eftir Richard Hartley. Kvikmyndin segir frá lífsreynslu Ruth Ellis, konunnar sem síðust var tekin af lífí fyrir morð á Englandi. Ruth, sem er fráskilin með tvö böm, vinnur fyrir sér í klúbbum í London. Þar kynnist hún David, sem hún verður ástfangin af, en stormasamri sambúð þeirra lýkur með því að hún skýtur hann. Kviðdómurinn var 23 mínútur- að kveða upp dauðadóm og var Ruth tekin af lífí í Holloway- fangelsi í London 13. júlí 1955. Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur flóamarkað í Lionsheimil- inu, Sigtúni 9, frá klukkan 14 tii 17 í dag, laugardag. Flóamarkaðurinn er haldinn til Blíðviðri á Borgar- firði eystra: Bátar - farnir aðróa áný Borgarfirði eystra, 14. febrúar. SEGJA má að við Austfirðingar höfum litið haft af vetrinum að segja það sem af er. Að sjálf- sögðu hafa komið hér dagar með kulda og snjókomu svo vegir hafa teppst í bili, svo sem vegur- inn yfir Vatnsskarð milli Borgar- fjarðar og Héraðs. Lengstum hafa ríkt hér suðlægar áttir með hlýindum og björtum dögum, svo nú er hér lítill snjór í byggð og í dag er logn og glamp- andi sólskin. Gæftir hafa að vísu verið hér stopular eins og oftast á þessum tíma ársins. Bátar héðan — hættu að mestu að róa seint í nóv- ember enda litlir og alllangt á miðin. Lagðist þá vinna niður í frystihúsinu og lítil atvinna á staðn- um. Vegna verkefnaskorts hefur byggingarfélagið Vagl haft mjög lítið að gera og sömu sögu er að segja um saumastofuna Nálina, sem nú hefur loks hafið starfsemi að nýju eftir margra mánaða stopp. Allmargir eru famir héðan á vertíð og í aðra atvinnu, og þar af þrír til Noregs. í byijun febrúar tóku bátar hér aftur að róa og er það fremur sjaldgæft á þessum tíma. Hafa þeir aflað mjög vel svo að frystihúsið hefur haft nægilegt hráefrii til vinnslu. Auk þess hafa nokkrir bílfarmar af fiski borist hingað til vinnslu frá Reyðarfirði. Á öskudag var frídagur í grunn- skóla Borgaifyarðar en upp úr há- degi fóru að birtast kynlegir hópar á þorpsgötunum, í furðulegustu klseðum og með alls kjms stríðs- málningu. Voru það skólabömin sem gengu hér milli fyrirtækja, svo sem Samvinnubankans, Kaupfé- lagsins, frystihússins, Álfasteins og víðar og sungu fyrir starfsfólkið og þáðu bæði sælgæti og aura að launum. Hefur þessi siður haldist hér nokkur undanfarin ár og er gaman að honum. í gær varð svo kennslufall hér í skólanum eins og annars staðar á Austfyörðum, en í dag er kennsla með eðlilegum hætti. - Sverrir. styrktar Hjálparstöð Rauða kross íslands fyrir böm og unglinga á Tjarnargötu 35 í Reykjavík. (Fréttatilkynning;) Lionessuklúbbur Reykja- víkur með flóamarkað raöauglýsingar — raöauglýsingar raöauglýsingar Seltirningar — Félagsvist Hin vinsæia félagsvist sjélfstæðisfélaganna ó Seltjarnarnesi verður Ihaldin í Fólagsheimilinu okkar, Austurströnd 3, mánudaginn 17. febrúar kl. 20.30 stundvislega. Stjórnandi verður Anna K. Karlsdóttir. Stjórnin. Akureyringar f tengslum við prófkjör sjálfstæðisfélaganna á Akureyri þann 22.-23. febrúar 1986 verður utankjörstaðakosning á skrífstofu flokksins í Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri dagana 17.-21. febrúar kl. 17.00-19.00. Einnig verður utankjörstaðakosning á skrifstofu flokksins i Valhöll við Háaleitisbraut í Reykjavík dagana 19.-21. febrúar frá kl. 09.00-17.00. Heimild til þátttöku hafa þeir sem orðnir eru 16 ára, hafa lögheimili á Akureyrí og eru flokksbundnir i Sjálfstæðisflokknum, eða hafa rítað inntökubeiðni í eitthvert sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Nánarí upplýsingar verða gefnar á skrifstofu flokksins á Akureyri í sima 96-21504. Formaður fulltrúaráðs. Akranes Almennur stjórnmálafundur verur haldinn í sjálfstæðishúsinu við Heiðargerði mánu- daginn 17. febrúarkl. 20.30. Dagskrá: 1. Friðrik Sóphusson varaformaður Sjátf- stæðisflokksins ræðir stjómarsamstarfið. 2. Almennar umræður og fyrirspumir. Þingmenn Sjálfstæðsflokksins i Vestur- landskjördæmi Friðjón Þóröarson og Valdimar Indríðason mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin áAkranesi. f i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.